Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.7. 2014
BÓK VIKUNNAR Bernska, fyrsta skáldsaga Lev Tolstoj,
sem byggist á uppvexti hans, er hreint dásamleg bók sem unn-
endur fagurbókmennta mega ekki láta framhjá sér fara.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Í haust er væntanleg hjá bókaforlaginuSölku íslensk þýðing á bókinni WhereMemories Go en þar skrifar Sally
Magnusson fréttamaður um móður sína,
Mamie Baird, sem var þekktur blaða-
maður og giftist Íslendingnum Magnúsi
Magnússyni sem var frægur sjónvarps-
maður í Bretland. Mamie fékk alzheimer
og bókin fjallar um
baráttuna við þenn-
an skelfilega sjúk-
dóm. Í starfi sínu
sem blaðamaður
vann Mamie með
orð og hafði feikna-
gott vald á þeim, en
hlaut þau örlög að
glata þessari leikni,
hætti að kunna skil
á umhverfi sínu og
þekkti ekki lengur
þá sem stóðu henni
næst.
Bók Sally er einkar fallega skrifuð, ein-
læg og áhrifamikil. Í bókinni dregur hún
upp sterkar myndir af móður sinni og
birtir í bókinni merkilegt og að ýmsu
leyti snilldarlegt bréf sem móðir hennar
sendi henni stuttu áður en Sally gekk í
hjónaband. Þar kynnist lesandinn Mamie
kannski best og sér konu sem var stál-
greind og bjó yfir æðruleysi, þolgæði og
gnægð af góðvild.
Sally dregur upp
sterkar myndir af
fjölskyldu sem átti
saman margar
gleðistundir en
upplifði líka sára
sorg þegar son-
urinn Siggy, ellefu
ára gamall, varð
fyrir bíl og dó.
Yngri sonurinn
Jon var átta ára
gamall þegar það gerðist og tók eftir því
að hár móður hans varð nánast grátt
strax eftir slysið. Mamie lagði sig mjög
fram við að leyna sársauka sínum og hélt
áfram að vera eftirlifandi börnum sínum
glaðlynd og hláturmild móðir, en grét í
einrúmi.
Bókin er sneisafull af eftirminnilegum
myndum. Ein þeirra er af Mamie þar sem
hún situr við sjúkrabeð eiginmanns síns
þar sem hann er fárveikur og vart með
meðvitund og hún minnir hann á að þau
eigi bráðum hálfrar aldar brúðkaups-
afmæli og raular fyrir hann Sofðu unga
ástin mín.
Sally kemur víða við í bókinni og fjallar
þar um þá niðurlægingu sem fólk sem
þjáist af heilabilun þarf að þola á stofn-
unum og hjúkrunarheimilum sem eiga að
gæta að velferð vistmanna og sjúklinga
en gera það ekki. Afskiptaleysið stafar
ekki af mannvonsku heldur af skilnings-
leysi, skorti á þolinmæði og uppgjöf sem
til dæmis vinnuálag getur skapað.
Where Memories Go er stórmerkileg
bók og það er sannarlega ástæða til að
fagna væntanlegri útkomu hennar hér á
landi.
Orðanna hljóðan
STÓR-
MERKI-
LEG BÓK
Sally Magnusson
fréttamaður hjá
BBC.
Bók sem hefur vakið
athygli og umtal.
S
tefán Máni hlaut nýlega Blóðdrop-
ann, verðlaun Hins íslenska
glæpafélags, fyrir glæpasögu árs-
ins 2013, sem er Grimmd. Þetta
er í þriðja sinn sem Stefán Máni
hlýtur Blóðdropann, en áður hefur hann hlot-
ið verðlaunin fyrir Skipið og Húsið. Enginn
annar íslenskur rithöfundur hefur leikið
þetta eftir. „Það er alltaf gaman að fá klapp
á bakið en þessi viðurkenning breytir engu
um það hvernig bækur ég mun skrifa, ég
held minni áætlun,“ segir Stefán Máni, sem
skipti nýlega um forlag, færði sig frá Forlag-
inu og er nú höfundur hjá Sögu útgáfu. „Ég
hef gert þetta áður, fór frá Eddunni á sínum
tíma yfir á Forlagið, sem þá var fremur lítið
forlag. Það var mjög hressandi breyting og
ég er að upplifa það aftur núna að fara frá
fyrirtæki sem mér finnst vera orðið of stórt
yfir í grasrótarstemningu þar sem menn
snúa bökum saman og stefna í sömu átt. Það
á vel við mig,“ segir Stefán Máni.
Sögur taka fagnandi á móti Stefán Mána
og forlagið hefur endurútgefið í kilju tvær
eldri bækur hans, Myrkravél og Skipið, en
sú síðarnefnda var árið 2010 útnefnd glæpa-
saga ársins í bókmenntatímaritinu Liré í
Frakklandi. Stefán Máni er spurður hvaða
tilfinningar hann hafi til þessara bóka.
