Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Page 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.5. 2014 Svar: Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Það er alltaf neyðarbrauð að setja lög á verk- fallsaðgerðir. Atli Rafn Kristinsson, 66 ára. Svar: Ég hef bara enga skoðun á þessu máli. Sjálfur er ég ekki flughræddur og treysti þessum mönnum að gera rétt hvort sem það er í háloftunum eða á jörðu niðri. Daníel Guðlaugsson, 19 ára. Svar: Mér finnst það ekki sanngjarnt að setja lög á verkfall ef þeir eru að berjast fyrir hærri launum. Karen Gestsdóttir, 26 ára. Svar: Ég hef samúð með flugmönnum því þeir bera mikla ábyrgð. Þeir eru engir há- launamenn – ekki miðað við ábyrgð þeirra og vinnu. Maren Ármannsdóttir, 65 ára, og Ómar, 12 ára. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. HVAÐ FINNST ÞÉR UM VERKFALL FLUGMANNA OG VERKFALLSLÖGIN? Margrét Vilhjálmsdóttir leik- kona fær draum sinn um að vinna með listamönnum frá Grænlandi og Fær- eyjum loks uppfylltan á Listahátíð í Reykjavík Menning 54 Í BLAÐINU MEÐALLAUN Í MAÍ 2013 Heimild: Icelandair (upphæðir sýna heildarlaun á mánuði) Flugmenn og flugstjórar Flugfreyjur 1.125.000 kr. 547.000 kr. Morgunblaðið/Kristinn BJÖRN BRAGI ARNARSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Hver er versti brandari sem þú hefur sagt? Ég var að greiða fyrir matinn á veitingastað um daginn. Afgreiðslustúlkan sagði: „Það er 1990.“ Ég svaraði: „Bíddu nei, er ekki 2014?“ Henni stökk ekki bros. Var erfitt að stíga á svið í fyrsta sinn og segja brandara? Það var svolítið stressandi já, en alveg hrikalega skemmtilegt líka. Finnur þú fyrir frægðinni? Ég lendi stundum í því að ókunnugt fólk tjaldar í garð- inum hjá mér í von um að sjá mig með berum augum þegar ég fer út úr húsi á morgnana. Að öðru leyti er ég góður bara. Þú spilaðir fótbolta með Fylki í gamla daga. Varstu góður? Menn töluðu um að ég yrði næsti Baldur Þór Bjarnason. Það má deila um hvort það sé gott eða slæmt. Ætlar þú að vera duglegur að mæta á völlinn í sumar? Já, ekki spurning. Fylkisliðinu gengur betur þegar það finnur fyrir nærveru minni. Þú varst mikill frímerkjasafnari á þínum yngri árum. Áttir þú stórt safn? Þetta átti að vera vel falið leyndarmál! Ég átti vissulega stórt frímerkjasafn. Svo hætti að vera kúl að safna frímerkjum þann- ig að í dag safnar það ryki uppi á háalofti hjá foreldrum mínum. Þú verður gestgjafinn í HM stofu RÚV. Hverjir verða heimsmeistarar? Belgar. Gettu betur, Týnda kynslóðin, Mið-Ísland eða HM? Strákarnir í Mið-Íslandi eru önnur fjölskylda mín. En allt eru þetta mjög skemmtileg verkefni og forréttindi að vinna með öllu því fólki sem hefur unnið að þeim með mér. Fyndinn frí- merkjasafnari Forsíðumyndina tók Kristinn Hvítur er einn aðallitur sumarsins en hvítt við hvítt var áberandi á tískusýningum helstu hönn- uða heims fyrir sumarið 2014. Nú er lag að ná sér í fallega hvíta flík fyrir sumarið sem smellpassar við sól- kyssta húð. Tíska 42 Cheerios-hringir, spaghettí, tannstönglar og annað sem finna má í eldhúsinu getur verið fyrirtaks efniviður í föndur með þeim yngstu. Fjöl- skyldan 16 Grínistinn og sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson fagnaði fimm ára afmæli grínhópsins Mið-Íslands um síðustu helgi. Hann verður einnig tíður gestur í stofum landsmanna í sumar því hann verður gestgjafi HM stofu RÚV. Ragnheiður Guðmundsdóttir bjó á Indlandi í hálft ár og dreymir nú um að bjóða Íslendingum upp á æv- intýraferðir til Indlands. Ferðalög 18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.