Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 ✝ Kristín Páls-dóttir frá Þing- holti fæddist í Vest- mannaeyjum 5. maí 1933. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 2. maí 2014. Foreldrar henn- ar voru Páll Sig- urgeir Jónasson, skipstjóri og út- gerðarmaður, f. 8.10. 1900, d. 31.1. 1951 og Þór- steina Jóhannsdóttir frá Þing- holti, f. 22.1. 1904, d. 23.11. 1991. Systkini Kristínar eru: Emil, f. 1923, d. 1983, Jóhann, f. 1924, d. 1925, Kristinn, f. 1926, d. 2000, Þórunn, f. 1928, Guðni, f. 1929, d. 2005, Jón, f. 1930, d. 2004, Margrét, f. 1932, d. 2014, Hulda, f. 1934, d. 2000, Sævald, f. 1936, Hlöðver, f. 1938, Birgir, f. 1939, Þórsteina, f. 1942 og Emma, f. 1944. Eiginmaður Kristínar var Guðmundur Ingi Guðmundsson, skipstjóri og út- gerðarmaður, f. 22.10. 1932, d.14.6. 2006. Þau gengu í hjóna- band 17. maí 1959. Foreldrar hans voru Guðmundur Þórarinn f. 1998. 3) Páll Þór, f. 29.1. 1963, kvæntur Rut Haraldsdóttur, börn þeirra eru: a) Haraldur, f. 1989, í sambúð með Írisi Þórs- dóttur, b) Kristinn, f. 1992. 4) Gylfi Viðar, f. 31.8. 1964, í sam- búð með Sólrúnu Erlu Gunn- arsdóttur. Börn þeirra eru: a) Sigrún Bryndís, f. 1992, í sam- búð með Elvari Aroni Björns- syni, b) Sóldís Eva, f. 1999, c) Ingi Gunnar f. 2008. Kristín ólst upp í stórum syst- kinahópi og bjó alla sína ævi í Vestmannaeyjum ef frá er talið þegar hún bjó í Keflavík í gos- inu 1973. Hún starfaði við ýmis afgreiðslustörf sem ung kona og síðar starfaði hún við fisk- vinnslu. Kristín átti ásamt eig- inmanni sínum, Guðmundi Inga, farsæla útgerð, Hugin VE 55 og eignuðust þau fyrsta bátinn, Hugin VE 65, árið 1959. Það sama ár hafði hún starfað með eiginmanni sínum sem kokkur á Erlingi IV VE 45. Eftir að börn- in fæddust sinnti Kristín, eða Stína eins og hún var alltaf köll- uð, húsmóðurhlutverkinu. Kristín starfaði í kvenfélaginu Líkn í Vestmannaeyjum um ára- bil. Útför Kristínar verður gerð frá Landakirkju í dag, 9. maí 2014, kl. 14. Tómasson, f. 1903, d. 1945 og Stein- unn Anna Sæ- mundsdóttir, f. 1901, d. 1980. Guð- mundur Ingi átti 3 systkini og er eitt á lífi. Kristín og Guð- mundur Ingi eiga fjögur börn, þau eru: 1) Guðmundur Huginn, f. 29.5. 1960, kvæntur Þór- unni Gísladóttur, börn þeirra eru: a) Guðmundur Ingi, f. 1980, í sambúð með Anítu Óðins- dóttur, synir þeirra eru Guð- mundur Huginn, f. 2008 og Gabríel Gauti, f. 2013. b) Arn- þrúður Dís, f. 1993, í sambúð með Hjörleifi Davíðssyni. c) Guðlaugur Gísli, f. 2000. 2) Bryndís Anna, f. 26.5. 1960. Börn hennar og Gríms Gísla- sonar eru: a) Kristín Inga, f. 1978, í sambúð með Borgþóri Ágústssyni, dætur þeirra eru Þórdís Perla, f. 2000 og Bryndís Anna, f. 2008. b) Erna Ósk, f. 1984. c) Gísli, f. 1992, í sam- bandi með Heiðrúnu Maríu Magnúsdóttur, d) Huginn Sær, Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku besta mamma mín, takk fyrir allar okkar dýrmætu stundir sem við áttum saman. Minningin um þig mun ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Þín Bryndís. Nú þegar vorið er vaknað og sumarið að koma hefur Stína systir og mágkona kvatt þennan heim. Stórt skarð hefur mynd- ast í stóra systkinahópinn frá Þingholti í ár. Við höfum þá trú að hún sé komin í sumarlandið þar sem fjöldi ástvina tekur á móti henni. Stína hafði góða nærveru og gaman að vera með henni og alltaf stuð þegar hún kom í heimsókn, hún var alla tíð boðin og búin að taka á móti okkur og fjölskyldunni þegar beðið var um gistingu í Eyjum eða