„Myrkravél skipar stóran sess í huga mínum
því hún er fyrsta bókin sem var útgefin eftir
mig,“ segir hann. „Þótt hún sé stutt var ég
lengi að skrifa hana og það kostaði nokkurt
erfiði að koma efninu á blað. Ég er ennþá
ánægður með þá bók. Hún fór mjög hljótt
fyrir fimmtán árum og mér finnst komin tími
til að minna á hana. Bókin er knöpp frásögn
manns sem er stórgallaður en ætlar engum
illt, en það er samt sú braut sem búið er að
marka honum. Lesandinn fær ákveðna sam-
kennd með honum en ég held að það sé samt
erfitt að láta sér þykja vænt um hann. Þetta
er maður sem fer framhjá kerfinu en í bók-
inni er gefið sterklega í skyn að hægt hefði
verið að grípa inn í og afstýra því sem gerð-
ist. Þetta er bók sem fjallar meðal annars
um afskiptaleysi.
Skipið er stóra bókin mín, sló í gegn og
var þýdd á átta tungumál. Ég á ennþá eftir
að slá sölumetið sem ég setti þá. Kannski er
ég alltaf að skrifa í skugga Skipsins. Skipið
er dálítið einstök, mér þykir mjög vænt um
hana.“
Ný bók er væntanleg frá Stefáni Mána í
haust, sálfræðidrama sem hann vill að svo
stöddu ekki segja mikið um. „Mig langar að
láta verkin tala og þess vegna vil ég ekki
segja mikið um efni bókarinnar en þar er
smá stefnubreyting sem er hluti af þessari
endurfæðingu sem felst meðal annars í því
að skipta um forlag,“ segir hann. „Ég er á
tímamótum sem rithöfundur, er að taka
beygju, ég ætla ekki að festast í sama farinu
og endurtaka mig. Ég er gríðarlega ánægður
með bókina, sem er spennandi þótt þar séu
engin morð. Hún er dramatísk og fjallar um
fjölskyldur og manneskjur.“
HEFUR ÞRISVAR HLOTIÐ BLÓÐDROPANN
Á tímamótum
„Ég er á tímamótum sem rithöfundur, er að taka beygju, ég ætla ekki að festast í sama farinu og
endurtaka mig, “ segir Stefán Máni sem sendir frá sér nýja bók í haust.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
STEFÁN MÁNI HLAUT Á DÖG-
UNUM BLÓÐDROPANN FYRIR
SKÁLDSÖGUNA GRIMMD. HANN ER
BÚINN AÐ FÆRA SIG YFIR Á NÝTT
FORLAG, SEM HEFUR ENDUR-
ÚTGEFIÐ TVÆR BÆKUR HANS. NÝ
BÓK ER VÆNTANLEG Í HAUST.
Það eru margar bækur sem hafa fylgt mér lengi. Ég er nýbúin að
standa í flutningum og handlék þá þessa góðu vini, til dæmis
Dimmalimm, sem ég á í mörgum útgáfum og á hinum ýmsu tungu-
málum, meðal annars sem lítið hefti á fjórum tungu-
málum. Eins voru þar mjög tætt og löskuð eintök af
Selnum Snorra og Vísnabókinni.
Sögur og ljóð Ástu Sigurðar hafa fylgt mér síðan
1985. Saga Ástu Sunnudagskvöld til mánudags-
morguns hafði mikil áhrif á mig.
Spámaður Kahil Gibran og ljóðabókin Aldrei
kaus ég framsókn eftir Kristján Hreinsson eru í
miklu uppáhaldi .Ég er forfallinn aðdáandi
myndlistarbóka og mér þykir mjög vænt um Diane
Arbus, sem er fyrsta bókin sem maðurinn minn gaf mér.
Við útskrift úr listfræði gáfu foreldrar mínir mér Íslensk myndlist
I og II eftir Björn Th. Björnsson. Pabbi gaf mér svo doktors-
ritgerð Selmu Jónsdóttur, sem hún varði við Háskóla Íslands 1960
fyrst kvenna: Byzönzk dómsdagsmynd í Flatatungu. Þessa
þrenningu handleik ég með lotningu. Þegar ég var við nám í Banda-
ríkjunum átti ég uppáhalds bókabúð sem heitir The Dusty Bookshelf,
þar fann ég listaverkabækur með verkum Toulouse-Lautrec og
Norman Rockwell, báðar alveg dásamlegar.
Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur er bók sem er í miklu uppá-
haldi. Eitt fyrsta starf sem ég fékk sem unglingur var að kenna börn-
um á skíði hjá skíðadrottningunni margumræddu í bók Auðar. Bók
Arto Paasilinna, Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð er óborganleg. Ég
missti af flugi í Cancun í Mexíkó af því að ég var í bókabúð. Bókin sem
varð til þess að ég varð strandaglópur var The Monk Who Sold
His Ferrari. Leyndarmálið hans pabba eftir Þórarin Leifsson
er ein besta barnabók sem ég hef lesið, ég bíð spennt eftir nýju bók-
inni hans.
Í UPPÁHALDI
ÁRÓRA GÚSTAFSDÓTTIR
MARKAÐSSTJÓRI
Áróra Gústafsdóttir á fjölmargar uppáhaldsbækur. Ein þeirra er Dimma-
limm sem hún á í fjölmörgum útgáfum á hinum ýmsu tungumálum.
Morgunblaðið/Ómar
Dimmalimm.