Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA MEÐ MBA-NÁMI HÁSKÓLA ÍSLANDS KATRÍN M. GUÐJÓNSDÓTTIR MARKAÐSSTJÓRI INNNES MBA 2015 MARGRÉT HAUKSDÓTTIR FORSTJÓRI ÞJÓÐSKRÁR ÍSLANDS MBA 2010 PI PA R \T BW A • SÍ A • 14 11 15 Kynningarfundur um námið fer fram laugardaginn 10. maí kl. 12:30–13:00. Kíktu í kennslustund strax á eftir. Upplýsingar um skráningu og umsóknir á www.mba.is JÓN ÓLAFUR HALLDÓRSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI OLÍS MBA 2012 BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Tveir dómar féllu í svipuðum mál- um í vikunni, annar í Héraðsdómi Reykjaness og hinn í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem dómurinn á Reykjanesi var stefnda í vil, en í Reykjavík stefnanda (Landsbank- anum) í vil. Íslandsbanki var stefnandi á Reykjanesi, þar sem hann krafðist þess að maður yrði dæmdur til að greiða 1.541.630 krónur með drátt- arvöxtum, frá 31. ágúst 2012 til greiðsludags og að maðurinn greiddi málskostnað. Maðurin krafðist aðallega sýknu af þeim hluta kröfunnar sem laut að dráttarvöxtum, innheimtuþóknun og virðisaukaskatti. Jafnframt krafðist hann þess að viðurkenndur væri réttur hans til að beita skulda- jöfnuði vegna kröfu að fjárhæð 1.541.630 krónur sem hann hefði átt á hendur bankanum. Til vara krafðist maðurinn þess að viðurkenndur væri réttur hans til að beita skuldajöfnuði vegna kröfu að fjárhæð 1.703.878 krónur sem hann hefði átt á hendur Ís- landsbanka. Ekki heimilt að yfirdraga Íslandsbanki sagði kröfu sína til komna vegna yfirdráttar að fjár- hæð 1.541.630 krónur á tékka- reikningi mannsins í Íslandsbanka, en stefnda hefði ekki verið heimilt að yfirdraga reikninginn. Þar sem maðurinn hefði ekki greitt kröfuna þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutil- raunir, hefði málsóknin verið nauð- synleg. Maðurinn byggði sýknukröfu sína á 3. mgr. 3. gr. laga nr. 121/ 1994 um neytendalán. Í lagaákvæð- inu væri skýrt kveðið á um að heim- ild til innheimtu kostnaðar af óheimilum yfirdrætti skuli eiga sér stoð í samningi. Þar sem enginn skriflegur samningur hefði verið til staðar er varðaði umræddan tékka- reikning væri bankanum óheimilt að krefjast þess kostnaðar sem hann krefðist í formi dráttarvaxta, innheimtukostnaðar og virðisauka- skatts. Dómsorð Héraðsdóms Reykja- ness voru þessi: „Stefndi … skal sýkn af öllum kröfum stefnanda, Ís- landsbanka hf. Stefnandi greiði stefnda 600.000 krónur í málskostnað.“ Enginn skriflegur samningur Daginn eftir, þann 6. maí, var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem Landsbank- inn var stefnandi og krafðist þess að maður væri dæmdur til að greiða honum skuld að fjárhæð 817.900 kr. ásamt dráttarvöxtum. Af hálfu mannsins var aðallega krafist sýknu af öllum kröfum bankans en til vara var þess krafist „að stefndi verði sýknaður á grund- velli skuldajöfnuðar“. Um lagarök vísaði maðurinn til meginreglna kröfu- og samninga- réttar um greiðsluskyldu fjárskuld- bindinga. Stefndi byggði sýknukröfu sína á því að verulegur aðstöðumunur væri á honum sem neytanda annars vegar og Landsbankanum sem fjár- málastofnun hins vegar. Stefndi byggði einnig á því að ekki lægi fyr- ir neinn skriflegur lánssamningur svo sem þó hefði verið skylt. Maðurinn sem er ólöglærður, flutti mál sitt sjálfur. Hann lagði áherslu á aðstöðumun aðila, þar sem hann væri „grandlaus neytandi andspænis fjármálastofnun“. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er „grandleysi“ stefnda hafnað. Dómsorð Héraðsdóms Reykjavíkur voru: „Stefndi greiði stefn- anda, Landsbankanum hf., 817.900 kr., ásamt dráttarvöxtum af þeirri fjárhæð samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/ 2001 frá 18. mars 2013 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 250.000 kr. í málskostnað.“ Lík mál - ólíkar dómsniðurstöður  Héraðsdómur Reykjaness dæmdi stefnda í vil en ekki Héraðsdómur Reykjavíkur Héraðsdómur Reykjaness beitti reglu Evrópudómstólsins um að neytendur yrðu ekki sakaðir um tómlæti Morgunblaðið/Ómar Héraðsdómur Reykjaness Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að neyt- endur yrðu ekki sakaðir um tómlæti, samkvæmt Evrópudómstólnum. Bragi Dór Hafþórsson var lög- maður hins stefnda í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Spurður um skýringu þess að dómarnir í málunum tveimur voru með jafnólíkum hætti og raun bar vitni, segir Bragi Dór: „Munurinn liggur í því að dómarinn í Héraðsdómi Reykjaness beitti þeirri reglu Evrópuréttar, að neytendur verði ekki sakaðir um tóm- læti, þ.e. að tómlætisjónarmið komi ekki til skoðunar þegar um er að ræða neytendur. Þetta er samkvæmt dómi frá Evrópudómstólnum, sem ég lagði fram í málinu.“ Hann segir að stefnandi, Ís- landsbanki, hafi byggt á því að bæði væri málið fyrnt og stefndi hafi sýnt af sér tóm- læti, sem dómarinn hafi ekki tekið til greina, m.a. á grundvelli dóma Evr- ópudómstólsins. Bragi Dór bendir jafn- framt á að samkvæmt fyrn- ingarlögum, sé ávallt heim- ilt að skuldajafna fyrndri kröfu. Regla Evrópuréttar BJARNI DÓR HAFÞÓRSSON Bragi Dór Hafþórsson Alþýðufylkingin hefur stillt upp framboðslista til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík 31. maí 2014. Kjarni stefnunnar er jöfnuður, velferð og fé- lagslegar lausnir og að verja skuli „innviði samfélagsins gegn áformum um markaðsvæðingu og einkavæðingu og snúa vörn í sókn“. Efstu sæti listans skipa Þorvaldur Þorvaldsson, Friðrik Atlason og Claudia Overesch. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frambjóðendur Frá vinstri eru Friðrik Atlason, Tinna Þorvalds- og Önnu- dóttir og Þorvaldur Þorvaldsson. Þau skipa þrjú af fjórum efstu sætunum. Alþýðufylkingin fer fram Dögun í Reykjavík kynnti í gær áherslur sínar vegna borgar- stjórnakosninga 31. maí. Rauði þráðurinn í stefnunni er samstaða með tekjulágum og þeim sem eiga erfitt með að láta enda ná saman. Dögun vill að nýsamþykkt aðal- skipulag verði endurskoðað, meðal annars með tilliti til þéttingar byggðar, og er mótfallin áformaðri byggð í Elliðaárdalnum og brott- flutningi flugvallarins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frambjóðendur Frá vinstri eru Alma Rut Lindudóttir, Þorleifur Gunn- laugsson, Ása Lind Finnbogadóttir, Helga Þórðardóttir, Gunnar Hólm- steinn Ársælsson, Salmann Tamimi, Björgvin Vídalín og Gígja Skúladóttir. Dögun kynnir áherslurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.