sjá um unga fólkið okkar sem kom í heimsókn á þjóðhátíð, þá var maður alltaf öruggur um þau og þakklátur fyrir þessa velvild hjá Stínu. Kristín Pálsdóttir var glæsi- leg kona, alltaf vel tilhöfð og sama með heimilið sem var allt- af glæsilegt. Margs er að minn- ast um hana Stínu, allar okkar frábæru samverustundirnar og ógleymanleg ættarmót sem eng- inn vill missa af. Við munum sakna hennar Stínu mikið, hvíl í friði og hafðu þakkir fyrir allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Við sendum fjölskyldu henn- ar innilegar samúðarkveðjur. Birgir, Eygló & fjölskylda. Amma mín og ég áttum mjög sérstakt samband. Hún hlustaði alltaf á mig og hló. Hún gerði allt fyrir mig en tuðaði samt í mér að ég þyrfti að léttast og fussaði svo bara. Hún var ein fyndnasta manneskja í heimi, t.d. gat hún ekki horft á sjón- varpið þegar það kom köttur í því, því hún þoldi ekki ketti, en þá lokaði hún bara augunum á meðan. Ég fékk oft að gramsa í snyrtidótinu hennar og skart- gripunum og hún gaf mér stundum skartgripi sem mér þykir vænt um. Ég fékk oft að gista uppi í rúminu hjá henni sem mér fannst svo gott. Hún lýsti öllu svo skemmtilega og á fyndinn hátt. Hún var uppá- haldsmanneskjan mín og ég mun aldrei gleyma henni. Ég elska hana út af lífinu. Þórdís Perla. Elsku amma Stína, þetta er ótrúlega óraunverulegt. Það er eitthvað svo stutt síðan þú lán- aðir mér og Kidda skæri til að klippa grasþúfur í hrauninu þegar við vorum litlir. Svo stutt síðan við vorum í pössun hjá þér og afa að stelast í nammið inni í svefnherberginu ykkar. Ég á þér svo svakalega margt að þakka að ég get ekki gert það í stuttri málsgrein. Skopskynið þitt var ótrúlega skemmtilegt og ég veit ekki hversu oft ég hef hlegið að bröndurunum þínum og þinni einstöku kaldhæðni. Ég er svo innilega ánægður með að hafa fengið að búa hjá þér síðustu tvö sumur. Sambúð okkar var mjög þægileg þar sem ég sá yf- irleitt um að gera morgunmat fyrir okkur og þú varst alltaf jafn hissa að ég hefði líka gert hann „handa gömlu geitinni,“ sagðir þú glottandi. Á kvöldin sátum við svo yfir sjónvarpinu og náði ég stundum að láta þig segja mér frá æskuárunum þín- um þó svo að þú þættist ekki muna eftir neinu. Þú hafðir svo mikinn áhuga á ferðalagi mínu í kringum heiminn og spurðir manna oftast hvað hefði á daga mína drifið og það þykir mér mjög vænt um. Þú varst mér ótrúlega góð vinkona og við gát- um alltaf verið að grínast eitt- hvað. Ég elska þig, elsku amma mín, og guð geymi þig. Ég á eftir að sakna þín rosalega mik- ið. Við verðum víst að fresta þessu partíi sem við vorum allt- af að tala um til seinni tíma en eitt er víst að það verður eitt gott partí. Þinn Gísli. Það er þyngra en orð fá lýst að skrifa minningarorð um ömmu Stínu. Efst í huga mér er þó þakklæti fyrir allt sem við höfum gert saman, allt sem hún hefur gert fyrir mig og fyrir að hafa fengið að hafa hana sem stóran hluta af mínu lífi. Amma Stína er hetjan mín og fyrirmynd í svo mörgu. Hún var einstök kona, það fór ekki mikið fyrir henni en hún var með mik- inn persónuleika. Hún elskaði að vera í góðum félagsskap, var með einstakan húmor, skemmti- leg, lífsglöð, þolinmóð, örlát, góð, myndarleg, hógvær, með skemmtilega vana og mjög vanaföst. Frá því að ég man eft- ir mér hefur hún alltaf borðað sama morgunmatinn, hálfa app- elsínu og ristaða brauðsneið með osti og marmelaði. Það var alltaf gott að vera hjá ömmu, bæði sem barn og fullorðin. Hún dekraði mikið