Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 Medical doctors Work available for 1-2 full time GPs in community health care centre, Vanylven, Norway. For more information please meet us at European job days at Harpa, Saturday 10.05.14 or at Hotel Arnarhvoll Thursday 08.05.14, 19.00 o’clock. Ask for Arnhild Nordaune. You can also get in touch with us through the following links: Arnhild.nordaune@vanylven.kommune.no www.vanylven.kommune.no. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Fjölmargar umsagnir hafa borist at- vinnuveganefnd Alþingis um frum- varp til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld. Meðal annars frá ASÍ, LÍÚ, SA og SF, Byggðastofnun, Hafrannsóknastofnun, Sjómanna- sambandi Íslands, Viðskiptaráði Ís- lands og jafnvel frá Indriða H. Þor- lákssyni. Eins og búast mátti við, eru umsagnirnar mismunandi, eftir því hvers konar hagsmunir eru í húfi hjá mismunandi umsagnaraðilum. LÍÚ, SA og SF skiluðu sameigin- legri umsögn, þar sem drjúgum hluta umsagnarinnar er varið í að rökstyðja að veiðigjöld séu skatt- heimta. Þannig byrjar fyrsta grein umsagnarinnar á þessum orðum: „Í greinargerð með frumvarpinu er staðhæft að veiðigjöld séu ekki skattur „heldur afgjald fyrir afnot aflaheimilda“. Og síðar segir „Það er álit okkar að veiðigjöldin … séu skattar og það breytist ekki þótt frumvarpið sem hér er til umfjöll- unar verði að lögum.“ Í fjórðu grein umsagnarinnar segir m.a. að gjöld eins þau sem um ræði í frumvarpinu séu svo „stórfellt inngrip í afkomu viðkomandi fyrir- tækja að þau fela í reynd í sér eigna- upptöku…“ Annar tónn í ASÍ en LÍÚ Eins og við var að búast er allt annar tónn í umsögn ASÍ. Þar segir m.a.: „Alþýðusambandið er fylgjandi álagningu veiðigjalda og byggir sú afstaða á stefnu ASÍ í atvinnumálum þar sem áhersla er lögð á að fyrir leyfi til nýtingar á sameiginlegum náttúruauðlindum þjóðarinnar komi endurgjald.“ Þar kemur jafnframt fram að ASÍ telur breytingu á aðferðafræði við útreikning afkomustuðla vera skref í rétta átt en veikleiki aðferðarinnar sé óvissa um raunverulegt verð sjáv- arafurðanna. ASÍ er hins vegar ekki á því að færð hafi verið rök fyrir þeirri miklu lækkun veiðigjalda sem birtist í frumvarpinu, en að óbreyttu sé útlit fyrir að tekjur af veiðigjöld- um verði um 8 milljarðar króna, eða tæpum 1,8 milljörðum lægri en áætl- að hafi verið í fjárlögum. Niðurlagsorð umsagnar ASÍ eru þessi: „ASÍ leggur til að þetta frum- varp verði lagt til hliðar og í þess stað verði unnið frekar í málinu í góðu samráði við þá aðila sem sæti eiga í „sáttanefndinni“ svonefndu. Mikilvægt er að sú vinna hefjist þeg- ar þar sem stutt er í að næsta fisk- veiðiár hefjist.“ Nokkur samhljómur er með um- sögnum Indriða H. Þorlákssonar og ASÍ. Hann segir í upphafi umsagnar sinnar að upphaflegu lögin um veiði- gjöld hafi verið sett með það grund- vallarsjónarmið í huga að „fiskistofn- ar í fiskveiðilögsögu Íslands séu eign þjóðarinnar og hluti af náttúru- auðlindum þjóðarinnar“. Þjóðin njóti arðs af auðlindum Undir lok umsagnar Viðskipta- ráðs Íslands segir: „Viðskiptaráð tekur undir mikilvægi þess að þjóðin njóti arðs af auðlindum landsins. Skattlagning á útgerðarfyrirtæki má þó ekki valda fyrirtækjunum fjár- hagsvandræðum eða rýra heildar- verðmætasköpun fiskveiðistjórnun- arkerfisins. Að mati Viðskiptaráðs er mikilvægt að vinna að framtíðar- lausn á málinu í samráði við hags- munaaðila.“ Loks skal hér vitnað örlítið í um- sögn Hafrannsóknastofnunar (HAFRÓ). Þar segir m.a.: „Hafrann- sóknastofnun gerir ekki athuga- semdir við fram komnar tillögur um breytingar á lögum nr. 74/2012, en vekur nú sem fyrr athygli á því að samkvæmt 2. gr. laganna er gert ráð fyrir að veiðigjöld séu lögð á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og um- sjón með fiskveiðum og vinnslu. Eins og fram hefur komið í opin- berri umfjöllun er rekstrargrund- völlur Hafrannsóknastofnunar brostinn ef ekki verður breyting á fjárveitingum.