Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 17
4.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Tvær leiksýningar verða á Sólheimum í Grímsnesi um
helgina. Á laugardag 3. maí kl. 15 sýnir Sólheimaleikhúsið
verkið sitt Lorca og skóarakonan og á sunnudag 4. maí kl. 15
verður einstakur listviðburður þar sem leikarar staðarins
ásamt gestum frá Madrid sýna samvinnuverkefni sitt í leikhús-
inu að Sólheimum. Sama sýning verður sett upp í Þjóðleik-
húsinu þriðjudagskvöldið 6. maí kl.19.30. Nánari upplýsingar
á www.solheimar.is.
Leikhúsferð á Sólheima um helgina
Á síðustu sýningu leikritsins Út-
undan, sunnudagskvöldið 4. maí,
mun Tinna Hrafnsdóttir, leikstjóri
sýningarinnar, hlaupa í skarðið og
leika eitt af aðalhlutverkunum sem
Svandís Dóra Einarsdóttir hefur
farið með en Svandís þarf að hverfa
frá til sumarstarfa. Verkið er sýnt í
Tjarnarbíó en Tinna þýddi einnig
verkið sem á frummálinu heitir Fer-
tility Objects og er eftir eftir Bret-
ann McGlynn.
Verkið fjallar um glímuna við
ófrjósemi en í viðtali sem birtist í
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í
sumar rædd Tinna opinskátt hvern-
ig hún í fimm ár reyndi að eignast
börn án árangurs en tókst á end-
anum að verða ólétt og eignaðist tví-
bura. Verkið stendur henni því per-
sónulega nærri en það er
grátbroslegt og alvarlegt í senn.
Ófrjósemi er vaxandi vandamál í
heiminum og eflaust margir sem
geta endurspeglað sig í þeim veru-
leika sem verkið sýnir.
Síðustu sýningar á leikritinu eru
3. og 4. maí og leikhússpjall með að-
standendum sýningarinnar er á
laugardagskvöldið 3. maí.
TINNA HRAFNSDÓTTIR LEIKUR Í SÍÐUSTU SÝNINGU
ÚTUNDAN
Tinna Hrafnsdóttir leikur sjálf í síðustu sýningu Útundan sem hún hefur leik-
stýrt í Tjarnarbíói.
Stekkur inn í hlutverk
F
yrir þrettán árum gerði vina-
fólk Katrínar Jónsdóttur,
kennara og Eurovison-
aðdáanda, henni og fjöl-
skyldu hennar þann óleik að bjóða
þeim í mat að kvöldi lokakeppn-
innar. Katrín fann þeim gjörningi
flest til foráttu enda þráði hún að
horfa ótrufluð á keppnina sem hún
hefur svo mikið yndi af. Hún lét þó
tilleiðast eftir að vinkona hennar
hafði lofað að ýkja áhuga sinn á
Eurovision og gleðjast með henni
yfir keppninni. Þegar á reyndi
stukku fleiri boðsgestir upp á þann
vagn og úr varð heljarinnar fjör,
ekki síst meðal barnanna.
Ekki varð aftur snúið og allar
götur síðan hefur matarklúbburinn
komið saman og gert sér glaðan
dag þegar lokaúrslit Eurovision
fara fram. Þegar mest var voru um
þrjátíu manns, börn og fullorðnir, í
hópnum en nú eru það tæplega
tuttugu. Hluti hópsins býr erlendis.
Yngsta barnið er tíu ára og var
þar af leiðandi ekki fætt þegar
hefðinni var komið á.
„Þróunin hefur verið þannig að
okkur endist varla dagurinn.
Næsta skref verður líklega að
byrja á föstudeginum. Hittast þá
og gista saman um nóttina,“ segir
Katrín hlæjandi.
Formleg dagskrá hefst klukkan
tíu að morgni laugardags – í sundi.
Á undan eru allir vitaskuld búnir
að fylgjast með lögunum í keppn-
inni og mynda sér skoðun á þeim.
Í barnalauginni er myndaður
hringur og farið í leik sem felst í
því að halda bolta á lofti. „Það er
mikill metnaður í þessu og þegar
met falla fögnum við eins og hval-
ir,“ upplýsir Katrín.
