Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk *Ferðalög þvert yfir heiminn með tilheyrandieldsneytisbrennslu eru ekki sérlega hagfelldumhverfinu. Á vefnum www.ecotourism.orgmá fræðast um svokallaða visthæfa ferða-mennsku. Hún felur í sér að ferðamaður leit-ast við að vera ábyrgur í sínum ferðalögumog að ferðalögin dragi ekki úr lífsgæðum íbúa eða gangi um of á náttúru í því landi sem heimsótt er. Hvað er visthæf ferðamennska? R agnheiður Guðmundsdóttir kynntist fjallamennsku í björgunarsveitinni Ársæli á Seltjarnarnesi og fékk brennandi áhuga á viðfangsefninu. Hún starfaði í kjölfarið hjá Íslensk- um fjallaleiðsögumönnum og kynnt- ist þar Indverjanum Satyabrata Dan og fór í framhaldinu utan til náms. Satyabrata Dan hefur klifið alla sjö hæstu tinda heims, farið á bæði norður- og suðurpólinn og klifið Mount Everest nokkrum sinnum. „Hann vinnur nú sem leiðsögu- maður fólks sem gengur á fjöll og benti mér á skólann sem ég fór í, Nehru Institute of Mountain- eering,“ segir Ragnheiður. „Þó að ég hefði grunn í fjalla- mennsku fór ég á grunnnámskeið, sem var í raun framan af upprifjun á því sem ég var þegar búin að læra en svo var líka farið í hluti sem ekki eru kenndir í björgunar- sveitinni. Okkur var til dæmis kennt hvernig hægt er að bjarga sér uppi í fjöllunum með sem minnstan búnað meðferðis.“ Ragnheiður segist ekki vita til þess að annar Íslendingur hafi numið við Nehru-skólann áður. „Ég hef fundið fyrir ákveðnum for- dómum gagnvart svona námi í Asíu og margir halda að þarna sé ekki kennt í samræmi við þá staðla sem við erum vön. Það er mikill mis- skilningur og í þennan skóla fara til dæmis flestir Sjerpar sem eru leið- sögumenn sem og aðrir sem vinna í í Himalaya-fjöllunum.“ Ragnheiður segir skólann m.a. rekinn af ind- verska hernum. „Aginn var mikill; mér leið stundum eins og ég væri komin í herinn! En þarna gafst tækifæri til að ganga upp á fjöll, stunda klettaklifur og ísklifur og fleira; að upplifa Himalaya-fjöllin, fyrir brot af þeim kostnaði sem þarf að greiða fyrir slíkar ferðir.“ Námskeið í einn mánuð með fullu fæði og öllum búnaði kostaði Ragn- heiði 650 dollara, andvirði um 75 þúsund króna. Að námskeiðinu loknu fékk Ragnheiður vinnu hjá flúðasiglingafyrirtæki. Þar kynntist hún kærastanum sínum, Ravi, sem er uppalinn við rætur Himalaya. „Þegar ég byrjaði hjá fyrirtækinu var hann aðalleiðsögumaður og var látinn kenna mér að verða leið- sögumaður í flúðasiglingum. Ég held reyndar að ég hafi ekki lært neitt rosalega mikið vegna þess að ég var svo upptekin við að vera ást- fangin af honum!“ Um svipað leyti kynntist Ragn- heiður öðrum manni á kajakhátíð á Ganges fljóti og fékk vinnu hjá honum: við flúðasiglingar í Skaga- firði, þar sem hún starfar í sumar. Heimurinn er ekki stór! Ragnheiður heldur utan á ný með haustinu, fer í annan skóla og hyggst einnig starfa með Ravi sem hefur komið á fót eigin fyrirtæki – www.royalejourne.com – sem býður upp á ævintýraferðir um norður- hluta Indlands. „Við stefnum að því að fá Íslendinga út, í samstarfi við Erlu Þórdísi Traustadóttir hjá Fjallhalla sem er nýtt ferðafyrir- tæki á Íslandi, og höfðum til þeirra sem vilja ævintýraferðamennsku; fjallagöngur og flúðasiglingar. Flestir sem fara til Indlands vilja kynna sér menninguna, sjá fólkið og fallegu litina en ekki virðist mörgum detta í hug að skoða landslagið og náttúruna sem Ind- land hefur upp á bjóða.“ Mikið er um þesskonar ferðir í Nepal, þar sem finna má fjölda gistiheimila, en því er ekki að heilsa þar sem þau verða starfandi. „Á Norður-Indlandi er þetta miklu frumstæðara, engin gistiheimili en við munum gista heima hjá venju- legu fólki uppi í fjöllunum. Það er mjög mikil upplifun.“ FJALLAMENNSKA OG FLÚÐASIGLINGAR Ævintýri á Indlandi RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR BJÓ Á INDLANDI Í HÁLFT ÁR, NAM FJALLAMENNSKU OG STARFAÐI HJÁ FYRIRTÆKI SEM GERIR ÚT Á ÆVINTÝRAFERÐAMENNSKU Í NORÐUR- HLUTA LANDSINS. ÞAR KYNNTIST HÚN KÆRASTANUM SÍNUM OG SAMAN STEFNA ÞAU AÐ ÞVÍ AÐ BJÓÐA ÍSLENDINGUM UPP Á ÆVINTÝRAFERÐIR UM INDLAND. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Ragnheiður og félagar hennar á fjallanámskeiði í norðurhluta Indlands. Hópur í flúðasiglingum á Ganges. Ravi, unnusti Ragnheiðar, fremst fyrir miðju. Ragnheiður í þorpinu Chopta sem er í 4.000 m hæð yfir sjávarmáli. Ragnheiður eftir góðan túr við flúða- siglingar á Gangesfljótinu. Brúin Laxman Jhula sem liggur yfir Gangesfljótið, þar sem vinsælt er að stunda flúðasiglingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.