Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014
Við kveðjum með söknuði
góðan vin, engan óraði fyrir því
að við værum að leggja af stað í
svo örlagaríka ferð þann 24. apr-
íl.
„Okkur finnst eins og við höf-
um gert þetta áður,“ var það
fyrsta sem við sögðum við Hjört
og skellihlógum þegar við sótt-
um hann og Önnu Möggu til að
leggja af stað í árshátíðarferð í
dásamlegu veðri. Alltaf sama til-
hlökkunin ár eftir ár að vera
með svona góða ferðafélaga.
Aldursmunurinn, 27 ár, skipti
akkúrat engu máli. Góður vinur
og ferðafélagi í 17 ár, minning-
arnar eru svo margar og ylja á
þessum erfiðu tímum.
Hugur okkar er hjá ykkur,
elsku Anna Magga, Klara,
Hulda, Birta og aðrir aðstand-
endur. Hvíl í friði, kæri vinur.
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum)
Ester og Birgir.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson)
Stundum tekur lífið snarpa og
erfiða u-beygju. Það gerðist svo
sannarlega þessa fallegu
snemmsumarsnótt fyrir tæpum
tveimur vikum. Í góðra vina hópi
þar sem gleðin og kærleikurinn
ríkti sem hæst á enginn von á
slíku.
Hjörtur naut sín þetta kvöld,
var hrókur alls fagnaðar. Sú
minning er góð fyrir alla sem
eftir standa.
Með þökk fyrir margar góðar
stundir til margra ára kveðjum
við góðan vin sem kvaddi allt of
snemma.
Elsku Anna Magga, Birta,
Hulda, Klara og aðrir aðstand-
endur, hugur okkar er hjá ykk-
ur. Megi góður Guð hjálpa ykkur
að takast á við lífið sem fram-
undan er, þerra tárin og vernda
ykkur.
Kær vinakveðja,
Þóra og Sigurgeir.
Ég þeysti um heiminn sem leiftrandi
ljós
sem lýsti upp ævina mína.
Ég horfði til baka, gaf sjálfum mér hrós
og huggaði sálina mína.
En nú var ég lentur á ljóssins braut
og leið um í eilífðar geimi.
Gat lýst ykkur öllum um láð eða laut
sem lifið í jarðneskum heimi.
Ég horfi til baka, ég hefði átt að sópa
hreingera margt ofurlítið.
Yfir móðuna miklu ég næ þó að hrópa
mér líkaði brasið og stritið.
Ef þú um kvöld á stjörnurnar starir
þá skærasta ljósið þig fangar.
Það lýsir þér leiðina hvert sem þú farir
og líf þitt af fögnuði angar.
Þegar liggur þú lúinn og vantar þrótt
og leiði er í huganum inni.
Ef stjarna þig blikkar um niðdimma
nótt
þá náð hef ég athygli þinni.
(Gylfi Björgvinsson)
Við sendum fjölskyldu Gests
og öllum þeim sem þótti vænt um
hann samúðarkveðjur. Faðu í
friði vinur kær.
Gylfi Helgason,
Ósk Jóhanna Guðmunds-
dóttir og börn.
Þegar ég hóf störf hjá Iðnskól-
anum í Hafnarfirði 1999 varst þú
einn af mörgum góðum starfs-
mönnum skólans. Þar var til stað-
ar mjög öflugur hópur, sem bjó
yfir mikilli reynslu og þekkingu.
Við kynni okkar gerði ég mér
fljótlega grein fyrir hversu viða-
mikil þekking þín var á fjölmörg-
um sviðum tækninnar og verk-
legum þáttum einnig. Ég bar oft
upp við þig ýmis tæknileg úr-
lausnarefni og fékk jafnan greið
og góð svör. Eins dáðist ég að
miklu og skörpu minni þínu í um-
ræðunni um menn og málefni.
Þær voru margar, ánægjustund-
irnar í kennsluhléum og á ferðum
þegar þú fórst á flug í hlutverki
sögumannsins og sagðir sögur
eins og þér einum var lagið. Þær
voru fullar af skemmtilegu
kryddi og fróðleik og oftast svo
glöggar að gaman var á að hlýða.
