Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 Miðstöð íslenskra bókmennta hef- ur nú úthlutað 6 milljónum króna til 19 þýðingaverkefna. Alls bár- ust 29 umsóknir frá 15 aðilum. Sótt var um 15,3 milljónir króna. Meðal þeirra verka sem hlutu þýðingarstyrki í ár eru Bréfabók- in eftir Mikhail Shishkin í þýð- ingu Áslaugar Agnarsdóttur sem Bjartur gefur út, Dear Life eftir Alice Munro í þýðingu Silju Að- alsteinsdóttur sem Forlagið gefur út, Saga Pelópseyjarstríðsins eft- ir Þúkýdídes í þýðingu Sigurjóns Björnssonar sem Sögufélag gefur út, Sensei no kaban eftir Hiromi Kawakami í þýðingu Kristínar Jónsdóttur sem Bjartur gefur út, Burial Rites eftir Hannah Kent í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar sem Forlagið gefur út, La inven- ción de Morel eftir Adolfo Bioy Casares í þýðingu Hermanns Stefánssonar sem 1005 gefur út, To the Lighthouse eftir Virginu Woolf í þýðingu Herdísar Hreið- arsdóttur sem Ugla gefur út, Yu- nost (Manndómsár) eftir Lev Nikolajevíutsj Tolstoj í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur sem Ugla gefur út, Úrvalsljóð (vinnutitill) eftir Shuntaro Tanikawa í þýð- ingu Gyrðis Elíassonar sem Dimma gefur út, Eleanor & Park eftir Rainbow Rowell í þýðingu Mörtu Hlínar Magnadóttur sem Bókabeitan gefur út, Bartleby the Scrivener – A Story of Wall Street eftir Herman Melville í þýðingu Rúnars Helga Vign- issonar sem Þýðingarsetur Há- skóla Íslands gefur út og La Fete de l‘insignifiance eftir Milan Kundera í þýðingu Friðriks Rafnssonar sem Forlagið gefur út. 6 milljónir til þýð- inga á 19 verkum Alice Munro Lev Tolstoj Mikhail Shishkin Virginia Woolf Eftir að hafa gefið Lista-safni Árnesinga á fimmtatug málverka árið 1963,vaknaði Bjarnveig Bjarnadóttir til vitundar um að þar á meðal voru engin verk eftir konur. Hún bætti því um betur á 8. ára- tugnum og hóf að færa safninu að gjöf verk m.a. eftir Björgu Þor- steinsdóttur, Ragnheiði Jónsdóttur og Þorbjörgu Höskuldsdóttur og ýmsar fleiri. Frá þessu segir í skrá sýningarinnar Nútímakonur á verk- um Bjargar, Ragnheiðar og Þor- bjargar sem allar eru enn virkar í myndlistinni. Þær sýna ný verk í samspili við eldri verkin frá 8. ára- tugnum, en sá áratugur hefur verið kallaður „kvennaáratugurinn“ vegna femínískrar vakningar sem þá varð víða um heim, eins og sýn- ingarstjórinn Hrafnhildur Schram leggur áherslu á. Heiti sýningar- innar vísar m.a. til þess að konum fjölgaði í fremstu röð íslenskra myndlistarmanna – og með framlagi listamanna eins og Bjargar, Ragn- heiðar og Þorbjargar komu fram nýjar tjáningarvíddir í íslenskri myndlist. Þá fengust þær allar á ár- um áður við grafík, en sá miðill blómstraði einmitt mjög á 8. ára- tugnum. Í sýningarborðum eru einnig úrklippur og ýmsar heimildir tengdar ferli þeirra – en þó er ekki lögð áhersla á að sýna þróun í verk- um þeirra heldur er fremur um að ræða þrjár aðskildar „einkasýn- ingar“ á nýjum verkum í þremur sölum. Það er svo í litla millisalnum og í hinu almenna safnrými sem eldri verk þeirra mynda beint sam- tal. Nýju verkin eru afar ólík; Björg málar á óhlutbundnum nótum, Ragnheiður sýnir stórar, mynst- urkenndar kolateikningar og Þor- björg vísar til landslags og bygging- arlistar í fígúratífum málverkum – en allar eru þær í samræðu við nátt- úruna og fyrirbæri hennar. Björg sýnir nokkurn fjölda mál- verka í stóra salnum. Smærri verk- in eru flest frá 2009 með þéttskip- uðu mynstri mismunandi litalaga sem skapar skemmtileg sjónræn áhrif. Nýjustu verkin eru stórar af- straktsjónir sem sumar tengjast hughrifum af vori eða hafinu. Björg fer vel með fínleg blæbrigði past- ellita í þessum verkum; má þar nefna „Sjávarrím“. Dýpri litir sjást í verkum sem hún kennir m.a. við stef en stundum taka verkin dálítið hvert frá öðru þar sem þau hanga þétt saman, a.m.k. ná þau ekki að mynda nægilega