Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Síða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Síða 27
27.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Á róra Ásgeirsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur sonum þeirra í fallegu einbýlishúsi í Vesturbænum í Reykjavík. Áróra, sem starfar sem ljósmyndari og á leikskólanum Drafnarborg, heldur úti skemmtilegu lífsstílsbloggi sem ber heitið Dusty-Reykjavik.blogs- pot.com. Heimilisstíllinn einkennist aðallega af svörtum og hvítum lit, mínimalisma með örlítið frönsku yfirbragði. Áróra segir það skipta máli að blanda saman nýju og gömlu og skapa þannig skemmtilegar andstæður á heimilinu. „Ég passa að kaupa ekki allt í sömu búðinni. Þó svo að ég sé naumhyggjumanneskja vil ég hafa heim- ilislegt, ég er voðalega lítið í því að kaupa hluti á heim- ilið en Ikea þó kemur sterkt inn ef eitthvað vantar,“ segir Áróra en hún sækir aðallega innblástur í vefsíð- una Pinterest, á Instagram og ýmis lífsstílsblogg. Morgunblaðið/Styrmir Kári Einn veggur eldhússins er málaður með svartri krítarmálningu. Fallega ljósið eftir Ingo Maurer setur svip sinn á aðalrými heimilisins. En við borðstofuborðið ver fjölskyldan mestum tíma. Gamalt og nýtt ÁRÓRA ÁSGEIRSDÓTTIR LJÓSMYNDARI HEFUR BÚIÐ SÉR OG FJÖLSKYLDU SINNI FALLEGT HEIMILI Í VESTURBÆNUM. ÁRÓRA SÆKIR GJARNAN INNBLÁSTUR Í VEFSÍÐUNA PINTEREST OG Á ÝMIS LÍFSSTÍLSBOGG. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Stofan er opin og björt. Ný- lega flutti Áróra ljósmynda- stúdíó sitt í stofuna sem gef- ur heimilinu afar sjarmerandi yfirbragð. HEIMILISSTÍLLINN EINKENNIST AF SVÖRTUM OG HVÍTUM LIT Áróra Ásgeirs- dóttir heldur úti skemmtilegu lífs- stílsbloggi, dusty- reykjavik.blogs- pot.com. Garðurinn er sérstaklega notalegur. Hurðina málaði Áróra nýlega í túrkis- bláum lit sem gerir garðinn enn líflegri ásýndum. Faxafeni 5, Reykjavik, S: 588 8477 | Skeiði 1, Ísafirði, S: 456 4566 | Dalsbraut 1, Akureyri • S: 558 1100 • www.betrabak.is TIMEOUT STÓLLINN Hannaður með fagurfræði og þægindi að leiðarljósi. Hönnuður: Jahn Aamodt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.