Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014 HEIMURINN BENGH nn nnréðust á í aðalstö gBengh féllu NORÐUR-ÍRLA helsta ssinna áórnmálaflokks lýðveldi ,Norður-Írlandi, Sinn Fein Gerry Adams ögreglu á, var enn í haldi l unaður um aðföstudag en hann er gr mönnum Írskahafa gefið hryðjuverka skipun um að myrða 10 barlýðveldishersins, IRA, ekkju árið 1972. , var grunuð um að hKonan, Jean McConville ngum í s að þaðb óresk stjórnvöld en síðar kom í lj ki gert. efurh kiðandteh ug samtökðisem g usem st á aðeftir að eðr nláta ta ef þauVarfm endar tilki y MEXÍK MEXÍKÓ segjast haf s flutti 68.00 fyrir eiturly kannað hv með ólögle við borgar Lazaro Ca s. Jian Hua e járnmálmi er seldt til Kína. Un mánuði hafa yfirvöld alls um 200.000 tonn járnmálmi á leið úr Skref ESB gagnvart Rússum hafa verið afar varfærin. Og þegar 15 valdamiklum Rússum, í nánum samskiptum við Pútín, var í vikunni refsað með því að neita þeim um vegabréfsáritun var forstjóri ríkisolíurisans Rosneft, Ígor Setsín, undanskil- inn. Þýskir iðnrekendur láta þó fleira stýra sér en skammtíma- hagsmuni Daimler-Benz og annarra fyrirtækja. „En fyrir mér og okkur eru alþjóðalög mikilvægari en allt annað,“ sagði Ulrich Grillo, formaður hagsmuna- samtaka þýskra iðn- fyrirtækja, BDI, nýlega. E ru Þjóðverjar að reyna að vera hlutlausir í deilunum við Rússa vegna Úkraínu, geta vestrænar þjóðir ekki treyst þeim? Hikandi afstaða margra þýskra stjórnmálaleiðtoga, bæði á vinstrivæng og hægri, og loðin ummæli í tilefni hernáms Krímskaga líka benda til þess að Þýskaland muni koma í veg fyrir að gripið verði til hertra við- skiptarefsinga til að setja skorður við útþenslustefnu Vladímírs Pút- íns Rússlandsforseta. Eining vesturveldanna, sem var lykilatriðið í að hefta ásókn Sov- étríkjanna í Evrópu, gæti brostið og afleiðingarnar orðið breytt heimsmynd vegna yfirburðastöðu og áhrifa Þjóðverja í Evrópusam- bandinu. Viðskiptatengsl Evrópusam- bandsríkjanna við Rússland eru mikil og þau eiga mikið undir því að ekki verði skrúfað fyrir gas- söluna að austan. Þetta á einkum við Þjóðverja sem kaupa einnig mikið af alls kyns hráefni frá Rúss- landi og selja þangað iðnvarning. Þjóðverjar hafa alveg frá síðustu árum kalda stríðsins og einkum síðustu tvo áratugi átt í sérstöku sambandi við Rússa. Það var einn- ig þýski kanslarinn Willy Brandt sem hafði forgöngu um slök- unarstefnu gagnvart austurblokk- inni á áttunda áratugnum. Kannanir í Þýskalandi sýna að stór hluti kjósenda vill að Þýskland beiti sér fyrir málamiðlun í deil- unum við Rússa. Í einni segjast 49% styðja slíka stefnu, aðeins 45% vilja órofa samstöðu með öðrum vestrænum ríkjum. Ekki er ljóst hvað málamiðlun gæti þýtt. En einn áhrifamesti stjórnmálamaður seinni áratuga og fyrrverandi kanslari, jafnaðarmaðurinn Helmut Schmidt, hvatti nýlega til sátta við Rússa og fullyrti að Úkraína hefði hvort sem er aldrei verið raunveru- legt ríki! Stjórnmálaskýrendur nefna margar ástæður fyrir