Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Aðskilnaðarsinnar í austurhluta
Úkraínu sögðust í gær myndu halda
fyrirætlunum sínum um atkvæða-
greiðslu um aðskilnað til streitu,
þrátt fyrir að Vladimír Pútín Rúss-
landsforseti hefði biðlað til þeirra á
miðvikudag um að fresta henni til að
skapa svigrúm fyrir viðræður um
pólitíska framtíð landsins, m.a. um
meira sjálfræði til handa héruðum
þar sem stór hluti íbúa samsamar sig
rússneskri menningu. „Atkvæða-
greiðslan mun fara fram 11. maí,“
sagði Miroslav Rudenko, einn ráða-
manna Donetsk People’s Republic, í
samtali við rússnesku fréttaveituna
Interfax.
Í sjónvarpsávarpi frá Kreml í gær
sagði Pútín að fyrir lægi að efla að-
gerðir Öryggis- og samvinnustofnun-
ar Evrópu til að draga úr spennunni í
Úkraínu en markmiðið væri að koma
á viðræðum milli ríkjandi stjórnvalda
og fulltrúa héraðanna í suðaustur-
hluta landsins. Stjórnvöld í Kænu-
garði tóku ummælum forsetans á
miðvikudag hins vegar með nokkrum
fyrirvara og bentu á að hann hefði áð-
ur gefið fögur fyrirheit um að draga
herafla Rússa frá landamærum
Úkraínu en úkraínskir embættis-
menn og bandamenn þeirra segja
ekkert benda til annars en að Rússar
væru enn undirbúnir fyrir innrás.
Rússar halda heræfingar
Umsjónarmenn fyrirhugaðra for-
setakosninga í Úkraínu hafa viður-
kennt að ómögulegt verður að fram-
kvæma kosningarnar á ákveðinum
svæðum í austurhluta landsins. Verið
er að gera ráðstafanir til að setja upp
kjörstaði á nærliggjandi svæðum, þar
sem hægt verður að tryggja öryggi
kjósenda.
New York Times sagði frá því gær
að Pútín hefði tilkynnt um heræfing-
ar rússneska heraflans, þar sem með-
al annars stæði til að æfa viðbrögð við
kjarnorkuárás á yfirráðasvæði Rússa
og flugskeytaárásir frá rússneskum
kafbátum. Hann sagði að æfingarnar
hefðu verið skipulagðar með fyrir-
vara.
Anders Fogh Rasmussen, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbandalags-
ins, sagði á Twitter í gær að engar
vísbendingar væru uppi um að
Rússar hefðu hörfað frá
landamærum Úkraínu en að-
stoðarvarnarmálaráðherra
Rússlands, Anatoly Antonov,
sagði Úkraínumenn ekki
heldur hafa lagt sitt af mörk-
um en 15 þúsund úkraínsk-
ir hermenn væru í við-
bragðsstöðu við
landamærin við Rúss-
land.
Halda fyrirætlunum um
atkvæðagreiðslu til streitu
AFP
Spenna Meðlimir úkraínska þjóðvarnarliðsins taka þátt í æfingum í Novy-Petrivtsi í gær. Úkraínumenn og Rússar fagna
sigri Sovétríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni í dag en Pútín hefur verið varaður við því að ferðast til Krím af því tilefni.
Kveður við sáttatón hjá Pútín en andstæðingar taka yfirlýsingunum með fyrirvara
Sitjandi forseti Úkraínu, Oleksandr
Túrtsjínov, sagði í tilkynningu í gær
að stjórnvöld væru reiðubúin til að
eiga viðræður við þá sem vildu en
ekki „vopnaða glæpamenn með
blóðugar hendur“. Hann neitaði því
að yfirvöld hefðu gripið til refsiað-
gerða gegn uppreisnarmönnum í
austurhluta landsins, líkt og Rúss-
ar hafa haldið fram.
Samkvæmt skoðanakönnun sem
Pew Research Center framkvæmdi
í apríl vilja 77% Úkraínubúa
óbreytta skipan mála en 54%
íbúa Krím sögðust styðja réttinn
til aðskilnaðar. Þá sagði 41%
þátttakenda að sitjandi ráða-
menn hefðu haft jákvæð áhrif
á þróun mála en 67%
sögðu að afskipti Rússa
hefðu haft áhrif til hins
verra.
Ræða ekki við glæpamenn
FLESTIR VILJA SAMEINAÐA ÚKRAÍNU
Oleksandr
Túrtsjínov
Stjórnvöld í Peking sögðu í gær að
víetnömsk skip hefðu vísvitandi
siglt utan í kínversk skip í alls 171
skipti frá 3. maí sl. Ríkin standa nú
í miklum illdeilum vegna ákvörð-
unar Kínverja um að hefja olíu-
borun nærri Paracel-eyjum í Suður-
Kínahafi. Eyjarnar lúta kínverskri
stjórn en Víetnam hefur gert tilkall
til þeirra.