Ég kom til þín í málmdeildina
1999 og bað um leyfi til að fá að
sjóða saman tvo málmbúta, þá
sagðir þú að allt sem væri minna
en kafbátur væri í lagi og brostir,
og síðar komstu til mín og lið-
sinntir mér. Það er ekki mörgum
gefið að útskýra eins og þér var
lagið, og þá var sama hvort um
var að ræða sagnfræði, tæknimál
eða ýmsar verklegar úrlausnir.
Þú hafðir oftast þínar skoðanir
á málefnum líðandi stundar, sjón-
arhorn þín voru skemmtileg og
nýstárleg og þú bast ekki bagga
þína sömu hnútum og aðrir. Kæri
Gestur, þú hafðir storminn nokk-
uð í fangið hin síðustu ár í lífi þínu
og var erfitt að vita af því. Ég á
góðar og skemmtilegar minning-
ar af samferð okkar í Iðnskólan-
um í Hafnarfirði og fyrir það vil
ég þakka þér að leiðarlokum.
Ég sendi dætrum þínum og
öðrum ástvinum samúðarkveðj-
ur.
Henry Þór Granz.
Eftir gagnfræða-
skólanámið fóru tvær frænkur,
Edda Lúðvíksdóttir og Sissa,
til London að læra ensku, þær
héldu til hjá móðursystur sinni,
Gróu Þorgeirsdóttir Lawrence,
meðan á náminu stóð.
Að námi loknu hafði Sissa
kynnst Brian Lloyd og varð
ekki aftur snúið, þau giftu sig
og byrjuðu að búa. Synir þeirra
eru Gary Jón Lloyd, f. 1. mars
1966 og Magnús William Lloyd,
f. 11. september 1968. Gary Jón
er giftur Katie Shereden og
eiga þau tvær dætur. Magnús
William er ógiftur.
Við heimsóknir ættingja og
vina frá Íslandi var alltaf gist
hjá Sissu og Brian og eru þeir
orðnir nokkuð margir sem not-
ið hafa þeirra gestrisni í gegn-
um árin. Sissa og Brian ferð-
uðust nokkuð til Mið-Austur-
landa þar sem fyrirtækið sem
Sigþóra Guðmunda
Jónsdóttir-Lloyd
✝ Sigþóra Guð-munda Jóns-
dóttir-Lloyd, Sissa,
fæddist 10. febrúar
1941 og lést 30. jan-
úar 2014. Útförin
fór fram 13. febr-
úar frá Milton
Chapel Chilterens
Crematorium, Eng-
landi.
Brian vann fyrir
sem hét Tailor and
Woodrow var með
framkvæmdir en
Brian sá um
tryggingarmál fyr-
irtækisins.
Nokkrar ferðir
komu þau til okkar
í Lúxemborg, það
voru ánægjulegir
dagar. Sissa kom
til Íslands í októ-
ber 2013, gagngert til að kveðja
bróður sinn, hún vissi ekki þá
hvernig komið var, hafði ekki
hugmynd um að hún væri með
krabbamein, en lést 30. janúar
eftir stutta legu.
Eftirfarandi bæn kenndi
amma, Helga Þorsteinsdóttir,
okkur.
Guð blessi börnin
bæði ung og smá,
vís er þeim vörnin voðanum frá.
Sæl eru þau þá,
þegar þau fá sinn Guð að sjá,
heilaga engla horfa upp á
og með þeim syngja gloríá
(Höf. ók.)
Blessuð sé minning Sissu
Jónsdóttur Lloyd. Þín frænka,
Helga, og Agnar,
Lúxemborg.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein",
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar
✝ Þorgeir ÍsfeldJónsson fædd-
ist á Gimli í Garði
14. júní 1943. Hann
lést á líknardeild
LSH í Kópavogi 30.
apríl 2014.
Hann var sonur
hjónanna Helgu
Steinunnar Þor-
geirsdóttur, f. 27.
mars 1911, d. 5.
september 1975 og
Jóns Ísfeld Guðmundssonar,
brunavarðar, f. 14. september
1909, d. 26. desember 1992. Þau
slitu samvistum. Systkini Þor-
geirs eru: 1) Sigþóra Guðmunda
Jónsdóttir Lloyd (Sissa), f.
