Morgunblaðið - 06.08.2014, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014
Smáauglýsingar 569 1100
Heilsa
Hlaupastílsnámskeið
Lærðu að hlaupa á léttari máta með
Smart Motion-hlaupastílstækninni.
www.smartmotion.is – s. 896 2300.
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Ýmislegt
Palacký University í Olomouc
í Tékklandi
Inntökupróf í læknisfræði og
tannlæknanám verður haldið í
Reykjavík laugardaginn 9 ágúst
2014. Kennt er á ensku. Ekkert
prófgjald. Þetta er mjög góður
skóli í fallegri borg.
Uppl. í s. 5444 333 og 820 1071
kaldasel@islandia.is
NÝTT NÝTT
Teg 31016 - rosalega mjúkur með
fyllingu, fæst í 70-85B, 75-85C á kr.
5.800,- buxur á kr. 1.995,-
Teg 8115 - létt fylltur og fæst í 70-
85B, 75-85C á kr. 5.800,- buxur á kr.
1.995,-
Teg. 11001 - gamli góði í nýjum lit
fæst 80-95CDE á kr. 5.800,- buxur á
kr. 1.995,-
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.–föst. 10–18,
laugardaga 10–14.
Þú mætir – við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
– vertu vinur
Teg: 316203 12 840 Mjúkir og
þægilegir herraskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Góður sóli.
Stærðir: 39 - 47 Litir: blátt og brúnt
Verð: 15.485.-
Teg: 316202 12 565 Mjúkir og
þægilegir herraskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Góður sóli.
Stærðir: 41 - 47 Litir: rautt og brúnt
Verð: 15.485.-
Teg: 316304 12 343 Mjúkir og
þægilegir herraskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Góður sóli.
Stærðir: 41 - 47 Litir: Brúnt og blátt
Verð: 17.685.-
Teg: 315301 249 Þessir sívnsælu
herraskór komnir aftur, léttir og
þægilegir út leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 41 - 47 Verð: 14.985.-
Teg: 458409 35 Mjúkir og þægilegir
herraskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Extra breiðir (K-breidd)
Stærðir: 41 - 48 Verð: 19.785.-
Teg: 503603 254 Mjúkir og þægilegir
herrasandalar úr leðri, fóðraðir.
Stærðir: 40 -48 Verð: 13.585.-
Teg: 505602 254 Mjúkir og þægilegir
herrainniskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 40 - 44 Verð: 12.885.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.– föst. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Húsviðhald
Hreinsa ryð af þökum,
hreinsa þakrennur,
laga veggjakrot
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Tilboð/útboð
Um er að ræða tvo bragga á lóð Útgerðarfélags Akureyringa ehf.,
Fiskitanga 4, 600 Akureyri.
Stærð hvors bragga um sig er skráð 557,3 m2 í fasteignamati.
Niðurrif getur hafist 15. september og skal vera lokið fyrir 6. október.
(Upphafstími háður leyfisveitingum)
Kaupandi skal fjarlægja byggingar og allt rusl niður að sökkli og botnplötu.
Eignirnar verða til sýnis 14.-15. ágúst í samráði við seljanda.
Tilboðsverð skal vera með virðisaukaskatti.
Gengið skal frá greiðslu áður en niðurrif hefst.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Samherja, Glerárgötu 30, fyrir 25.ágúst,
merkt „ÚA-Braggar-Tilboð“. Seljandi áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.
Nánari upplýsingar veitir Birkir Baldvinsson (birkir@samherji.is)
Tilboð óskast í tvo bragga
til niðurrifs eða flutninga
Félagsstarf eldri borgara
Félagslíf
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Háaleitisbraut 58–60
Samkoma í kvöld kl. 20
í Kristniboðssalnum.
Ræðumaður er Birna Gerður
Jónsdóttir. Allir velkomnir.
Davíð Stefánsson
Ljóðabréf
frá Davíði Stefánssyni á fjórum
blöðum. 15 erindi frá árinu 1922
til sölu. Uppl. í síma 8989475.
Til sölu
mbl.is
alltaf - allstaðar
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhúsalóðir í Grímsnesi
Eignarlóðir
Lóðirnar eru frá 0,7 hekt. og upp í 1,6
hekt. Stutt er í alla þjónustu. Mikið
og fallegt útsýni, meðal annars til
Heklu. Búið er að leggja veg um
svæðið og afmarka lóðirnar. Heitt og
kalt vatn komið að lóðamörkum.
Ekið inn á Kiðjabergsveg af Biskups-
tungnabraut og beygt til vinstri við
Höskuldslæk.
Uppl. í síma 8673569.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
NICOLAI
BIFREIÐASTILLINGAR
Faxafeni 12 Sími 588-2455
Véla- og hjólastillingar
Tímareimar - Viðgerðir
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Byssur
ISLANDIA GÆSASKOT
42 gr á kr. 18.000, / 250 skot.