Yfirlýsing kínverskra stjórnvalda
í gær kom á hæla fregna frá Hanoi
um að kínversk skip hefðu siglt ut-
an í víetnömsk fley að minnsta kosti
þrisvar frá 3. maí og beitt vatns-
byssum gegn víetnömskum eftirlits-
skipum, með þeim afleiðingum að
sex hefðu slasast.
Talsmaður kínverska utanríkis-
ráðuneytisins vísaði ásökunum Víet-
nama til föðurhúsanna í gær og
sagði þá þvert á móti hafa átt frum-
kvæðið að árekstrum milli skipa-
flota ríkjanna. Hann neitaði hins
vegar að tjá sig um hvort kínversku
skipin hefðu beitt vatnsbyssum
gegn þeim víetnömsku.
Stjórnvöld í Japan og Bandaríkj-
unum hafa lýst yfir áhyggjum af
þróun mála en Japanir eiga sjálfir í
yfirráðadeilum við Kínverja á Aust-
ur-Kínahafi. Þeir segja umsvif Kín-
verja á hafi afar ögrandi.
AFP
Deila Víetnömsk yfirvöld saka Kín-
verja um ögrandi aðgerðir.
Báðir kenna
hinum um
Árekstrar milli Kín-
verja og Víetnama
Feiruzeh. AFP. | Wafa al-Tarshi
dreymir um „höllina“ sem hún kallar
heimili í miðborg Homs, en neyddist
til að yfirgefa þegar bardagar brut-
ust út milli uppreisnarmanna og sýr-
lenska stjórnarhersins. Draumar
hennar um að snúa aftur gætu ræst á
næstunni en í gær undirbjó síðasti
hópur andspyrnuhermanna brott-
hvarf frá borginni, líkt og samið var
um við stjórnvöld.
„Ég átti höll. En síðustu tvö ár hef
ég búið í þessu herbergi ásamt fjöl-
skyldu minni,“ sagði hin 40 ára Wafa
í samtali við AFP í Feiruzeh. Stöðug
átök hafa geisað í Homs, sem hefur
orðið illa úti í loftárásum stjórnar-
hersins.
Wafa, eiginmaður hennar og þrjár
dætur voru meðal fyrstu íbúa Hami-
diyeh-hverfis til að flýja. „Við fylgj-
umst með fréttunum í sjónvarpinu
og getum séð að engu húsi hefur ver-
ið hlíft í bardögunum. En við von-
umst til að geta snúið aftur og end-
urbyggt,“ segir hún.
Erfitt að ná endum saman
Wafa segir að þegar fyrstu byssu-
mennirnir birtust, hafi hún staðið í
þeirri trú að þeir yrðu horfnir á brott
innan nokkurra daga. En mánuðir
liðu og þeir íbúar sem urðu eftir
máttu sæta umsátri hersins og stöð-
ugum átökum í tvö ár. Nú hillir hins
vegar undir endalokin og áætlað er
að herinn haldi innreið sína í borgina
von bráðar. Þá vonast Wafa til að
geta snúið heim.
Um 800 fjölskyldur frá Homs haf-
ast við í Feiruzeh, margar hverjar í
Geta loksins
snúið heim
Héldu að átökin myndu vara í fáa daga
Stríð
» Átökin í Sýrlandi hófust fyrir
þremur árum. Fleiri en 150
þúsund hafa látið lífið og millj-
ónir eru á vergangi.
» Talsmenn Rauða krossins
tilkynntu í gær að samtökin
þyrftu 153 milljónir evra til að
sinna hjálparstarfi í Sýrlandi
og nágrannaríkjum.
» Bandaríkjamenn gripu til
frekari refsiaðgerða gegn sýr-
lenskum stjórnvöldum í gær en
þær beinast m.a. gegn sex
háttsettum embættismönnum.
Tilboðsverð
23.896,-
Tilboðsverð
12.792,- Ti
lboðsverð
31.992,-
Tilboðsverð
29.592,-
Samstarfsaðilar um land allt. Kaupfélag Borgfirðinga, Veiðiflugan á Reyðarfirði, SR Byggingavörur á Siglufirði.
Tilboðsverð
18.392,-
Tilboðsverð
23.920,-
VOR
SPREN
GJA
Tilboðsverð
14.320,-
Tilboðsverð
39.192,-
Tilboðsverð
47.992,-
Við fögnum sumrinu og bjóðum allar
vörur með 20% afslætti