Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 Smáauglýsingar Húsnæði óskast Ung kona óskar eftir íbúð í Kópa- vogi eða nágrenni, 2–3 herbergja. Langtímaleiga. Reyklaus. Engin dýr. Upplýsingar í síma 865 3364. Til sölu Plastgeymslu-útihús 4,5 fm Auðveld í uppsetningu og viðhaldsfrí. Verð 180 þús. Uppl. í síma 893 3503 eða 845 8588. Ýmislegt Akureyrarmessa Bústaðakirkja Sunnudaginn 11. maí kl. 14.00 Messan er í höndum akureyrskra presta. Norðlenskir tónlistarmenn syngja og spila. Eftir messu: Bragakaffi, Kristjánspungar, kleinur, Lindukonfekt og Mix. Burtfluttir Akureyringar, komum og eigum góða stund saman. Allir velkomnir. Húsviðhald         Laga veggjakrot, hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com NÝKOMIÐ Teg. Selena – push up fyrir þær stærri á kr. 6.850, buxurnar á kr. 2.680. Teg. Ofelia – glæsilegur, þunnur á kr. 6.850, buxur á kr. 2.680. Teg. Luisa – fínlegur, flott hald á kr. 6.850, buxurnar á kr. 2.680. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.–föst. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Atvinnublað alla sunnudaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? ✝ Elísabet Jó-hanna Sigurð- ardóttir fæddist 1. október 1911 í Hofsgerði á Höfð- aströnd í Skaga- firði. Hún lést á Dvalarheimilunu Hlíð á Akureyri, 4. maí 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Þorkell Sveinsson, f. 1871, d. 1953, og Guðbjörg Þuríður Sigmundsdóttir, f. 1879, d. 1968. Systkini Jóhönnu voru: Bjarni, f. 1901, d. 1935, Maron, f. 1902, d. 1992, Sig- mundur, f. 1905, d. 1980, Sveinn, f. 1906, deyr fyrir tvítugt, Guð- jón, f. 1908, d. 1986, Guðmann Jóhann, f. 1910, dó ungur, Guð- varður, f. 1917, d. 1994, Hösk- uldur, f. 1917, d. 2006, Hjalti, f. 1917, dó ungur, Pálmi f. 1921. Eiginmaður Jóhönnu var Ein- ar Guðmundsson, sjómaður og vélgæslumaður, f. 27. október 1911, d. 6. október 2008. Börn þeirra eru: 1. Ásta Einarsdóttir, eiginmaður Sigmar Sævaldsson og eru þau búsett á Dalvík. Þeirra börn eru: a. Hafdís Sig- marsdóttir, maður hennar er Úlfar Kristinsson og eiga þau kona hans er Guðrún Petra Trampe eiga þau eitt barn og þrjú barnabörn, eitt barn Guð- rúnar er látið. c. Elísabet Jó- hanna Sigurðardóttir, maður hennar er Jón Kristinn Valdi- marsson. Þau eiga fjögur börn. Jóhanna flutti í Hólakot á Reykjaströnd tólf ára með for- eldrum og systkinum. Þar stundaði hún nám í sveitinni Króknum fram yfir fermingu. Hún var námfús og vildi læra meira og stefndi á kennaranám. Hún fór til Akureyrar og stund- aði þar nám í Gagnfræðaskóla Akureyrar í Lundargötu og tók þar fyrsta og annan bekk. Síðan hélt hún áfram upp í Mennta- skólann og tók þar þriðja bekk. Þegar móðir hennar slasaðist hætti hún námi og fór heim og sá um foreldra sína. Hún fór síð- ar suður 1936 í Húsmæðraskól- ann í Reykjavík. 1937-1938 var hún farkennari á Reykja- ströndinni. Árið 1938 giftust þau Jóhanna og Einar, en hon- um hafði hún kynnst á Ak- ureyri. Fljótlega byggðu þau Klettaborg 2 á Akureyri þar sem þau bjuggu alla sína tíð þar til þau fóru á Dvalarheimilið Hlíð þar sem mikið gæðafólk hlúði að þeim síðustu árin. Fjöldi ættingja fékk að búa hjá þeim í stuttan eða langan tíma. Hún fékkst við að semja ljóð og sögur þegar tími vannst til. Útför Jóhönnu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 9. maí 2014, og hefst athöfnin kl. 13.30. þrjú börn, b. Hanna Sigmarsdóttir, maður