10.febrúar 1941, d. 30. janúar
2014, maki Brian Walter Lloyd,
Samfeðra er 3) Björn Guð-
brandur Jónsson, líffræðingur,
f. 11. desember 1957, maki Ólöf
Hafsteinsdóttir, f. 1957, börn
þeirra eru Freyr, f. 1981, Elín,
f. 1992 og Tumi, f. 1996. Þau
slitu samvistum. Móðir Björns
var Matthildur Guðbrands-
dóttir, f. 1918, d. 2003. Þorgeir
Ísfeld var ógiftur og barnlaus.
Á unglingsaldri vann hann á
sumrin við saltfiskbreiðslu hjá
Hraðfrystihúsi Gerðarbræðra
og eins hjá Sveinbirni í Kot-
húsum. Á sumrin hjálpaði Geiri
til við störf sem til féllu á
Lambastöðum, hjá afa hans og
ömmu. Eftir nám í Gagnfræða-
skóla Austurbæjar hóf Geiri
nám hjá Pósti og síma og lærði
símvirkjun, hann vann alla sína
ævi hjá Símanum, síðast sem
þjónustufulltrúi í útibúinu við
Ármúla
Útför Þorgeirs fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 9. maí
2014, klukkan 13. Jarðsett
verður í Útskálakirkjugarði.
f. 30. maí 1935,
synir þeirra eru
Gary Jón Lloyd, f.
1. mars 1966, bú-
fræðingur, maki
Katie Shereden
Lloyd og eiga þau
tvær dætur. Magn-
ús William Lloyd, f.
11.september,
1968. sammæðra er
2) Susan Edda
Tuohy, f. 29. nóv-
ember 1946, maki William Bett-
is, tannlæknir, börn þeirra eru
William John Tuohy Bettis, f. 2.
júlí 1971, d. 2011, Helga Tuohy
Chasteen, f. 17. október 1975,
maki Mattew Chasteen og eiga
þau fjögur börn, Sean Martin
Tuohy Bettis, f. 1. mars 1978.
Í dag verður til moldar borinn
góður vinur, fjölskylduvinur og
frændi, sem lést 30. apríl síðastlið-
inn. Systir hans, Sigþóra, lést 30.
janúar í Burnham, Englandi. Þor-
geir var fæddur að Gimli í Garði
en þar eyddi hann fyrstu árum
ævi sinnar, í nágrenni við nafna
sinn og afa Þorgeir Magnússon og
ömmu Helgu Jónínu Þorsteins-
dóttir á Lambastöðum, Garði.
Foreldrar Geira, en svo var hann
kallaður, voru Helga Steinunn
Þorgeirsdóttir og Jón Ísfeld Guð-
mundsson en þau byggðu húsið
Gimli og bjuggu þar í nokkur ár.
Eftir að foreldrar Geira skildu var
hann um tíma á Lambastöðum og
kynntist þeim störfum unglinga
sem þekktust þá bæði til sjós og
lands og gekk einn vetur í barna-
skólann í Garði. Geiri og Sissa
fluttu svo til Reykjavíkur með föð-
ur sínum. Eftir barnaskólanámið
gekk hann í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar. Eftir gagnfræða-
próf hóf hann að læra símvirkjun
hjá Pósti og síma og vann við það
meira og minna alla ævi. Síðustu
árin var hann sem fulltrúi í þjón-
ustuveri hjá Símanum í Ármúla.
Geiri var einnig virkur meðlimur í
Flugbjörgunarsveitinni til margra
ára. Á þessum árum eignaðist
Geiri marga vini í Reykjavík og
víðar. Einn af hans góðu og
traustu vinum í 54 ár var Sæ-
mundur Þ. Sigurðsson, bakari í
Austurveri við Háaleitisbraut, og
sá vinskapur hélst alla ævi. Kona
Sæmundar er Snæfríður R. Jens-
dóttir sem hefur núna fylgst með
Geira í sínum veikindum og að-
stoðað hann á marga vegu en
Geiri greindist með lungna-
krabbamein fyrir rúmum tveim
árum. Sæmundur lést 27. janúar
2012, þá 69 ára. Oft minntist Geiri
með virðingu og þakklæti á heim-
sóknir til þeirra hjóna á gamlárs-
kvöld með fjölskyldunni. Geiri var
þakklátur fyrir matarboðin á að-
fangadagskvöldum til Björns og
fjölskyldu. Kynni Agnars og Geira
hófust fyrir rúmum 50 árum og
aldrei bar skugga á þeirra vináttu.