dýnamískt samspil. Kolamyndir Ragnheiðar eru unnar af öryggi og næmni og eru þær sýndar í salnum innst vinstra meg- in. Þar er upphengingin líka þétt en hér skapar hún kröftug heildar- áhrif. Hið fallega verk „Storð 1“ nýtur sín þó líka vel þar sem það hangir stakt á vegg. Hinum megin í salnum og á vegg hjá kaffistofunni sjást eldri grafíkmyndir Ragnheiðar (úr eigu Listasafns Reykjavíkur), þekktar myndir frá lokum 8. ára- tugarins og eru verkin hluti af kvennabaráttunni þegar hún stóð sem hæst. Í innsta salnum sýnir Þorbjörg fjölda nýrra verka og þar sést að hún er á kunnuglegum slóð- um í hugleiðingum um samband manns og náttúru. Form og litbrigði landsins verða í verkum hennar kveikjur að fantasíukenndum pæl- ingum þar sem manngerður arki- tektúr fléttast saman við landið: flís- ar vaxa út úr fjallsrótum, eða er það öfugt; rísa fjallasalir upp af flísa- lögðum gólfum? Verkið „Rýkur rauðmöl“ sker sig úr fyrir þær sakir að þar ber lítið sem ekkert á mann- gerðum formum – þótt vitaskuld sé landslagssýnin bundin mannlegu sjónarhorni. Í millisalnum og við inngang safnsins sjást eldri verk listamann- anna, frá 8. og 9. áratugnum, þ.á m. verk úr safneigninni en einnig verk fengið að láni annars staðar frá. Tenging þessara verka við þá póli- tísku vitund sem gjarnan er kennd við „kvennaáratuginn“ er ekki alltaf ljós. Verk Þorbjargar má mörg hver skilja sem hugleiðingu um það hvernig maðurinn þjarmar að nátt- úrunni og hægt er að túlka verkið „Jarðelda“ í því samhengi. Einnig má lesa í aðþrengda stöðu kvenna út frá verki Bjargar, „Málverk II“, frá 1973. Það er helst í úrklippum í sýningarborðum sem unnt er að glöggva sig á afstöðu þeirra til bar- áttumála, ekki síst í verkum sem birt voru á forsíðu sunnudagsblaðs Þjóðviljans um árabil. Sýningin Nútímakonur felur þannig í sér enduróm af fortíð en gildi hennar er ekki síst fólgið í því að varpa ljósi á listsköpun í núinu og á framlag Bjargar Þorsteins- dóttur, Ragnheiðar Jónsdóttur og Þorbjargar Höskuldsdóttir til ís- lenskrar samtímamyndlistar – sem er verðugt framtak út af fyrir sig. Nútímakonur Björg Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Þorbjörg Höskuldsdóttir. Þrjár konur, þá og nú Listasafn Árnesinga, Hveragerði Nútímakonur – Björg Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir bbbmn Til 11. maí 2014. Opið alla daga kl. 12-18. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Hrafnhildur Schram. ANNA JÓA MYNDLIST Svefn Verk eftir Björgu. Menningarhátíðin Kópavogsdagar hófst í gær í Kópavogi og voru m.a. haldnir pönktónleikar á skemmti- staðnum Spot um kvöldið þar sem fram komu tónlistarmenn úr fram- varðarsveit ensks og íslensk pönks: Glen Matlock, bassaleikari Sex Pist- ols, Fræbbblarnir og Q4U. Pönk- veislan heldur áfram á morgun kl. 14 í Molanum, Hábraut 2. Þar troða upp ungar og efnilegar hljómsveitir auk hinna sjóuðu Fræbbbla, hljóm- sveitirnar PungSig, Skerðing, Fjöl- tengi og Bossbarajamm. Pönk Valgarður Guðjónsson og félagar í Fræbbblunum leika í Molanum. Meira pönk á Kópavogsdögum Morgunblaðið/Ernir Annar árgangur tímaritraðar- innar 1005 verð- ur gefinn út á morgun og verð- ur haldin út- gáfuhátíð á BSÍ af því tilefni kl. 16. Þótti umferð- armiðstöðin kjörinn vett- vangur fyrir þennan árlega viðburð og þá m.a. í ljósi þema heftisins, „Styttri ferð- ir“, eins og segir í tilkynningu. Nýj- asta hefti 1005 telur 400 bls. og má á þeim m.a. finna safn ferðaþátta eftir dularfullan hóp höfunda og þýðenda, erlendra og innlendra, og smásagnasafn eftir Braga Ólafsson. Á útgáfuhátíðinni verður boðið upp á léttar veitingar og upplestur og mun Óskar Árni Óskarsson m.a. lesa ljóð um BSÍ og ópusinn „Styttri ferðir“ eftir Jón Hall Stefánsson verður frumfluttur. Útgáfuhátíð 1005 haldin á BSÍ Jón Hallur Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.