“ Enn deilt um hvort veiðigjald er skattur  Fjölmargar umsagnir ólíkra hagsmunaaðila og stofnana, bárust um frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjöld Áætluð veiðigjöld 2013/14 Núgildandi lög Frumvarp Lækkun Prósentu- Kjördæmi Alls nettó gjöld Alls nettó gjöld gjalda lækkun Reykjavíkurkjördæmi 2.492.000 2.019.579 472.421 18,96% Suðvesturkjördæmi 232.000 193.791 38.209 16,47% Norðvesturkjördæmi 1.497.000 1.210.102 286.898 19,16% Norðausturkjördæmi 2.767.000 2.231.877 535.123 19,34% Suðurkjördæmi 2.942.000 2.346.651 595.349 20,24% 9.930.000 8.002.000 1.928.000 19,42% Morgunblaðið/Sigurður Bogi Veiðigjald Afstaða þeirra sem veita umsagnir um frumvarp til laga um veiðigjald ræðst í flestum tilfellum af hagsmunum umsagnaraðila. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sannkallaður frumkvöðladagur var í Borgarnesi í fyrradag. Þá voru opn- uð tvö heimili fyrir frumkvöðla, Hugheimar og Matarsmiðjan. Frumkvæðið er í báðum tilvikum komið frá einkafyrirtækjum en sam- starf hefur tekist við sveitarfélög og opinberar stofnanir. „Við erum frumkvöðlafyrirtæki sem sækir á ný mið. Við munum njóta þess að vera í frjóu umhverfi,“ segir Davíð Freyr Jónsson, einn af aðstandendum Whole Seafood í Borgarnesi um Matarsmiðjuna. Fyrirtækið er að hefja vinnslu sjávarfangs og leggur Matarsmiðj- unni til húsnæði. Matís, háskólarnir í Borgarfirði, sveitarfélögin og Ís- lenski sjávarklasinn standa að verk- efninu. Matís hefur komið slíkum smiðjum upp á nokkrum stöðum. Tilgangur Matarsmiðjunnar er að vera vettvangur fyrir frumkvöðla og smáfyrirtæki til vöruþróunar eða smáframleiðslu á allskyns mat- vælum eða tengdum afurðum. Horft er til þess að frumkvöðlar geti notað báða staðina. Þeir geti þróað viðskiptahugmynd í Hug- heimum og ef hún tengist matvælum eða tengdum greinum geti þeir þró- að vöruna í Matarsmiðjunni. Frumkvöðla- og nýsköpunarsetrið Hugheimar er samstarfsverkefni ellefu aðila á Vesturlandi og er unnið með Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar geta frumkvöðlar leigt sér ódýrt skrifstofupláss og sótt sér stuðning í umhverfið. Í húsinu, að Bjarnabraut 8, er fjöldi þekkingar- og þjónustu- fyrirtækja sem einmitt standa að stofnun setursins. „Markmiðið er einfalt, að reyna að skapa hvetjandi umhverfi fyrir fólk sem hefur góðar hugmyndir og hjálpa því við að stíga fyrstu skrefin í stofnun fyrirtækja,“ segir Har- aldur Örn Reynisson, löggiltur end- urskoðandi hjá KPMG. Frumkvöðlar fá styrki Hann segir mikilvægt að auka fjölbreytni atvinnulífsins. Best sé að byrja á grunninum með því að taka vel á móti frumkvöðlunum. „Hug- myndirnar eiga sér engin landa- mæri. Þær verða til á Vesturlandi, eins og annars staðar. Við þurfum að telja fólki trú um að tækifærin liggi alveg eins hér og styðja við það,“ segir Haraldur. Arion banki og KPMG munu í haust veita styrki til frumkvöðla í Hugheimum. Bankinn mun veita beina fjárstyrki og KPMG í formi ráðgjafar við bókhald og papp- írsvinnu. Taka frumkvöðl- um opnum örmum  Hugheimar og Matarsmiðjan opna dyr sínar fyrir hugmyndaríkt fólk Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Matarsmiðjan Allmargir gestir samfögnuðu stofnendum frumkvöðlasetr- anna tveggja í Borgarnesi. Setrin eru sitt á hvorum staðnum. „Við finnum okkur vel í Borg- arnesi. Staðurinn liggur vel við flutningum á fiski og hér er tölu- verð þekking á framleiðslu mat- væla. Mannauðurinn er verðmætur í þessari starfsemi,“ segir Davíð Freyr Jónsson, um starfsemi Whole Seafood sem nýlega hóf fiskvinnslu í Borgarnesi. Davíð byrjaði sjálfur þróun fyr- irtækisins í matarsmiðju hjá Matís í Reykjavík. Þegar fyrirtækinu óx fiskur um hrygg þurfti stærra hús- næði. Davíð og félagar hans keyptu húsnæði sem byggt var yfir kjötvinnslu og staðsett er á iðn- aðarsvæðinu ofan við Borgarnes. Hann segir að húsnæðið henti afar vel til starfseminnar. Whole Seafood hóf vinnslu á aukaafurðum bolfisks fyrir um mánuði. Davíð segir að léttsalt- aður marningur sé unninn úr af- skurði við flakavinnslu. Verið er að koma upp frystibúnaði til að taka þátt í makrílævintýrinu í sumar og síðan tekur við vinnsla á skelfiski og krabbategundum. Davíð segir að tækifærin séu mörg. „Við eigum mikið ógert í því að fullnýta þessa gjöfulu auðlind sem fiskimiðin eru,“ segir hann. Mörg tækifæri í fiskvinnslu WHOLE SEAFOOD VINNUR FISK Í BORGARNESI Hugmynd Þrír af eigendum, Pétur Ingvason, Gunnar Gunnarsson og Davíð Freyr Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.