Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 33
sem heitir Hornið og síðan hefur þetta verið minn uppáhaldsveit- ingastaður, ég held að þetta hafi verið í fyrsta skiptið sem ég smakkaði pitsu. Við Didda eignuðumst stúlku fyrir nokkrum árum og morgun- inn áður en skírnin átti að vera og við búin að ákveða nafnið þá hringdi amma og sagði að sig hefði dreymt systur mömmu og hvort við vildum ekki skíra stúlkuna Ingibjörgu Elínu, hún myndi örugglega bera þau nöfn vel, sem hún hefur gert með sóma. Fyrir nokkrum árum uppgötv- aðist hjartagalli í föður mínum, eitthvað vorum við amma að ræða þetta, þá sagði amma hugsi, ég hefði nú ekki boðið í það ef hann Jón minn hefði nú gengið á öllum hér í den, nóg var nú samt, og ég skildi vel hvað amma átti við. Ég hugsa með mikilli væntum- þykju um okkar einlægu samtöl og hennar frásagnir frá gamla tímanum, sem ekki var alltaf dans á rósum. Það hefur haft mjög þroskandi áhrif á mig að hlusta á þær frásagnir. Nú erum við 2 eftir af föður- fólkinu mínu hér á Ísafirði, ég og Magga frænka. Amma sagði að það væru 2 þrjóskukindur eftir, en bætti því svo við að það væri gott að vera pínu þrjóskur. Það fer vel á því að amma skuli jörðuð 9. maí sem er fæðingardag- ur afa Gunnars. Takk fyrir, frænkur og frændi, að hugsa vel um ömmu mína á síð- ustu metrunum. Ég og við fyrir vestan munum sakna hennar óendanlega mikið. Minningin um okkar yndislegu ömmu Lóu mun áfram lifa í hjörtum okkar. Kveðja, Magnús Hrafn. Amma Lóa var rík kona, með einstaka hjartahlýju. Ævi hennar fyllti rúm 97 ár og 86 afkomendur, hingað til. Fallega heimilið hennar við Hörpugötuna í Skerjafirði var minn uppáhalds staður í heimin- um. Þar var festan í minni æsku. Aldrei lokaðar dyr, aðeins hlýja, fegurð, vinsemd, traust og gleði. Alveg eins og Amma Lóa var sjálf. Ég hef sennilega fengið að njóta nokkur hundruð „pabba- helga“ hjá ömmu í gegnum árin. Fyrir það get ég aldrei þakkað nóg. Af Hörpugötunni á ég flestar af mínum bestu minningum úr æsku. Amma kenndi mér svo ótrúlega margt, hún lagði mikla áherslu á að við færum með bænir fyrir svefninn og heilsuðum uppá mömmu á himninum, hún spilaði við mig klukkutímunum saman, las fyrir mig bækur, sagði mér sögur af sinni ævi og af sínum börnum og gerði í raun allt sem úrvals ömmur gera með barna- börnunum sínum. Amma var auðvitað alltaf dug- leg við að baka og elda, það var varla búið að taka af eldhúsborð- inu þegar næstu kræsingar voru komnar á það. Margoft sagði Amma: „Elli minn, náðu nú í Kidda og Halldór og segðu þeim að koma inn að borða“ hörkukarl- ar, frændur mínir, sem eyddu drjúgum tíma á smíðaverkstæð- inu og við bílasmíðar í bílskúrnum. Auðvitað sá Amma um að þeir væru vel nærðir, eins og allir aðrir sem kíktu við á Hörpugötunni, og þar var nú oftar en ekki margt um manninn, enda leið öllum vel í ná- vist Ömmu Lóu. Á sumrin man ég nú ekki til þess að ég hafi mikið verið inni hjá Ömmu. Enda hvergi skemmti- legra að vera, á fallegum sumar- degi, en á fótboltavelli. Krissatún var yfirleitt leikvöllurinn og þar gat maður gleymt sér í leik langt fram á kvöld. Leiknum lauk svo alltaf þegar Amma Lóa kom labb- andi fyrir hornið og kallaði: „Það er komið kvöldkaffi“ og klukkan var yfirleitt langt gengin í mið- nætti. Það var ekki stressinu fyrir að fara hjá Ömmu. Jólin eru hátíð barnanna. En jólin voru líka alltaf hátíð Ömmu Lóu. Á Jóladag var alltaf veisla hjá Ömmu og þá leið henni best, með stærstan part af ættinni í heimsókn, allir á sama stað, heim- ilinu hennar, og