hiki og loð- mullu Þjóðverja. Ein er sektar- kennd. Hrottaskapur Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld var ægilegur, yfir 20 milljónir íbúa Sovétríkjanna létu lífið. Aðrir segja Þjóðverja beinlínis hrædda við grannann í austri. At- hyglisvert er að ráðamenn Þýska- lands skömmu fyrir fyrri heims- styrjöld lýstu í einkasamtölum ótta sínum við hratt vaxandi veldi hins geysistóra Rússlands meðan Þjóð- verjar væru inniluktir í tiltölulega litlu landi. Loks má nefna þá sem segja að Þjóðverjar hafi alltaf mis- skilið rússneska þjóð- arsál ef slík fyrirbæri eru þá til. Af- staða þeirra til Kreml- verja mótist yfirleitt af óskhyggju og þægindarökum, frið- elskandi Þjóðverjar vilji ekki trúa því að Pútín sé reiðubúinn að láta vopnin tala til að ná markmiðum sínum. Öll dýrin í skóginum séu vinir eða ættu a.m.k. að vera það. Obama vill skýr svör Enginn segist sjá fyrir sér að raunhæfur möguleiki sé á að NATO muni lenda í stríði við Rússland vegna Úkraínu. En spurningin er hvort sú fullvissa sé ekki einmitt vatn á myllu hauk- anna sigurvissu í Kreml. Á fundi Angelu Merkel kanslara og Baracks Obama Bandaríkja- forseta í Hvíta húsinu á föstudag var af hálfu hins síðarnefnda ekki síst ætlunin að fá skýr svör við því hver stefna Þjóðverja væri. Ólík- legt er að það hafi tekist; Merkel er þekkt fyrir varkárni og heldur spilunum jafnan þétt að sér. Hún veit að afstaða ESB- og NATO- ríkja til viðskiptalegra refsinga er ólík. Pólland og önnur ríki í grennd við Rússland vilja ganga lengra en flest ríkin vestra í álfunni. En fáir gruna þó Merkel í alvöru um að mistúlka orð og gerðir Rússa. Hún er sjálf uppalin í Aust- ur-Þýskalandi, talar rússnesku og er sögð segja Pútín umbúða- lausan sannleikann í símtölum þeirra. Að Rússland geti einangr- ast, efnahagur landsins hrunið, ef árásarstefna hans hrindi af stað nýju, köldu stríði, að ekki sé minnst á enn skelfilegri stríð. Vandinn er að rússneski forset- inn virðist hvorki taka mark á Merkel né öðrum vestrænum leið- togum. Ef til vill er hann sann- færður um að sáttastefna Þjóð- verja muni ávallt tryggja honum eins konar velviljað hlutleysi þeirra, draga samtímis vígtenn- urnar úr ESB og sundra samstöðu vesturveldanna. Þjóðverjar á báðum áttum HIKANDI AFSTAÐA MARGRA ÞJÓÐVERJA Í ÚKRAÍNU- DEILUNNI HEFUR ÝTT UNDIR ÓTTA VIÐ AÐ ÞEIR SÉU AÐ RJÚFA SAMSTÖÐU VESTURVELDANNA GEGN ÁRÁSARSTEFNU OG ÞJÖSNASKAP RÚSSA. HAGSMUNIR OG LÖG Angela Merkel Þýskalandskanslari og Barack Obama Bandaríkjaforseti á fundi í Hvíta húsinu á föstudag. Merkel hefur oft lýst aðdáun sinni á Bandaríkjunum en ljóst er að yfir fundinum, þar sem málefni Úkraínu voru efst á baugi, hvíldi skuggi: uppljóstranir Edwards Snowdens um að Bandaríkjamenn hefðu hlerað farsíma Merkel og fleiri valdamikilla Þjóðverja. AFP * Það er engin hernaðarleg lausn á deilunni í Úkraínu.Frank-Walter Steinmeyer, utanríkisráðherra Þýskalands.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.