Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Blaðsíða 51
4.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
notast við. Það má reikna með að
þetta hafi fyrst og fremst verið
gert með leitarvélar í huga, en fyr-
irtæki af þessari stærðargráðu vill
væntanlega sitja efst yfir leitarnið-
urstöðu hjá Google fyrir þetta vin-
sæla leitarorð.
11-10 Slots.com - $ 5.500.000
Þetta lén fór á uppboð árið 2009,
en seldist ekki. Það var netleikja-
fyrirtæki sem kallast Bodot sem
keypti það í beinni sölu í framhald-
inu til að hýsa fjárhættuspil á net-
inu. Eigandi fyrirtækisins sagði í
fréttatilkynningu að á þessu verði
teldi hann fyrirtækið hafa stolið
léninu, enda velta fjárhættuspil á
netinu umtalsverðum fjárhæðum
og því eftir miklu að sækjast.
11-10 Casino.com - $5.500.000
Ef Slots.com er rúmlega fimm
milljóna dollara virði, þá hlýtur
Casino.com að vera að minnsta
kosti jafn mikils virði. Það var fjár-
hættuspilafyrirtæki á Gíbraltar
sem keypti þetta lén árið 2007, og
má reikna með að það hafi marg-
borgað sig.
9 Beer.com - $7.000.000
Saga lénsins Beer.com er sérstök.
Það var fyrst skráð árið 1993 af
manni sem heitir Bill Fisher. Hann
skráði einnig lénin Budweiser.com
og Guinness.com. Fyrir þau lén
fékk hann á sínum tíma 25 kassa
af Budweiser og ferð til Írlands
fyrir tvo, frá viðkomandi fyr-
irtækjum. Færri sáu þó verðmæti í
léninu Beer.com framan af. Árið
2004 var það selt fyrir litla $80.000.
Nokkrum mánuðum síðar var það
endurselt fyrir $7.000.000, sem
flestum þætti ágæt ávöxtun. Það
merkilega við þessa rándýru fjár-
festingu er þó að hún stendur auð.
Ef þú slærð inn Beer.com, þá tek-
ur ekkert við þér annað en hvítur
skjár.
8-7 Diamonds.com - $7.500.000
Ef það er eitthvað sem er dýrara
en áfengi (í það minnsta hérlendis)
þá eru það demantar. Það var
skartgripasali frá Evrópu sem
keypti lénið, en hann hafði þá þeg-
ar rekið blómlega skartgripaversl-
un á vefnum Ice.com. Það er bara
eitthvað við það að eiga lénið fyrir
vöruna sem þú ert að selja.
8-7 Business.com - $7.500.000
Business.com er fyrsta almenna
leitarorðið sem seldist fyrir háar
upphæðir, en það var selt fyrir sjö
og hálfa milljón dollara árið 2009.
Það var keypt til þess að hýsa fyr-
irtækjaskrá og keppa við skráning-
arsíður á borð við Yellowpages.com
(seinna Yp.com).
6 Fb.com - $8.500.000
Facebook keypti lénið Fb.com af
samtökunum American Farm Bu-
reau Federation árið 2010. Þó að
lítil hætta sé á ruglingi á þessum
tveimur lénum, þá sá Facebook sér
hag í að kaupa lénið til þess að
nota til að stytta vefsíðuslóðir á
Facebook, sérstaklega þegar þeim
er deilt í gegnum samfélagsmiðla á
borð við Twitter. Það er munur á
að deila fb.com/mbl eða Facebook-
.com/Morgunbladid, svo dæmi sé
tekið.
5 Porn.com - $9.500.000
Klám er ein fyrirferðarmesta sölu-
varan á netinu og leitartraffík með
lykilorð tengd klámi er gríðarleg,
en það hefur löngum verið sú
„vara“ sem mest er leitað eftir á
netinu samkvæmt Google. Það þarf
því engan að undra að þetta lén
hafi farið á stórfé þegar það var
selt árið 2007.