hennar er Hilmar Jakobsson og eiga þau þrjú börn og eitt barna- barn, c. Einar Jón Sigmarsson, kona hans er Ingibjörg Gunnarsdóttir og eiga þau fjögur börn og eitt barna- barn, d. Anna Guð- björg Sigmarsdóttir, sambýlis- maður hennar er Hallgrímur Harðarson og eiga þau fimm börn og tvö barnabörn, e. Viðar Örn Sigmarsson, kona hans er Rannveig Hrafnkelsdóttir og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn, f. Hafsteinn Sig- marsson, kona hans er Arna Harðardóttir og eiga þau þrjú börn. Svanborg Sigmarsdóttir, sambýlismaður hennar er Þór- hallur Guðmundsson og eiga þau tvö börn. 2. Sigurður Sveinn Einarsson, kona hans er Svein- björg Sigurrós Aðalsteinsdóttir og eru þau búsett á Akureyri. Börn þeirra eru: a. Aðalsteinn Einar Sigurðsson, kona hans er Grete Tove Hansen og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. b. Sveinn Sigurðsson, sambýlis- Elsku amma á Klettaborg. Ég ætla að skrifa þér smábréf, auð- vitað ætti ég nú að handskrifa það en maður verður víst að fylgja tækninni í dag. Ég veit að þinn tími var kominn, þú varst jú orðin 100 ára en það er samt svo sárt að þurfa að kveðja þig. Við veltum því oft fyrir okkur af hverju hlutirnir þurfi að vera svona en við því eru engin svör til. Þú kenndir mér að Guð er allt- af til staðar þegar maður þarfn- ast hans. Hann gefur okkur hug- rekki til að halda áfram og styrk til að takast á við hvað eina sem að höndum ber. Við getum glatt okkur við það að við eigum fullt af yndislegum minningum um þig og nú ert þú komin í faðm afa og þið eruð sameinuð á ný. Ég er svo þakklát fyrir allan þann tíma sem þú gafst þér við að hjálpa mér að skrifa og semja kvæði og ljóð, þú hafðir svo mikla trú á mér og mun ég núna eftir smápásu taka upp pennann á ný með þig í anda. Þegar ég skrifa þetta bréf þá hellast yfir mig minningarnar og ég veit ekki á hverju ég á að byrja það er svo margt sem mig langar að skrifa. Manstu þegar Jón bróðir braut tönnina mína, ég fór að háskæla. Afi tók mig í fangið og þú gafst mér flóaða mjólk. Eða þegar við Þórdís gistum á Kletta- borg og fengum að sofa í frúar- kjólunum, þá leið okkur eins og prinsessum. Vöknuðum svo um nóttina og héldum að það væri kominn morgunn en þú sagðir okkur að það væri hánótt ennþá og sýndir okkur fjallið Kaldbak út um eldhúsgluggann. Fyrstu morgungeislarnir glömpuðu á það og það var eins og það væri í frúarkjól eins og við Þórdís. Allar sögurnar sem þú sagðir um lífið í gamla daga, af bernskuminning- um þínum, og alls konar ævintýr- um. Þú sagðir svo skemmtilega frá, þú hafðir svo lifandi frásögn að maður lifði sig alveg inn í sög- una og leið, stundum eins og mað- ur væri á staðnum. Þegar ég var yngri talaði ég mikið um þig í skólanum við vini mína, mér fannst ég svo heppin að eiga þig sem langömmu og fannst ég þurfa að monta mig smá enda varstu stór og merkileg kona, þó að líkaminn hafi verið smár. Ég kom sjaldnast tómhent heim eftir að hafa verið í heimsókn hjá þér, ef ég kom ekki heim með fullt af kvæðum og sögum eftir okkur þá var það eitthvað sem við höfðum föndrað eða saumað, en fyrst og fremst var ég full af visku og góð- um tilfinningum. Kysstu afa frá mér. Kisuna vantar vængina þá, er hún vill í fuglana ná, en fuglinn er frjáls og frír, flýgur í loftið á ný, syngur sitt ljúfa lag, um sólina og sumarið nú í dag (Höf. amma á Klettaborg.) Kveðja, Íris Harpa Hilmarsdóttir. Nú væri að koma