Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 Baldur Arnarson Hörður Ægisson Steinþór Pálsson, bankastjóri Lands- bankans, segir nýtt samkomulag bankans og slitastjórnar LBI (gamli Landsbanki Íslands) góð tíðindi fyrir þjóðarbúið, enda sé dregið verulega úr greiðslubyrði afborgana af skulda- bréfi í erlendri mynt. „Greiðslubyrðin af þessu skulda- bréfi er gríðarlega þung, fyrir Lands- bankann og um leið fyrir þjóðarbúið allt. Með breytingunni er létt verulega á byrðinni, enda er nú um að ræða að jafnaði um 30 milljarða afborganir annað hvert ár.“ Eftirstöðvar bréfsins eru um 226 milljarðar króna og hefði Landsbank- inn að óbreyttu þurft að greiða 50-60 milljarða á ári í erlendum gjaldeyri í afborganir af skuldabréfinu frá og með 2015 til 2018. 106 milljarðar 2014-2018 Lokagreiðsla átti þannig að fara fram í október 2018 en fer nú fram í október 2026, ef Seðlabankinn og fjár- málaráðherra fallast á undanþágu- beiðni slitastjórnar LBI frá fjár- magnshöftum vegna samkomulagsins. Verða um 106 milljarðar greiddir af bréfinu á tímabilinu 2014 til 2018 og svo 120 milljarðar á árunum 2020 til 2026, auk vaxta. Steinþór er ánægður með vaxtakjörin. „Skilmálar skuldabréfsins um vexti til 2018 eru óbreyttir. Vextir verða þá 2,9% álag ofan á LIBOR-vexti, eins og verið hefur. Síðan eru gjalddagar, 30 milljarðar, annað hvert ár á árunum 2020, 2022, 2024 og 2026, alls 120 millj- arðar. Á tímabilinu 2018 til 2026 eru mis- munandi vextir á hverjum þessara gjalddaga. Frá 2018 til 2020, á þeim gjalddaga, eru vextir 3,5%. Á lengsta gjalddaganum, frá 2018 til 2026, eru vextir 4,05% vegna afborgunar 2026. Vextirnir á gjalddögunum 2024 og 2026 eru þar mitt á milli. Þetta eru að okkar mati ágætis kjör fyrir svona langan lánstíma. Þessi hækkun á vöxtum í lok 2018 kemur á móti lengingu en vonandi munum við verða búin að endurfjármagna okkur að hluta eða öllu leyti þegar þar að kemur á hagstæðari kjörum. Kannski er aðalfréttin sú að við drögum veru- lega úr greiðslubyrði bankans. Auk þess erum við ná fram mikilvægum áfanga við að aflétta hömlum á arð- greiðslu.“ Með fyrirvara um samþykki „Samkomulagið er með fyrirvara um það sem slitastjórn LBI óskar eft- ir, þ.e. að LBI fái undanþágur. Vegna þess hversu háar fjárhæðir þetta eru þarf ekki aðeins Seðlabankinn að sam- þykkja þetta, heldur líka fjármálaráð- herra. Þeir þurfa að kynna málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd. Boltinn er núna hjá þessum aðilum og þeir þurfa tíma til að vinna sína vinnu. Við erum búin að gera okkar hluta,“ segir Steinþór og vísar til breytinga á lögum um gjaldeyrismál í mars 2013. Eins og greint var frá í fréttaskýr- ingu Morgunblaðsins í síðustu viku lýtur undanþágubeiðni LBI að því að búinu verði veitt undanþága frá höft- um fyrir öllum frekari greiðslum í gjaldeyri til forgangskröfuhafa, alls um 600 milljarðar. Óvíst er þó hvenær slík undanþága gæti fengist. