Morgunblaðið - 06.08.2014, Síða 4

Morgunblaðið - 06.08.2014, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Í mínum huga er þetta risavaxið verkefni. Ég tel að vilji allra standi til að veita þessum hópi þjónustu þann- ig að sómi sé að,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um stóraukinn kostnað vegna aukinnar þjónustu við eldri borgara vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóð- arinnar. Talið er að þörf verði á 3.600-3.700 hjúkrunarrýmum eftir tíu ár, sam- kvæmt útreikningum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns, en þau eru nú um 2.500. Til að mæta vaxandi þörf þarf að byggja um 1.000 rými á næstu tíu árum til að halda í horfinu en um 1.500 ný rými til að útrýma fjölbýlum og biðlistum. Ef litið er lengra fram í tímann, þarf 6.500 hjúkrunarrými árið 2040. Þyrfti þá að byggja eitt og hálft hjúkrunar- heimili á ári næstu 25 árin til að full- nægja þörfinni. Í grein í Morgun- blaðinu sl. laugardag vekur Guðlaugur athygli á að stofnkostn- aður við þessi rými yrði 4,3 milljarð- ar á ári og reksturinn myndi kosta 1,4 milljarða. „Þetta er afar brýn og þörf um- ræða sem Guðlaugur Þór er að vekja og kalla eftir,“ segir Kristján Þór, og bætir við: „Þetta er vaxandi þjón- ustuliður sem við Íslendingar stönd- um frammi fyrir að mæta og hefur verið vitað í allnokkurn tíma. Sett var upp metnaðarfull áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma, sem fólst í því að byggja 11 hjúkrunar- heimili víðsvegar um landið, en fram- gangur hennar tafðist vegna efna- hagsörðugleika. Við erum að byrja aftur á því verkefni sem meðal ann- ars sést á því að við erum búin að ganga frá samningi við Seltjarnar- nesbæ en eigum eftir að ljúka samn- ingum við bæjaryfirvöld í Hafnar- firði og Kópavogi.“ Eigum að læra af öðrum Guðlaugur Þór segir í samtali við Morgunblaðið að þær breytingar á aldurssamsetningu þjóða sem hann gerir að umtalsefni hafi orðið tuttugu árum fyrr víða í nágrannalöndum. Hann segir mikilvægt að kynna sér hvernig aðrar þjóðir hafi brugðist við og læra af þeim, leggja áherslu á það sem vel hafi verið gert og sleppa við mistökin. Mikilvægast sé að auka fjölbreytni. Gefa fólki valkost, til dæmis með aukinni heimaþjónustu og forvörnum, til að draga úr þörf- inni á uppbyggingu hjúkrunarheim- ila og annarra stofnana. Eigi að síður aukist kostnaðurinn svo mikið, til dæmis við heilsugæslu og sjúkrahús, að þjóðfélagið verði að forgangsraða í þágu þessa málaflokks. „Ef við ger- um það ekki mun þetta skella á okk- ur eins og flóðbylgja sem erfitt verð- ur að ráða við,“ segir Guðlaugur og hvetur til þess að farið verði í heild- arstefnumótun í málaflokknum. Heilbrigðisráðherra tekur fram að í ráðuneytinu sé hafin vinna við að greina þær breytingar sem eru að verða á samsetningu þess hóps sem sækir um vist á hjúkrunarheimilum og er á biðlistum eftir rými og verið að undirbúa frekari vinnu. „Við þurf- um augljóslega að leggja mat á kostnaðinn, hvenær hann verður til og bestu úrræði. Þetta verkefni hverfur ekki frá okkur, heldur vex eftir því sem tíminn líður. Það er hinsvegar augljóst að til að mæta óskum um uppbyggingu í mála- flokknum þurfa að koma til verulega auknar fjárveitingar sem getur reynst þrautinni þyngri á meðan við erum að koma ríkissjóði fyrir vind,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Mikilvægast að auka fjölbreytni Guðlaugur Þór Þórðarson Kristján Þór Júlíusson  Guðlaugur Þór Þórðarson segir að kostnaður við þjónustu við aldraða skelli á eins og flóðbylgja  Heilbrigðisráðherra segir erfitt að ráðast í uppbyggingu fyrr en ríkissjóður sé kominn fyrir vind Morgunblaðið/Ómar Öldrun Stórir árgangar komast á eftirlaun á næstu árum og áratugum. Reiknað er með að kostnaður við þjónustu hins opinbera aukist mjög. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Víða leynast merkileg, gömul hús á höfuðborgarsvæðinu, eitt þeirra tengist bæði atvinnusögu 19. aldar og rokksögunni. Húsafriðunarnefnd mælir nú með friðlýsingu íbúðar- hússins á Breiðabólsstöðum á Álfta- nesi. Húsið var lengi annað höf- uðbólið á nesinu, hitt var Bessastaðir. „Gamla steinhúsið að Breiðabóls- stöðum, Álftanesi, var byggt árið 1884 úr klofnum og tilhöggnum grá- steini sem límdur var saman með kalksandi,“ segir í skriflegri ósk eigenda um friðlýsingu. „Húsið er einlyft með kjallara og portbyggðu risi. Veggir þess eru tvöfaldir með loftbili á milli og yfir dyrum og gluggum eru heilir steinar sem ná alla leið yfir opið. Viðir voru fengnir úr gömlu salt- og fiskhúsi Siem- sensverslunar sem stóð á Eyrinni niður við Seyluna. Erlendur Er- lendsson útvegsbóndi byggði húsið en seldi það síðar nafna sínum Björnssyni.