Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Qupperneq 28
Lambahakk er feitt og
gott og hentar því einkar
vel í kjötbollur.
Morgunblaðið/Kristinn
S
veinn hefur í nógu að snúast þessa dagana en ásamt því að
reka AALTO Bistro rekur hann veitingastaðinn Borðstofuna
í Hannesarholti. Þá hefur Sveinn einnig verið áberandi á
sjónvarpsskjánum undanfarið en hann sá um matreiðslu-
þættina Fagur fiskur ásamt Áslaugu Snorradóttur. „Það var rosa-
lega skemmtilegt að vinna með Áslaugu. Það má eiginlega segja að
ég hafi ratað óvart í sjónvarpið, mér var boðið að taka þátt í þessu
verkefni og ég ákvað bara að skella mér á það. Maður er alltaf að
bæta í reynslubankann,“ útskýrir Sveinn sem kann ágætlega við sig
í sjónvarpinu.
Börn og unglingar mættu vera ófeimnari við að borða fisk að mati
Sveins sem tók þátt í landsátakinu Fiskídag sem snýst um að fá
ungu kynslóðina til að borða meiri fisk. „Við gerðum nokkra stutta
þætti sem sýndir voru á RÚV, þar eldaði ég fisk með börnum,“ seg-
ir Sveinn sem hefur lengi velt fyrir sér hvers vegna börn á vissum
aldri forðast gjarnan að borða fisk. „Fiskurinn okkar er ómetanleg
auðlind.“
Sveinn er eflaust þekktastur fyrir að framreiða gómsæta fiskirétti
en hann hefur einnig gaman af því að matreiða kjöt. „Ég elda mik-
inn fisk en svo er líka gaman að elda kjöt, lambakjöt er til dæmis
frábær afurð. Lambahakkið er feitt og gott og hentar til dæmis vel í
kjötbollur,“ segir Sveinn sem er ánægður með þá framþróun sem
hefur átt sér stað í matvælaframleiðslu undanfarið. „Það er gaman
að sjá hvað íslensk matarframleiðsla hefur tekið miklum framförum,
fólk hefur verið hugmyndaríkt undanfarið og það er að skila sér.“
LAMBAKJÖT ER FRÁBÆR AFURÐ
Lambahakkið hentar vel í
kjötbollur
Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari rekur AALTO Bistro í Norræna húsinu.
Morgunblaðið/Kristinn
Matur
og drykkir
Gler fram yfir plast
*Margir vilja meina að æskilegt sé að forðastað nota plastílát undir mat vegna eitur-efna sem plast inniheldur. Þá er mæltgegn því að hita mat í plastílátum í ör-bylgjuofni. Ástæðan er sú að þegar plastiðhitnar flytjast eiturefni úr plastinu í matinn.Glerílát eru þá sögð vænlegri kostur fyrir þá
sem huga að heilsunni. Annar kostur þess að nota gler
í stað plasts er að það er umhverfisvænna.
Kjötbollur
1 kg lambahakk
2 laukar
2 hvítlauksrif
Safi úr 1/4 sítrónu
1 msk. grænmetiskraftur
Mintublöð af 6 stönglum
1 ½ tsk. cumin
1 tsk. allrahanda krydd
2 msk. ólífuolía
Salt og pipar
Setjið lamabahakk í stóra
skál. Maukið vandlega saman
lauk, hvítlauk, sítrónusafa,
mintublöð, grænmetiskraft
og ólífuolíu í matvinnsluvél.
Blandið maukinu vel saman
við lambahakkið, bætið cum-
ini og allrahanda kryddi sam-
an við. Saltið og piprið eftir
smekk.
Mótið blönduna í bollur og
steikið á grill- eða steik-
arpönnu.
Gott er bera ofnbakaðar
nýjar kartöflur fram með
bollunum ásamt salati með
hvítum baunum, döðlum,
grillaðri papriku og hvítlauks-
sósu. Á AALTO er einnig
borin fram Merqes-pylsa
með bollunum, þær eru-
bragðmiklar arabískar lamba-
pylsur.
Hvítlaukssósa
3 hvítlauksrif
1 bolli majónes
2 tsk. dijon-sinnep
¼ tsk. hunang
1 bolli þeyttur rjómi
Maukið hvítlaukinn vel.
Blandið majónesi, sinnepi og
hunangi saman við hvítlauk-
inn. Bætið síðan þeyttum
rjóma varlega saman við.
Gott er að útbúa sósuna
nokkrum klukkustundum áð-
ur en hún er borin fram.
LAMBAKJÖTBOLLUR
OG HVÍTLAUKSSÓSA
SVEINN KJARTANSSON, MATREIÐSLUMEISTARI OG SJÓNVARPSKOKKUR, HEFUR OPNAÐ NÝJAN OG VINALEGAN VEIT-
INGASTAÐ, AALTO BISTRO, Í NORRÆNA HÚSINU. Á AALTO BISTRO ER BOÐIÐ UPP Á HOLLAN OG BRAGÐGÓÐAN MAT
OG ER ÍSLENSKT LAMBAKJÖT OG FERSKUR FISKUR ÁBERANDI Á MATSEÐLINUM.
Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is