Morgunblaðið - 06.08.2014, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Atvinnuástandið í Vestmannaeyjum
hefur sjaldan eða aldrei verið betra
og hefur hraður vöxtur ferðaþjón-
ustunnar rennt fleiri stoðum undir
atvinnulífið, ásamt því að setja mark
sitt á mannlífið.
Um þetta eru viðmælendur
Morgunblaðsins í ferðaþjónustunni í
Vestmannaeyjum sammála.
Frosti Gíslason, annar eigenda
vefsins VisitWestmanIslands.com,
segir ferðaþjónustuna í Eyjum mjög
háða siglingum frá Landeyjahöfn.
„Ferðaþjónustutímabilið er enn
sem komið er stutt og takmarkast að
mestu leyti við sumarmánuðina. Það
má segja að það sé vertíð sem bætist
við loðnuna, makrílinn, humarinn,
síldina og bolfiskinn. Það er eitt af
markmiðum vefsíðunnar að fá fólk
til að dvelja lengur í Vestmanna-
eyjum og njóta þeirrar ýmsu afþrey-
ingar sem í boði er.“
Framboðið kemur á óvart
Frosti segir heimsóknir á síðuna
hafa margfaldast síðan hún var
stofnuð fyrir nokkrum árum, úr 4-5
þúsund á ári í um 56 þúsund.
„Á síðunni er hægt að bóka ferðir
og nálgast upplýsingar. Fólki finnst
þægilegt að geta bókað allt á einum
stað. Við bjóðum upp á ferðir fyrir
hópa. Markmiðið er að fjölga við-
skiptavinum og lengja ferðamanna-
tímabilið. Tilkoma Landeyjahafnar
hefur skapað nýja möguleika og
ferðaþjónustan á allt sitt undir því
að hún sé opin.“
Nánast ekkert atvinnuleysi er í
Vestmannaeyjum. Samkvæmt tölum
Vinnumálastofnunar voru þannig 46
án vinnu í Eyjum í júní, 25 karlar og
21 kona. Vestmanneyingar töldust
4.264 um síðustu áramót.
Blómatíð í Vestmannaeyjum
Arnar Hjaltalín, formaður Dríf-
andi stéttarfélags, segir að hluti
þeirra sem eru skráðir atvinnulausir
hafi skerta starfsgetu, nokkrir séu
til sjós á bátum þar sem er árs-
tíðabundið hlé og einhverjir séu að
leita sér að hlutastarfi.
„Sumir þeirra eru að leita sér að
vinnu fyrir hádegi. Það hentar til
dæmis ekki veitingahúsum. Það má
segja að allir sem vettlingi geta vald-
ið fái vinnu í Vestmannaeyjum. Það
hefur verið skortur á fólki í sumum
greinum. Það hefur verið erfitt að
manna stöður í ræstingum og þrif-
um, til dæmis í frystihúsinu. Þetta er
hörkuvinna sem er erfitt að fá fólk til
að taka og vinnutíminn hentar ekki
öllum. Það hefur líka verið erfitt að
finna fólk til að vinna í sumum versl-
unum. Þar eru lágir taxtar og lítil
vinna. Meginþorri íbúanna nýtur
góðs af uppgripum í sjávarútvegi og
ferðaþjónustu og hefur það gott. Það
er svo mikil vinna í boði að meðal-
launin ná því að verða ágæt þrátt
fyrir lága taxta.“
– Þarf því að leita erlendra starfs-
krafta?
„Já, það hefur komið mikið af
starfsfólki frá útlöndum. Því hefur
fjölgað mikið. Pólverjar eru hættir
að koma í stórum hópum. Hingað
koma Pólverjar frá öðrum stöðum á
landinu. Það má segja að nýbúaþró-
unin sé sú að nú komi fólk austar frá
Evrópu, frá Búlgaríu og Rúmeníu.