4 Fund.com - $9.900.000
Þetta lén var keypt til að hýsa
fjármálaþjónustu af einhverjum
toga samkvæmt upplýsingum um
viðskiptin á sínum tíma. Enginn
veit þó raunar hvað nákvæmlega á
að vera á þessu léni, því það stend-
ur autt, líkt og Beer.com. En 10
milljónir dollara eru lítið verð fyrir
hvíta vefsíðu.
3 Sex.com - $13.000.000
Kynlíf selur, þetta er gömul klisja
og ný. Árið 1994 skráði maður að
nafni Gary Kremen þetta lén, en
hann átti einnig vinsæla stefnu-
mótasíðu sem heitir Match.com.
Árið 1995 svindlaði maður að nafni
Stephen Cohen lénið úr höndum
Kremens með því að falsa bréf og
faxsendingar til skráningaraðila
lénsins. Það tók fimm ár í rétt-
arsölum fyrir Kremen að fá lénið
til baka. Hann fékk reyndar $40
milljónir í skaðabætur þegar upp
var staðið, en lénið velti þá í kring-
um hálfri milljón dollara á mánuði
í gegnum auglýsingasölu. Það þarf
því vart að koma á óvart að Sex-
.com var eitt dýrasta lén sögunnar
þegar það var keypt árið 2010. Það
merkilega við þá sölu er því mögu-
lega að það var keypt úr þrotabúi
gjaldþrota fyrirtækis. Líklega er
rétt að ganga ekki að klámpening-
unum of vísum.
2 Insure.com - $16.000.000
Insure.com er tryggingamiðlun
sem selur tryggingar frá mörgum
ólíkum tryggingarfyrirtækjum og
hjálpar neytendum að finna hvað
hentar þeim best. Tryggingabrans-
inn hefur löngum þótt æði harður í
Bandaríkjunum og því kemur vart
á óvart að þetta lén hafi sótt meira
en lastarlén tengd bæði fjár-
hættuspilum, áfengi og klámi, eða
hvað?
1 Vacationrentals.com - $35.000.000
Í sögu viðskipta með lén er salan á
Vacationrentals.com ein sú skrýtn-
asta. Það var fyrirtækið Homea-
way.com, sem keypti lénið á metfé
árið 2007. Það var þá þegar eitt af
leiðandi fyrirtækjum heimsins í að
framleigja íbúðir einstaklinga yfir
sumarleyfistímann, líkt og Airbnb
gerir. Fyrirtækið hafði safnað um
400 milljónum dollara frá fjár-
festum til frekari viðskiptaþróunar.
Forstjóri fyrirtækisins sagði í fyr-
irlestri nýlega að fyrir þessa pen-
inga hefði hann meðal annars
ákveðið að kaupa lénið Vacation-
rentals.com til þess eins að passa
að það hafnaði ekki í höndunum á
Expedia, eða öðrum samkeppnisað-
ilum. Bara svona ef ske kynni. Það
er raunar fátt sem bendir til þess
að Vacationrentals.com væri aug-
ljóst lén fyrir samkeppnisaðila, eða
að Expedia eða önnur fyrirtæki
hefðu raunverulega verið að spá í
að fara í samkeppni við Homea-
way.com, en það er alltaf betra að
byrgja brunninn.
* Á topp 20 listanum mámeðal annars finnalén fyrir vef sem sérhæfir sig
í sölu á gjafabréfum
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
Við bjóðum
upp á 6 mánaða
vaxtalausar létt-
greiðslur
Visa og Euro!
Grillflötur 450x470 mm
2 brennarar
79.900KR.
CHAR-BROIL GASGRILL
Léttgreiðslur 13.317 KR. í 6 mán.
Grillflötur 670x470 mm
3 brennarar
129.900KR.
CHAR-BROIL GASGRILL
Léttgreiðslur 21.650 KR. í 6 mán.
Grillflötur 790x470 mm
4 brennarar
159.000KR.
CHAR-BROIL GASGRILL
Léttgreiðslur 26.500 KR. í 6 mán.
Grillflötur 280x440 mm
1 brennari
39.900KR.
CHAR-BROIL X200
FERÐAGASGRILL
Léttgreiðslur6.650 KR. í 6 mán.