Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 32
É g ætlaði fyrst að elda grænmetissúpu með linsubaunum og finna til einhverja snilldaruppskrift en hætti við á síðustu stundu. Ákvað að fara öruggu leiðina og elda þessa yndislegu súpu sem mamma gaf mér uppskrift að því ég hef svo oft eldað hana og hún virkar alltaf. Mamma sagði mér líka að maður ætti helst ekki að vera í tilrauna- starfsemi þegar fólk kemur heim í mat, því maður veit aldrei nema það mislukkist!“ segir tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal. Ragnheiður bauð kærum vinkonum sínum heim í súpu, girnilega berjasafa og útbjó sum- arsalat með salatdressingu sem hún segir að megi alveg kalla að hún hafi þróað í lengri tíma. Einkasonurinn Gunnar Magnús Guðmundsson var stjarna boðsins og fannst allt svakalega skemmtilegt. „Boðið heppnaðist alveg gasalega vel og stelpurnar voru í skýjunum með matinn. Sonur minn var svo yfir sig spenntur yfir því að fá allar pæj- urnar í heimsókn að allt kvöldið hjá húsmóðurinni eftir matinn fór í að reyna að svæfa hann – án árangurs. Stelpurnar fóru um tíuleytið og þá fórum við Gunnar Magnús að horfa á Söngvaborg til að ná okkur niður.“ Ragnheiður segist reyna að bjóða foreldrum, systkinum og nánasta fólki í mat öðru hvoru, fáum í einu, en stór matarboð haldi hún ekki oft. Til að allt lukkist vel segir hún að persónulega finnist henni mikilvægt að halda ró sinni til að geta notið boðsins. „Stundum er maður svo mikið á þönum, sveittur út um allt með áhyggjur af ósamsettu hnífapör- unum og diskunum og ósmekk- legum borðbúnaði að maður gleymir að njóta og hafa gaman. Það hjálpaði mér í þessu tilfelli að vera búin að leggja á borð fyrr um daginn og einmitt að vera að elda eitthvað sem ég kunni og vissi að myndi ekki klikka. Sjálfri finnst mér skemmtilegast að elda súpur, pottrétti og salöt eða grilla.“ Aðspurð hver séu eftirminnilegustu matarboðin sem hún hefur haldið eða farið í, jafnvel þau sem voru skrautleg, segist hún ekki muna eftir neinu sérstöku í svipinn, allt renni hálfpartinn saman í eitt. „Það hefur enginn drepist fram á borðið, ælt eða skandalíserað heima hjá mér – því miður. En við höfum mikið gert grín að boði sem við fórum í hjá ónafngreindum aðilum í Evrópu sem buðu upp á heimagert sushi með saltpækluðum laxi, gúrkubitum og ósoðnum hrisgrjónum. Meðlætið var svo hvítkálssalat sem var reyndar fínt á bragðið, en það lagði prumpulykt um alla stofuna. Þau höfðu gert rosalega mikið sushi, og ekki gekk mikið á það í boðinu svo það var örugglega afgangur í tvær vikur. Ég hef ekki lyst á að reyna að matreiða sushi sjálf eftir þessa reynslu,“ segir Ragnheiður og hlær. Gestir frá vinstri: Ragnheiður Gröndal sjálf, Freydís Guðný Hjálmarsdóttir næringar- fræðingur, Gunnar Magnús Guðmundsson tveggja ára, Sigríður Ása Júlíusdóttir, grafískur hönnuður, Sigrún Einarsdóttir, flugfreyja og nemi í viðskiptafræði og Bryndís Jónatans- dóttir viðskipta- fræðingur. MATARBOÐ RAGNHEIÐAR GRÖNDAL Kærar vin- konur snæða súpu og salat Gunnar Magnús Guð- mundsson er tveggja ára og var afspyrnukát- ur með boðið. *Sonur minn varsvo yfir sigspenntur yfir því að fá allar pæjurnar í heim- sókn að allt kvöldið hjá húsmóðurinni eftir matinn fór í að reyna að svæfa hann.“ TÓNLISTARKONAN RAGNHEIÐUR GRÖNDAL VAR ÞESS FULL- VISS AÐ KJÚKLINGASÚPAN SEM HÚN FÉKK UPPSKRIFT AÐ HJÁ MÓÐUR SINNI MYNDI EKKI KLIKKA OG ÞAÐ VAR RAUNIN. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Ragnheiður Gröndal segist hafa boðin ekki of stór þegar hún býð- ur heim í mat og þar njóti nánustu vinir og fjölskylda oftast matar. 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014 Matur og drykkir Mexíkósk kjúklingasúpa frá mömmu Ragnheiðar Fyrir 4-6 2 kjúklingabringur ½ blaðlaukur 1 rauð paprika 1-2 hvítlauksrif 1 msk. kókosolía til að steikja upp úr 1 l vatn 1 kjúklingateningur 1 dós saxaðir tómatar 4 msk. chilisósa (má vera sweet chili) 3 msk. tómatþykkni 2 msk. rjómaostur salt og pipar eftir smekk rifinn ostur eftir smekk 1-2 dósir sýrður rjómi Doritos-flögur eftir smekk Brúnið kjúklingabringurnar aðeins á pönnu og leggið til hliðar. Geymið soðið sem kemur af bringunum við steikinguna fyrir súpuna. Saxið papriku, púrrulauk og hvítlauk og steikið við vægan hita í olíunni í smá- stund. Setjið grænmetið í pott ásamt vatni, tómötum, tómatpúrru, chilisósu og ten- ingi. Látið malla í 10-12 mín. og bætið kjúk- lingabringunum og soðinu út í í lokin og eldið þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Ragnheiður segir að ekki sé verra að elda súpuna í Saladmaster súpu- eða raf- magnspotti. Sjálf er hún afar hrifin af þeim eldunargræjum og segir eldamennskuna hafa náð nýjum hæðum eftir að hún fékk sér græjunrnar. Þær spara henni einnig mikinn tíma. „Þessa súpu hef ég eldað mjög oft í matarboðum og hún virkar allt- af, er bæði saðsöm, ágætlega holl og ótrúlega bragðgóð.“ Berið súpuna fram með sýrðum rjóma, rifnum osti og Doritos-flögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.