Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 19.maí. GARÐAR OG GRILL Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumarhúsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum. SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um garða og grill föstudaginn 23. maí Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Líklega má sjá ákveðin áhrif frá kúbismanum í verkunum, og svo hef ég verið að hugsa um íkona, eins og hérna,“ segir Ragnar Þórisson myndlistarmaður og bendir á eitt verkið á sýningunni sem hann opnar í dag klukkan 17 í Tveimur hröfnum listhúsi, að Baldursgötu 12. Misstór málverk Ragnars eru öll af fólki, sýna misljós mannsform og á sumum þeirra horfir fólkið fram, Ragnar bendir á eitt slíkt. Hinir helgu menn sem klassískir íkonar sýna horfast í augu við heiminn en fí- gúrur Ragnars eru hinsvegar flótta- legri, það er óljóst hvort þær treysta sér til að takast á við lífið. Það er angist í þessum verkum, uppbrotin sjálf. Þetta er þriðja einkasýning Ragn- ars, sem útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2010. Hann sýndi áður í Gallerí Ágúst árið 2012 og í Kling & Bank í fyrra; báðar sýningar vöktu athygli gesta á þessum efnilega mál- ara. Hann hlaut í fyrra styrk úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur. Forvitni um mótun „Flest þessi verk eru máluð á þessu ári,“ segir Ragnar. „Ég ákvað á sínum tíma að velja mér þetta mót að vinna með, manneskjuna. Það er líklega einfaldasta hugmyndin en möguleikarnir eru líka margir. Hjá mér er þetta líka forvitni um mótunina á mannsforminu, ég hef til dæmis verið að skoða skúlptúra mik- ið að undanförnu. Þá kvikna ýmsar spurningar um form og mótun, til að mynda hvað andlit þurfi að vera skýrt til að vera andlit. Það er búið að gera þetta allt, það er búið að taka þennan mannslíkama í sundur og greina á alla vegu í list- inni, en það má auðveldlega halda leiknum áfram.“ Þegar haft er á orði að skynja megi ákveðna sálarangist persón- anna á strigunum, þá brosir Ragnar og kveðst vera hrifinn af slíku, ein- hverri sálarglímu. Litanotkun hans vekur athygli, litirnir eru dempaðir og bornir þunnt á, gagnsæið er mikið og skín víða í strigann. „Ég nota tusku til að rífa litina upp þegar ég hef borið þá á,“ út- skýrir hann. „Ég nánast skissa myndirnar fyrst á strigann, vinn svo í kringum það og móta formin. Stundum geng ég of langt og þá missi ég myndina frá mér. Þá verð ég að byrja upp á nýtt. Yfirleitt geri ég einhverskonar útlínur að andliti en reyni svo að taka það í einhverja óvænta átt, draga úr eða stroka yfir. Ef ég mála yfir verk og ætla að end- urtaka það, í sama anda, þá get ég það ekki. Það verður aldrei eins, verður stirðara og lífið fer úr því.“ En hvernig er lífi komið í mál- verk? „Það er erfitt að meta,“ segir hann lágvær og brosir. „Stundum er það heppni, maður hættir í miðri mynd og tekur síðan eftir því að þar er komið eitthvað nýtt og spennandi. Svo kemur líka fyrir að maður verði að bíða, kannski í allt að mánuð, eftir að sjá hvort þetta sé tilbúið. Það get- ur tekið tíma að venjast verkum.“ Ragnar segist hafa byrjað að mála mannsform strax í fornáminu í Myndlistaskólanum í Reykjavík. „Þar kynntist ég mörgu og hreifst af einhverjum horrormyndum sem urðu stór partur af myndlistarsög- unni, ég tengdi við það.“ Og í Listaháskólanum ákvað hann á öðru ári að einbeita sér að málverkinu, „og hætta að stússast í hljóði og slík- um miðlum,“ eins og hann segir. „Ég vildi einbeita mér að einu, því að mála. Ég fékk næði til þess.“ Ragnar segir að lokum að það geri sér gott að sýna reglulega. „Út úr sýningunni kemur eflaust eitthvað óvænt sem auðveldar mér að halda áfram. Nú getur nýr kafli hafist.