Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014
Skattskrár vegna álagningar 2013 og
virðisaukaskattsskrár vegna tekjuársins
2012 verða lagðar fram 9. maí 2014.
Skrárnar, sem sýna álagða skatta á gjaldendur í hverju sveitarfélagi,
eru lagðar fram á viðkomandi starfsstöðvum ríkisskattstjóra eða á
sérstaklega auglýstum stöðum dagana 9. maí til og með 22. maí 2014.
Framlagning skattskráa er samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 98. gr. laga
nr. 90/2003 og 46. gr. laga nr. 50/1988.
9. maí 2014
RÍKISSKATTSTJÓRI
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Settar eru fram hugmyndir um mikl-
ar breytingar í skipulagsmálum á
öllu höfuðborgarsvæðinu í tillögu að
nýju svæðisskipulagi höfuðborgar-
svæðisins til ársins 2040. Tillagan er
enn á vinnslustigi en hefur verið lögð
fram til kynningar.
Um er að ræða sameiginlega áætl-
un Samtaka sveitarfélaganna á höf-
uðborgarsvæðinu (SSH) um náið
samstarf um skipulagsmál og vöxt
svæðisins næstu áratugi. Mæta á
fólksfjölgun án þess að bílaumferð
aukist í sama hlutfalli og án þess að
óbyggt land verði brotið í sama mæli
og síðustu áratugi.
Lagt er til að unnið verði að nýju
hágæðakerfi almenningssamgangna,
svonefndri Borgarlínu, sem tengi
kjarna allra sveitarfélaganna saman
með samgöngu- og þróunarási.
„Með Borgarlínu verður til skil-
virkur valkostur í samgöngum sem
auðveldar fólki að ferðast um höfuð-
borgarsvæðið og nota aðra vistvæna
ferðamáta s.s. hjólreiðar,“ segir í til-
lögunni.
Hlutdeild göngu og hjólreiða
aukist í 30% af öllum ferðum
Þar eru sett fram markmið um að
hlutdeild almenningssamgangna í
öllum ferðum innan svæðisins árið
2040 verði a.m.k. 12%, hlutdeild
göngu og hjólreiða í öllum ferðum
innan svæðisins árið 2040 verði
a.m.k. 30% og meginstofnvegir eiga
svo að tryggja greiða og örugga um-
ferð fólks og vöruflutninga.
Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipu-
lagsstjóri SSH, segir að svæðisskipu-
lagsnefnd SSH hafi hugsað sér að
reyna að ljúka gerð tillögunnar til af-
greiðslu fyrir lok þessa mánaðar. Það
verði svo nýkjörinna sveitarstjórna
eftir kosningarnar 29. maí að taka af-
stöðu til tillögunnar. Allar ákvarðan-
ir þarf að staðfesta af hverri sveit-
arstjórn fyrir sig og segir hann að því
stefnt að svæðisskipulagstillagan
verði svo tilbúin um næstu áramót.
Hrafnkell segir drifkraftinn á bak
við þessa vinnu þann að mikil fólks-
fjölgun blasi við á höfuðborgarsvæð-
inu á næstu 25 árum. ,,Það er alveg
ljóst að ef fjölgunin í umferðinni
fylgir fjölgun íbúanna mun ástand
vegakerfis borgarinnar versna mik-
ið, jafnvel þó að gripið verði til að-
gerða á borð við mislæg gatnamót,
göng og brýr o.þ.h. Eini raunhæfi
möguleikinn til að viðhalda góðu
ástandi í umferðinni er að bjóða upp
á meira val,“ segir hann.
Sveitarfélögin sjá þarna mikil
tækifæri, m.a. að uppbygging geti
dreifst meira yfir svæðið samhliða
þessum breytingum. Þar með yrði
t.d. einfaldara að ráðast í hótelupp-
byggingu mun víðar en er í dag.
Bent er á í tillögunni að hágæða-
kerfi almenningssamgangna, annað-
hvort hraðvagnakerfi eða léttlestar-
kerfi eru til staðar eða í uppbyggingu
á fjölmörgum borgarsvæðum sem
eru með sambærilegan íbúafjölda og
í örum vexti.
,,Unnið verður að markvissri þró-
un og uppbyggingu Borgarlínu, há-
gæða almenningssamgöngukerfis
sem hefur mikla flutningsgetu, hátt
þjónustustig og ferðast í sérrými, þ.e.
kemst greitt milli staða óháð töfum í
bílaumferð. Áætlanir um uppbygg-
ingu húsnæðis og hágæðakerfis
verða samtvinnaðar til að hægt sé að
uppfylla ferðaþarfir sem flestra íbúa
og ferðamanna með kerfinu og
byggja um leið sterkari farþega-
grunn. Þannig myndar hágæðakerfið
kjarnann í samgöngu- og þróunarás
höfuðborgarsvæðisins. Hefðbundið
strætisvagnakerfi verður lagað að
hágæðakerfinu, hágæða biðstöðvar
skipulagðar með tilliti til aðgengis
hjólandi og gangandi og grundvöllur
þess að veita gott aðgengi einkabíla
að endastöðvum í hágæðakerfinu
verður kannaður,“ segir í tillögunni.