Þá á ég við fólk sem flytur til lands-
ins vegna vinnu. Pólverjarnir færa
sig til innanlands.“
Hestamennskan háð veðrinu
Ása Birgisdóttir, annar eigenda
hestaleigunnar Lyngfell, segir eftir-
spurnina eftir útreiðartúrum mjög
háða veðri. Þjónustan hjá Lyngfelli
er í boði frá júníbyrjun og fram í
miðjan ágúst. „Við erum háð veðri.
Ef það er rok og rigning er ekkert
að frétta. Júní var mjög lélegur,
ábyggilega vegna rigningar. Þá
komu fáir ferðamenn til okkar. Júlí
hefur hins vegar verið fínn.“
Magnús Bragason, hótelstjóri á
Hótel Vestmannaeyjum, segir eftir-
spurnina hafa verið góða síðan hót-
elið opnaði nýja 24 herbergja álmu í
maí. Með því stækkaði hótelið um
helming og geta nú um 100 manns
gist á hótelinu. Með auknu framboði
á gistirými sé hægt að sækja fram á
nýja markaði.
„Áður gátum við ekki tekið á móti
hópum sem sóttust eftir því að
koma. Nú geta smærri fyrirtæki og
hópar hins vegar komið til Eyja og
gist á sama stað. Við finnum að það
er mikil eftirspurn eftir gistingu
haust og vetur. Margir hafa sýnt því
áhuga að halda hér fundi og smærri
árshátíðir. Við höfum fengið marga
gesti sem ætluðu að koma í dagsferð
en komu svo til okkar og spurðu eftir
herbergjum af því að dagurinn dugði
ekki til að skoða það sem var í boði.
Nýja safnið Eldheimar er að slá í
gegn ásamt hinum söfnunum Sagn-
og Sæheimum. Hér er falleg náttúra
og margar skemmtilegar gönguleið-
ir sem ferðamönnunum líkar.“
Orðin blómleg atvinnugrein
– Hvaða þýðingu hefur vöxtur
ferðaþjónustunnar haft á þjón-
ustustigið í Eyjum?
„Þar hefur orðið algjör bylting.
Það er ekki aðeins fólgið í því að
geta tekið vel á móti ferðamönnum.
Það er orðið miklu skemmtilegra að
búa í Vestmannaeyjum. Hér er fjöl-
breytt flóra veitingastaða og kaffi-
húsa og mannlífið er orðið miklu
skemmtilegra. Það hafa verið opn-
aðir margir góðir og flottir veitinga-
staðir. Maður vonar að þetta lifi allt
af.“
– Hvernig er skiptingin milli inn-
lendra og erlendra gesta?
„Það er miklu meira af erlendum
ferðamönnum yfir sumarið. En Ís-
lendingar halda þessu uppi vor og
haust.“
Gísli Matthías Auðunsson, yfir-
matreiðslumaður á veitingahúsinu
Slippnum, segir byltingu hafa orðið í
veitingahúsamenningu Vest-
mannaeyja á síðustu árum.
„Það var í raun og veru aðeins
einn veitingastaður hér fyrir fimm
árum. Sá staður hét Cafe Maria. Síð-
an opnaði staður sem hét 900 Grill-
hús og svo hefur fjölgunin verið
hröð. Eftirspurnin er mjög mikil.“
Fólksflutningar eru líka að
aukast. Eimskip áætlar að um 290
þúsund farþegar fari með Herjólfi í
ár, eða um 5 þúsund færri en met-
árið 2012. Markið var sett á 300 þús-
und farþega í ár. Verkföll röskuðu
þeirri áætlun.
Spáir metumferð á næsta ári
Að sögn Gunnlaugs Grettissonar,
rekstrarstjóra Herjólfs, féllu þannig
niður 37 ferðir í vor vegna verkfalls
undirmanna á Herjólfi. Fyrir vikið
fóru 4.600 færri farþegar með Herj-
ólfi í mars en í sama mánuði í fyrra.
Gunnlaugur segir vætutíð hafa átt
þátt í því að innlendum ferðamönn-
um fjölgaði ekki meira í ár en raun
ber vitni. Erlendum ferðamönnum
hafi hins vegar fjölgað og það vegið á
móti. Hann áætlar aðspurður að ef
vel viðrar á næsta ári verði það að
líkindum metár í farþegaflutningum
með Herjólfi.