við mig alla tíð. Þegar ég var lítil fékk ég að leika mér með snyrtidótið hennar, skartgripina og brasa ýmislegt með henni í Hrauntúninu. Hún var ekkert að æsa sig yfir þessu, enda mjög þolinmóð yfir brasinu í mér. Þegar hún kom frá útlönd- um beið ég spennt eftir því hvað kom upp úr töskunum en þær voru yfirleitt fullar af gjöfum. Amma var myndarleg húsmóðir og eldaði góðan mat, m.a. bestu blómkálssúpu í heimi. Amma hugsaði vel um sig og var alltaf sæt og fín. Hún elsk- aði að fara í búðir og kaupa fal- leg föt og við áttum margar góðar stundir saman á búðar- ölti. Oft bað hún mig að setja strik á augun ef við vorum að fara eitthvað og ég sagði þá við hana að ég vildi að ég yrði jafn sæt og hún þegar ég yrði full- orðin kona. Þá setti amma upp ákveðinn svip eins og hún tryði þessu ekki og sagði: „Já, segj- um það!“ Amma kenndi mér margt sem ég mun alltaf njóta góðs af, hún hafði alltaf áhuga á því sem ég var að gera og var stolt af mér. Ég gat leitað til ömmu með allt og vorum við alla tíð mjög góðar vinkonur. Heimili hennar og afa hefur alltaf verið eins og mitt annað heimili. Hún var yndisleg við stelpurnar mín- ar enda elskuðu þær að vera í kringum ömmu Stínu. Amma barðist eins og hetja í veikindunum síðastliðna mánuði og kvartaði aldrei. Hún ætlaði að sigra þau, annað var „ekki til að tala um“ eins og hún myndi orða það. En því miður sigruðu þau að lokum eftir hetjulega baráttu ömmu. Það er svo margt sem ég á eftir að sakna. Faðmlagsins og umhyggjunnar. Samtalanna og samverustundanna. Að geta ekki hringt í hana og spjallað um allt og ekkert eða setið og horft á sjónvarpið með henni. En eftir sitja allar minningar um yndislegu stundirnar sem við áttum saman og þær eiga eftir að ylja mér um ókomna tíð. Þegar söknuðurinn verður mikill get ég lokað augunum og hugsað um ömmu Stínu, séð brosið hennar, hugsað um skemmtilega fasið hennar og húmorinn eða góðu stundirnar okkar og það mun hjálpa mér. Ég er heppin að hafa átt hana sem ömmu og er svo stolt af því að heita í höfuðið á henni. En eins og ég sagði henni svo oft þá vann ég í ömmulottóinu. Ég bið góðan guð að geyma elsku ömmu Stínu og gefa okk- ur hinum styrk í sorginni. Ég elska þig, elsku amma mín, takk fyrir allt. Þín Kristín Inga. Elsku besta amma Stína. Fyrst af öllu verð ég að segja að það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér. Allir frasarnir þínir og allir brand- ararnir þínir eru æðislegir og verða það alltaf. Það er engin önnur manneskja eins og þú og ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þér í einni lítilli grein, en ég reyni mitt besta. Það er nefnilega svo ótrúlega margt sem er hægt að segja um þig, hvað þú varst mikill húmoristi eða hvað þú varst gjafmild. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar ég og Guðlaugur Gísli vorum 7 ára og báðum þig um einn bláan pening. Þér leist nú ekkert á það og sagðir að við hefðum ekkert að gera við það, en gafst okkur samt 500 krónur. Eða þegar ég kom til Eyja og þú sast fyrir framan sjónvarpið og varst að horfa á Glæstar vonir. Síðan spurði ég hvort það væri eitthvað gaman að þessu og þá kom alltaf sama svarið: „Nei, þetta er nú meiri djöfuls- ins vitleysan.