“ Hinir fjölmörgu möguleikar mannsmyndarinnar  Ragnar Þórisson sýnir í Tveimur hröfnum listhúsi  Einbeitir sér að málverki Morgunblaðið/Einar Falur Glíma Málverkin sem Ragnar Þórsson málar sýna tætta einstaklinga. „Það er búið að taka þennan mannslíkama í sundur og greina á alla vegu í listinni, en það má auðveldlega halda leiknum áfram,“ segir hann. Vegna góðrar aðsóknar blæs Hug- leikur til aukasýningar á bannára- söngleiknum Stund milli stríða eftir Þórunni Guðmundsdóttur í leik- stjórn Jóns St. Kristjánssonar í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. Verkið er 30 ára afmælissýning félagsins og segir frá ástum og kreppuraunum nemenda og kenn- ara við húsmæðraskóla í Reykjavík á millistríðsárunum. Skömmtun, vínbann og spilling setur svip á mannlífið, og vofa þjóðernisofstæk- isins er ekki langt undan heldur. Engu að síður stýrir lífsgleðin hjörtum fólksins og allir bresta í söng þegar minnst varir. Jafnvel lögregluþjónar og nasistar. Sýningin var nýverið valin at- hyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins að mati Þjóðleikhússins. Aukasýning á Stund milli stríða Kreppa Úr Stund milli stríða. Á næstu tónleikum tónleika- raðarinnar „Á ljúfum nótum“ sem fram fara í Há- teigskirkju í dag kl. 12.00-12.30 mun Ingrid Örk Kjartansdóttir flytja djassballöður úr ýmsum átt- um. Ásamt henni leika Leifur Gunnarsson á kontrabassa og Vign- ir Þór Stefánsson á píanó. Ingrid lauk BA námi í tónlistar- fræði frá Kaupmannahafnarhá- skóla þar sem hún einnig lagði stund á djasssöng undir leiðsögn Britt Hein. Djasstónar í Háteigskirkju Ballöður Leifur og Ingrid leika í hádeginu. Yfirvöld hafa ákveðið að hefja rann- sókn á framkvæmdum við tónlistar- höll fílharmóníuhljómsveitarinnar í Hamborg. Höllin, sem verið er að reisa við ána Saxelfi, er orðin að pen- ingahít og á að kanna hvort refsivert athæfi hafi átt sér stað við byggingu hennar. Talsmaður saksóknaraembætt- isins í Hamborg staðfesti á miðviku- dag að í lok apríl hefði verið hafin rannsókn á málinu. „Við ætlum að rannsaka hvort í skýrslu rannsókn- arnefndar þingsins sé að finna vís- bendingar um refsivert athæfi, sem enn er hægt að fylgja eftir, það er sem ekki er fyrnt,“ sagði talsmað- urinn, Nana Frombach. Skýrslan er 724 síður. Þar er því lýst hvernig kostnaðurinn fór úr böndum og framkvæmdir drógust við þetta metnaðarfulla verkefni, sem átti að verða rós í hnappagat hafnar- borgarinnar. Samkvæmt skýrslunni fór margt úrskeiðis. Áætlanagerð var ófull- nægjandi, skortur var á eftirliti póli- tískt kjörinna ráðamanna og á vinnu- stað ríkti glundroði. Upphaflega átti fílharmónían að kosta 77 milljónir evra (rúmlega 12 milljarða króna) úr vösum skattborgara, en hann tífald- aðist og er kominn í 789 milljónir evra (123 milljarða króna). Fyrst átti að opna húsið 2010, en því var frestað til 2017. Í skýrslunni eru nafngreindir stjórnmála- og embættismenn sagðir hafa brugðist, þar á meðal fyrrver- andi borgarstjóri Hamborgar, Ole von Beust, verktakinn Hochtief og svissneska arkitektastofan Herzog & de Meuron. Stofa arkitektanna Jac- ques Herzog og Pierre de Meuron er ein sú virtasta í heimi og hefur hlotið fjölda viðurkenninga. Í skýrslunni segir að arkitektarnir hafi bent á að vegna ófullnægjandi áætlanagerðar sé hætta á að áætlanir um kostnað standist ekki. Stjórnandi verkefnisins á vegum borgarinnar hafi ákveðið að leiða þær viðvaranir hjá sér. Í fyrra lá við að framkvæmdir stöðvuðust við höllina, en eftir miklar pólitískar deilur gerði borgarstjórinn Olaf Scholz, sem er úr röðum jafn- aðarmanna, samkomulag við verk- takann um að klára með ákveðnum tryggingum. Aðrir flokkar í borgar- stjórn voru á móti, þar á meðal kristi- legir demókratar. Von Beust, sem hóf framkvæmdir 2006, er úr þeirra röð- um. Höllin er í hafnarhverfi Hamborg- ar. Hún er reist ofan á gömlu vöru- húsi og verður 110 metrar á hæð. AFP Peningahít Ókláraða fílharmóníuhöllina við Saxelfi ber við kvöldhimininn í Hamborg. Tafir og tíföldun kostnaðar hafa vakið reiði borgarbúa. Fílharmónían peningahít  Kostnaður við tónleikahöll í Ham- borg tífaldaðist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.