Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 25
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skýrir heilbrigði svona: Ástand sem felur í sér líkamlega, andlega og félagslega vellíðan, en ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma eða heilsubrest. Hvað er heilbrigði? 4.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Mývetningurinn Baldur Sigurðsson leggur nú lokahönd á BS-ritgerð sína við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Baldur spilar einnig knattspyrnu með KR en þeim er spáð góðu gengi í sumar. KR varð meistari meistaranna á dögunum og Baldur lyfti bikarnum í leikslok. Gælunafn Smalinn. Hversu oft æfir þú á viku? 5-7 sinnum í viku. Henta fótboltaæfingar fyrir alla? Já, ekki spurning. Hver er lykillinn að góðum árangri? Það er hægt að skrifa svo margt en ég held að hugarfarið sé aðallykillinn sem getur opnað allar dyr ef það er í lagi. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Það eru tvö lykilatriði: 1. Finna sér athæfi sem það hefur gaman af. 2. Hafa æfinga- félaga. Líður þér illa ef þú færð ekki reglulega út- rás fyrir hreyfiþörfina? Já, tvímælalaust. Hvernig væri líf án æfinga? Það fer að koma að því að maður fer að pæla í þessu. Ferillinn endist því miður ekki að eilífu. Það verður tvímælalaust mjög skrítið en gefur manni tækifæri á að sinna öðrum áhuga- málum. Hvað er það lengsta sem hefur liðið á milli æfinga hjá þér? Það hefur farið alveg upp í mánuð. Síðustu þrjú ár hef ég ákveðið að taka mér alveg frí þegar það er frí hjá KR. Ég hef verið ánægður með það enda er tilhlökkunin til þess að byrja að hreyfa sig orðin býsna mikil í lok frísins. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Í jólafríum reyni ég að komast í innanhúss- fótbolta með æskuvin- unum í Mý- vatnssveit. Svo hleyp ég og lyfti þar á milli. Ertu almennt meðvitaður um mataræðið? Já mjög meðvitaður en gæti notað þá meðvitund betur. Mataræðið kemur í tímabilum hjá mér. Einn mánuðinn borða ég alltof óhollt en svo þann næsta borða ég mjög hollt. Það mætti vera meira jafnvægi í þessu hjá mér. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Fyrir utan almennt mataræði tek ég aukalega prótein, omega-3, magnesíum og glútamín. Hvaða óhollustu ertu veikur fyrir? Það myndi vera pítsan og ískalt gos með. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mat- aræðið? Setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim svo, sama hvað gerist. Um leið og maður „svindl- ar“ einu sinni mun það gerast aftur og svo aftur. Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyrir þig? Hingað til hefur mín hreyfing og líkamsrækt snúist um það að vera í nógu góðu formi til að komast í liðið sem ég er í hverju sinni. Maður hefur svo mikið aðhald þegar maður er í hóp- íþrótt. Þegar þeim kafla verður lokið mun hreyf- ingin snúast um að líða vel og vera góð fyrirmynd fyrir börnin mín. Hver eru heimskulegustu meiðslin sem þú hef- ur orðið fyrir? Nárameiðsli. Afar heimskuleg og leiðinleg meiðsli. Hver er erfiðasti mótherjinn á ferlinum? Alexander Frei var leiðinlega góður og reyndar líka leiðinlegur sjálfur. Hver er besti samherjinn? Af þeim sem ég spila með í dag myndi það vera Jónas Guðni. Hver er fyrirmynd þín? Paul Scholes og Eiður Smári. Hver er besti íþróttamaður allra tíma? Maradona hingað til. En það verður fróðlegt að sjá hvað Messi og Ro- naldo verða búnir að gera þegar þeir hætta í fótbolta. Skemmtileg saga/ uppákoma frá ferl- inum? Að spila með Bóa í Keflavík … Þarf ekk- ert að segja meira. Skilaboð að lokum? Hlakka til að sjá alla á knattspyrnuvöllum landsins í sumar. Nú er veislan