allir glaðir. Þær stundir eru ómetanlegar. Nú er þinn tími búinn hér hjá okkur og hinir englarnir fá nú að njóta hlýjunnar þinnar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Góða nótt Amma mín og Guð geymi þig. Elías Ingi Árnason. Lóa frænka var ljúf, hláturmild og gestrisin við ættingja og vini sem sóttu hana heim. Ég var ein af þeim sem nutu gestrisni hennar og hlýju á fallegu heimili þeirra Lóu og Gunnars. Þessi dugnaðar- forkur og móðir 7 vel gerðra barna lifði til 97 ára aldurs. Ég held að hið góða geð, jákvætt hug- arfar og gönguferðir hennar frá Hörpugötunni í verslanir á holtinu eða niður í miðbæ hafi meðal ann- ars gert hana langlífari ásamt iðjusemi hennar við dagleg verk á stóru heimili. Lóa frænka var sterkur per- sónuleiki, trygg og traust, og víl- aði ekki hlutina fyrir sér, tók öllu því sem að höndum bar af miklu æðruleysi. Ég minnist margra góðra stunda á hennar notalega heimili. Þar átti ég oft athvarf þegar ég kom ung í borgina norð- an af landi. Samvera við börnin hennar og sérstaklega Möggu sem var á mínum aldri var ekki síður ánægjuleg og oft var mikið fjör í kringum ungviðið á Hörpu- götunni. Ég hafði í uppvextinum heyrt móður mína alloft tala um tvær frænkur mínar með mikilli hlýju, það voru Lóa og Óla P. Þær voru ekki bara frænkur heldur einnig nánar vinkonur hennar. Þannig varð aðgengi mitt að heim- ili Lóu frænku sveipað hlýju strax frá upphafi og þar af leiðandi þótti mér það næstum sjálfsagt að ganga þar út og inn þegar hugur minn stóð til þess. Alltaf var vel tekið á móti mér af þeim hjónum og börnum þeirra. Þegar ég full- orðnaðist þá hugsaði ég oft til þess hvað ég tók það sem sjálfsagðan hlut að eiga og eigna mér þar skjól. Ég er þakklát Lóu frænku fyrir elskusemina sem ég naut í hennar návist. Blessuð sé minning merki- legrar konu, sem lét lítið fyrir sér fara en hafði til að bera góðvild og mikla hjartahlýju. Við hjónin vottum börnum hennar og hinum stóra hópi af- komenda innilega samúð. Sólveig Helga Jónasdóttir. Enn einn virtur skáti er nú far- inn heim. Lóu kynntumst við kona mín fyrst í skátunum. Nánar til- tekið hjá St. Georgsgildinu í Reykjavík. Lóa hafði lengi verið skáti, hún var ljúf og glöð alla tíð og tók virkan þátt í skátastarfinu meðan henni vannst heilsa til. Síð- ari árin tók ég þá ljúfu kvöð að mér að aka henni á fundi í gildinu; heimili hennar og okkar hjóna voru nálæg og því auðvelt að sækja Lóu og skila aftur heim að fundi loknum. Það í fari Lóu, sem við minn- umst helst er hógværð hennar, glaðlyndi og ljúfleiki. Hún tók rík- an þátt í ferðum Lands- og Reykjavíkurgildisins uns heilsan sveik. Við söknuðum Lóu sárt þegar hún hætti að treysta sér á fundi. Fráhvarf hennar skildi eftir stóra eyðu í félagahópnum. Lóa var sannur skáti að eðli og upp- lagi; „var ávallt viðbúin“. Lóa var okkur hjónum kær og eftirminnilegur vinur sem skilur eftir hugljúfar minningar í hjört- um okkar. Við færum aðstandend- um hennar öllum einlægar sam- úðarkveðjur. Megi góður Guð létta ferð hennar um græna grundu eilífðarinnar. Inger og Einar Tjörvi. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 ✝ Guðrún Hall-dóra Sigvalda- dóttir fæddist á Kúfustöðum í Svart- árdal 3. júlí 1927. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund 30. apríl 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigvaldi Halldórsson, bóndi á Kúfustöðum, f. 30.9. 1897, d. 16.5. 1979 og Steinunn Elísabet Björns- dóttir, húsfreyja á Kúfustöðum og Stafni, f. 4.1. 1899, d. 7.2. 