Í samræðum var hann ákveðinn
og fastur á sinni meiningu í rök-
ræðum um dagsins vandamál og
gaf ekkert eftir. Geira verður sárt
saknað í Vogunum af stelpunum
frá Lux og Símon hennar Rann-
veigar. Við urðumþeirrar gæfu
aðnjótandi að hann bauðst til að
líta eftir húsinu okkar í Vogunum
meðan það var í byggingu og leit
hann inn til að sjá hvort ekki væri
allt í lagi. Traustari mann var ekki
hægt að fá, hann leit eftir fram-
kvæmdum eins og þetta væri hans
eigið. Eftir að Geiri komst á eft-
irlaun þá skrapp hann suður með
sjó og þá oft í Garðinn, þar voru
hans rætur, leit inn til Ásgeirs á
Nýjalandi en þeir voru skólabræð-
ur en þeim var vel til vina, og í
Ytri-Njarðvík á verkstæðið hjá
Lessa frænda sínum var alltaf
hressandi að koma til hans að
hjálpa til eða bara í kaffisopa. Oft
minntist Geiri á Sigfús tannlækni
á Grensásveginum, traustur félagi
og vinur til margra ára, með virð-
ingu og þakklæti. Heimsóknir upp
í Borgarfjörð, til Snorra bónda á
Augastöðum og fjölskyldu hans
bar stundum á góma og sérstak-
lega ef það var um sauðburðinn
sem hann stundum aðstoðaði við
eftir sinni bestu getu. Nú er hans
lífshlaupi lokið og í nágrenni við
þann stað þar sem það hófst í
Garðinum. Geiri átti sterkar
taugar til Garðsins og verður jarð-
settur í nálægð við móðurbræður
sína og móðursystur. Sérstakar
þakkir til Karitas heimahjúkrunar
fyrir góða umönnun og til starfs-
fólks líknarstofnunar LSH í
Kópavogi. Blessuð sé minning
Geira Jóns.
Þín frænka,
Helga, og Agnar,
Lúxemborg.
Mig langar að minnast með
fáum orðum góðvinar míns, Þor-
geirs Ísfelds Jónssonar, sem kvatt
hefur þennan heim eftir stranga
baráttu við erfiðan sjúkdóm. Eins
og sólin kemur upp á hverjum
degi datt Geiri reglulega inn í
heimsókn til okkar heima eða í
sumarbústaðnum. „Blessuð, hvað
segið þið, er ekki kaffi á könn-
unni?“ Heimsóknirnar verða víst
ekki fleiri.
Geiri fór snemma að sjá fyrir
sér sjálfur og flutti ungur að heim-
an. Hann vann fyrst almenna
verkamannavinnu þar sem hann
vann m.a. á Keflavíkurflugvelli.
Hann fór síðan að vinna hjá Land-
síma Íslands og lærði símsmíði
eða símvirkjun eins og fagið var
oftast kallað. Landsíminn og síðan
Síminn urðu því hans starfsvett-
vangur, uns hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir fyrir nokkrum
árum. Nutum við vinir hans sér-
þekkingar hans á þessu sviði. Þeg-
ar eitthvað þurfti að gera í síma-
málum eða símatengingum var
bara hringt í Geira sem reddaði
hlutunum.
Geiri bjó alla tíð einn og kvænt-
ist ekki. Hann var samt í eðli sínu
félagslyndur þótt aðstæður leiddu
eðlilega til þess að hann var oft
einn. Honum leið líka vel einum og
skrapp oft í dagsferðir og skoðaði
landið, renndi fyrir silung og tók
myndir, en hann var liðtækur
áhugaljósmyndari. Það má
kannski segja að hann hafi verið
félagslyndur einfari. Geiri var
mjög vinmargur, átti vini út um
allar trissur sem hann heimsótti
reglulega. Og ef hann átti ekki
kunningja einhvers staðar þar
sem hann var staddur á ferðalög-
um sínum um landið leið ekki á
löngu þar til það breyttist, því
Geiri átti einkar auðvelt með að
kynnast fólki.