að byrja! KEMPA VIKUNNAR BALDUR SIGURÐSSON Hugarfarið er lykillinn sem getur opnað allar dyr Morgunblaðið/Eggert *Ef við fáum hæfilega hreyfingu verðumvið heilbrigðari, þroskumst betur ogeldumst hægar. Hippocrates Samtökin Heilsufrelsi Íslands standa fyrir spennandi ráðstefnu á Hótel Hil- ton Nordica um helgina, sunnudag kl. 13-17, og ættu fróðleiksþyrstir heilsuunnendur að finna þar eitthvað fyrir sinn snúð. Heilsufrelsi er regn- hlífarsamtök fagráða um verndun heilsu Íslendinga og standa þau vörð um grundvallarréttindi varðandi heilsuhagsmuni bæði dýra og manna en sam- tökin eru jafnframt alþjóðleg og aðili að samtökunum Heilsufrelsi um heim allan. Á ráðstefnunni mun fjöldinn allur af sérfræðingum á sínu sviði flytja er- indi. Má þar nefna Kolbrúnu Björnsdóttur grasalækni sem mun fjalla um heilsueflandi mataræði, Kristínu Völu Ragnarsdóttur, prófessor við Jarð- vísindadeild Háskóla Íslands, sem ræðir erfðabreytta fæðu og heilsufar, og Auður Ottesen garðyrkjufræðingur mun stikla á stóru í ræktun matjurta í heimilisgarðinum. Ekki má þá gleyma erindi Birnu Ásbjörnsdóttur um áhrif glútens á and- lega og líkamlega heilsu og Gunnar Rafn Jónsson skurðlæknir fjallar um heilsuvernd og náttúruvernd. Miðasala fer fram á midi.is en samtökin má kynna sér nánar á heimasíðu þeirra; heilsufrelsi.is. HEILSURÁÐSTEFNA Á HÓTEL HILTON NORDICA Erfðabreytt matvæli eru meðal umfjöllunarefna á ráðstefnunni en Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor flytur erindi um málefnið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðstefna um ýmis heilsu- tengd efni um helgina Því hefur verið fleygt að lífið byrji ekki fyrr en fólk hefur náð 40 ára aldri en könnun meðal 2.000 Breta gefur til kynna að sá aldur sé nær lagi að vera 45 ár. Könnun var framkvæmd af einni virtustu stefnumótaþjónustu Breta og niðurstöður leiddu í ljós að þátttakendur sem voru í kringum 45 ára aldur voru hamingjusamari en þeir sem yngri voru. Þeir þættir sem stóðu upp úr voru að fólk var í það heila ánægð- ara, taldi sig eiga í betri samskiptum við sína nánustu. Þannig töldu 83% þátttakenda yfir 45 ára sig eiga gott samband við fjölskyldu sína en að- eins 73 prósent þeirra sem yngri voru. Þá má geta þess að fólk sem hafði náð þessum aldri var mun meðvitaðra um umhverfi sitt og það sem var að gerast í nær- og fjærumhverfi. FÓLK YFIR 45 ÁRA HAMINGJUSAMARA EN ÞEIR YNGRI Jennifer Aniston er nýorðin 45 ára. AFP Lífið byrjar eftir 45 ára aldurinn Flott f lóra - leiðin til að tóra? 12.00 Móttaka og skráning 13.00 Setning 13.05 Opnunaratriði 13.15 Bakteríur í görninni stjórna heilsu og líðan okkar Michael Clausen, barnalæknir og sérfr. í ofnæmissjúkdómum barna 14.00 Áhrif bakteríuflórunnar á þyngdarstjórnun Erla G. Sveinsdóttir, læknir Heilsuborg 14.25 Mín leið - reynslusaga af sáraristilbólgu Margrét Alice Birgisdóttir, heilsumarkþjálfi 14.45 Kaffihlé 15.15 Hvaða sögu segir flóran um mataræðið? Óla Kallý Magnúsdóttir, næringarfr. við LSH og doktorsnemi við HÍ 15.40 Þarmabakteríurnar og hugsanleg tengsl við ristilkrabbamein? Þarmaflutningur - hvað er það? Sigurjón Vilbergsson, sérfr. í lyflækningum og meltingarsjúkdómum 16.05 Heilbrigð þarmaflóra - er hún til? Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir 16.30 Spurningar 16.45 Ráðstefnuslit Verð kr. 4.900 Skráning á heillheimur@heillheimur.is eða í síma 697 4545 Nánari upplýsingar á www.heillheimur.is Heill heimur stendur fyrir ráðstefnu um bakteríuflóruna í meltingarveginum Miðvikudaginn 14. maí, kl. 13-17 í Salnum, Kópavogi l tt f l l i i til tóra?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.