tími til að setja niður kartöflur með henni ömmu. Hún hefði svo sem sáð fyrir gulrótunum í fyrrahaust, en út færi kálið og rófurnar og allt hitt sem finna mætti úr garðinum þegar tæki að hausta. Að njóta þess sem við finnum í náttúrunni var eitt af því sem amma kenndi mér, en hún kenndi mér svo margt, eins og svo mörgum öðr- um. Amma var hjartahlý, róman- tísk og naut þess sem fallegt er í heiminum, hvort sem það var gott fólk, þröstur syngjandi á grein eða sólin sem dansaði fyrir okkur snemma á páskadags- morgni. Hún var kona sem þurfti oft að stoppa og taka eftir litlu hlutunum. Hún kunni líka að breyta litlu hlutunum og hvers- dagslegum viðburðum í ævintýr. Klettaborgin var fyrir okkur barnabörnin sem annað heimili og þar var alltaf hægt að finna eitthvað sér til dundurs. Þar var hægt að fletta í gegnum tímarit sem voru eldri en við flest, þar voru barnabækur sem lesnar voru upp til agna, eins og bækur um drengi sem unnu prinsessuna og hálft konungsríkið með því að kunna margföldunartöfluna. Svo voru það ævintýrin og sögurnar sem hún amma sagði og fundust ekki í neinum bókum. Einhverjar þeirra hafa nú verið skráðar nið- ur. Sköpunargleði hennar náði til annarra sviða og til eru bæði teiknaðar myndir eftir hana og málaðar. Það var nokkuð sama hversu margir voru í heimsókn á Kletta- borginni, það virtist alltaf vera pláss við eldhúsborðið, sem í minningunni var svo stórt því við vorum þarna svo mörg, en var í raun frekar lítið. Við eldhúsborð- ið kenndi hún hvernig ætti að stafsetja, fór yfir reikningsdæm- in, færði okkur pönnukökur sem hurfu hraðar en hún gat bakað þær við undran lítilla barna sem skildu ekki hvernig hún gat snúið þeim við með fingrunum án þess að brenna sig. Þarna reyndi hún líka að kenna mér aðferðir til að skipuleggja hugsanir mínar, að- ferðir sem ég hef oft séð upp á síðkastið kenndar sem nýjung. Til að æfa lesturinn var þó farið inn í betri stofuna í ró og næði. Sem ung kona hóf hún nám við Menntaskólann á Akureyri og hefðu aðstæður leyft að hún klár- aði menntaskóla hefði hún eflaust orðið ástsæll kennari. En aðstæð- ur leyfa ekki alltaf að draumum sé fylgt. Þess í stað kenndi hún í sveitaskólum í Skagafirði og síð- ar börnum sínum og barnabörn- um. En ástríðan fyrir kennslunni skilaði sér til næstu kynslóða. Vonandi líka yfirvegunin, hjarta- hlýjan og hæfileikinn til að staldra við og njóta þess sem er. Svanborg Sigmarsdóttir. Þegar amma var í grænu peys- unni sinni, voru augun í henni líka fagurgræn. Grænn var uppá- haldsliturinn hennar. Augun voru líka glaðvær og umhyggju- söm, stundum glettin og sindr- andi, sérstaklega þegar hún var í söguham eða heyrði dillandi lag í útvarpinu. Stundum urðu þau dreymin þegar amma sat uppi á eldhúsbekk, horfði út á Glerána og fór með ljóð eða fallegar setn- ingar sem hún hafði lesið. Úr- klippubókin hennar geymdi fleygar setningar, ljóð sem hún samdi í amstri dagsins, eða ljóð annarra. Einnig var hægt að finna þar brandara og ýmislegt sem hægt var að hlæja að. Amma tók við mér sem erfið- um unglingi 1975 og kenndi mér að meta hið ómetanlega í lífinu. Seinna meir fórum við saman á myndlistarsöfn, heimsóttum uppáhaldsfrænkur og -frændur, fórum frækna ferð til Þýskalands til heiðurs 75 ára afmælinu, héld- um á skyggnilýsingafundi, stund- uðum leikfimi í eldhúsinu eða röktum ættir yfir kaffibolla. En kannski voru bestu stundirnar uppi