Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 Háskólahlaupið Nemendur, starfsfólk og velunnarar háskólans hlupu ýmist þrjá eða sjö kílómetra um borgina í gær. Prýðisveður var til að hlaupa og kom upphitun sér vel fyrir átökin. Kristinn Í mörg ár hefur fólk á landsbyggðinni bar- ist fyrir því að hafa grunnþjónustu í lagi. Við höfum viljað hafa farsímasamband hringinn í kringum landið, mest af örygg- isástæðum þar sem fjallvegir og veðurofsi fléttast oft við slys eða vandræði á ferðalögum fólks. Við höfum barist fyrir því að fá góða nettengingu til að geta greitt reikninga í heimabanka og lesið fréttirnar. Alltaf verður meira af bókhaldi og umsóknum á rafrænu formi. Oft hefur mann langað til að geta greitt reikninga á tíma sem þarf ekki að telja í klukkustundum. Við höfum verið svo frek að tala fyrir bættu dreifikerfi á raforku. Því rafmagnslausir dagar eru ekk- ert sjarmerandi ef þeir eru næstum annan hvern dag yfir harð- asta veturinn. Árið er 2014, það á ekki að þykja eðlilegt að nota prímus til að elda mat, lesa á jólapakkana með vasaljósi og fagna því að vera ennþá með ol- íukyndingu á húsinu því manni er að minnsta kosti ekki kalt. Við á landsbyggðinni erum svo ósvífin að við viljum bættar samgöngur til að koma börnunum okkar í skóla, ætt- ingjum okkar til læknis og komast í næsta þéttbýli til að kaupa inn í matinn. Svo söfnum við saman sjónvarps- og útvarpsútsendingum, heimasíma og fleira runki bara til að fá ein- hverja sefjun því við á landsbyggð- inni lifum og þrífumst á tilfinninga- klámi. Blautir draumar og ælupest Öll dæmi hér að ofan eru sönn, enginn getur gert lítið úr tilfinn- ingum annarra fyrr en þeir eru sjálfir búnir að keyra fram á bílslys og vita ekkert um ástand eða að- stæður til að fá aðstoð. Um leið og aðilar sem tala um tilfinningaklám eru búnir að senda börnin sín í smárútu um hundrað kílómetra leið með malar- og fjallvegum í blindbyl og stórviðri skal ég fara hlusta á þeirra skoðanir á mínu klámi. Ef þið lendið í aðstæðum þar sem þið þurfið að koma veikum eða slös- uðum einstaklingi í sjúkraþyrlu vegna þess að viðkomandi er lok- aður inni í heimabyggð sinni vegna ófærðar og veðurofsa. Þegar aðilar sem gera lítið úr til- finningum þeirra sem búa í dreifbýli hafa upplifað að vera innilokaðir vegna ófærðar, án sambands í heima- eða farsíma, án þess að hafa sjónvarpsútsendingu, án þess að geta á nokkurn hátt látið ættingja og vini vita af því að allt sé í lagi. Hérna er verið að taka fyrir raunverulega viðburði og tilfinn- ingar. Þegar þessir aðilar sem rang- hvolfa augum yfir dreifbýlispakki, hafa upplifað óttann um að hvað sem er geti komið fyrir og þá sé ekkert hægt að gera, skal ég setjast niður og ræða svæsnar og sveittar hugmyndir um ofmetnar, ýktar til- finningar. Ef fólk þarf að æla vegna þeirrar baráttu sem fólk á landsbyggðinni þarf að heyja, verði þeim að góðu. En ég er komin með nóg af því að vera skömmuð ef minnst er á raun- verulegt ástand landsbyggðarinnar eða þörf fyrir góða tengingu við flugvöllinn í Reykjavík. Kannski að ég æli bara af því að vera komin með nóg af fólki sem gefur mér tvo kosti af því að ég búi í dreifbýli, það er að flytja eða halda kjafti. Á meðan fólk sem hefur ekki þurft að upplifa þessar tilfinningar og þennan ótta gerir lítið úr því að aðilar á landsbyggðinni þurfi að lifa við það, þá finnst mér réttlætanlegt að finna fyrir reiði. Ef þessi orð eru ekki til þess að mála smá mynd af raunverulegum aðstæðum í dreifbýli árið 2014 fyrir þessa aðila sem kúgast af tilhugs- uninni um að fólk búi á landsbyggð- inni, þá geta að minnsta kosti aðilar af landsbyggðinni notað þessa klausu til að svala þörf sinni á tilfinningaklámi fyrir svefninn. Eftir Jóhönnu Mar- íu Sigmundsdóttur »Kannski að ég æli bara af því að vera komin með nóg af fólki sem gefur mér tvo kosti af því að ég búi í dreif- býli, það er að flytja eða halda kjafti. Jóhanna María Sigmundsdóttir Höfundur er alþingiskona og tilfinningarunkari. Af tilfinningaklámi og dreifbýlistúttum Af ákveðinni ástæðu fékk ég fyrir nokkrum árum mikla fræðslu frá flugmönnum um þýð- ingu og kosti flugvall- arins í Vatnsmýrinni. Ég hafði nefnilega talið farsælast að flytja flug- ið til Keflavíkur. Nú veit ég betur og vil miðla þeim upplýs- ingum til fólks sem kannski hugsar svipað og ég gerði þá. Flugmennirnir sögðu einfaldlega þetta: Vatnsmýrin, Löngusker og Bessastaðanesið eru eitt besta flugvallarstæði í Evrópu sakir veðráttunnar í Vesturbænum og hversu lágt landið liggur yfir sjó. Hólmsheiði er t.d. í allt annarri hæð með önnur veðurskilyrði og flug- völlur þar kemur aldrei í stað flug- vallarins í Vatnsmýrinni. Keflavík er líka með allt önnur