1994. Systkini hennar voru Sigurður Fanndal Sigvaldason, f. 1923, d. 1981, Þórir Hólm Sigvaldason, f. 1925, d. 1992, Birna María Sig- valdadóttir, f. 1935, d. 2013, Erna Sólveig Sigvaldadóttir, f. 1938, d. 1985, og Jón Björgvin Sigvalda- mæðraskólann á Blönduósi og var í vist á Akureyri. Guðrún hafði yndi af öllum saumaskap og hannyrðum og starfaði við slíkt alla tíð. Hún flutti suður og kynntist þar Hauki Björgvinssyni járnsmíðameistara. Þau bjuggu lengst af í Engihjalla í Kópavogi en höfðu nýverið flutt í íbúðir fyrir aldraða á vegum Sunnuhlíð- ar. Guðrún starfaði við sauma- skap og vann meðal annars hjá P og Ó, Föt hf. og Últíma. Guðrún Halldóra var kona sem ekki vildi sitja auðum höndum og því saumaði hún einnig mikið heima fyrir og nutu ættingjar hennar góðs af. Þegar annríki í sauma- skap minnkaði þá passaði hún barnabörnin en hún tók virkan þátt í uppeldi þeirra. Útför Guðrúnar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 9. maí 2014, kl. 13. son, f. 1942. Uppeld- issystir er Elsa Heið- dal, f. 1928. Guðrún giftist Hauki Björgvinssyni, f. 9.4. 1935, þann 21.7. 1966. Guðrún og Haukur eignuðust saman tvo syni, 1) Sigvalda Steinar Hauksson, f. 1965, kvæntur Guðleifu Jónsdóttur, f. 1965, börn Sigvalda og Guðleifar eru Sólrún, f. 1990, Þór- ir, f. 1993 og Sindri, f. 2000, og 2) Björgvin Þorgeir Hauksson, f. 1966, kvæntur Birnu Guðbjörgu Björnsdóttur, f. 1965, börn Björg- vins og Birnu eru Guðni Þór, f. 1987 og Arnar Þór, f. 1994. Guðrún Halldóra ólst upp í Svartárdal í Austur-Húnavatns- sýslu, hún stundaði nám við hús- Elsku amma mín var alveg frá- bær kona, hún passaði mig alltaf sem barn svo ég þurfti ekki að fara til dagmömmu. Þar mynd- uðum við sterk tengsl á milli okk- ar og vináttu sem haldið hefur til dagsins í dag. Amma hafði mikla þolinmæði fyrir mér sem krakka og unglingi. Engin takmörk voru fyrir því hvað ég mátti vesenast í skápum, skúffum, fötum og alls- konar dóti sem hún átti, ég hafði líka mjög gaman af því að fikta í hárinu á ömmu og oft á tíðum skörtuðu bæði hún og afi misgóð- um hárgreiðslum í boði mínu. Ég hef alla tíð verið mikið í allskonar félagsstörfum og oftar en ekki leituðum við ég og vin- konur mínar til ömmu ef okkur vantaði aðstoð. Ég hef ekki töl- una á því hversu marga búninga við amma saumuðum fyrir hinar ýmsu söngkeppnir og atriði. Amma veitti ekki einungis aðstoð við saumaskapinn heldur hafði hún mikinn áhuga á því að tala um hvað væri í tísku hverju sinni og vorum við oft hissa á því hversu mikið hún vissi um nýj- ustu tísku. Ég man einnig eftir því þegar ég var í grunnskóla og var að tala við ömmu um fé- lagsmiðstöðina í skólanum sem hét Jemen, þá kom amma heldur betur á óvart og þuldi upp hvað allar félagsmiðstöðvarnar í Kópa- voginum hétu. Hún amma vissi sko margt og við gátum spjallað mikið saman um allskonar hluti. Eins og ég sagði áður þá var ég alltaf mikið að vesenast í dótinu hennar ömmu og man ég sérstak- lega vel eftir því þegar ég klæddi mig í kjólinn sem hún gifti sig í og líka í þjóðbúninginn sem hún átti. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar, minningarnar munu fylgja mér ævilangt. Þín ömmustelpa, Sólrún Sigvaldadóttir. Guðrún Halldóra Sigvaldadóttir Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Minningarorð og kveðjur samferðamanna eru dýrmætur virðingarvottur sem eftirlifandi ástvinum gefst nú kostur á að búa veglega umgjörð til varðveislu um ókomin ár. Minningar um látinn ástvin í fallegri bók

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.