Á tímamótum sem þessum birt-
ast minningabrotin hvert af öðru.
Við Geiri kynntumst rúmlega tví-
tugir og hélst sú vinátta alla tíð
þótt sambandið væri ekki daglegt.
Upp úr standa ótal heimsóknir
Geira, skemmtanir, partí, veiði-
ferðir og ekki síst árviss áramóta-
gleði með sameiginlegum vinum.
Það er hægt að dásama kosti
Geira með mörgum orðum, en
þeir voru ómældir. Í stuttu útgáf-
unni kæmu orðin hæglæti, lítil-
læti, kurteisi og traustur vinur
upp í hugann. Og nú eftir að fylgj-
ast með honum í veikindum hans
bættust orðin æðruleysi og reisn
við.
Við Lóa og fjölskyldan sendum
hlýjar samúðarkveðjur til ætt-
ingja og hinna fjölmörgu vina
Geira sem nú ásamt okkur sjá á
bak tryggum og góðum vini.
Sigfús Þór.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Stórt skarð hefur verið höggvið
í traustan og góðan vinahóp þegar
vinur okkar og félagi, Geiri, eins
og hann var ávallt kallaður, hefur
fallið frá, á 71. aldursári. Við höf-
um verið svo lánsöm að hafa átt
hann að í ríflega hálfa öld og á
þeim tíma hefur ekki borið skugga
á vináttubönd hópsins.
Geira var margt til lista lagt. Á
ferðalögum vinahópsins var Geiri
ávallt með myndavélina með sér
og var hann óspar á að taka mynd-
ir. Einnig var hann lunkinn veiði-
maður og naut þess að vera úti í
náttúrunni. Geiri var góður félagi
og sannur vinur.
Við minnumst í dag góðs
drengs og vinar sem ætíð var
tilbúinn að rétta hjálparhönd þeim
er á þurftu að halda.
Geiri mun ávallt eiga stað í
hjarta okkar og minning hans og
orðspor mun verða í heiðri haft
um ókomna tíð. Sé hann Guði fal-
inn og englum umvafinn.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf.ók.)
Hermann, Ólafía, Gunnar,
Gerður, Snæfríður, Kolbrún,
Haraldur, Elsa, Garðar,
Erla, Sveinbjörn,
Arnbjörg, Gústav.
Í dag kveðjum við hjartkæran
vin okkar. Geiri er búinn að vera
partur af lífi okkar fjölskyldu í
hartnær 50 ár. Hlýr, glaðlegur,
umvefjandi, mikill vinur. Nærvera
hans var eins og fastur punktur í
tilverunni, um jól og áramót var
innlit hans ómissandi og skilur
hann eftir stórt skarð sem ekki
verður fyllt. Við áttum yndislegar
samverustundir og tryggari fjöl-
skylduvin er erfitt að finna. Áttum
við frábærar ferðir innanlands
sem utan og ógleymanlegar
stundir í sumarbústaðnum okkar,
alltaf var vináttan jafnmikil. Við
munum sakna hans sárt en góðu
minningarnar eigum við, þær tek-
ur enginn frá okkur. Geiri átti við
erfið veikindi að stríða síðan 2012
en hann tók þeim með aðdáunar-
verðu jafnaðargeði, æðruleysi og
ró en samt tilbúinn til að berjast.
Geiri var stoð og stytta fjölskyld-
unnar er við misstum Sæma okk-
ar fyrir um tveimur árum en Geiri
kvaddi þá sinn besta vin og
frænda að sinni, eins og hann orð-
aði það sjálfur. Þeir töluðust við
jafnvel nokkrum sinnum í viku og
voru þá að leita frétta eins og þeir
kölluðu það. Nú hafa æskuvinirnir
hist á ný í sumarlandinu.
Elsku Geiri, Guð blessi þig og
varðveiti að eilífu.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þínir vinir,
Snæfríður (Snæja)
og fjölskylda.
Þorgeir Ísfeld
Jónsson