Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 20
✔ Vegabréf, ökuskírteini, veski,
greiðslukort og gjaldeyrir (já, best að
byrja á hinu augljósa)
✔ Lyfseðilsskyld
lyf
✔ Gleraugu/
lesgleraugu,
gleraugnahulstur,
augnlinsur, ílát og
linsuvökvi (ef slíkt er
notað)
✔ Sólgleraugu (með
styrk ef þarf)
✔ Úr/farsími og hleðslu-
tæki
✔ Farmiðar og/eða út-
prentun af ferðaplaninu með
nöfnum, heimilisföngum og
símanúmerum á hótelum og
bílaleigum, bókunarnúmerum
og tímasetningum (líka fyrir
heimferðina)
✔ Kort/ferðahandbækur
✔ Sólarvörn (eða að kaupa hana um
leið og stigið er út úr flugvélinni, sem
og skordýrafælu)
✔ Stór strandhandklæði (nema þau
fylgi með gistingunni).
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014
Ferðalög og flakk
HLUTIR SEM ÞÚ
ÞARFT EKKI Í FRÍIÐ
Hverju þarf
að pakka?
SUMARIÐ ER KOMIÐ OG FLESTIR VONAST
SENNILEGA TIL AÐ GETA EYTT DÁGÓÐUM
TÍMA Í SÓL OG HITA. MARGIR HAFA BAK-
TRYGGT SIG MEÐ ÞVÍ AÐ PANTA FERÐ TIL
SÓLARLANDA LÍKA, EF SVO ÓLÍKLEGA VILDI
TIL AÐ ÍSLENSKA SUMARVEÐRIÐ BRYGÐIST.
ALGENGT ER AÐ DVELJA Á ÍBÚÐAHÓTELI
OG ÞANNIG ER HÆGT AÐ ÞVO FATNAÐ
OG HANDKLÆÐI EFTIR ÞÖRFUM OG ÚT-
BÚA NESTI TIL AÐ TAKA MEÐ Á STRÖND-
INA FREKAR EN AÐ KAUPA RÁNDÝRAR
VEITINGAR. FLESTIR HAFA REKIÐ SIG Á AÐ
PAKKA ALLTOF MIKLUM FARANGRI FYRIR
SUMARFRÍIÐ EN GLEYMA SAMT NAUÐSYNJ-
UM OG ÞVÍ ER GOTT AÐ STYÐJAST VIÐ
EFTIRFARANDI LISTA.
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com
Á LEIÐ Í SÓLARFRÍ
✔ Sólarvörn, varasalvi (með sólarvörn), Aloe Vera-
gel við sólbruna, sótthreinsigel fyrir hendur, skor-
dýrafæla og krem við skordýrabiti.
✔ Vatnshelt hulstur eða poki utan um verðmæti og
lykla.
✔ Kælibox með nægu drykkjarvatni, ávaxtasafa, sam-
lokum, grænmeti og ávöxtum sem er búið að skera
niður í handhægt snarl. Vínber eru líka sérstaklega
svalandi í hitanum.
Vanalega taka ferðalangar alltof margar flíkur með
sér og enda á að nota einungis brot af þeim því
maður notar bara það sem manni þykir þægilegast
dag eftir dag. Og það má alveg þegar maður er í
fríi. Vanalega er algjör óþarfi að taka sokka eða
sokkabuxur með í frí til hlýrra staða, nema
kannski til að nota á leiðinni svo maður sé snyrti-
legur í flugvélinni.
Ef gististaðurinn er með þvottaaðstöðu þarf ekki
eins mikinn fatnað og ella. Annars þarf einn umgang af
nærfötum fyrir hvern dag (eða nógu marga til að þurfa
ekki að þvo nema 3.-4. hvern dag).
✔ Náttföt (næturnar geta verið svalar þegar loftræst-
ingin er í gangi og ekki sofið við þykkar sængur).
✔ Vanalega þarf færri neðanmittis-flíkur en of-
anmittis, t.d. 1-2 stuttbuxur, 1 hné-
síðar buxur og 1 síðbuxur.
Konur geta skipt stuttbuxum
út fyrir 1-2 pils og/eða sum-
arkjóla.
