Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA SÓLPALLAR! info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Erum að fara af stað í nýsmíði og endurbætur. Komum á staðinn og gefum fast verðtilboð. 100% VINNUBRÖGÐ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Seltjarnarnesbær lætur nú setja grjót og jarðvegsefni sem fleygt hefur verið upp á Lýsisreitnum í Reykja- vík út í sjóinn við hitaveituhús við Bygggarða. Sam- kvæmt upplýsingum frá bænum er ætlunin að nota efnið í sjóvarnir við Gróttu sem eru farnar að grotna niður. Grjótið verður einnig notað til að reisa lítinn varnargarð út í sjó til að reisa dæluhús fyrir nýja borholu sem hugsanlega verður boruð þar. Jarðvegs- rannsóknir benda til þess að vænlegt sé að bora eftir heitu vatni þar úti í sjónum. Framundan eru prufu- boranir til að staðfesta að svo sé. Grjótið notað í garða nærri Gróttu Morgunblaðið/Eggert Jarðvegsefni frá Lýsisreitnum í Reykjavík flutt út á Seltjarnarnes Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nýtt áhættumat Isavia á áhrifum þess að loka NA-SV-brautinni á Reykjavíkurflugvelli undirstrikar að við það dregur úr flugöryggi. Þetta segir Sigurður Ingi Jóns- son, fyrrverandi forseti Flugmála- félags Íslands, en fjöldi hagsmuna- aðila í fluginu kom að gerð matsins. „Þarna er lagt fram áhættumat vegna mögulegrar lokunar á norð- austur-suðvestur-flugbraut Reykja- víkurflugvallar. Reynt er að meta hvaða áhætta getur af því stafað og hvaða mildandi aðgerðir eru mögu- legar til þess að stemma stigu við þeirri áhættu sem skapast við lok- unina. Niðurstaðan er sú að það mynd- ast hætta samfara því að loka þess- ari flugbraut, sem ekki verður unn- in upp með neinum mótvægis- aðgerðum. Þótt opnuð verði sambærileg flugbraut í Keflavík þá vegur það ekki upp alla áhættuna sem skapast við það að loka neyð- arbrautinni.“ Velferðarráðuneyti meti áhrif Fram kemur í áhættumatinu að „þrátt fyrir mótvægisaðgerðir get- ur lokun flugbrautarinnar haft áhrif á flutning sjúklinga um Reykjavíkurflugvöll til Landspítala – háskólasjúkrahúss. Áhættumat á þessum áhrifum verður að fara fram hjá réttum faglegum aðilum undir leiðsögn velferðarráðuneytis, sem fer með ábyrgð á sjúkraflugi landsins.“ Segir þar einnig að fundarmenn, þ.e. tólf einstaklingar sem skráðir eru fyrir áhættumatinu, hafi bent á að með lokun brautarinnar „færi nothæfisstuðullinn niður fyrir 95% sama hvernig þær tvær brautir sem eftir væru lægju“. Vísar Sig- urður Ingi einkum til þeirrar nið- urstöðu. Fram kemur í matinu að um- rædd flugbraut sé notuð að með- altali 250 sinnum á ári, þegar aðrar brautir eru ónothæfar vegna vind- áttar, vindstyrks og bremsuskil- yrða. „Það hefur verið reiknaður út nothæfisstuðull fyrir Reykjavíkur- flugvöll. Eins og samtökin Hjartað í Vatnsmýri hafa bent á, var reikn- að út í skýrslu sem samin var árið 2000 af dr. Guðmundi R. Jónssyni og dr. Páli Valdimarssyni, prófess- orum við Verkfræðideild Háskóla Íslands, og jafnframt í skýrslu hol- lensku flugvísindastofnunarinnar (NLR) árið 2006, að Reykjavíkur- flugvöllur með aðeins tvær flug- brautir fer í ruslflokk. Í reglugerð- um um flugvelli er mælt fyrir um að fjöldi og lega flugbrauta skuli ráðast af vindáttum og styrk. Að fjöldi og stefna flugbrauta skuli vera með þeim hætti að flugvöll- urinn nái lágmarksviðmiði með 95% nothæfisstuðul. Þetta er alþjóðlegt viðmið frá Alþjóðaflugmálastofnun- inni, ICAO.“ Isavia hafði verkstjórn með áhættumatinu og var það unnið að beiðni innanríkisráðherra. Forstjóri Isavia, Björn Óli Hauksson, vildi ekki tjá sig um málið. Isavia telur öryggið minnka  Fyrrv. forseti Flugmálafélags Íslands telur nýtt áhættumat Isavia vegna NA- SV-brautar Reykjavíkurflugvallar staðfesta að lokunin myndi draga úr flugöryggi „Það myndast hætta samfara því að loka þessari flugbraut“ Sigurður Ingi Jónsson Læknafélag Íslands hefur farið fram á það við Embætti landlæknis og heil- brigðisráðherra að beðið verði með aðgerðir gagnvart læknum sem ekki hafa skilað landlækni upplýsingum um starfsemi sína þar til álit Persónu- verndar liggur fyrir. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær sendi Embætti landlæknis bréf til á fjórða tug lækna, þar sem ósk um upplýsingar um starfsemi þeirra var ítrekuð. Þar er m.a. vísað til laga- ákvæðis um eftirlit með heilbrigðis- þjónustu, en þar segir meðal annars að telji landlæknir að heilbrigðisþjón- usta uppfylli ekki skilyrði í heilbrigð- islöggjöf skuli hann beina tilmælum um úrbætur til rekstraraðila. Sé ekki orðið við því ber landlækni að skýra ráðherra frá málinu og gera tillögur um hvað gera skuli. Getur ráðherra þá tekið ákvörðun um að stöðva rekstur tímabundið, þar til bætt hefur verið úr annmörkum, eða stöðva rekstur að fullu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi. Eðlilegast að bíða Sjálfstætt starfandi lýtalæknar og ýmsir aðrir sérfræðingar hafa ekki látið landlækni í té upplýsingar um starfsemi sína þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og segja ástæðuna vera að þeir hafi ekki fengið fullvissu um ör- yggi upplýsinganna eða á hvaða hátt þær verði notaðar. Í gær sagði Geir Gunnlaugsson landlæknir að Emb- ætti landlæknis væri með hæsta ör- yggisstig á gagnageymd og að gögnin væru m.a. notuð til að gera heilbrigð- isþjónustuna betri og skilvirkari. „Ég skil ekki hvernig þjónustan ætti að verða skilvirkari, en ég skil vel að Embætti landlæknis hafi þörf fyrir að vita hvað er gert,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Ís- lands. „En það er alltaf spurning um hversu nákvæm þessi upplýsingagjöf þarf að vera. Frá okkar bæjardyrum séð er eðlilegast að bíða eftir áliti Per- sónuverndar, sem kemur væntanlega á næstu vikum.“ annalilja@mbl.is Læknar biðja landlækni um að bíða eftir áliti  Spurning um hversu nákvæm upplýsingagjöf þarf að vera „Við erum að endurskoða hús- næðismál RÚV,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Í gær var í borgar- ráði tekið fyrir erindi Ríkisút- varpsins um ósk eftir viðræðum við Reykjavíkur- borg um húsnæðismál þess og nýt- ingu lóðar að Efstaleiti 1. Borgin skipaði Ólöfu Örvarsdóttur og Hrólf Jónsson í viðæðunefnd. Útvarpshúsið er um 16.000 fer- metrar. Skuldir RÚV eru yfir 6 milljarðar kr., þar af 4,2 milljarðar til lengri tíma. „Skuldir halda RÚV í spennitreyju. Þá hentar núverandi húsnæði óbreytt félaginu ekki. RÚV á að snúast um innihald og dagskrá,“ segir Magnús Geir. Hjá RÚV hefur verið settur á laggirnar starfshópur stjórnar sem vinnur að húsnæðismálum með stjórnendum. Þarfagreining hefur farið fram en engar ákvarðanir hafa verið teknar. Allt er opið; ein hug- mynd er sú að RÚV breyti núver- andi húsnæði og nýti minni hluta þess, ellegar að það verði selt og starfsemin flutt. Magnús Geir segir að frá því opn- að var á umræðu um húsnæðismál hafi ýmsir sett sig í samband við RÚV og lýst yfir áhuga á viðræðum. sbs@mbl.is RÚV og borg ræða Efstaleitið Útvarpshúsið er hugsanlega falt.  Húsið hentar ekki og allt í endurskoðun Fimm piltar á aldrinum 17-19 ára eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í samkvæmi í austurhluta borgarinnar um síðustu helgi, en kæra í málinu var lögð fram síðdegis í fyrradag. Piltarnir voru handteknir í fyrrakvöld, en lögreglan hefur lagt fram kröfu um einnar viku gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Dómari tók sér frest til dagsins í dag til að ákveða hvort piltarnir skuli sæta gæsluvarðhaldi eða ekki. Þeir verða áfram í haldi lögreglu þar til úr- skurður dómara liggur fyrir. Fimm piltar grunaðir um hópnauðgun Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm sem Daði Freyr Kristjánsson hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í október sl. fyrir frelsissviptingu og kynferðisbrot gagnvart tveimur sjö ára stúlkum. Daði var ákærður fyrir sifskapar- og frelsissviptingarbrot með því að hafa sagt tveimur sjö ára stúlkum að fara inn í bifreið sína og ekið með þær á afvikinn stað en hleypt þeim síðan út á sama stað og hann sótti þær. Þá var hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa, meðan á framangreindri frelsis- sviptingu stóð, kysst aðra stúlkuna á kinnina og snert maga og læri þeirra utan klæða. Dæmdur í þriggja ára fangelsi Daði var fundinn sekur um brot gegn 193. gr., 2. mgr. 202. gr. og 1. mgr. 226. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940. Hann var því dæmdur í þriggja ára fangelsi og til að greiða hvorri stúlknanna 800.000 krónur í miskabætur auk vaxta, að því er segir í dómi Hæstaréttar. Daði játaði sök fyrir héraðsdómi. Þá var hinum ákærða gert að greiða allan áfrýjunarkostnað máls- ins, samtals 807.795 krónur. Dæmdur fyrir að tæla börn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.