Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Um 8,4% viðskiptavina Vodafone hafa fært
sig yfir í Red-þjónustuleiðina sem hleypt var
af stokkunum í marslok. Þar er greitt fast
mánaðargjald fyrir gagnamagn, þ.e. netnotk-
un – niðurhal og upphal – en ekki fyrir hvert
símtal og smáskilaboð innanlands, líkt og
venja er. Síminn kynnti á sama tíma sambæri-
lega þjónustu. Vodafone er skráð á hluta-
bréfamarkað.
Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri sölu-
og þjónustusviðs Vodafone, sagði á afkomu-
fundi í gær að aldrei hefðu jafnmargir við-
skiptavinir fyrirtækisins skipt um þjónustu-
leið á jafnskömmum tíma. Alla jafna sé
hlutfallið 1-3% í kynningarátaki. „Árangurinn
er góður á skömmum tíma,“ sagði hann og
nefndi að haldið yrði áfram með átakið út árið.
Vodafone er með Vodafone Red-átakinu að
bregðast við breyttri símanotkun. Tekjur af
símtölum og smáskilaboðum fara minnkandi
en á sama tíma hafa gagnaflutningar aukist.
Björn segir að með þessu móti sé verið að
hengja framtíðartekjumódel fyrirtækis á vagn
sem fari vaxandi. Um sé að ræða stefnumark-
andi breytingu. Framtíðarsýnin sé að selja
eingöngu gagnaflutninga. Nú sé unnið að því
að byggja upp farsímanet í takt við það.
Fram kom í kynningargögnum að við inn-
leiðingu Red hefði verið byggt á reynslu
Vodafone á 20 erlendum mörkuðum. Grein-
ingardeild Landsbankans benti á í bréfi til
viðskiptavina að Íslendingar virðist ekki vera
komnir jafnlangt og margar aðrar þjóðir í
þessum efnum, t.d. hafi Red verið kynnt um
mitt ár 2012 í Bretlandi. Nefndi greining-
ardeildin að tækifæri væri fyrir fjarskiptafyr-
irtækin hér á landi að hasla sér frekari völl á
þessu sviði.
Rekstur Vodafone á fyrsta ársfjórðungi
batnaði mikið á milli ára og jókst EBITDA
um 18%. Hafa ber í huga að afkoma félagsins
á sama tímabili í fyrra olli vonbrigðum. Þrátt
fyrir að reksturinn hafi batnað á milli ára var
uppgjörið engu að síður undir væntingum
greinenda, líkt og sjá má á meðfylgjandi töflu.
Meira en 8% hafa skipt yfir í Red
Vodafone hleypti Red-þjónustunni af stokkunum í marslok Aldrei hafa jafnmargir viðskiptavinir
fyrirtækisins skipt um þjónustuleið á jafnskömmum tíma Uppgjör var undir væntingum greinenda
Afkoma Vodafone og spár greiningardeilda
í milljónum króna
Spá Spá
Raun 1F 2013 Raun 1F 2014 Spá Arion Spá IFS Íslandsbanka Landsbanka
Tekjur 3.066 3.173 3.157 3.161 3.150 3.190
EBITDA 539 635 679 676 688 718
Hagnaður 24 135 159 147 168 188
Uppgjör Rekstur Vodafone á fyrsta ársfjórðungi batnaði mikið á milli ára og jókst EBITDA um 18%.
Morgunblaðið/Ómar
Hagnaður varð á rekstri Íslenskra
verðbréfa (ÍV) á síðasta ári að fjár-
hæð 138,3 milljónir króna eftir
skatta og dróst hagnaður félagsins
saman um 34,5 milljónir frá fyrra
ári, að því er fram kemur í árs-
reikningi ÍV fyrir árið 2013.
Heildartekjur ÍV minnkuðu um
55 milljónir milli ára og námu 584
milljónum á síðasta ári. Skýrist
tekjusamdrátturinn af minni sölu-
þóknunum. Rekrstrarkostnaður
jókst hins vegar aðeins um 2 millj-
ónir króna og var 264 milljónir á
árinu 2013.
Eigið fé í árslok 2013 nam 591
milljón króna og eiginfjárhlutfall
samstæðunnar var 35,5% í árslok.
Í skýringum með ársreikningnum
er vakin athygli á því að slitastjórn
Kaupþings reki nú riftunarmál fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur gegn ÍV.
Krafa slitastjórnar er að staðfest
verði riftun greiðslu að fjárhæð 147
milljónir sem Kaupþing greiddi 6.
október 2008 vegna kauphallarvið-
skipta 3. október 2008, þegar Ís-
lensk verðbréf höfðu milligöngu um
sölu á víxlum í eigu Skuldabréfa-
sjóðs ÍV til Kaupþings.
Þá hefur slitastjórn gamla
Landsbankans stefnt félaginu til
greiðslu á 267 milljónum króna með
dráttarvöxtum frá 25. ágúst 2009 til
greiðsludags vegna uppgjörs á
gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamningi.
MP banki gerði stærstu hluthöf-
um ÍV tilboð í eignarhluti þeirra í
félaginu og samþykkti tilskilinn
meirihluti tilboðið með ákveðnum
fyrirvörum. Upp úr þeim viðræðum
slitnaði í febrúar 2014. Stærstu
hluthafar eru Íslandsbanki (27,5%),
Íslensk eignastýring ehf. (21,8%) og
Stapi lífeyrissjóður (15%).
ÍV hagnast um
138 milljónir
Tekjur Íslenskra verðbréfa drógust
saman um 55 milljónir króna í fyrra
Ársuppgjör Höfuðstöðvar ÍV eru að
Strandgötu 3 á Akureyri.
Syrusson Hönnunarhús
Síðumúla 33
Syrusson - alltaf með lausnina!
STÓLLINN STABBI
Staflanlegur
Verð í áklæði ISK 28.900,-
Verð í leðri ISK 34.900,-
Breytt úrval áklæða
og leðurs
DANMÖRK
2 fullorðnir
með fólksbíl
Netverð á man
n frá
69.500*
570 8600 / 472 1111
www.smyrilline.is
*Netverð á mann miðað við staðgreiðslu, lágannatímabil.
FÆREYJAR
2 fullorðnir
með fólksbíl
Netverð á mann frá
34.500*
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Komdu út að keyra
Berlín · Amsterdam · París
Róm · Barcelóna?