Sportvörugerðin, sími 660 8383.
www.sportveidi.is
taka sitt eigið líf sem það gerir
eins og Kristófer Örn. Núna geta
þeir feðgarnir chillað saman eins
og þeir gerðu svo oft.
Þú áttir þá gnótt til að gefa
aðeins guðirnir vissu‘ um það allt
og minningar sorgina sefa
en sýna hve gengið er valt.
Þó að fjöldinn af vinum þér fylgdi
þú fannst enga samleið með þeim
um ólgusjó ævinnar sigldir
þú einmana á leiðinni heim.
(Rut Gunnarsdóttir)
Þín er sárt saknað. Þinn
frændi,
Ingvi Þór.
Elsku fallegi frændi minn og
vinur.
Ég á enn erfitt með að ná utan
um þá staðreynd að ég skuli vera
að skrifa kveðjuorð til þín og
finnst sem ég hljóti að vera föst í
vondum draumi. Þú sem varst
rétt að byrja lífið.
Þú varst eitt kátasta og
skemmtilegasta barn sem ég hef
augum litið og á milli okkar var
ávallt sérstakt samband. Það eru
auðvitað ótal minningar sem
koma upp í hugann þegar ég
hugsa um þig en ég mun aldrei
gleyma því þegar þú varst mikið
að velta því fyrir þér af hverju
Ása frænka væri alltaf berfætt.
Þú fékkst þau svör frá pabba þín-
um, í gríni, að ég væri svo fátæk
að ég ætti enga sokka. Þú,
þriggja ára snáðinn, fórst um leið
og tæmdir sokkaskúffuna þína í
poka, gafst mér risafaðmlag og
gafst mér alla sokkana þína. Eða
þegar þú ákvaðst að koma mér á
óvart áður en ég vaknaði einn
sunnudagsmorguninn og gefa
mér „make over“ með öllum
snyrtivörunum sem þú komst
höndum yfir, þ. á m. naglalökk-
um. Eru þetta lýsandi dæmi um
það hversu hjartahlýr og ljúfur
fram í fingurgóma þú varst en á
sama tíma mikill grallari og
uppátækjasamur, enda kallaði ég
þig iðulega Bart Simpson.
Þú hafðir upplifað mikla sorg á
þínum 18 árum og voru fyrstu ár-
in eftir andlát pabba þíns þér
mjög erfið. Miklar breytingar
urðu þó á síðasta eina og hálfa
árinu til hins góða og við manni
blastir þú – orðinn að glæsilegum
og fallegum ungum manni með
framtíðina fyrir þér. En lífið er
hverfult og mig er ekki að
dreyma vondan draum.
Engillinn minn, þín er og
verður ávallt sárt saknað um
ókomna tíð. Ég lofa þér því að ég
mun halda fast utan um mömmu
þína og gefa henni allan minn
styrk.
Ég elska þig alla leið upp í
geiminn og aftur til baka.
Liðinn ert þú inn
í ljóma bjartrar
júlínætur,
jafnhreinn sem forðum
– drýpur dögg,
drúpir gras,
brosir í draumi
barn sem ég unni.
Ástvinum þínum
öllum ég sendi
blóm fagurrautt
úr brjósti mínu,
legg það við sárin,
læt tárin
seytla í þess krónu,
uns sorgin ljómar.
Ekkert fær dáið
af eðli þínu,
ekkert skyggt
ástúð þína.
Sofðu í fangi ljóðs míns,
sofðu í fangi lands þíns,
glókollur bláeygur,
guðs barn –
(Jóhannes úr Kötlum)
Þín frænka,
Guðmunda Áslaug
Geirsdóttir (Ása).
Veistu hvar vandi þinn liggur?
Þú virðir ei nóg þína sál
því gengur þú götuna hryggur
og gæfan hún reynist þér tál.
Nú er sumar og sól skín í heiði
en sundrung í hjarta þér býr
í augunum aflvana reiði
í örvænting hugurinn flýr.
Þín hamingja hún er úr gleri
hún fæddist um leið og þú.
Þú heimtar, þú vilt að hún veri
þú vilt að hún reynist þér trú.
En gættu þess drengurinn góði
að glerið er brothætt og veikt
og lífið þitt litast af blóði
og láninu burt verður feykt.
Því veröldin vill þig ei hálfan
og vonskan, hún getur þér eytt.
Ef elskar þú ekki þig sjálfan
þá elskar þú hreint ekki neitt.
(Rut Gunnarsdóttir)
Með kærleika og söknuði,
Aðalheiður (Heiða),
Kristjana Vigdís og
Arnþór Ingi.