Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 2
Í fókus
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014
Ég held að fólk ætti að einbeita sér að öðru í
samfélaginu en að hætta með nammibari. Sjálf-
ur versla ég sjaldnar en mig langar til en auð-
vitað hefur maður gripið einn og einn mola.
Sindri Þór Jónsson, 21 árs.
Af hverju ætti að loka þeim? Ég fer reglulega
á laugardögum og nýti mér afsláttinn. Ég við-
urkenni það.
Hákon Freyr Gíslason 20 ára.
Það er gott ef nammibarir fara úr verslunum.
Sjálf nýti ég mér mjög sjaldan þessa bari.
Berglind Sigurgeirsdóttir, 34 ára.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Ég er beggja blands. Ég á eftir að sakna laug-
ardagsnammisins ef þetta mun hverfa alveg.
En á sama tíma er þetta mjög gott mál. Sjálf
gríp ég mér stundum á laugardögum.
Auður Sif Sigurgeirsdóttir, 31 árs.
Morgunblaðið/Þórður
SPURNING DAGSINS HVAÐ FINNST ÞÉR EF NAMMIBARIR VERÐA FJARLÆGÐIR ÚR VERSLUNUM?
Nemendur í vöruhönnun
við Listaháskóla íslands sýna
áhugaverð útskrift-
arverkefni í Hafnarhús-
inu þar sem leitað er eftir
nýjum leiðum í efnissköpun.
26
Í BLAÐINU
Euro&ision
Lönd sem Ísland
hefur gefið flest stig
Danmörk 221
Svíþjóð 168
Noregur 163
Lönd sem hafa
gefið Íslandi flest stig
Svíþjóð 155
Noregur 149
Danmörk 144
Heimild: www.escstats.com.
Er lífið of stutt fyrir skammsýni?
Já, skammsýni er eitthvað sem ber að forðast. Hún
ber vott um fyrirhyggjuleysi sem oft skrifast á aga-
leysi og heimsku. Lífið er allt of stutt fyrir þess háttar
vitleysu.
Af hverju völduð þið að syngja
lagið á ensku?
Lagið okkar hefur sterk skilaboð sem við
viljum að komist til sem flestra.
Í því samhengi er mjög skynsamlegt að hafa lagið á
ensku.
Hvaða lönd komast áfram með ykkur?
Þetta eru mjög fjölbreytt lög og hreinn ógjörningur að
spá um það. Við fögnum fjölbreytileikanum.
Ætlið þið að hringja á 113 vælubílinn ef
þið komist ekki áfram?
Nei, ætli við hringjum ekki bara á einn „góðan“ bíl.
Hvernig er fyrir ykkur rokkarana að vera
mættir í sjálfa Eurovision-keppnina?
Það er hreint út sagt uuunaðslegt. Eurovision er eitt-
hvað sem við Pollar höfum horft á frá því við vorum
pollar og skemmt okkur konunglega yfir. Að vera svo
komnir á þetta stóra svið núna er alveg magnað og
eiginlega hálfóraunverulegt. Við erum mjög spenntir
en pollrólegir!
Hvað er best við að vera leikskóla-
kennari?
Börn eru heiðarlegustu mannverur sem til eru og því
algjör forréttindi að vinna með þeim.
Morgunblaðið/Golli
HEIÐAR ÖRN KRISTJÁNSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Spenntir en
pollrólegir
Forsíðumyndina tók
Eggert Jóhannesson.
Katrín Jónsdóttir kennari er með harðari aðdáendum
Eurovision-söngvakeppninnar. Hún tekur dag-
inn, þegar keppnin er haldin,
snemma ásamt fjölmennum
hópi, og stendur fyrir þéttri
dagskrá þangað til úrslit liggja
fyrir. 17
Augnsjúkdómar eru algengur fylgifiskur elliáranna.
Vísindamenn beina nú í auknum mæli sjónum að því
hvernig fólk getur leitast við að tryggja heilbrigði sjón-
tauganna lengur, með viðeigandi mataræði. 22
Er hægt að hugsa sér
bragðbetri og hollari
morgunmat en gamla
góða hafragrautinn?
Ekki segir Gunnlaugur A.
Júlíusson langhlaupari
sem fengið hefur ómælda
orku úr hafragraut. 34
Hinn glaðlyndi Hafnfirðingur Heiðar Örn Krist-
jánsson, leikskólakennari og söngvari og gítarleik-
ari, tekur þátt í forkeppni Eurovision ásamt
hljómsveitinni Pollapönk. Stígur bandið á svið í
Kaupmannahöfn á þriðjudagskvöld með laginu
No prejudice.
Mikil eftirvænting er í lofti hér á landi fyrir for-
keppninni enda er Eurovision fastur vorboði hjá
Íslendingum sem gera sér iðulega miklar vonir
um árangur. Þótt vonirnar bregðist eitt árið þá
kemur nýtt ár með nýjum vonum.