“ Eða á hverjum morgni þegar þú fékkst þér hálft ristað brauð með osti og marmelaði og hálfa appelsínu. Amma Stína mín, ég mun alltaf elska þig til tunglsins og til baka og ég mun sakna þín alla ævi. Þinn Huginn Sær. Það eru sko forréttindi að hafa átt eina ömmu Stínu. Hún var virkilega einstök mann- eskja. Þegar ég lýsti henni fyrir öðrum var ég stundum spurð að því hvort ég væri örugglega að tala um ömmu mína, hún var nefnilega pínu kúl. Amma var lífsglöð, skemmti- leg og hrikalega fyndin. Hún bar það ekki utan á sér með neinum fíflalátum, en hún hafði einstaklega skemmtilegan og hnyttinn húmor. Einnig var hún mjög hrein og bein, lét mann al- veg vita ef henni mislíkaði eitt- hvað, en var jafnframt fyrst til að hrósa manni ef maður átti innistæðu fyrir því og þá vissi maður líka að hrósið var ein- lægt. Hún var virkilega traust og góð vinkona, það var auðvelt að leita til hennar og gott að tala við hana, enda enginn sem gat geymt leyndarmál betur en hún. Amma vildi allt fyrir mann gera, hún var gjafmild og örlát. Eftir að mamma og við systk- inin fluttum frá Eyjum þá var alltaf opið hús hjá henni fyrir allan skarann þegar við komum heim. Það að sofa undir sama þaki fær fólk til að kynnast nýj- um hliðum og guð minn góður, hún amma átti sko fullt af skemmtilegum hliðum. Hún var ekki þekkt fyrir að vera mikil morgunmanneskja, hún skreið samt á fætur í seinasta lagi kl. 10 og dró frá í herberginu sínu svo að nágrannarnir héldu nú ekki að hún væri ennþá sof- andi … og svo skreið hún aftur upp í. Þegar hún svo loksins kom fram úr þá leit hún á úrið, hnussaði og sagði svo: „Djöfuls- ins andskotans leti er þetta ha! Best að drulluhakkast á fætur og fara að klæða sig.“ Já, ég gleymdi að segja ykkur að amma kunni líka að blóta eins og sjóræningi. En jafnframt var hún ein fallegasta, myndarleg- asta og glæsilegasta kona sem ég hef kynnst. Hún var alltaf vel tilhöfð, kom vel fyrir og hafði einstaklega góðan smekk. Þegar ég var í Eyjum þá do- blaði hún mig reglulega til „að setja strik á augun“ sem þýddi eiginlega að farða hana og að- eins að laga hárið, og kannski að lakka neglurnar líka … já, amma var nefnilega líka heims- fræg fyrir smá bras og vesen, og já, hún mætti alltaf „fashio- nably late“ eins og allar alvöru drottningar. Amma Stína var frábær fyr- irmynd. Hún var góð, falleg, fyndin, örlát og skemmtileg kona sem fannst gaman að lifa og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég vona að það sé eitthvað sem við hin getum lært af henni og tileinkað okk- ur. Það er ótrúlega skrýtið að eiga ekki eftir að spjalla við hana aftur, hlæja með henni, knúsa hana eða skála við hana í Irish. Ömmu Stínu verður sko sárt saknað, en maður lifandi hvað ég er þakklát fyrir allar dásam- legu stundirnar og minningarn- ar sem við eigum saman. Takk fyrir allt, elsku amma Stína, ég elska þig. Þín Erna Ósk. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast. Svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðard.) Elsku amma Stína, ég tel for- réttindi að hafa fengið að kynn- ast þér, flottari konu en þig er erfitt að finna. Ég vona að Ingi hafi tekið á móti þér með hálfri appelsínu og ristabrauði. Takk fyrir allt og guð geymi þig. Þín vinkona, Aníta Óðinsdóttir. Hjartkær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Berglind Árnadóttir) Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar, frábæru minn- ingarnar, gómsætu kræsingarn- ar og yndislegu veislurnar sem við bræður nutum með ykkur afa, meðal annars þegar við fengum að gista. Sælkeramatur, heimabakað bakkelsi og hafsjór af sætindum. Sleikjóarnir sem faldir voru í fataskápnum og fílakaramellurnar úr fríhöfninni. Þín verður sárt saknað og við