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekki tíma- bært að ræða hvort stjórnvöld muni samþykkja beiðni gamla Landsbank- ans um undanþágur frá lögum um fjármagnshöft, þannig að nýja sam- komulagið geti gengið eftir. Taka þann tíma sem þarf „Við höfum ekki verið þátttakendur í þessum viðræðum og munum taka þann tíma sem nauðsynlegur er til þess að meta þessi skilyrði. Það liggur fyrir að það skiptir Landsbankann miklu máli að endurfjármagna skuld- bindingar sínar. Það þarf að fara vandlega yfir hvernig því markmiði má ná, á sama tíma og markmiðum með gjaldeyrishöftum er náð og við tökum ekki ákvarðanir sem stefna stöðugleika þjóðarbúsins í hættu. Það er ánægjulegt fyrir bankann að það sé komin niðurstaða í viðræður sem bankinn er sjálfur sáttur við. Seinni þáttur málsins er þá eftir, sá sem snýr að gjaldeyrishöftum og möguleikum okkar til þess að verða við umsókn um undanþágur frá gjaldeyrishöftum,“ segir Bjarni. Upplýsingafulltrúi Seðlabankans sagði málið mundu verða skoðað. Styrmir Guðmundsson, sjóðsstjóri hjá eignastýringarfyrirtækinu Júpí- ter, segir samkomulagið geta styrkt gengi krónunnar. Þjóðarbúið sé lík- lega „komið í greiðsluskjól“. „Það getur þýtt krónustyrkingu eina og sér, vegna minni áhættu sem þjóðarbúinu stafar af þessu litið til næstu ára. Gjaldeyrisflæðið verður þannig að allt innstreymi af gjaldeyri þarf ekki að flæða úr þjóðarbúinu. Þar af leiðandi getur krónan styrkst sem þessu nemur, litið til næstu ára,“ segir Styrmir. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Landsbankinn semur um 226 milljarða bréf  Léttir greiðslubyrði mikið  Ísland „komið í greiðsluskjól“ Steinþór Pálsson Bjarni Benediktsson Umboðsmaður Alþingis telur veru- lega annmarka hafa verið á meðferð embættis ríkissaksóknara er það ákvað að sækja ekki lækni á Austur- landi til saka fyrir að hafa notað upp- lýsingar úr sjúkraskrám sjúklings í málarekstri fyrir siðanefnd Lækna- félags Íslands. Málavextir eru þeir að Páll Sverr- isson kærði meðferð, vinnslu og op- inbera birtingu á viðkvæmum per- sónuupplýsingum úr sjúkraskrá hans. Kæran beinist að lækninum sem notaði upplýsingarnar um Pál í eigin málarekstri hjá siðanefnd Læknafélagsins en Páll var ekki aðili að því máli. Sjúkraskrárupplýsing- unum hafði verið miðlað til nefndar- innar af hálfu læknisins sem þáttur í málsvörn hans fyrir nefndinni. Upp- lýsingarnar úr sjúkraskránni birtust svo, nafnlaust, í umfjöllun Lækna- blaðsins um úrskurð siðanefndar- innar. Ríkissaksóknari ákvað að falla frá saksókn gegn lækninum á grundvelli heimildar í lögum um meðferð saka- mála um að hægt sé að láta mál niður falla þegar sakborningur hefur geng- ist undir eða honum verið ákveðin viðurlög og ef brot hefur valdið hon- um sjálfum óvenjulega miklum þján- ingum eða aðrar sérstakar ástæður mæla með því að fallið sé frá saksókn, að því gefnu að almannahagsmunir krefjist ekki málshöfðunar. Í áliti umboðsmanns Alþingis segir að ekki verði séð hvernig þetta ákvæði eigi við í málinu, öryggi sjúkraskráa varði almannahagsmuni og meint brot umrædds læknis hafi ekki haft neinar afleiðingar fyrir hann. Í álitinu segir að umboðsmaður fái ekki séð að skýringar ríkis- saksóknara á niðurfellingu saksókn- ar hafi verið fullnægjandi og tilkynn- ing ríkissaksóknara til Páls hafi ekki verið nægjanlega skýr um hver af- staðan væri til málsins. Umboðsmaður Alþingis kemst að þeirri niðurstöðu að tilteknar álykt- anir ríkissaksóknara er lutu að skoð- un læknis á sjúkraská Páls hafi ekki verið forsvaranlegar og að skýringar hans til umboðsmanns á niðurfellingu