Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Page 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Page 57
18.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Á sunnudaginn klukkan 17 koma Hallveig Rúnars- dóttir sópran, Sigríður Að- alsteinsdóttir messósópran og Birna Hallgrímsdóttir píanóleikari fram í tónleikaröðinni áhugaverðu „Perlur íslenskra sönglaga“ í Kalda- lóni. 2 Tónlistarunnendur ættu að steðja í Langholtskirkju á laugardag þar sem klukkan 16 hefst flutningur á hinni mikilfenglegu Mattheusarpassíu eftir J.S. Bach. Flutningurinn er í tilefni af 50 ára starfsafmæli Jóns Stefánssonar, stjórnanda Kórs Langholtskirkju. Benedikt Kristjánsson syngur hlutverk guðspjallamannsins. 4 Á sunnudag klukkan 15 held- ur Chrissie Telma Guð- mundsdóttir útskriftar- tónleika í Salnum í Kópavogi en hún útskrifast með Bmus-gráðu í fiðluleik frá tónlistardeild Listahá- skóla Íslands í vor. 5 Um helgina eru þrjár sýn- ingar á leikverki Kristjáns Ingimarssonar og félaga, BLAM!, sem hefur aftur verið tekið til sýninga í Borgarleik- húsinu. Þeir sem séð hafa hrífast allir af markvissum ærslunum og hama- ganginum og hefur verkið verið sýnt víða um lönd við afar góðar viðtökur. 3 Áhugafólk um kvikmyndir ætti ekki að láta Vonarstræti, nýjustu íslensku kvikmyndina fram hjá sér fara. Rýnir Morg- unblaðsins gaf henni fjórar og hálfa stjörnu og sagði þessa nýju „íslensku kvikmyndavon [vísa] bjartan veg til framtíðar.“ MÆLT MEÐ 1 The Five Live Lo Fi er heiti myndlist-arsýningar í fjórum þáttum, sem verðuropnuð fjórum sinnum í Gallerí Kling & Bang á Listahátíð. Fyrsta opnunin er á fimmtudagskvöldið kemur, sú næsta á laugar- dag og tvær til í vikunni á eftir. Að verkefninu kemur listadúó frá New York, sem kallar sig E.S.P. TV, og fjórir íslenskir listamenn, þau Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Helgi Örn Pétursson, Rebekka Moran og Ás- dís Sif Gunnarsdóttir. Setja þau upp stað- bundna gjörninga á hverri opnun sem eru teknir upp af sjónvarpsstöð bandarísku lista- mannanna. Áhorfendur fylgjast með gjörning- unum, þar sem hver er eins og rödd sem spinnur einn þráð en síðan kemur sá næsti með nýjan þráð sem spinnst saman við þann fyrsta, og koll af kolli. Í framhaldinu verða upptökurnar sýndar í galleríinu. „Bandarísku listamennirnir eru með sjón- varpsstöð á netinu og þegar þau fara af stað og halda sýningar þá vinna þau með lista- mönnum á hverjum stað og taka upp sjón- varpsþáttaröð með þeim, fyrir framan „green screen“,“ segir Ásdís Sif. „Hvert okkar er með sýningaropnun, hún er kvikmynduð og útkom- unni varpað upp jafn óðum. Performansinn er tekinn upp og sýndur um leið. Kolbeinn Hugi byrjar fyrsta kvöldið en eitt kvöldið erum við öll saman; þetta er myndlistarsýning, perform- ans og upptaka, allt á sama tíma.“ Hún bætir við að vegna myndvinnslunnar verði listamenn- irnir að klæðast einhverju grænu og þá verði innsetningin að vera græn að einhverju leyti. „Hver gjörningur er einn til tveir klukku- tímar. Fólk getur komið og farið á meðan, þetta eru ekki verk með ákveðið upphaf og endi, og við erum ólíkir listamenn og sýningarnar því ólíkar.“ Hvað mun Ásdís Sif gera? „Ég verð með tveggja tíma performans þar sem ég fer með ljóð en um leið verður ákveðin umbreyting í annan karakter. Eftir 31. maí verður hægt að skoða allar upptökurnar í Kling & Bang. Þetta er mjög spennandi verk- efni,“ segir hún. efi@mbl.is THE FIVE LIVE LO FI Í KLING & BANG GALLERÍI Á LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK „Performans og upptaka“ „ÞETTA ER MJÖG SPENNANDI VERK- EFNI,“ SEGIR ÁSDÍS SIF UM SAM- STARF ÍSLENSKRA OG BANDA- RÍSKRA LISTAMANNA. Gjörningar listamanna verða teknir upp af sjónvarpsstöð þeirra bandarísku og sýndir í galleríinu. „Ég var nú skammaður svolítið en það var allt í lagi, það hafði engin áhrif á mig, breytti mér ekki neitt,“ segir Atli Heimir. Morgunblaðið/Kristinn Á fimmtudagskvöldið kemur leikur Kamm- ersveit Reykjavíkur á opnunartónleikum Listahátíðar í Hörpu, undir yfirskriftinni „Pierrot prójektið“. Kammersveitin flytur verkið „Pierrot lunaire“ eftir Arnold Schönberg, í sviðsetningu Valerij Lisac. Þá verður frumflutt nýtt verk Atla Heimis Sveinssonar. Flytjendur eru Áshildur Har- aldsdóttir, Rúnar Óskarsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Una Sveinbjarnardóttir, Hrafnkell Orri Egilsson, Benedikt Gylfason, Frank Aarnink og Hanna Dóra Sturludóttir. Pierrot prójekt á opnunartónleikum Flytjendur, tónskáld og listrænir stjórnendur; fólkið sem stendur að Pierrot prójektinu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.