Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.5. 2014 Í vikunni voru sett lög á flugmenn. Verkfallþeirra hafi skaðað þjóðarhag og auk þess séuflugmenn hálaunamenn sem ekki hafi siðferði- legan rétt á því að beita verkfallsvopni sjálfum sér til framdráttar – á kostnað annarra. Þannig var talað í Alþingi. Um síðustu áramót voru áhöld um hvort lág- launafólk færi í verkfall. Þar á bæ voru launin undir tvö hundruð þúsundum og var krafan um að þoka þeim upp á við. Menn tóku bakföll. Sérstaklega höfðu milljóna- króna-forstjórarnir uppi stór orð um að stöð- ugleikanum yrði ógnað ef lágu launin yrðu hækkuð. Mig grunar þó að forstjóratalið hafi ekki end- urspeglað almennan vilja þjóðarinnar. Því má spyrja hvort sett hefðu verði lög á verkfall ef sam- tök láglaunafólks hefðu stöðvað flugið. Sennilega hefði það verið gert, en stjórnvöld hefðu síður komist upp með það gagnvart almenn- ingi. Fólki hefði fundist lagasetning ranglát. Það er nefnilega siðferðilegur þráður í þessari umræðu. Almennt getur fólk, hygg ég, fallist á að launafólk skuli hafa rétt til þess að leggja niður vinnu ef kjörin eru óásættanleg. Og verkfalls- vopnið held ég að flestir vilji að sé til staðar sem öryggisventill í réttlátri kjarabaráttu. En það eru líka lykilhugtökin, réttlát kjarabarátta. Hvað með að hugsa verkfallsréttinn upp á nýtt eins og kallað var eftir á Alþingi? Já, gerum það endilega. Ég legg til að í stað þess að semja um hækkun lægstu launa semjum við um leyfilegan kjaramun í launakerfunum. Setjum svo að samið yrði um að sá hæst launaði mætti aldrei hafa meira en þreföld laun hins lægsta. Ef sá hæsti ætlaði síðan að knýja fram kjarabætur með verk- falli umfram þennan ramma, skoðaðist slíkt ólög- legt. Ég myndi samþykkja þetta. Mér býður í grun að forstjóri Icelandair, sem jafnframt er formaður Samtaka atvinnulífsins, myndi hætta að hneykslast á kjarabaráttu lág- launafólks. Hans kjör væru nú vísitölubundin við hlaðmanninn í Leifsstöð. Ef menn eru til í þessa vegferð skal ég taka þátt í að ræða um endur- skoðun á verkfallsrétti. En gæti þetta gerst? Jákvæð teikn eru á lofti. Finnair ætlaði að lækka kjör flugáhafna um fimmtung. Þjóðarhagur í húfi sögðu forstjórar og stjórnvöld. Verkfalli var hótað – nema forstjór- arnir lækkuðu eigin bónusa. Fallið var frá launa- lækkun – alla vega í bili. Húrra segi ég. En réttlátur kjaraheimur er fjarri því að vera veruleikinn. Þess vegna verður verkfallsvopnið ekki gefið eftir. Réttindi launafólks – afrakstur hundrað ára baráttu – eru í húfi. Þess vegna greiddi ég atkvæði gegn lögum á flugmenn. Að hugsa verkfallsréttinn upp á nýtt *Ég legg til að í stað þessað semja um hækkunlægstu launa semjum við um leyfilegan kjaramun í launa- kerfunum. Setjum svo að sam- ið yrði um að sá hæst launaði mætti aldrei hafa meira en þreföld laun hins lægsta. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, viðurkenndi á Facebook að hann væri ekki alveg nógu ánægð- ur með iðju sína þann daginn. „Í staðinn fyrir að vera að vinna er ég allt í einu byrj- aður að skoða myndir af ælupok- um. Helvítis internet - það ætti að banna það!“ sagði doktorinn, lík- lega meira í gríni en alvöru þó. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir laganemi með meiru greindi frá sumarstarfinu sínu á Facebo- ok á föstudag: „Í sumar verð ég lög- reglukona í umdæmi lög- reglunnar á Hvolsvelli. Stefnir í frá- bært og mjög lærdómsríkt sumar.“ Áslaug Arna birti mynd af sér í fullum skrúða og fékk mikil við- brögð frá vinum sínum á Face- book. Framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, Soffía Sigurgeirs- dóttir, var ánægð með afrakstur vikunnar og sagði frá mikilvægu skrefi á Facebook- síðu sinni. „Mikil hamingja ríkir á skrifstofu UN Women en við tókum þátt í því að koma á Hvatn- ingaverðlaunum jafnréttismála í samstarfi við atvinnu- og nýsköp- unarráðuneytið, Festu og Samtök atvinnulífsins. Þau verða afhent í fyrsta sinn þann 27. maí næstkom- andi.“ Quarashi-liðinn Sölvi Blöndal er ánægður með nýjustu afurð sveitarinnar, lagið Rock on, sem er nýkomið í spilun. Sagt var frá því á dögunum að Quarashi kæmi saman á ný á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. „Ég er fá- ránlega stoltur af þessu lagi… stoltur af stöffinu, artworkinu… öllu helvítis klabbinu… bestu vin- um mínum sem ég er svo heppinn að þekkja og vinna með… ROCK ON.“ AF NETINU Rokksveitin Sólstafir lék á sínum fyrstu tónleikum í Norður-Ameríku á fimmtudag, en sveitin er nú í snarpri tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada. Fyrstu tónleikar ferðarinnar voru haldnir í Toronto í Kanada. Sveitin spilar þétt í ferðinni, heldur alls fimm tónleika á jafnmörgum dögum frá fimmtudegi til mánudags og slær svo lokatóninn vestra með sjöttu tónleikunum um næstu helgi. Eftir tónleikana í Toronto á fimmtudag hélt sveitin rakleitt upp í rútu til New York borgar þar sem hún kom fram á tónleikum í Brooklyn. Sólstafir spila í borginni Philadelpiu á laugardag, í Boston á sunnudag og í bænum Springfield í Virginiu á mánudag. Lokahnykkur ferðarinnar er svo þegar sveitin kemur fram á tónlistarhátíð- inni Maryland Deathfest í Baltimore næstkomandi föstudag 23. maí. Hátíðin er sögð stærsta þungarokkshátíð í Bandaríkjunum en um 80 hljómsveitir koma fram á hátíðinni sem stendur yfir í fjóra daga. Sólstafir eru fyrsta íslenska hljómsveitin til að spila á hátíðinni. Maryland Deathfest er nú haldin í ellefta sinn en aðstandendur hennar hafa það að markmiði að flytja til Bandaríkjanna bestu og mest ögrandi sveitir á þessu sviði tónlistar í heiminum hverju sinni. Rokksveitin Sólstafir eru nú á sínu fyrsta tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Kanada. Morgunblaðið/RAX Sólstafir í Vesturheimi FYRSTA ÍSLENSKA HLJÓMSVEITIN SEM SPILAR Á STÆRSTU ÞUNGAROKKSHÁTÍÐ BANDARÍKJANNA, MARYLAND DEATHFEST Vettvangur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.