Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 36
Í eina tíð var það keppikefli ungmenna að eignast hljóm-flutningstæki, græjur, og þá var mikið í lagt að hafa þærsem bestar, að hljómurinn væri sem bestur. Magnarar
yrðu að vera lampamagnarar, hátalararnir mannhæðarháir
og plötuspilarinn eins og sýningargripur á nýlistasafni. Það
var óneitanlega bylting þegar fyrstu magnararnir komu á
markað þar sem smárar eða transistor leystu lampana af
hólmi, viðhald varð allt einfaldara og hljómurinn ekki síðri,
þótt það sé og verði umdeilt, nánast trúarlegt atriði.
AliExpress þekkja vísast flestir, en svo heitir vefsetur sem
er eins konar verslunarmiðstöð fyrir grúa kínverskra smáfyr-
irtækja sem selja allt milli himins og jarðar, sumt svikið, en
flest annað í fínu lagi. Þar er meðal annars hægt að finna
fjölda lampamagnara, allt frá
heyrnartólsmögnurum sem kosta
niður í um 8.000 kr. upp í magn-
ara sem kosta ríflega 200.000 kr.
og allt þar á milli. Enn meira
framboð er af smáramögnurum,
en þar er verðbilið frá 600 kr. (12
volta, 2x15 W magnari) upp í um
það bil milljón kr.
Að slepptum öllum vangaveltum
um viðgerðarþjónustu og viðhlít-
andi er helsta spurningin nátt-
úrlega hvort eitthvað sé spunnið í græjurnar og mönnum ber
ekki saman – sumir yfir sig ánægðir, ef marka má spjall-
þræði hljómóðra, en aðrir finna þeim flest til foráttu.
Mikið fyrir lítið
Á vafri um vefsetur AliExpress fyrir stuttu rakst ég á magn-
ara í vasastærð, Lepai LP-2020A+ T-flokks magnara, og eft-
ir að hafa lesið mér til um hann ákvað ég að kaupa mér einn
slíkan til að kanna gæðin, kostaði ekki nema um 3.000 kr. og
enginn sendingarkostnaður.
Magnarinn skilaði sér og með straumbreyti, en einna helst
höfðu menn kvartað yfir því að innihald pakka frá AliEx-
press væri ekki alltaf það sem sjá má á kaupsíðunni. Hann
er minni en ég átti von á, svo lítill reyndar að maður trúir
því varla að þetta sé alvörumagnari, en það kemur fljótt í
ljós þegar stungið er í samband. Hljómur í magnaranum er
prýðilegur, reyndar mjög góður og þá án þess að litið sé til
þess hve lítil og ódýr græjan er. (Ef það er tekið með í
reikninginn er hljómurinn frábær.)
Húsið á magnaranum er ekki nema 12x15x4 cm að stærð
og fislétt, nema hvað, svo það borgar sig að festa það, til að
mynda skrúfa það fast.
Hann er 2x20 W RMS, tíðnisvið 20 Hz - 20 kHz og inn-
gangsmótstaða 47 K Ohm. Á bakinu er RCA-tengi en líka 3,5
mm víðómstengi fyrir spilastokka og farsíma og ámóta, Þar
eru líka hátalaratengi. Á framhlið er straumhnappur og eins
til að hækka og lækka, en lika tveir hnappar til að tónstilla.
Með fylgir straumbreytir eins og getið er, en þar sem magn-
arinn tekur 12 volta spennu er hægt að nota hann í bíl eða
bát til að mynda.
Niðurstaðan úr öllu saman er svo að já, það er hægt að
kaupa sér hljómtæki fyrir lítið og já, þau geta hljómað vel,
mjög vel reyndar.
MAGNARI Í VASANN
ALMENNILEGIR MAGNARAR EIGA AÐ
VERA STÓRIR OG ÞUNGIR OG DÝRIR –
EÐA HVAÐ? ÖRSMÁR OG HRÆÓDÝR KÍN-
VERSKUR MAGNARI SETUR ÞESSI VIÐ-
TEKNU SANNINDI Í ANNAÐ LJÓS.
* Eins og fram kemur ítextanum og sést líka á
myndinni hér fyrir ofan, sem
er nánast í raunstærð, er
Lepai LP-2020A+ magnarinn
lítill, pínulítill reyndar
(12x15x4 sm að stærð), og
hann er líka fisléttur (280 g).
Það kemur því varla á óvart
að á hliðum hans eru raufar
til að skrúfa hann fastan,
enda fer allt af stað þegar
hækkað er og lækkað. Og
nei, það er engin fjarstýring
fáanleg. Þetta auðveldar
náttúrlega líka að nota
magnarann í bát eða bíl eða
hvaða farartæki sem er.
