Morgunblaðið - 06.08.2014, Side 14

Morgunblaðið - 06.08.2014, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það var ekki að sjá að sá fjöldi ferðamanna sem skoðaði Sól- heimajökul í gær hefði áhyggjur af því hættuástandi sem þar ríkir nú, enda vissu langfæstir af því. Tveir meðlimir Björgunarsveit- arinnar Dagrenningar á Hvolsvelli stóðu vaktina við bílastæðið og létu fólk vita af stöðu jökulsins og að það mætti ekki fara út fyrir lögregluborða sem voru strengdir við enda göngustígs og til að loka neðra bílastæði. Óvissustigi var lýst yfir við Sól- heimajökul á mánudaginn. Að undanförnu hafa aðstæður við sporð jökulsins breyst hratt, segir í tilkynningu sem almannavarna- deild ríkislögreglustjóra sendi frá sér. Sporður jökulsins gangi nú fram í jökullón og jakar hafi brotnað framan úr jökulsporðinum og fallið í lónið. Við það að jökull- inn gangi fram í lónið lyftist sporður hans og nú síðustu daga hafi fremsti hluti sporðsins lyfst um 1,5 metra. Ef stærri stykki brotna framan af jöklinum ryðja þau frá sér vatni og það getur valdið flóðbylgju á flatlendinu við jókullónið. Þá hafi heyrst brestir í jöklinum, segir í tilkynningunni. Í kjölfar yfirlýsts óvissustigs var lokað fyrir umferð niður á bíla- stæði sem er næst jökullóninu og ferðamönnum bent á að fara ekki fram á flata hluta jökulsporðsins. Óvissustigi verður haldið að minnsta kosti fram í vikuna eða þar til staðan verður ljósari. Enginn orðið til vandræða Björk Arnardóttir hjá björg- unarsveitinni Dagrenningu hóf vaktina við jökulinn klukkan átta í gærmorgun ásamt félaga sínum og stóð hana til átta um kvöldið. „Hlutverk okkar er að vara fólk við að fara ekki fyrir neðan borð- ana og biðja það um að vera örugg í því sem það er að gera. Fólk tek- ur þessu mjög vel og hefur ekki orðið til neinna vandræða,“ segir Björk. „Almennt er fólk að fara göngustíginn og taka myndir af jöklinum, það er ekki að sækjast í að ganga á jökulinn. Þeir sem vilja ganga á ís eru yfirleitt alltaf með leiðsögumönnum.“ Björk segir nánast eingöngu er- lenda ferðamenn heimsækja Sól- heimajökul og af þeim um 70 sem hún hafði talað við fyrrihluta gær- dagsins hafði aðeins einn heyrt af óvissustiginu sem var lýst yfir við jökulinn. Björgunarsveitir á svæðinu skiptast á næstu daga að standa vaktina við jökulinn. Ásamt því að vara ferðamenn við líta þær til með jöklinum og eru vakandi fyrir breytingum á honum, þá eru þær í reglulegum samskiptum við lög- regluna um stöðu mála. Vill áberandi aðvörunarskilti Það veitir víst ekki af að hafa björgunarsveitarfólk á vaktinni enda hefur ekki verið sett upp skilti til að láta ferðamenn vita af ástandinu. Á þremur stöðum er þó lítill pappírsmiði, hálft A4 blað, með tilkynningu Almannavarna, ritaðri með smáu letri á ensku. Einn miði er límdur á stein sem er við lögregluborðann við enda göngustígsins, annar á hliðinu sem var sett upp til að loka neðra bíla- stæðinu og sá þriðji hangir frammi á kaffishúsinu. Af- greiðslustúlkan þar sagðist aldrei hafa séð neinn lesa tilkynninguna og svo virtist sem viðskiptavinir kaffihússins vissu ekkert um óvissuástandið. Hún sagðist gera sitt besta til að uppfræða þá. Ekki eru allir sáttir við þetta fyrirkomulag en Jono Liew, leið- sögumaður hjá Íslenskum fjalla- leiðsögumönnum, fer nokkrar ferðir á dag á jökulinn og honum finnst vanta áberandi skilti á nokkrum tungumálum við bíla- stæðið sem varar fólk við hætt- unni. „Fólk ferðast vitanlega á eigin ábyrgð en það er gott að fá viðvörun. Ég hef séð ferðamenn fara of nálægt hættusvæðinu uppi á jöklinum,“ segir Jono. Leiðsögu- menn fara nú með hópa upp á jök- ulinn á öðrum stað en vanalega og koma þá upp á hann miðjan í stað þess að vera nálægt sporðinum. Jono segist sjá mun á jöklinum nánast á hverjum degi en hann hefur gengið reglulega á hann með hópa síðan í vor. Breytist rosalega hratt Höskuldur Frímannsson, leið- sögumaður hjá Kynnisferðum, var með hóp á svæðinu sem lét sér nægja að sjá jökulinn frá göngu- stígnum. Hann hefur varað fólk við að fara upp á ísinn frá því í byrjun júlí. „Ég hef veriðað koma hingað í sumar og séð hvernig jökullinn þróast þannig að ég hef passað að fólk sé ekkert að fara upp á jökulinn. Ég fór að vara fólki við því snemma í júlí. Jökull- inn breytist rosalega hratt og lón- ið stækkar hratt. Meðan þetta er að gerast veit maður ekki hvernig hann hagar sér og því er betra að fara varlega,“ segir Höskuldur. Ein af þeim sem var að taka myndir af Sólheimajökli var Sandra Traper frá Austurríki. Þetta var annar dagurinn hennar á Íslandi og fyrstu nóttina gisti hún á hóteli á Skógum. Hún hafði þrátt fyrir það ekki heyrt af óvissuástandinu við jökulinn, ekki fyrr en hún sá tilkynninguna frá lögreglunni við enda göngustígs- ins. Pierre-Yves Durand frá Frakklandi, sem var í sinni fjórðu Íslandsferð, var að koma úr göngu á jökulinn þegar blaðamaður náði tali af honum á bílastæðinu. Hann hafði aðeins heyrt um óvissu- ástandið áður en hann kom að jöklinum enda gönguferðin fyrir löngu ákveðin og pöntuð. Hann segir leiðsögumanninn hafa frætt þau vel um ástandið og ekki farið nálægt fremsta hluta jökulsins. Pierre segir gönguferðina hafa verið mjög eftirminnilega og hann hafi ekkert verið hræddur við að fara á jökulinn þrátt fyrir óviss- una. Langfæstir vissu af óvissustiginu  Fjöldi ferðamanna við Sólheimajökul  Björgunarsveitir standa vaktina og passa að enginn fari nærri jöklinum  Leiðsögumaður hefur varað fólk við því að fara upp á ísinn síðan í byrjun júlí Morgunblaðið/Eggert Pósað saman Margir taka sjálfsmynd af sér með Sólheimajökul í bakgrunni enda fegurri bakgrunnur vandfundinn. Pierre-Yves Durand Jono Liew Sandra Traper Höskuldur Frímannsson Handunnir íslenskir skartgripir úr silfri LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Verð 25.500,- Verð 25.600,-Verð 14.800,- Verð 34.900,- Verð 29.900,- Verð 25.700,- Verð 25.700,- Verð 17.900,- Verð 17.900,- Verð 18.900,- Verð 17.900,- Verð 25.700,- Verð 19.900,- Verð 14.800,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.