í kartöflugarði undir klöpp- unum þar sem við skríktum sam- an yfir einhverjum gleðisögum. „Maður á að hafa gaman af lífinu, Hafdís,“ sagði hún og dásamaði gróðurinn, fjöllin og lækina. „Kenndu börnunum leiki, þannig læra þau best,“ sagði hún, enda hafði hún verið farkennari þegar hún var ung. Það var alltaf stutt í kennarann í henni, þetta var í blóðinu. Mamma hennar hafði verið fengin til að taka að sér börn sem áttu erfitt, dóttir henn- ar varð kennari og dótturdætur. Níræð var amma að kenna mín- um dætrum boltaleiki, sögurnar í landslaginu og vísur. Hún var al- in upp á tímum ungmennafélags- andans, þegar keppst var við að fara með ættjarðarljóð, læra sög- ur um hina fornu kappa og stunda íþróttir. Hún var í blakliði MA í kringum 1930, smávaxin en smassaði vel. Hún var búin að ganga á Tindastól og Súlur og rukkaði mig ávallt; „Þú átt eftir þetta.“ Við amma töluðum saman lengi í síma á hverjum laugardegi frá því að ég flutti suður og þar til heyrnarleysi hennar stöðvaði frekari samtöl yfir landshluta. Hún gætti þess að ég væri nægi- lega búmannsleg, tæki slátur og sultaði ber, keypti skrokk til að setja í frysti á haustin og kynni að baka. Elsku amma var bjartsýn og óhrædd við nýjungar, þó að það ætti kannski ekki við nýjustu tækni. Þá hlið sá afi alveg um. Ég á þessa mynd með mér þegar við sátum saman þrjú í eldhúsinu, afi, amma og ég, hlógum að mis- vitrum stjórnmálamönnum og dægurefnum, kaffi og pönnukök- ur, byrjað að kveðja í eldhúsinu, kossar á tröppunni, og bæði tvö uppi á bakkanum veifuðu til ferðalangsins á leið suður með nokkrar kartöflur í plastpoka og fáeinar kleinur í öðrum. Ég veifa til þín núna frá þess- um bakka og sendi þér fingur- kossa alla leið til himins. Þín dótturdóttir, Hafdís. Elísabet Jóhanna Sigurðardóttir Við hjónin kynntumst Guðjóni á ólíkan hátt. Hún við uppsetningu leikritsins Rjúkandi ráð eftir Þrídrang, þar sem Guðjón lék undir, en ég á kennarastofunni og við græna- borðið. Upplifun okkar beggja er sú sama – þarna fór góður mað- ur, snjall og fær en sjálfum sér verstur. Árin í Borgarnesi urðu ekki mörg, en nokkrum árum síðar erum við farin að starfa á Hvammstanga, hann við Tónlist- arskóla V-Hún., en við við grunnskóla staðarins. Samstarf og samvinna okkar var mest og best árin sem við áttum saman á Hvammstanga. Stundum kastað- ist í kekki, en oftast gekk hjólið sem smurt. Enginn sem Guðjóni kynntist gat efast um þá hæfi- leika sem maðurinn bjó yfir þeg- Guðjón Pálsson ✝ Guðjón Pálssonfæddist 23. ágúst 1929. Hann lést 12. apríl 2014. Útför hans fór fram 2. maí 2014. ar tónlist og undir- leikur var annars vegar. Þeir töfra- tónar sem Guðjón laðaði fram – vá! Það kom ósjaldan fyrir að við settum plötu á og spjölluð- um um tónlistina og þá aðallega djass. Þar var ekki komið að tómum kofunum frekar en í svo mörgu öðru. Art Tatum og fleiri snillingar djassins vor oft settir undir nálina, en Tatum var mik- ill meistari sem Guðjón hafði miklar mætur á. Síðasta heim- sókn okkar og félaga til Guðjóns var á dvalarheimilið í Kjarna- skógi fyrir tveimur árum. Þá var kappinn orðinn þreyttur, en hafði gaman af að rifja upp hina gömlu góðu daga. Nú er snilling- urinn allur, en minning um góð- an félaga lifir. Börnum Guðjóns og fjölskyldum þeirra sendum við okkar einlægustu samúðar- kveðjur. Kristín Ingibjörg og Flemming.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.