saksóknar hafi ekki verið fullnægj- andi. „Ég tel að þeir annmarkar sem voru á meðferð þessa máls af hálfu ríkissaksóknara hafi verið verulegir,“ segir í álitinu. Ríkissaksóknari mun ekki tjá sig um málið að sinni. ingveldur@mbl.is Ályktanirnar ekki forsvaranlegar  Verulegir annmarkar á meðferð ríkissaksóknara að mati umboðsmanns Morgunblaðið/Kristinn Sjúkraskrá Læknirinn sótti upplýs- ingar í sjúkraskrána til eigin nota. „Ég þarf ekki að fara með þetta mál fyrir dómstóla hér á landi, ég get farið með það beint í athugun til Mannréttindadómstóls Evrópu. Það gæti alveg eins orðið næsta skref,“ segir Páll Sverrisson spurður hvað sé næsta skref eftir að álit umboðsmanns Alþingis var ljóst. „Ég mun tvímælalaust fara aftur í mál út af þessu. Þá í mál gegn lækninum og hugsanlega gegn rík- isvaldinu þar sem það kemur skýrt fram í úrskurð- inum að það hafi brotið gegn mér,“ segir Páll. „Ríkissak- sóknari var að hlífa brota- manni og það er mjög alvarlegt brot. Þá þarf Persónuvernd að taka upp mál læknisins fari ég fram á það og auðvitað fer ég fram á það.“ Til Mannréttindadómstólsins HELDUR MÁLINU ÁFRAM Páll Sverrisson Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is PARKETFLÍSAR ekkert að pússa og lakka Fljótlega eftir að niðurstöður síðustu PISA-könnunar lágu fyrir í byrjun desember í fyrra var settur á stofn vinnuhópur í Reykjavík undir nafn- inu Aðgerðarhópur PISA. Hlutverk hans er að vinna að því að bæta ár- angur skólabarna í Reykjavík í PISA og öðrum alþjóðlegum könnunum. Það á að gera m.a. með því að kynna sér aðferðir þeirra þjóða sem hafa náð góðum árangri í PISA og styrkja kennsluhætti í þeim náms- greinum þar sem íslenskum nem- endum hefur gengið illa í alþjóð- legum samanburði. Þá á að skoða þarfir bráðgerra nemenda og nem- enda af erlendum uppruna og hóp- urinn hefur látið greina niðurstöður reykvískra skólabarna í PISA. Í hópnum eru borgarfulltrúar, full- trúar kennara og skólastjóra auk starfsfólks borgarinnar. Steinunn Ármannsdóttir, verkefnisstjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavík- urborgar, á sæti í hópnum. „Tilgang- urinn er að bæta námsárangur al- mennt, það vöknuðu mjög margar spurningar eftir niðurstöður síðustu PISA-könnunar,“ segir Steinunn. PISA-könnunin, sem gerð er með- al nemenda í 10. bekk, hefur víða ver- ið gagnrýnd á alþjóðavettvangi, síð- ast nýverið af hópi erlendra fræðimanna sem segja hana vera farna að ráða skipulagi og innihaldi náms. Steinunn segir þá þróun ekki hafa átt sér stað í Reykjavík og segir hópnum ekki ætlað að móta skóla- starf til að tryggja sem besta út- komu. „Við viljum auðvitað alltaf bæta skólastarf. Við lítum fyrst og fremst á PISA sem ákveðið viðmið um hvar við stöndum. Við erum að bera sam- an svo ólík þjóðfélög. Eitt af því já- kvæða sem PISA hefur í för með sér er að það er örvandi fyrir mennt- unina í landinu að takast á við útkom- una. Svo vekur könnunin virkilega áhuga út fyrir þetta venjulega skóla- samfélag og það hlýtur að vera af hinu góða.“ annalilja@mbl.is Reykvískir skólar stefna á betri árangur í PISA Morgunblaðið/ÞÖK Nám og kennsla Niðurstöður PISA vekja jafnan mikið umtal.  PISA-hópur að störfum í borginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.