Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 47
4.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
miðað við þá kosti sem í boði voru og höfðu enga þörf á
andófsbaráttu gegn henni á síðustu vikum stríðsins.
Íslendingar komust hjá skrítnum voðaverkum, á borð
við það að þeim hefði orðið á að myrða orðhvatan fær-
eyskan rithöfund vegna óðagots og innistæðulítillar
hetjuvímu í stríðslok.
Stendur ekki til að stýra veröldinni
Það gerir Íslendingum ekkert til, nema síður sé, að
þeir ráði engum úrslitum um hvernig til takist um þró-
un mála í alþjóðlegum átökum. En það breytir hins
vegar öllu að ráða úrslitum um það sem að okkur snýr
og almannahagur veltur á. Sjálfsagt er að gæta sinna
hagsmuna hvarvetna eins og fært er og gæta þess eins
og má að leggja sitt lóð í hvert eitt sinn á rétta vogar-
skál, þegar færi gefst til þess.
En sagan sýnir að við eigum enga bandamenn al-
gjörlega vísa, þegar á reynir, eins og sýndi sig þegar
jörðin skalf skyndilega undir efnahagslegum for-
sendum landsins, er alþjóðleg kreppa og ógætileg
framganga íslenskra banka og útrásarkappa lagðist á
eitt. Þeir sem við þóttumst vera í sérstöku efnahags-
legu samstarfi við í EES voru okkur óliðlegastir og
skeinuhættastir þá, svo varlega sé talað. Höfðum við
þó lagað alla lagaumgjörð íslenska bankakerfisins að
ESB-kröfum sem og þann aga sem beita mætti banka
til að stuðla að því að þeir færu sér ekki að voða. Regl-
ur Evrópusambandsins varð að elta svo íslenskar
bankastofnanir fengju að eiga viðskipti á meginland-
inu. Ísland leitaðist þó við að hafa sínar reglur eins
þröngar og verða mátti, öfugt við kjánalegar fullyrð-
ingar um hið gagnstæða. Og því miður reyndust sum-
ar norrænu þjóðirnar okkur beinlínis illa þegar við
máttum síst við því, en ekki þó Færeyingar, en Jó-
hönnustjórninni tókst þó að sýna einmitt þeim frænd-
um okkar óboðlegt tómlæti þegar ESB vildi beita eyj-
arnar efnahagslegum þvingunum. Auðmýktin
gagnvart ESB gekk fyrir frændsemi og vinsemd við
Færeyjar.
Skrítinn vinkill
En sérkennilegheit í bland við persónulega andúð og
tilbrigði við minnimáttarkennd getur birst með ýmsu
móti. Kannski sér hins íslenska fámennis fremur stað í
slíku en í færleik til að gæta hagsmuna út á við.
Engum er alls varnað, og þá ekki Agli Helgasyni
frekar en öðrum. En þegar hann nálgast tilteknar per-
sónur þá hefur margsýnt sig að hann ræður ekki við
sig. Þá hverfur hann í spuna og ímyndun og lætur eins
og hann sé að fara með staðreyndir þótt flest sé tilbún-
ingur einn. Og það gerist þótt á netöld sé svo undurlétt
að afla sér réttra upplýsinga og spara sér að hlaupa á
sig. Þannig skrifaði Egill pistil á dögunum: „Það er
sannkallað gleðiefni að eitt fegursta og merkasta hús
Reykjavíkur skuli aftur fá sitt gamla nafn.
Nú fær (þ)að að heita Safnahúsið eins og í upphafi í
stað hins óímunnberanlega nafns Þjóðmenningarhús.
Þjóðmenningarhúsið varð til upp úr einhverju furðu-
legu bralli í kringum aldamótin síðustu. Þá voru bæði
Landsbókasafn og Þjóðskjalasafn flutt af Hverfisgöt-
unni, fyrst var þá hugmyndin að fara með forsæt-
isráðuneytið þarna inn – það var líkt og liður í viðleitni
Davíðs Oddssonar til að samsama sig Hannesi Haf-
stein – en þegar það gekk ekki eftir var Þjóðmenning-
arhúsið stofnað.
Því miður hafði Þjóðmenningarhúsið aldrei neitt
inntak. Þarna hefur verið reynt að setja inn einhverjar
sýningar, en um leið hefur þetta verið ráðstefnu-,
veislu- og kokkteilhúsnæði fyrir ríkið.“ Því næst er lát-
ið undan minnimáttarkenndinni eins og viðkomandi er
svo títt að gera og útlendingar kallaðir til vitnis, en síð-
an segir: „Nú er ætlunin að í Safnahúsinu verði sett
upp sýning í samstarfi Þjóðminjasafnsins, sem sér um
rekstur hússins, Listasafns Íslands, Náttúruminja-
safns Íslands, Þjóðskjalasafnsins, Landsbókasafns og
Stofnunar Árna Magnússonar.
Þarna er tækifæri til að ljá þessu merka húsi alvöru
inntak – sem rímar við hið upprunalega hlutverk
þess.“
Raunveruleikinn
Undir það skal tekið að miðað við breytta starfsemi fer
nýja (gamla) nafnið umræddri byggingu prýðilega.
