Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.5. 2014 Fjölskyldan Hvað og hvenær? Flugdrekagerð í Borgarbókasafni Reykjavíkur,Tryggvagötu 15, sunnudag kl. 15. Nánar: Fjölskyldur fá tækifæri til að búa til glæsilega flugdreka í um- sjón Jóns Víðis. Allt efni í föndrið er á staðnum og þátttaka ókeypis. Búum til flugdreka saman SKEMMTILEGIR LEIKIR SEM HALDA ÞEIM YNGSTU EINBEITTUM OG UPPTEKNUM Sniðugt föndur fyrir litla fingur Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞAÐ ER SJALDAN DAUÐUR TÍMI Í KRINGUM YNGSTU BÖRNIN. ÞAU HAFA GAMAN AF ÞVÍ AÐ DUNDA SÉR VIÐ ÝMISLEGT SEM ÞYKIR KREFJANDI FYRIR ÞEIRRA ALDUR OG ÞVÍ TILVALIÐ AÐ ÚTBÚA EITTHVAÐ ÖÐRU- VÍSI OG SKEMMTILEGT FYRIR ÞAU AÐ GERA. HÉR ERU TILLÖGUR AÐ ÞRENNS KONAR FRÁBÆRUM HEIMA- GERÐUM LEIKJUM FYRIR TVEGGJA TIL ÞRIGGJA ÁRA BÖRN SEM FORELDRAR ÞURFA EKKI AÐ HAFA MIKIÐ FYRIR OG KOSTAR LÍTIÐ AÐ BÚA TIL. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Spaghettí-leikurinn Efni sem þarf: Spaghettí, óeldað Gamall kryddstaukur Aðferð: Brjóttu spaghettíið í minni bita og sýndu barninu hvernig þarf að taka upp eitt spaghettí í einu og miða því ofan í gatið. Bílabraut í pappakassann Efni sem þarf: Gamall pappakassi, helst grunnur, plastbox eða jafnvel bali Örlítið af mold, sandi eða möl eða allt í bland Litlir bílar eða gröfur Fata og skófla Aðferð: Hjálpið barninu að setja moldina, sandinn og mölina í kassann með fötunni. Þannig er hægt að búa til vinnusvæði fyrir gröfurnar og bílana. Börn í leikskólanum Austurkór dunda sér hér við að föndra. Það þarf ekki að vera flókið að búa til eitthvað sniðugt að gera fyrir þau yngstu. Cheerios-leikurinn Efni sem þarf: Leir Tannstönglar (má einnig nota spaghettí) Cheerios Aðferð: Búið til stóra kúlu úr leirnum (ef til vill nokkrar) og stingið tannstönglum í leirinn. Sýnið barninu hvernig raða á Cheerios-hringjunum á tannstönglana.1 2 3

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.