Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 12
Valdís Gunnarsdóttir segistval-Dalamaður; hún kýssem sagt að búa þar en er
uppalin í höfuðborginni og segist
dæmigerð miðbæjarrotta. Ásdís
Melsteð er hins vegar innfædd í
Búðardal en saman hafa þær tekið
að sér veitingarekstur í Leifsbúð
þar í bæ.
Veitingastaður hefur lengi verið
rekinn í Leifsbúð yfir sumartímann
en nýlega var samið við þær stöll-
ur um að reka kaffihús þar allan
ársins hring. „Þetta er ekki í al-
faraleið en túrisminn hefur aukist
gífurlega á síðustu árum; aukn-
ingin er með ólíkindum. Fáir eru á
ferð í janúar og febrúar en aðra
mánuði eru mjög margir ferða-
menn á svæðinu,“ segir Valdís.
Í Leifsbúð, sem stendur niðri við
höfnina í Búðardal, hefur verið ým-
iskonar starfsemi í gegnum árin.
Húsið var byggt 1899 undir versl-
un og Bogi Sigurðsson var þar
lengi kaupmaður. Síðar var Kaup-
félag Hvammsfjarðar þar um ára-
bil með verslun og er húsið einmitt
kallað Gamla kaupfélagið af mörg-
um heimamanninum.
Eftir endurbætur var húsið
formlega tekið í notkun á nýjan
leik fyrir tæpum áratug og heitið
Leifsbúð tekið upp. Skömmu áður
hafði landafundanna verið minnst
og Leifur heppni mönnum ofarlega
í huga. Í húsinu er landafundasýn-
ing, upplýsingamiðstöð fyrir ferða-
menn og „lítið, kósí kaffihús,“ sem
Ásdís og Valdís reka. „Það á að
verða skemmtilegt mótvægi við
vegasjoppur.“
Valdís hefur komið víða við og
bjó erlendis í tíu ár frá aldamótum
„Mig óraði ekki fyrir því þegar ég
flutti heim 2010 að ég ætti eftir að
flytja út á land, en maðurinn minn,
sem er dýralæknir og hafði unnið
hjá Matvælastofnun, vildi breyta til
og fékk starf hér.“
Þau höfðu engin tengsl vestur í
Dali en þegar spurt er hvernig
henni líkar er Valdís fljót til svars:
„Æðislega! Mér finnst stórkost-
legt að kynnast því að búa á svona
stað. Það sem mest er um vert er
að hér er miklu minni efnishyggja
en fyrir sunnan og það er alveg
dásamlegt að vera laus við slíkt.“
Hún segir þær Ásdísi ekki fara
út í rekstur kaffihúss til þess að
verða ríkar heldur til að láta gott
af sér leiða í fallegu húsi. Þær vilji
taka þátt í að gæða fallegt hús lífi.
„Ég hafði aldreið komið inn á
kaffi- eða veitingahús nema sem
gestur áður en við tókum við hér!
En þetta er skemmtilegt.“
Laxdæla er allt um lykjandi fyr-
ir vestan „og mig langar að gera
meira úr henni fyrir ferðamenn.
En það er ekki bara Laxdæla;
Sturlungar voru hér og Hallgerður
langbrók fæddist á svæðinu. Hér í
Dölunum drýpur sagan af hverju
strái.“
Valdís segir Ameríkana koma í
pílagrímsferðir á slóðir Leifs
heppna en „Íslendingar virðast al-
mennt ekki hafa jafn mikinn
áhuga. Það er merkilegt að Am-
eríkanar eru hér á ferð allan ársins
hring og hópast að Eiríksstöðum.“
BÚÐARDALUR
„Hér í Dölunum drýpur
sagan af hverju strái“
LAXDÆLA ER ALLT UM
LYKJANDI Í DÖLUNUM EN
NÝR VERT Í LEIFSBÚÐ VILL
GERA MEIRA ÚR SÖGUNNI.
Fagurt er í Búðardal, ekki síst í rjómablíðu eins og verið hefur undanfarið. Leifsbúð er niðri við höfnina, lengst til vinstri.
Ljósmynd/Sigrún Pálmadóttir
Ásdís K. Melsteð, til vinstri, og Valdís
Gunnarsdóttir í Leifsbúð.
Ljósmynd/Sigrún Pálmadóttir
„Ferðamönnum sem á Snæfellsnesið
koma fjölgar jafnt og þétt,“ segir
Lydía Fannberg Gunnarsdóttir.
Hún stendur að rekstri Kast Guest-
house að Lýsudal í Staðarsveit á
sunnanverðu Snæfellsnesi. Nú er
verið að stækka gistiheimilið, þar
eru fyrir 16 gistiherbergi og stór sal-
ur en með viðbyggingu bætast ellefu
herbergi við.
Ekkert er því til fyrirstöðu að
taka megi viðbótina í gagnið í júní,
eins og áformað hefur verið. Bygg-
ingin er úr steyptum einingum sem
koma frá BM-Vallá.
„Það eru fleiri að byggja upp gisti-
þjónustu eða aðstöðu fyrir ferða-
menn hér á svæðinu og það veitir
ekkert af slíku,“ segir Lydía. Hún
rekur einnig hestaleigu og tjald-
svæði og þykir aðstaðan þar vera al-
veg til fyrirmyndar.
sbs@mbl.is
STAÐARSVEIT
Fleiri
herbergi í
Lýsudal
Framkvæmdir við stækkun Kast
Guesthouse eru í fullum gangi.
Landið og miðin
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
UM ALLT LAND
RAUFARHÖFN
Þekkingarnet
Þingeyinga í
aufarh
og B
leit
háskól
Raufarh
og snýs
kort af bæn
„Viðkomandi þarf
vinnubrögð og vera
krefjandi verkefni.“
SELFOSS
Á Sunnlenska sveitadeginu
Selfossi í dag, laugardag 3.
milli kl 15 og 16 mun Böð
Pálsson á Búrfelli bjóða u
hvítan kvígukálf sem Guð
Jónsdóttir bóndi á Læk án
minningar um mann sinn sem
lést úr krabbameini í fyrra
frá eiginkonu og fjórum b
alhvítur og eru slíkir gripi
uppboðinu rennur til umb
göngudeildar krabbamein
Heilbrigðisstofnun Suðurl
AKUREYRI
Nýr Lambi,
skáli
Ferðafélags
Akureyrar,
er nú
kominn á sinn stað á Glerárdal í
stað þess gamla. Húsið var smíðað á
Akureyri og flutt í tveimur hlutum;
meginskálinn á miðvikudaginn og
forstofan daginn eftir.
H
REYKHÓLAR
Fjórða barnið bættist
í hópinn hjá Báru
Borg Smáradóttur
og Bjarka Stefáni
Jónssyni á
Gróustöðum við
Gilsfjörð þann 14. apríl, að r segir á
Reykhólavefnum. Það var úlka en bræður
hennar eru Sumarliði Gilsfjörð, 8 ára,
Smári Gilsfjörð, 5 ára, og r Gilsfjörð,
tveggja og hálfs árs. Þessi
í Reykhólahreppi er nítján
Margrétar í Borg í Reykhó
fimmtán þeirra búsett í R
* Er ekki farið að örla á elli þegar maður vaknarfyrir allar aldir einungis til þess að pissa oglesa blöðin? Spyr sá sem ekki veit.
Hallgrímur Ólafsson leikari spyr stórt á Facebook.
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014