✔ 2-3 bolir og 2-3 þægilegar,
straufríar skyrt-
ur; helst stutt-
erma en gott
að hafa eina
langerma flík til
að hvíla handlegg-
ina frá sólinni við og
við.
✔ 1 hlý peysa og/eða
jakki til að smeygja sér í
á kvöldin.
✔ Sundföt (a.m.k.
tvenn til að eiga allt-
af ein þurr tilbúin),
konur geta einnig haft
með sér sarong eða túniku
til að bregða sér í yfir sundfötin
meðan karlarnir láta sér nægja
bol eða skyrtu.
✔ Sandalar (helst úr
plasti, gúmmíi svo hægt
sé að vaða á þeim
út í sjó/vatn) líka.
✔ Fínni sandalar/ opnir skór til að
nota á kvöldin og inni í bæ og borg. Hælaháir skór taka
bara pláss í töskunni og eru í raun óþarfir nema kona
ætli að fara út á einhvern flottan stað eða klúbb og vilji
klæða sig fínt upp á, en þá þarf líka að taka með kvöld-
kjól. Eða kaupa hann! Annars ganga fínir sandalar alls
staðar á sumarleyfisstöðum.
✔ Strigaskór ef fara á í lengri göngur (þá er gott að
troða einu sokkapari ofan í skóna líka).
✔ Sólhattur og/eða derhúfa.
✔ Lítill bakpoki/góð axlartaska og strandtaska sem
hægt er að loka með rennilás.
✔ Mundu, það eru til búðir í útlöndum.
Á STRÖNDINNI
Sumarleyfisstrendur eru misjafnar, sums staðar
fylgja sólhlífar með sólbekkjunum en annars þarf
að koma með þær sjálfur eða leigja þær sérstaklega.
✔ Sólhlíf/sóltjald eða lítið strandtjald er algjörlega
nauðsynlegur búnaður ef eyða á deginum á ströndinni,
sérstaklega ef lítil börn eru með í för. Allir þurfa að
geta leitað skjóls fyrir sólinni öðru hverju og ekki er
verra að hafa með blævæng til að kæla sig niður.
✔ Stór strandhandklæði og/eða teppi til að breiða
undir sig.
ALMENNT
FATNAÐUR
✔ Stóra brúsa með hársápu, hár-
næringu, andlitshreinsi, andlits-
vatni, munnskoli o.þ.h. Þegar
þetta safnast saman er þetta ótrú-
lega plássfrekt og þungt. Kauptu
litlar plastflöskur og færðu snyrti-
vörurnar yfir í þær eða kauptu
þessar vörur þegar komið er á
staðinn.
✔ Aukapeysu, -buxur, -skó, bara
til öryggis. Þú ert ekki að fara á
hjara veraldar, ef þig endilega
vantar flík þegar á sumarleyf-
isstaðinn er komið er nær öruggt
að þú getur keypt hana í svoköll-
uðum verslunum.
✔ Bækur. Þótt það hljómi voða-
lega forframað að lesa Laxness
eða Voltaire í sólbaði, þá er stað-
reyndin sú að fæstir nenna því og
grípa á endanum e-t meira létt-
meti. Ef þú vilt ekki láta segjast,
notaðu þá spjaldtölvu eða rafbók,
þær eru léttari og nettari.
✔ Mat. Þú hlýtur að geta lifað án
Ora bauna og harðfisks í nokkrar
vikur. Til hvers að fara á fjarlægar
slóðir ef ekki til að prófa mat
heimamanna og kynnast nýrri
matarmenningu?
✔ Sléttujárn. Þetta á sennilega
frekar við konur en karla en alla-
vega, taktu frí frá hársléttun í sum-
arfríinu! Þótt það séu til handhæg,
lítil sléttujárn þá taka þau samt
pláss og stela frá þér tíma. Það er
hvort eð er vita vonlaust að halda
hárinu sléttu í hita og raka og þú
færð þér daglegan sundsprett
hvort eð er. Taktu hárið upp með
fallegum spennum og klemmum
og leyfðu náttúrulegum liðum og
óstýrilátum lokkum að njóta sín,
þá líturðu einmitt út fyrir að vera
afslöppuð kona í fríi!