Þegar allir eru orðnir hreinir og
fínir eftir sundið er slegið upp
pylsuveislu. Undir óma að sjálf-
sögðu Eurovision-lög, bæði þau
frægustu og líka þau „frægustu hjá
okkur“, eins og Katrín orðar það.
Ekki er óalgengt að börnin
kunni alla textana, við gömul lög
og ný, auk þess sem þau eru með
landafræðina á hreinu og þekkja
sérhvern fána.
Ratleikur í hverfinu
Þá er komið að ratleiknum. Skipt
er upp í fjóra hópa og þeir sendir
út vopnaðir korti af hverfinu. Hér
og þar er svo að finna spurningar,
með Eurovision-þema, sem kepp-
endum ber að svara á sem
skemmstum tíma. Verðlaun eru í
boði sem hefð er þó fyrir að deila
með öllum hópnum. „Menn koma
sveittir í mark. Það get ég sagt
þér,“ segir Katrín.
Enginn er annars bróðir í leik.
Þegar hér er komið sögu er vin-
sælt að fá sér tíu til fimmtán mín-
útna kríu enda menn orðnir slæptir
eftir sundið og ratleikinn.
Þegar búið er að hlaða rafhlöð-
urnar kemur að því sem margir
telja hápunkt undirbúningsins –
mojito-blönduninni. Hópurinn býr
að snillingi í þeim fræðum og allir
fá sinn drykk, börnin að sjálfsögðu
óáfengan. Mojito smakkast víst síst
verr þannig.
Ef tími gefst til er gjarnan farið
í Actionary, þar sem keppendur
giska á hvað Eurovision-lög er ver-
ið að leika með látbragði, eða
bryddað upp á skemmtiatriðum,
sem vitaskuld tengjast keppninni.
Kvöldverður er snæddur tím-
anlega svo allir geti einbeitt sér að
keppninni, þegar hún hefst á slag-
inu klukkan sjö. Pitsur eru vinsæl-
astar, eða þá mexíkanskur matur.
Allir hjálpast að við matseldina og
undir drynur tónlist. Þið vitið
hverrar gerðar. „Og við syngjum
eins og enginn sé morgundag-
urinn,“ segir Katrín.
Þegar keppnin hefst eru allir til-
búnir með blað og penna. Gefin
eru stig og allir þurfa að rökstyðja
sitt álit. Verðlaun eru veitt fyrir að
giska rétt á efstu sætin.
Fljótlega eftir að úrslit liggja
fyrir lýkur formlegri dagskrá og
gestir halda til síns heima. „Við er-
um ekkert að draga þetta á lang-
inn enda börn í hópnum og við bú-
in að vera saman allan daginn,“
segir Katrín. „Og hvorki talað né
hugsað um annað en Eurovision.“
EUROVISION-AÐDÁENDUR SEM KUNNA AÐ SKEMMTA SÉR
Eurovision frá morgni til kvölds
Katrín Jónsdóttir einbeitt að leika Eurovision-lag í Actionary.
ALLUR DAGURINN ER
UNDIR (OG DUGAR VARLA
TIL) ÞEGAR KATRÍN JÓNS-
DÓTTIR KENNARI OG VINIR
HENNAR KOMA SAMAN
OG GLEÐJAST YFIR EURO-
VISION-KEPPNINNI.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Eurovision-klúbbur Katrínar þjóðlegur og spenntur fyrir framan skjáinn 2011.
Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland
Eitt best geymda
leyndarmálið á
markaðnum
Weleda Skin Food er í miklu uppáhaldi hjá þekktum tísku-
fyrirsætum og förðunarfræðingum um allan heim. Skin
Food er 100% lífrænt árangursríkt alhliða krem sem nærir
þurra og viðkvæma húð og kemur jafnvægi á húðina.
Skin Food kom fyrst á markað fyrir meira en 80 árum síðan
og hefur uppskriftin verið óbreytt síðan.
Kremið er unnið úr lífrænt ræktuðum Stjúpum, Baldursbrá,
Morgunfrú og Rósmarín, gott krem fyrir alla fjölskylduna
– Í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is
Þú kaupir Weleda vörur í heilsuverslunum og apótekum um
allt land