Í skýrslu Mannvits, þar sem lagt
er mat á mismunandi sviðsmyndir
samgangna til ársins 2040 kemur
fram að ef gert er ráð fyrir sömu
ferðavenjum og í dag og að áfram
verði 615 fólksbifreiðar á hverja
1.000 íbúa árið 2040, þýði það að um
43 þús. fólksbifreiðar muni bætast
við bílaflota svæðisins á tímabilinu.
Þá þyrfti að byggja upp að lágmarki
tvö og að hámarki þrjú stæði fyrir
hvern bíl sem bætist við bílaflotann.
Það jafngildir um 85-130 þúsund bíla-
stæðum á 25 árum og rýmisþörf
þeirra jafngildi um 300 fótboltavöll-
um.
Borgarlína tengi byggðakjarna
Tillaga að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040 verði tilbúin fyrir maílok Leggja til nýtt
hágæðakerfi almenningssamgangna Að óbreyttu þyrfti ný bílastæði á stærð við 300 fótboltavelli
Samgöngukerfi tengir saman kjarna á höfuðborgarsvæðinu
LANDSKJARNI
SVÆÐISKJARNI
BÆJARKJARNI
VAXTARMÖRK
VEGIR
BORGARBYGGÐ (2012)
STOFNLEIÐIR GÖNGU- OG
HJÓLREIÐA
BIÐSTÖÐVAR MEÐ HÁU AÐGENGI
(2014) FLEIRI EN 10 FERÐIR Á
KLUKKUSTUND
BIÐSTÖÐAR MEÐ MEÐAL-
AÐGENGI (2014) 4-10 FERÐIR Á
KLUKKUSTUND.
OPIN SVÆÐi
Heimild: Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 (tillaga á vinnslustigi)
Núverandi götumynd
Endurbætt götumynd
Núverandi ötumynd
Endurbæt ötumynd
Landskjarni
væðiskjarni
æjarkjarni
axtarmörk
egir
orgarbyggð (2012)
Stofnleiðir göngu og hjólreiða
iðstöðvar með háu aðgengi (2014)
- fleiri en 10 ferðir á klukkustund
iðstöðvar með meðalgengi (2014)
- 4-10 ferðir á klukkustund
pin svæði
Morgunblaðið/Ómar
Umferð Þó að ferðavenjur muni væntanlega breytast mikið til 2040 er því þó
spáð í tillögunni að meirihluti ferða á höfuðborgarsvæðinu verði á einkabíl.
Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi
forstjóri Fjármálaeftirlitsins, var
dæmdur í tólf mánaða skilorðsbund-
ið fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir að
miðla trúnaðargögnum um Guðlaug
Þór Þórðarson, þingmann Sjálf-
stæðisflokksins, til DV. Þá var Þór-
arinn Már Þorbjörnsson, fv. sérfr. í
reikningshaldi hjá Landsbankanum,
dæmdur til að greiða eina milljón í
sekt vegna sama máls.
Ríkissaksóknari gaf út ákæru á
hendur Gunnari og Þórarni sumarið
2012. Þeir voru ákærðir fyrir brot á
þagnarskyldu með því að brjóta
bankaleynd. Gunnar var talinn hafa
nýtt sér aðstöðu sína til að ná í upp-
lýsingar úr Landsbankanum um
fjármál Guðlaugs Þórs í gegnum
Þórarin Má. Þeim gögnum var kom-
ið til Ársæls Valfells, lektors við Há-
skóla Íslands, sem aftur kom þeim til
dagblaðsins DV sem birti frétt
byggða á gögnunum.
Gunnar var sakfelldur fyrir alvar-
legt trúnaðarbrot er hann gegndi
stöðu forstjóra Fjármálaeftirlitsins,
sem hafi það hlutverk að sjá til þess
að fjármálastarfsemi í landinu sé í
samræmi við lög og reglur.
Fullnustu refsingarinnar yfir
Gunnari er frestað og skal hún niður
falla að liðnum tveimur árum frá
uppkvaðningu dómsins.
Hæstiréttur þyngdi dóms Héraðs-
dóms Reykjavíkur yfir Gunnari en
þar var hann dæmdur til að greiða
2.000.000 kr. sekt til ríkissjóðs innan
fjögurra vikna frá birtingu dómsins,
en sitja ella í fangelsi í 44 daga.
Fyrrv. forstjóri FME
dæmdur í fangelsi
Sakfelldur fyrir trúnaðarbrot í starfi