„Við ásamt Vegagerðinni höfum
þá sameiginlegu stefnu að þróa
áfram áætlun Herjólfs á komandi ári
sem mun gera það að verkum að
hægt verður að sigla allt að sex ferð-
ir á dag á álagstímum og auka þann-
ig sætaframboð Herjólfs. Með því
fer hámarksfjöldi ferða á viku úr 34
ferðum í 37.“
Að sögn Gunnlaugs eru siglingar
frá Landeyjahöfn orðnar tryggar.
Aðeins einn dagur féll niður í sumar,
þá var siglt til Þorlákshafnar. Siglt
er til Landeyjahafnar frá mars eða
apríl og til nóvember eða eins langt
inn í veturinn og aðstæður leyfa. Þá
taka við siglingar til Þorlákshafnar.
Skortur á vinnuafli í Vestmannaeyjum
Uppgrip eru í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum Nánast ekkert atvinnuleysi er í bæjarfélaginu
Flytja þarf inn vinnuafl frá Austur-Evrópu Eimskip spáir metumferð með Herjólfi á næsta ári
Við Nausthamarsbryggju Skemmtiferðaskipið Prinsendam við höfnina í gær. Í baksýn er skipið Veendam. Gunnar Árnason, kenndur við Lukku, í útreiðartúr
með norskum ferðamönnum í Eyjum í gær. Milt og gott veður var í Vestmannaeyjum og settu farþegar skemmtiferðaskipanna mikinn svip á mannlífið.
Ljósmyndir/Óskar Friðriksson
24 veitingastaðir
» Samkvæmt áætlun Gísla
Matthíasar Auðunssonar, yfir-
matreiðslumanns á Slippnum,
er nú hægt að fara út að borða
á 24 stöðum í Eyjum.
» Það jafngildir einum stað á
hverja 178 íbúa.
» Þar af eru sex söluturnar
með skyndibita og átta veit-
ingahús með matseðli.
» Tvö bakarí eru í Eyjum og
átta aðrir matsölustaðir.
» Slippurinn var opnaður í júlí
2012 og nú í sumar opnaði
veitingastaðurinn Gott við
Aska Hostel í Eyjum.
Frosti
Gíslason
Arnar
Hjaltalín
Magnús
Bragason
Ása
Birgisdóttir
Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri
Eldheimasafnsins, segir aðsóknina
að nýja safninu hafa farið fram úr
björtustu vonum. Safnið var opnað
23. maí. „Við gerðum okkur vonir
um að fá 15.000 gesti í ár. Nú er-
um við að ná því og það eru fimm
mánuðir eftir af árinu.“
– Hvaða þýðingu hefur þessi
góða aðsókn fyrir reksturinn?
„Þetta hefur mikla þýðingu fyrir
reksturinn. Það er áhersla lögð á
að reksturinn gangi vel. Það er
ánægjulegt að taka á móti gestum
sem gera sér sérstaka ferð til
Vestmannaeyja út af Eldheimum.
Öll ferðaþjónustan í Vestmanna-
eyjum nýtur góðs af því. Þá á ég
bæði við innlenda og erlenda
ferðamenn. Íslendingarnir haga
ferðalögum sínum dálítið eftir
veðri. Þegar vel viðrar fyllist allt af
Íslendingum,“ segir Kristín og
bendir á að í haust verði opnuð
önnur sýning tileinkuð Surtsey.
Um 2.500 manns skoðuðu safn-
ið opnunarhelgina í maí síðast-
liðnum.
Um fimm þúsund íbúar Heima-
eyjar þurftu að flýja heimili sín 23.
janúar 1973 vegna eldgoss. Tíu ár-
um áður reis Surtsey úr sæ.
Aðsóknin umfram væntingar
GOSMINJASAFNIÐ ELDHEIMAR
Nýtt safn Gestir skoða gamla gripi.
Fæst án lyfseðils.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun.
20% afsláttur