Morgunblaðið - 06.08.2014, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014
Hvern ætlar þú að gleðja í dag
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
TAX FREE
af öllum s
nyrtivörum
í ágúst
Seljum einnig:
Velúrgalla, peysur,
toppa, buxur, pils,
leggings o.m.fl.
Allar töskur á
40%
afslætti
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
Vertu
vinurá
facebook
Verðhrunið hafið
Glæsilegt úrval
Str. 36-
52
Bonito ehf. • Friendtex • Praxis
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is •www.praxis.is
Opið mánudag - föstudag 11:00-17:00, lokað laugardaga
Friendtex á Íslandi
ALLT Á AÐ
SELJAST!
2 fyrir 1
af fatnaði og skóm
Tuttugu og tvær umsóknir bárust
um forstjórastöðurnar þrjár sem
heilbrigðisráðherra auglýsti eftir til
þess að stýra heilbrigðisstofnunum
Vestfjarða, Norðurlands og Suður-
lands. Þessar stofnanir eru nýjar
stofnanir sem urðu til við samein-
ingu minni stofnana. Umsókn-
arfrestur rann út 1. ágúst sl.
Heilbrigðisstofnanir Patreks-
fjarðar og Vestfjarða verða samein-
aðar undir stofnunina á Vestfjörð-
um. Fjórir sóttu um forstjóra-
stöðuna: Bjarni Kr. Grímsson
verkefnastjóri, Gerður Björk
Sveinsdóttir skrifstofustjóri, Gunn-
ar Alexander Ólafsson verk-
efnastjóri og Þröstur Óskarsson,
forstjóri.
Heilbrigðisstofnanirnar á Blöndu-
ósi, Sauðárkróki, Fjallabyggð,
heilsugæslustöðvarnar á Dalvík og
Akureyri og heilbrigðisstofnun
Þingeyinga verða sameinaðar undir
heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Átta sóttu um forstjórastöðuna þar:
Anna Sigurbjörg Gilsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar, Bjarni Kr.
Grímsson verkefnastjóri, Guðlaug
Gísladóttir viðskiptastjóri, Haf-
steinn Sæmundsson forstjóri, Her-
dís Gunnarsdóttir verkefnastjóri,
Jóhann F. Friðriksson fram-
kvæmdastjóri, Jón Helgi Björnsson
forstjóri og Jónas Vigfússon, fv.
sveitarstjóri.
Þá verða heilbrigðisstofnanir Suð-
austurlands, Suðurlands og í Vest-
mannaeyjum sameinaðar í heilbrigð-
isstofnun Suðurlands.
Umsækjendur þar voru: Bjarni Kr.
Grímsson verkefnastjóri, Drífa Sig-
fúsdóttir, fv. rekstrarstjóri, Elís
Jónsson rekstrarstjóri, Guðlaug
Einarsdóttir verkefnastjóri, Guð-
mundur Sævar Sævarsson hjúkr-
unardeildarstjóri. Hafsteinn Sæ-
mundsson forstjóri, Harpa
Böðvarsdóttir sviðsstjóri, Herdís
Gunnarsdóttir verkefnastjóri, Val-
björn Steingrímsson forstjóri og
Þröstur Óskarsson forstjóri.
Margir vilja stýra
nýjum stofnunum
22 umsóknir um þrjár forstjórastöður
Heilbrigðisstofnanir Víðtæk sam-
eining stofnana er framundan.
Fágætur minnispeningur sem
FAO, Matvæla- og landbún-
aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna,
lét slá til heiðurs Vigdísi Finn-
bogadóttur, fyrrum forseta Íslands,
árið 1997 er kominn í eigu safnara
hér á landi sem tók eftir því að ein-
tak af peningnum var boðið til
kaups á bandaríska uppboðsvefnum
ebay.com.
Það var Magni R. Magnússon,
hinn kunni frímerkjakaupmaður,
sem keypti minnispeninginn. Eign-
aðist hann eintak nr. 17 og var sagt
að tuttugu hefði verið slegnir. Hér
er um að ræða svokallaðan Ceres-
minnispening sem gefinn er út í ör-
fáum eintökum í tengslum við sam-
nefndar heiðursviðurkenningar
FAO. Ceres var landbúnaðargyðja
Rómverja.
Það var Jacques Dius, fram-
kvæmdastjóri FAO, sem sæmdi
Vigdísi Ceres-orðunni í heimsókn
hingað til lands haustið 1997 fyrir
framlag hennar og Íslands til al-
þjóðlegs hjálparstarfs við þróunar-
lönd.
Vigdís Finnbogadóttir lét sig
verkefni FAO mjög skipta í for-
setatíð sinni og lagði stofnuninni lið
með margvíslegum hætti. Á leið-
togafundi FAO í Róm hinn 18. nóv-
ember 1996 var hún kosin formað-
ur á umræðufundi háttsettra aðila,
sem falið var að fjalla um leiðir til
að styrkja starf samtakanna.
gudmundur@mbl.is
Minnispeningur Hann var sleginn
af FAO 1997 Vigdísi til heiðurs.
Eignaðist minnispening um Vigdísi
Peningurinn var sleginn þegar FAO
heiðraði fyrrum forseta Íslands 1997
Tveimur mönnum var í gær gert að
afplána eftirstöðvar refsinga sem
þeir fengu fyrir fíkniefnasmygl í
Papeyjarmálinu árið 2009 vegna al-
varlegrar líkamsárásar í júlí síðast-
liðnum. Mönnunum var veitt
reynslulausn á miðju árinu 2012.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði
áður dæmt mennina til fangelsis-
vistar en þeir kærðu báðir úrskurð-
inn til Hæstaréttar í kjölfarið.
Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn
yfir öðrum mannanna í gær, en vís-
aði kæru hins frá, svo að dómur
héraðsdóms stendur óhaggaður.
Rufu skilorð
með alvarlegri
líkamsárás