(En lesendum er látið eftir að ákveða hvort sé talfær-
um manna erfiðara viðfangsefni orðið „óímunnber-
anlega“ eða orðið „þjóðmenningarhús“.) En hvaðan
hefur Egill Helgason það að Davíð Oddsson hafi viljað
að gamla safnahúsið skyldi endurreist til þess að hýsa
forsætisráðuneytið? Er ekki líklegt að hefði vilji þess
alræmda frekjuhunds staðið til þess þá hefði það orðið
úr? Það er ekki fótur fyrir því að vilji þess manns hafi
staðið til þess.
Sá hafði hins vegar staðið fyrir því að embætti for-
seta Íslands færðist í veglega skrifstofu á Sóleyj-
argötu 1. (Hús sem hafði sögulega tengingu við þrjá
forseta landsins auk eftirsóknarverðrar staðsetn-
ingar.) Mjög þröngt var orðið um embættin tvö í for-
sætisráðuneytinu svo ekki varð við það unað lengur.
Fljótlega eftir að það hafði verið gert stóð forsætisráð-
herrann fyrir því að Stjórnarráðshúsið gamla var gert
upp frá grunni í fyrsta sinn í háa herrans tíð og innri
skipan þess breytt (í samráði við húsverndaryfirvöld)
svo það mætti henta vel sem skrifstofa forsætisráð-
herra og starfsmiðstöð ríkisstjórnar landsins um
langa framtíð. (A.H. er frjálst að halda að það hafi ver-
ið gert til „samsömunar“ vegna þess að Hannes Haf-
stein hafi verið fyrsti ráðherrann sem brúkaði húsið.)
Á meðan á þessari endurbyggingu stóð flutti forsætis-
ráðherra með daglega starfsemi sína í Ráðherrabú-
staðinn við Tjarnargötu. Sú bygging var orðin illa far-
in vegna viðhaldsskorts. En fljótlega eftir að ný
ríkisstjórn tók við, vorið 1991, var ákveðið að taka hús-
ið algjörlega í gegn og um leið var innri skipan breytt
nokkuð (í samráði við húsaverndaryfirvöld). Sú aðgerð
var ekki ódýr frekar en endranær þegar sögufræg og
gömul hús eiga í hlut. (Þeir sem vilja mega telja að ein-
göngu hafi verið ráðist í verkið vegna samsöm-
unarþarfar við Hannes Hafstein sem fyrstur hafði ver-
ið húsbóndi í því húsi, fengið það frá Flateyri fyrir eina
krónu og selt það ríkinu síðar.) En eftir að húsinu hafði
verið gert vel til hæfis gegnir það nú hlutverki sínu
mun betur en áður. Af framangreindum ástæðum var
alls engin ástæða og ekki hinn minnsti áhugi á því að
flytja forsætisráðuneytið í Gamla safnahúsið. Slíkt
mun hins vegar hafa verið kalsað einhverjum árum
fyrr, þegar menn þóttust sjá hilla undir að Þjóð-
arbókhlaðan yrði loks að veruleika. Ótrúlegt er að sú
umræða hafi nokkuð tengst getgátum um að þáver-
andi borgarstjóri væri upptekin við að „samsama sig“
við Hannes Hafstein!
Annað mál
Þegar ljóst varð að forsætisráðuneytið ætlaði, þrátt
fyrir að það kostaði skildinginn, að ráðast í að láta gera
upp umrædda byggingu, var þrýst á að Hæstiréttur
Íslands flytti í húsið. Rétturinn bjó þá við algjörlega
óviðunandi aðstöðu í Arnarhvoli. Sá þrýstingur hvarf
þegar ríkisstjórnin ákvað að ráðast í byggingu nýs
húss fyrir Hæstarétt Íslands. Hitt er annað, að nú
þegar unnið er að því að stofna til millidómstigs í land-
inu, heyrast þær raddir að eðlilegt sé að það dómstig
fái aðsetur í núverandi dómhúsi Hæstaréttar og
Hæstiréttur sjálfur flytji í góða húsið sunnan við.
Yrði sú raunin þyrfti sjálfsagt að innrétta húsið að
verulegu leyti með nýjum hætti. Það hlaut eins konar
„generalprufu“ sem dómhús í Landsdómsmálinu. Sá
málatilbúnaður var með þeim ólíkindum sem menn
muna. Það hefur ekkert með húsið að gera, fegurð
þess og reisn og það féll enginn blettur á dómendurna,
sem að lögum gengu til lögboðins verkefnis.
En hugleiðing um nýja innréttingu þess húss, ef til
kemur, leiðir til nærtækrar hugsunar. Hvernig eru
þeir innréttaðir sem ráða sér ekki fyrir fagnaðarlátum
vegna nafnbreytingar á húsi, sem söfn landsins fá til
umráða um hríð, en eru svo þjakaðir af persónulegri
afstöðu eða óvild, að þeir hafa ekki burði til að fagna
því, sem miklu meira var, að pólitískur vilji stóð til
þess að sýna safnahúsinu þann sóma sem það átti skil-
ið og fylgja þeim vilja eftir af nægilegum krafti og
tryggja þá fjármuni sem þurfti?
En um það tjáir ekki að fást. Slíkum innréttingum
verður ekki breytt eins auðveldlega og hinum og þeir
sem í hlut eiga sitja uppi með þær.
Þeir um það.
Ljósmynd/Gunnar Vigfússon