* Alibaba Group á ogrekur meðal annars AliEx-
press og Alipay sem tekur
við greiðslum á AliExpress
(helmingurinn af allri net-
verslun í Kína fer í gegnum
Alipay). Fyrirtækin á AliEx-
press eru eins ólík og þau
eru mörg, sum traustins
verð, önnur skuggafyrirtæki
sem selja falsaða vöru. Þar
er líka hægt að gera stærri
kaup. Varningurinn er alla
jafna í lagi, en líka ótal dæmi
um að fólk hafi fengið föt í
sérkennilegum stærðum og
litum, raftæki sem eru í raun
einnota og svo má telja.
Græjan
ÁRNI
MATTHÍASSON
Í ljósi þess að þorri tónlistar sem
fólk hlustar á í dag hljómar
hörmulega vegna þjöppunar þá
kviknar náttúrlega sú spurning
hvort flestum sé ekki sama hvern-
ig músíkin hljómar yfirleitt. Málið
er nefnilega það að um leið og lagi
er snúið á mp3-snið, eða annað
þjöppunarsnið, tapast stór hluti
tónlistarinnar og því meira sem
þjöppunin er meiri. Sama á við um
YouTube, því tónlistin sem þar er
að finna er líka þjöppuð, ekki síst
ef myndskeiðið var sett inn fyrir
2012. Í dag er tónlistin við 1080p
og 720p myndskeið þjöppuð nið-
ur i 192 kb á sek AAC, sem skilar
reyndar prýðilegum hljómi, en
langtífrá fullkomnum (á geisladiski er tónlistin 1.411,2 kb
á sek (44,1 kHz * 16 bitar * 2 rásir)).
Til er gagnasnið fyrir tónlist sem skilar nánast full-
komnum hljómi, FLAC, Free Lossless Audio Codec, og
hefur verið notað í nokkur ár. Það vill svo til að það er
einmitt sniðið sem Pono notar, nýr spilastokkur sem
Neil Young hyggst markaðssetja í október næstkom-
andi.
SKIPTIR HLJÓMURINN MÁLI?
Þjappað í drasl
Frumgerð Pono spil-
arans – hugarfósturs
Neils Youngs.
Græjur
og tækni *Kymera-fjarstýringin kemur í líki töfrasprota semer innblásinn af Harry Potter-myndunum. Sprot-inn getur lært 13 skipanir og stýrt öllum tækjumfrá sjónvarpi, DVD-spilara til heimabíós. Með þvíað sveifla sprotanum upp má til dæmis hækka ísjónvarpinu, sé honum snúið í heilan hring máskipta um stöð og svo framvegis. Sprotinn kostar75 dollara á amazon.com eða rúmlega 8.500
krónur.
Lampamagnarar voru stórir og þungir, en
þótt smáramagnararnir hafi verið minni voru
þeir líka þungir þar sem orkutapið í þeim
var svo mikið – allt að 80% af rafmagninu
sem þeir tóku til sín breyttist í hita og því
þurfti stórar (og þungar) kæligrindur. Tækn-
in breytti þessu þó með tímanum, A-flokks
magnarar eyddu mestu, B-flokks minna og
AB-flokks enn minna (A og B vísar ekki til
gæða). C-flokks magnarar eru líka til en ekki
notaðir í hljómtækjum, en það eru aftur á
móti D-flokks magnarar og skila bestu raf-
magnsnýtingu og þurfa minnsta kælingu.
Gallinn við D-flokks magnara, og býsna al-
varlegur galli fyrir þá sem dálæti hafa á tón-
list, er að þeir skila ekki sérstaklega góðum
hljómi og alla jafna ekki notaðir nema í tækj-
um þar sem orkunotkun skiptir meira máli
en hljómgæði, eins og til að mynda í spila-
stokkum og farsímum (sem skýrir að hluta
hvers vegna aldrei fæst almennilegur hljóm-
ur úr spilastokki).
Fyrir fimmtán árum sagðist fyrirtækið Tri-
path Technology hafa fundið svar við þessu
og kynnti magnara, sem það kallaði T-flokks
magnara – örlítill og sparneytinn en skilaði
þó svo góðum hljómi að líkja mætti við mun
stærri og dýrari tæki. Menn tóku þessari
uppgötvun fálega þar til þeir heyrðu í mögn-
urum sem byggðust á magnaraeiningum frá
Tripath, TA2020 og TA2024, en þá fóru þeir
líka að gapa, því hljómurinn var einkar góð-
ur og í raun ótrúlega góður miðað við
magnara sem voru ekki miklu stærri en
vindlingapakki. Að því sögðu þá skáka Tri-
path-magnarar ekki mun dýrari lamp-
abræðrum sínum, en komast þó merkilega
nálægt því.
A, B, D OG T
Lengi lifi lamparnir
Þeir sem þekkja lampamagnara kannast við þá notalegu tilfinningu að horfa á þegar kviknar á lömp-
unum, en hljómurinn í þeim virtist batna eftir því sem þeir voru meira notaðir.
Wikimedia/Chris Roddy
Fjarstýring í anda Harry Potter