Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 18
SKOÐANAKANNANIR REYKJAVÍK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 VANDAÐIR ÞÝSKIR PÓSTKASSAR FRÁ 20 GERÐIR TIL Á LAG ER VERÐ FRÁ 8.690,- BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Samfylkingin eykur fylgi sitt í 30,3% og meirihlutinn í borgarstjórn held- ur velli samkvæmt nýrri skoðana- könnun sem Félgsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið. Fylgi Sjálfstæðis- flokksins hefur aukist frá síðustu könnun sem birt var í mars. Fram- sókn er úti í kuldanum og nær ekki inn manni. Samfylkingin stærst Samfylkingin fær samkvæmt könnuninni fimm borgarfulltrúa kjörna. Fylgi hennar hefur aukist úr 19,1% árið 2010 í 30,3% nú. Er Sam- fylkingin samkvæmt þessu stærsti flokkurinn í Reykjavík. Í síðustu könnun var fylgi hennar 28%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 27,2% sem gefur fimm borgarfull- trúa. Þetta er aukning frá síðustu könnun í mars þegar fylgið var 24,4%, en minna en í kosningunum 2010 þegar flokkurinn fékk 33,6% at- kvæða. Sjálfstæðisflokkurinn er nú næststærsta stjórnmálaaflið í borg- inni. Píratar ná inn manni Björt framtíð, arftaki Besta flokksins, er í þriðja sæti. Fylgið mælist nú 19,7% sem gefur þrjá borgarfulltrúa. Þetta er minna fylgi en í mars þegar flokkurinn mældist með stuðning 24,8% kjósenda. Þá er þetta jafnframt mun minna fylgi en í kosningunum 2010 þegar Besti flokkurinn fékk 34,7% atkvæða og sex borgarfulltrúa. Píratar mælast með 9,8% fylgi sem er lítilsháttar aukning frá síðustu könnun. Þeir fengju einn mann kjör- inn. Vinstri hreyfingin – grænt fram- boð nýtur stuðnings 5,9% kjósenda og fær einn borgarfulltrúa. Þetta er minna fylgi en í könnuninni í mars þegar VG mældist með 8,6% fylgi. Í kosningunum 2010 var VG með 7,1% atkvæða. Önnur framboð njóta minni stuðn- ings og fá ekki fulltrúa í borgar- stjórn. Framsóknarflokkurinn, sem skipti um oddvita daginn áður en könnun Félagsvísindastofnunar hófst, nýtur stuðnings 4,5% kjós- enda. Flokkurinn var með 2% fylgi í síðustu könnun og 2,7% árið 2010. Dögun er með 2,1% sem er aðeins minna en síðast. Alþýðufylkingin er með 0,1% fylgi en mældist ekki í síð- ustu könnun. 0,4% þátttakenda sem afstöðu tóku sögðust vilja kjósa eitt- hvert annað framboð en ofangreind. Óákveðnir eru um 14% Tölurnar hér eru miðaðar við þá þátttakendur í könnun Félagsvísinda- stofnunar sem afstöðu tóku. Af heild- inni sögðust 14,2% ekki hafa gert upp hug sinn, 3,7% sögðust myndu skila auðu eða ógildu atkvæði, 2,9 ætla ekki að kjósa og 1,6% neituðu að svara. Könnunin var gerð dagana 30. apríl til 6. maí. Spurt var: Ef borgarstjórn- arkosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Tvær leiðir voru notaðar til að ná til kjósenda. Annars vegar var hringt í 600 manna tilviljunarúrtak úr þjóðskrá á aldrinum 18 ára og eldri. Hins vegar var send netkönnun til 500 manna úrtaks úr netpanel Fé- lagsvísindastofnunar. Alls fengust 684 svör frá þátttakendum á aldr- inum 18 til 90 ára og var svarhlutfall 65%.Vigtaður svarendafjöldi var sömuleiðis 684. Þegar rýnt er í könnunina með til- liti til kynferðis kemur í ljós að mun- ur á afstöðu kynjanna er lítill nema hjá Samfylkingunni og Pírötum. Fleiri konur en karlar styðja Samfylk- inguna og fleiri karlar en konur Pí- rata. Mismunandi eftir menntun Meðal yngstu kjósendanna, aldurs- hópsins 18 til 35 ára, er mestur stuðn- ingur við Bjarta framtíð, 34%. Stuðn- ingur við Sjálfstæðisflokkinn er aftur á móti lítill, 14%. Meðal elstu kjósend- anna, 60 ára og eldri, eiga sjálfstæð- ismenn traust fylgi, 35%. Áberandi er meiri stuðningur við Bjarta framtíð og Samfylkinguna meðal fólks með háskólamenntun, 27% og 35%. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur stuðnings 20% háskólamennt- aðra. Samfylkingin með 30,3% fylgi  Ný könnun í Reykjavík  Meirihlutinn heldur velli  Björt framtíð tapar fylgi  Fylgi Sjálfstæð- isflokksins eykst á milli kannana  Píratar og VG með einn mann hvor  Framsókn úti í kuldanum Ann an flok k eð a lis ta ? Bjö rt f ram tíð *Fylgi Besta flokksins í kosningum 2010. Besti flokkurinn sameinaðist nýlega Bjartri framtíð. Fra ms ókn arfl . Vin stri -græ n Píra tar Sam fylk ing Sjá lfst æð isfl. Fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 29. apríl - 6. maí 2014 vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 Dög un Alþ ýðu fylk ing in Svör alls: 684 Svarhlutfall: 65% Nefndu einhvern flokk: 530 Veit ekki: 97 Skila auðu/ógildu: 26 Ætla ekki að kjósa: 20 Vilja ekki svara: 11 Fjöldi borgarfulltrúa: Væri gengið til kosninga nú Eftir síðustu kosningar Fylgi skv. könnun 18.-23. feb. Niðurstöður kosninga 2010 Fylgi skv. könnun 15.-23. jan. Fylgi skv. könnun 17.-23. mars Fylgi skv. könnun 29. apr.-6. maí 19 ,1 % 21 ,8 % 23 ,5 % 28 ,0 % 3 3, 6% 25 ,0 % 28 ,4 % 24 ,4 % 34 ,7 % * 29 ,3 % 21 ,0 % 24 ,8 % 10 ,5 % 11 ,7 % 9, 1% 7, 1% 8, 2% 9, 1% 8, 6% 0, 6% 2 ,8 % 2, 7% 2, 8% 2, 9% 2, 0% 2, 7% 1, 1% 3 ,4 % 0, 3% 30,3% 27,2% 19,7% 9,8% 5,9% 4,5% 2,1% 0,1% ,4% 5 5 3 1 13 5 6 1 „Miðað við viðbrögð borgabúa í þjónustukönnunum, viðbrögð þeirra við hverfaskipulaginu og það hvern- ig núverandi meirihluti hefur ekki virt íbúalýðræði, þá finnst mér alveg með ólíkindum að þessi meirihluti skuli halda velli,“ sagði Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins, þegar Morgunblaðið leit- aði álits hans á niðurstöðum skoð- anakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi fram- boðanna í Reykjavík. „Miðað við þau viðbrögð sem ég hef fengið frá kjósendum á ferðum mínum um borgina og það sem ég hef heyrt myndi ég halda að Reyk- víkingar teldu almennt að nú væri nóg komið. Og lykillinn að breyt- ingum er að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn,“ sagði Halldór. Vilja frið og stöðugleika „Ég er mjög þakklátur fyrir þenn- an stuðning og mun gera mitt besta til að standa undir honum. Ég held að þetta sé til marks um að borg- arbúar vilji frið og ákveðinn stöð- ugleika við stjórn borgarinnar. Sam- fylkingin teflir fram góðri blöndu af nýju og reynslumiklu fólki á sviði skóla-, velferðar- og skipulagsmála, sem skiptir miklu. Þetta er okkur líka hvatning til að fylgja eftir þeim lausnum og brýnu verkefnum sem við höfum kynnt á sviði húsnæðis- mála og áherslu á að koma til móts við barnafjölskyldur, meðal annars með hækkun frístundakortsins,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar Samstarf haldi áfram „Við myndum gjarnan vilja hafa meira fylgi en þetta, en í sjálfu sér erum við ánægð með allt sem við fáum,“ sagði S. Björn Blöndal, odd- viti Bjartar framtíðar. Hann kvaðst hafa trú á því að flokkurinn fengi meira fylgi í kosningunum en í þess- ari könnun. Björn sagðist áður hafa lýst þeirri skoðun að Samfylkingin og Björt framtíð ættu að halda áfram meiri- hlutasamstarfi í borgarstjórn ef meirihlutinn héldi. „En auðvitað Halldór: „Alveg með ólíkindum“  Sóley: „Þetta eru alvarlegar fréttir“  Dagur: Kjósendur vilja stöðugleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.