Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.7. 2014 Matur og drykkir BEIKONVAFÐAR DÖÐLUR 1-2 pakkar döðlur 1-2 bréf beikon Vefjið beikoninu utan um döðl- urnar og steikið á pönnu þar til beikonið er stökkt. Berið fram í skál og gestir nota tannstöngul til að næla sér í bita. PARMARÚLLUR 1 pakki af ítölskum hrásk- inkusneiðum lítil askja af hvítlauksrjómaosti 1-2 pokar mozzarellaostur í kúlum lítill poki klettasalat Smyrjið hráskinkuna létt með rjómaosti og skerið þversum í tvennt. Skerið mozzarellakúlurnar langsum í bita og leggið ofan á. Svo má strá örlitlu klettasalati yfir. Dugar í um það bil 20 stykki. Tvenns konar forréttir É g myndi segja að ég væri vel yfir með- allagi duglegur að bjóða fólki í mat en ég geri það hiklaust þegar ég hef tíma,“ segir tónlist- armaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson sem bauð góð- um hóp tónlistarfólks heim í mat. Þar á meðal ekki nema heilum þremur sem hafa keppt í Eurovision; Ei- ríki Haukssyni, Matthíasi Matthíassyni og Eyþóri Inga Gunnlaugssyni. „Mig langaði að hafa matseðilinn fjölbreyttan og yfirbragðið litríkt. Hafa svolítið sumar í þessu. Gestirnir voru mjög sáttir við kvöldið og fóru saddir og sælir heim, bæði af mat og drykk.“ Friðriki Ómari finnst jafnskemmtilegt að elda flókna rétti sem og sam- lokur. Aðalmálið sé að hafa hráefnið ferskt – þá sé allt gott. Tónlist- armaðurinn er að gera sitt besta til að taka allar mjólkurvörur úr fæðu sinni svo að það er talsverð áskorun að vinna sig áfram í eldhúsinu án mjólkurvara. „Þegar ég undirbý matarboð finnst mér mikilvægt að vera búinn að undirbúa allt vel og ég vil njóta þess að vera með gestunum. Ég hef líka gert það að vana mínum að byrja á að leggja á borð og gera allt klárt fyrir forréttinn fyrst svo það sé pottþétt tilbúið þegar gestirnir koma.“ Aðspurður hver séu með eftirminnilegri matarboðum sem hann hefur farið í nefnir hann boð á gamlárskvöld árið 2005. „Misheppnaður sjávarforréttur sem Didda systir mín gerði að það kvöld situr fast í minningunni. Það var ekki nokkur leið að koma honum niður. Sumir gestanna létu sig hafa það og þá sérstaklega pabbi sem fékk sér meira að segja ábót til að sýna kurteisi,“ segir Friðrik Ómar og hlær. Stoltur grillmeistarinn tilbúinn með kjötið. Mikil stemning var þetta sumarkvöld og Friðrik Ómar var búinn að leggja smekklega á borðið. FRIÐRIK ÓMAR BÝÐUR HEIM Eurovision- kappar snæða saman FRIÐRIK ÓMAR HJÖRLEIFSSON HÉLT SANNKALLAÐ EURO- VISION-MATARBOÐ EN HANN BAUÐ ÞREMUR KARL- MÖNNUM SEM EINNIG HAFA KEPPT Í EUROVISION HEIM Í GIRNILEGA ÞRÍRÉTTAÐA VEISLU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is FYRIR FJÓRA Um 200 g lambakon- fekt, á hvern gest, frá Kjötkompaní í Hafn- arfirði Þarf ekki að krydda, bara setja á grillið eða á pönnu og aðalmálið er að elda kjötið of mikið. SÆTKARTÖFL- USTAPPA 2 sætar kartöflur væn klípa af smjöri, eftir smekk ½-1 dós sýrður rjómi salt og pipar eftir smekk Skrælið sætu kartöflurnar og skerið í bita. Setjið í pott og látið vatnið fljóta yfir. Sjóðið þar til kartöflurnar eru alveg soðnar. Hrærið þær í mauk, stappið með gafli eða notið töfrasprota og setjið sýrðan rjóma og smjör út í eftir smekk. Kryddið og smakkið til. Lamb með sætkartöflustöppu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.