bræðurnir lofum að vera um alla tíð litlu labbakútarnir þínir. Haraldur Pálsson og Kristinn Pálsson. Minningarnar hrannast upp er ég kveð Stínu, elskulegu vin- konu mína, þar sem vinátta okkar hefur varað í meira en 50 ár. Varla hefur sá dagur liðið að við höfum ekki hist eða talast við. Stína var félagsvera sem vildi hafa líf og fjör í kringum sig, hún var góður gestgjafi og oft var mannmargt í Bessa- hrauninu en það líkaði vinkonu minni vel. Við fórum saman í skemmtilegar ferðir til sólar- landa og einnig innanlands. Stína var mikil þjóðhátíðar- manneskja og hápunkturinn var brekkusöngurinn, blysin og flugeldarnir. Oft höfum við setið í brekkunni og horft á þetta stórkostlega sjónarspil. Svo hélt fjörið áfram, ósjaldan var orðið bjart af degi þegar haldið var heim. Stína var heppin, hún var umvafin yndislegum börnum og fjölskyldum þeirra eins og kom svo vel fram í veikindum henn- ar. Ég kveð góða vinkonu. Vin- átta okkar er mér mikils virði. Takk fyrir allt og allt. Sandra. Nú þegar vorið blakar vængj- um sínum, dagurinn er orðinn langur og manni finnst líf vera að kvikna allt um kring slokkn- ar lífsneisti Stínu í Þingholti og hún tekur flugið úr okkar heimi til annarra vídda í tilverunni. Það kom svo sem ekki á óvart að það myndi gerast, þar sem maðurinn með ljáinn var kom- inn með hana í sigtið og þá eru undankomuleiðir fáar. Ég man eftir Stínu frá unga aldri, konunni hans Inga á Hug- in og íbúa á Kirkjubæjarbraut- inni, mömmu Bryndísar og Hugins og dóttur hennar Þór- steinu í Þingholti, sem heimsótti ömmu í Ólafshúsum og eyddi oft dagstund í kaffispjalli hjá henni. Stínu þekkti ég ekki nán- ar, þar til að ég var allt í einu kominn inn á heimili hennar, rétt rúmlega krakki, og orðinn ábyrgur fyrir því að barn var að koma á heimili hennar og hún að verða amma, mun fyrr en hún hafði ef til vill átt von á. Það voru ekkert auðveld spor að standa í, fyrir hálfgerða krakka, en Stína auðveldaði málið talsvert, strax frá fyrstu stundu. „Það er bara svona,“ sagði hún með dálítið sérstökum svip þegar hún fékk fréttirnar en síðan var það mál afgreitt. Þó að stundum fyndist manni að sá gállinn gæti verið á Stínu að rangan snéri aðeins meira út þá átti það alls ekki við þegar á reyndi og það auðveldaði oft hlutina þegar á móti blés. Stína í Þingholti var raungóð og vildi öllum vel. Hún hugsaði vel um sitt fólk og vildi því allt hið besta. Hún og Ingi á Hug- inn voru gott teymi. Ólík á margan hátt en áttu vel saman og lögðu í sameiningu góðan lífsgrunn fyrir fjölskyldu sína. Stína hafði sinn stíl og hélt honum nokkuð vel gegnum tíð- ina. Sumt varð að vera í föstum skorðum þó að annað mætti Kristín Pálsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma Stína, þú varst alltaf svo góð við mig og mér fannst alltaf svo gott að koma til þín. Ég á eftir að sakna þín. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Guð geymi þig elsku amma mín, ég elska þig. Þín Bryndís Anna Elsku yndislega amma okkar. Núna ert þú búin að kveðja okkur, rosalega er það sárt en vonandi líður þér betur núna. Það var alltaf svo gott að vera hjá þér og eigum við yndislegar minningar um þig. Þú varst alltaf hress og kát, meira að segja síðustu vikur þínar kvartaðirðu ekki mikið og sagðist alltaf vera í stuði og dillaðir þér með hendurnar á lofti. Elsku amma, þú ert best, við söknum þín rosa- lega mikið. Sigrún Bryndís, Sóldís Eva og Ingi Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.