veðurskilyrði en Vatnsmýrin. Við flugtak í Keflavík er skyggni oft neðan við tilskilin mörk til að lenda aftur ef eitthvað ber út af í flugtaki. Miðnesheiði nýtur ekki þess skjóls af Reykjanesfjallgarð- inum sem Reykjavík gerir. Að auki er Reykjanesfjallgarðurinn á virku eld- fjallasvæði. Ferðalagið innanlands til og frá höfuðborginni myndi lengjast um 170 km alls og innan-landsflugið væri nánast búið að vera. Flugferðin myndi hækka í verði um 30- 40% og það sem merki- legra er að allt flug til og frá Íslandi myndi hækka verulega. Hversvegna: Keflavík nýtur Reykjavíkur- flugvallar sem vara- flugvallar sem eftir lok- un yrði ekki bara Akureyri eða Egilsstaðir heldur Glasgow, flugvélar yrðu að vera vel birgar af eldsneyti við komuna til landsins. Þeir ætla að koma flugvellinum fyrir kattarnef Ráðamenn Reykjavíkur, vinstri- menn í borgarstjórn eru á fullri ferð að koma flugvellinum fyrir kattarnef. Þeir einblína á miðborgina og vilja þétta byggðina og heyra ekki þegar talað er um aðra hagsmuni eða vilja borgarbúa. Hvað þá að þeir virði ör- yggisþátt Reykjavíkurflugvallar eða hlutverk höfuðborgarinnar í þjón- ustu. En mikil þjónusta við fyrirtæki um allt land fer fram vegna þess að þjónustuaðilar úr Reykjavík og af landsbyggðinni geta samdægurs far- ið og komið vegna flugvallarins. Við Íslendingar erum flugþjóð og flugið skapar um tíu þúsund störf í landinu og sé allt talið með ennþá fleiri. Nú fullyrða baráttumenn um Hjartað í Vatnsmýrinni að verið sé að rjúfa samkomulag sem gert var um flug- völlinn að hann skyldi óáreittur til 2022 og að Rögnunefndin fengi starfsfrið. Nú hefur borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, Dagur B. Egg- ertsson, með Björn Blöndal að baki sér ákveðið að loka neyðarbrautinni strax og hefja framkvæmdir eins og ekkert samkomulag sé til. Þeir hafa jafnframt gert eigendum fluggarð- anna eða flugkennslunni, æfinga- og einkafluginu að fjarlægja allt sitt og sett æfinga- og kennsluflugið með um 600 flugnema á kaldan klaka og vísað þessu öllu burt úr Reykjavík. Hvað með friðarsáttmálann og Rögnunefndina? Jón Gnarr borgarstjóri, Dagur B Eggertsson, Hanna Birna Kristjáns- dóttir innanríkisráðherra, ásamt Sig- mundi Davíð Gunnlaugssyni for- sætisráðherra og Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair, undirrituðu friðarsáttmála haustið 2013 um að engu yrði raskað meðan flugvallarmálin væru könnuð í þaula. Hvaðan kemur sú ákvörðun að þrengja strax að fluginu, er annað samkomulag til og gengur það í ber- högg við hið fyrra? Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson tala eins og það sé á hreinu að allt flug verði farið úr Vatnsmýrinni 2022 og vinna sam- kvæmt því. Brotaviljinn og áformin að koma flugvellinum burt eru skýr í vinnubrögðum meirihlutans í borg- inni og birtist einnig í hvernig þeir ætluðu að komast yfir flugvall- arlandið. Samfylkingin í borginni og Besti flokkurinn, nú Björt framtíð, höfðu samið við Samfylkinguna á Al- þingi og í fjárlaganefnd 2013 að taka inn heimildargrein í 6. gr. fjárlaga um að Reykjavík eignaðist allt land rík- isins sem flugvöllurinn stendur á. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár- laganefndar, og nýr meirihluti á Al- þingi hentu heimildinni út við fjár- lagagerðina í haust og lýsti Vigdís því yfir að á Alþingi væri ekki lengur meirihluti til að selja Reykjavíkur- borg flugvallarlandið í Vatnsmýrinni. Enn einni árásinni var hrint. Beiðni landsmanna lítilsvirt Ráðamenn Reykjavíkur hafa mót- tekið skjal þar sem 70 þúsund Íslend- ingar vilja flugvöllinn áfram í Vatns- mýrinni. Kannanir segja að 73% borgarbúa vilji flugvöllinn í friði og 80% þjóðarinnar eru sömu skoðunar. Hvað veldur þeim hraða sem nú er á Samfylkingunni í Reykjavík og syst- urflokki Samfylkingarinnar Bjartri framtíð í flugvallarmálinu? Þeir hundsa beiðni fólksins um að flugvöll- urinn verði látinn í friði, þeir ganga freklega í berhögg við vilja borgarbúa. Það er hárrétt ákvörðun hjá bar- áttumönnum flugvallarins að afhenda Alþingi málið og nú reynir á það hvort orð standa. Bæði alþingismenn og ekki síst innanríkisráðherra og for- sætisráðherra verða að láta málið til sín taka og slá á fingur ráðamanna Reykjavíkur. Flugvöllurinn í Vatns- mýrinni er þjóðareign, þetta er ekki þeirra einkamál. Verði flugvöllurinn hinsvegar að fara eru það einungis Löngusker sem gætu bjargað fluginu í landinu en það kostar ofboðslega pen- inga sem ekki eru til í dag. Eftir Guðna Ágústsson » Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er þjóðareign, þetta er ekki þeirra einkamál. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Hversvegna flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.