“ Jón Ragnar Daðason býr nú í húsinu ásamt eiginkonu, þrem son- um og hundi. Þau hjón hafa varið löngum tíma frá 2006 í að gera það upp en gætt þess vel að spilla því ekki og varðveita sem mest. Lagnir og fleira sem ekki sést var end- urnýjað en að öðru leyti er allt upp- runalegt og fáu verið breytt. Jón er maður með reynslu: hann vann lengi hjá Minjavernd og starfar nú hálft árið hjá Síldarminjasafninu á Siglufirði. „Við tókum allan gamlan panel niður, hann var naglhreinsaður, þrifinn með grænsápu, grunnaður og settur aftur upp á nákvæmlega sama stað,“ segir Jón. „Það fannst mikið af munum í húsinu og við skreyttum með þeim. Ég gerði við hleðslurnar að innan og lét þær njóta sín, maður sér þær sums stað- ar inni í húsinu. Ég breytti þó geymsluloftinu, við lyftum skamm- bitanum upp og styrktum allt þakið. Svefnbergin eru nú uppi. Baðstofan er á sínum stað.“ Vermenn og síðar Kukl Viðbygging eða bíslag við húsið var byggt 1917, þar var m.a. hægt að þurrka söl fyrir nautgripina og herða fisk. Á sínum tíma hafa búið á þessu höfuðbóli allt að 40 manns, þar af 25 vermenn í kjallaranum en húsið er alls 187 fermetrar. Hlunn- indi fylgdu jörðinni, auk útræðis var þar rekaviður og grásleppumið. Verið er nú að endurbæta kjall- arann. „Í honum voru á sínum tíma höfuðstöðvar Þeysara og Kukls, myndin Rokk í Reykjavík var tekin í kjallaranum. Og þarna æfðu marg- ar aðrar hljómsveitir, t.d. Von- brigði. Þetta er því merkilegt hús.“ Morgunblaðið/Þórður Breiðabólsstaðir Húsafriðunarnefnd hefur mælt með friðlýsingu íbúðarhússins á Breiðabólsstöðum á Álftanesi. Húsið var lengi annað höfuðbólið á nesinu, hitt var Bessastaðir. Þarna bjuggu allt að 40 manns, þegar mest var. Kukl og Þeysarar æfðu í kjallara Breiðabólsstaða  Gamalt höfuðbýli á Álftanesi gert upp og friðlýst Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráð- herra situr með fullum stuðningi í ríkisstjórn líkt og aðrir ráðherrar að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins. Hann segir að all- ir ráðherrar í ríkisstjórn njóti trausts á meðan þeir sitja. Álitamál sé hins vegar hvort ráðherra beri að víkja undir rannsókn máls. Þetta kom fram í samtali við Bjarna á fréttavef Morg- unblaðsins, mbl.is, í gær. Bjarni sagði að fráleitt væri að gefa þyrfti út sér- stakar traustsyfirlýsingar í hverju skrefi lekamálsins svokallaða. „Það er allt annað álitamál hvort ráðherra eigi að sitja í ráðherrastól á meðan rannsókn fer fram og það er ekki spurning um traust, heldur spurning um það hvernig best sé tryggt að rannsókn málsins sé hafin yfir allan vafa og gangi eðlilega fram,“ bætti hann við. Aðspurður hvernig málið horfi við í dag segir hann umræðuna vera áhyggjuefni. „Ég hef ekki enn séð ástæðu fyrir ráðherra til þess að stíga til hliðar. En mér er umhugað um að málið gangi þannig fram að engri rýrð verði varp- að á rannsóknina sjálfa og þá niður- stöðu sem fæst. Í þessu tilliti er um- ræðan ein og sér alltaf ákveðið áhyggjuefni. Þetta er nokkuð sem ráðherra hefur þurft að meta sjálfur og ég ætla ekki að blanda mér í það mat.“ Bjarni var spurður hvort hann teldi að Hanna Birna hefði blandað sér í rannsókn lekamálsins með sam- tölum um gang þess við lögreglu- stjóra. Taldi hann að ekkert hefði komið fram sem benti til þess. sunnasaem@mbl.is Er ráðherra með fullum stuðningi  Bjarni segist enn ekki hafa séð ástæðu fyrir Hönnu Birnu til að víkja Bjarni Benediktsson Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía GWalthersdóttir Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is „...Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta“ Við vorum í söluhugleiðingum og var okkur bent á að fá RE/MAX, Alpha, til að sjá um söluna. Við sjáum ekki eftir því! Þau sáu um allan pakkann fyrir okkur. Íbúðin var seld á þremur dögum og sáu þau um allt sem snýr að sölunni. Einnig aðstoðu þau okkur við kaup á nýju fasteigninni. Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta, allt sem var sagt stóðst og er því auðvelt að mæla með RE/MAX, Alpha. Kv. Áslaug og Benni 820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.