Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 19
Á Grønnegade 32 í Kaupmanna- höfn er lítið og krúttlegt bolla- kökubakarí, Serenity, sem selur einar bestu bollakökur þar í borg. Það er skemmtileg upplifun að setjast inn á þetta krúttlega köku- bakarí þar sem stemningin er svo- lítið eins og í litlu dúkkuhúsi. Kaffi eða te og dýrindis bollakökur eru bornar fram á bollastelli frá Royal Kopenhagen. Eigandi bollaköku- bakarísins Mariam Mistry ver öll- um sínum tíma í bakaríinu sjálf þar sem hún bakar kökurnar, skreytir þær og afgreiðir síðan kúnnana sem gefur bakaríinu per- sónulegt og skemmtilegt andrúms- loft. Serenity, sem var stofnað í ágúst 2011, er orðið frekar þekkt í Kaupmannahöfn en það sér gjarnan um veitingar á ýmsum við- burðum, meðal annars í tengslum við sjálfa tískuvikuna. Krúttlegt kökubakarí í Kaupmannahöfn 4.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12. 2013 2012 Samtals Samtals Iðgjöld 228 212 Lífeyrir -286 -252 Fjárfestingatekjur 378 371 Fjárfestingargjöld -9 -9 Rekstrarkostnaður -13 -13 Aðrar tekjur 23 22 Hækkun á hreinni eign á árinu 320 330 Hrein eign frá fyrra ári 3.438 3.108 Hrein eign til greiðslu lífeyris 3.758 3.438 Efnahagsreikningur Verðbréf með breytilegum tekjum 1.088 1.176 Verðbréf með föstum tekjum 2.528 1.931 Veðlán 52 119 Aðrar eignir 78 167 Kröfur 19 52 Skuldir -7 -7 Hrein eign til greiðslu lífeyris 3.758 3.438 Kennitölur Nafnávöxtun 10,4% 11,3% Hrein raunávöxtun 6,5% 6,4% Hrein raunávöxtun – 5 ára meðaltal 4,6% -0,2% Fjöldi sjóðfélaga 118 126 Fjöldi lífeyrisþega 277 265 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,4% 0,4% Fjárhagsstaða skv. tryggingafræðilegri úttekt Með framtíðar endurgreiðslu launagreiðenda á greiddum lífeyri Eign umfram heildarskuldbindingar í % 1,1% -0,8% Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % 1,9% -0,1% Allar fjárhæðir í milljónum króna Birt með fyrirvara um prentvillur. Ársreikning LSK 2013 má sjá í heild sinni á heimasíðu LSS: www.lss.is Stjórn og framkvæmdastjóri Í stjórn sjóðsins eru Gunnlaugur Júlíusson stjórnarformaður, Guðríður Arnardóttir, Helga Elínborg Jónsdóttir, Ragnar Snorri Magnússon og Sverrir Óskarsson. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson Aðsetur sjóðsins er hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, Sími 5 400 700 lss@lss.is - www.lss.is Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar Ársfundur 2014 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar verður haldinn miðvikudaginn 21. maí kl. 16.00 í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 1. hæð (gengið inn austanmegin). Dagskrá 1.Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. 2. Önnur mál löglega upp borin. Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Kópavogi, 2. maí 2014 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar Starfsemi LSK á árinu 2013 Noma í Kaupmannahöfn endurheimti á dögunum nafnbótina Besti veit- ingastaður í heimi. Því kann að koma einhverjum á óvart að staðnum verður lokað í byrjun næsta árs. Rólegur, lesandi góður: það verður bara tímabundið; meistarakokkurinn René Redzepi mun flytja allt starfsfólkið frá Kaupmannahöfn til Tókýó og starfa þar í tvo mánuði. Túristar í Kaup- mannahöfn koma því að lokuðum dyrum á Noma á meðan! Norrænn matur verður ekki með í för. Redzepi segist lengi hafa hrifist af japönsku hráefni og gamall draumur rætist nú. Starfsemin verður á frægum veit- ingastað, Kikunoi, þar sem matreiðslumeistarinn Yoshjihiro Murata ræður ríkjum en hann bauð Dananum að koma. Þekkt er að mannfólkið ferðist til þess að komast á góða veitingastaði, en óhefðbundnara að veitinga- húsin komi sjálf til fólksins. Spennandi verður að sjá hvernig þetta fer. Noma fer á flakk AFP Rene Redzepi (3. frá vinstri) og samherjar hans á Noma eftir að veitinga- staðurinn var útnefndur sá besti í heimi á nýjan leik í síðustu viku. Gröf Tútankamons konungs í Egyptalandi er mjög farin að láta á sjá. Góð ráð voru dýr, að mati heimamanna, og gripið var til þess að fá fornleifafræðinga til að gera hárnákvæma eftirlíkingu graf- arinnar, sem ferðamönnum gefst nú kostur á að skoða. Eftirlíkingin var opnuð í nýliðinni viku. Tútankamon var uppi frá 1341 til 1323 fyrir Krist, varð faraó aðeins níu ára gamall og ríkti í tíu ár, þar til hann lést. Gröf hans fannst óhreyfð í Dal konunganna árið 1922 og vakti vitaskuld gríðarlega athygli og hefur verið einn helsti viðkomustaður ferðalanga í Egypta- landi í áratugi. Gröfin sjálf og eftirlíkingin eru nú opnar ferðamönnum en í framtíð- inni er gert ráð fyrir því að þeirri raunverulegu verði lokað til þess að nauðsynlegar lagfæringar geti farið fram. Annars myndi staðurinn hreinilega eyðileggjast vegna ágangs. Rétt er að geta þess að jarðneskar leifar Tútankamons eru enn í gröfinni, í glerkassa. Hárnákvæm eftirlíking grafar Tútankamons AFP Unnið að eftirlíkingu grafar Tútankamons faraós í Dal guðanna í Egyptalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.