Morgunblaðið - 06.08.2014, Síða 27

Morgunblaðið - 06.08.2014, Síða 27
1997. Adda Jóhanna hóf síðan störf við Barnaskóla Vestmannaeyja 1999 og kenndi á yngsta stigi. Hún var síðan grunnskólakennari í Vestmannaeyjum til ársins 2012. Ekki áttavillt í Eyjaskokki „Í byrjun árs 2012 keyptum við hjónin Hótel Þórshamar og breytt- um nafninu á hótelinu, en það heit- ir nú Hótel Vestmannaeyjar. Þar hef ég síðan starfað við reksturinn og haft í nógu að snúast.“ Áhugamál Öddu Jóhönnu snúast að mestu um hreyfingua og sauma- klúbbinn hennar, sem er í miklu uppáhaldi: „Ég hleyp reglulega með hlaupahópnum Eyjaskokki og hef tekið þátt í mörgum hlaupum, m.a. hlaupið heilt maraþon. Þá starfa ég í hópi sem stendur fyrir Vestmannaeyjahlaupinu sem fer fram fyrsta laugardag í september ár hvert. En þegar minnst er á áhugamál má ekki gleyma saumaklúbbnum mínum. Ég er í mjög skemmti- legum og litríkum saumaklúbbi sem heitir Áttavilltar. Sá hópur samanstendur af bráðhressum konum sem hittast reglulega. Við finnum svo alltaf upp á einhverju skemmtilegu til að bralla saman og skemmtum okkur konunglega.“ Fjölskylda Eiginmaður Öddu Jóhönnu er Magnús Bragason, f. 26.11. 1965, hótelstjóri. Foreldrar hans eru Sigríður Magnúsdóttir, f. 9.10. 1945, og Bragi Steingrímsson, f. 1.1. 1944, en þau eru búsett í Vest- mannaeyjum. Börn Öddu Jóhönnu og Magn- úsar eru Daði Magnússon, f. 5.11. 1988, tölvunarfræðingur, búsettur í Vestmannaeyjum; Bragi Magnús- son, 13.6. 1990, í námi í byggingar- verkfræði við HÍ en unnusta hans er Ragnheiður Perla Hjaltadóttir, f. 29.11. 1993, nemi í hjúkr- unarfræði við HÍ; Friðrik Magn- ússon, 1.7. 1997, nemi í Fram- haldsskóla Vestmannaeyja en hann er að fara sem skiptinemi til Maine í Bandaríkjunum í þessum mánuði. Systkini Öddu Jóhönnu eru Jón Ingi Sigurðsson, f. 21.10. 1959, vélatæknifræðingur, búsettur á Sauðárkróki; Sigurbára Sigurðar- dóttir, f. 1.4. 1963, hárgreiðslu- meistari, sem er búsett í Kópa- vogi; Vigdís Sigurðardóttir, f. 14.11. 1973, viðskiptafræðingur, búsett í Austurríki, og Lilja Sig- urðardóttir, f. 19.4. 1981, skrif- stofudama búsett á Sauðárkróki. Foreldrar Öddu Jóhönnu eru Sigurður Georgsson, f. 1.3. 1941, skipstjóri, búsettur í Vestmanna- eyjum, og Guðný Fríða Einars- dóttir, f. 12.6. 1941, verslunarkona, búsett í Vestmannaeyjum. Úr frændgarði Öddu Jóhönnu Sigurðardóttur Adda Jóhanna Sigurðardóttir Fríður Ingimundardóttir húsfr. í Eyjum Jón Hjálmarsson útgerðarm. í Eyjum Árna Jóhanna Jónsdóttir húsfr. í Eyjum Einar Guðmundur Ólafsson vélstj. í Hafnarfirði Guðný Fríða Einarsdóttir verslunark. í Eyjum Guðný P. Guðmundsdóttir húsfr. í Eyjum Ólafur Einarsson búsettur í Eyjum Vigdís Sigurðardóttir húsfr. í Vestri-Tungu Sigríður Sigurðardóttir, húsfr. í Unhól í Þykkvabæ Guðni Sigurðsson b. í Háarima í Þykkvabæ Elías Baldvinsson slökkviliðsstj. í Eyjum Baldvin Skæringsson umsjónarmaður Íþróttahússins í Mosfellsbæ Guðfinna Sveinsdóttir húsfr. á Háarima Sigurður Guðnason b. í Háarima í Þykkvabæ Sigurbára Júlía Sigurðardóttir húsfr. Eyjum Georg Skæringsson húsvörður í Eyjum Sigurður Georgsson skipstj. í Vestmannaeyjum Kristín Ámundadóttir húsfr. á Rauðafelli og Vík Skæringur Sigurðsson b. á Rauðafelli og smiður í Vík, af Bolholtsætt og Selkotsætt Hlauparar Adda og Maggi eftir götu- hlaup í Gautaborg fyrir skömmu. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014 Miðvikudagstilboð – á völdum einnota og margnota borðbúnaði Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Verslun RV er opin virka daga kl. 8 – 18 og laugardaga kl. 10 – 14 Komdu í verslun RVog sjáðu glæsilegtúrval af einnota ogmargnota borðbúnaði íflottum sumarlitum Di sk ar Se rv íe ttu r G lö s Hn ífa pö r Unnur eða Hulda, sem varskáldnafn hennar, fæddist6.8. 1881, dóttir Benedikts Jónssonar, bónda á Auðnum í Laxár- dal í Suður-Þingeyjarsýslu, og k.h., Guðnýjar Halldórsdóttur húsfreyju. Unnur giftist árið 1905 Sigurði Sig- fússyni frá Halldórsstöðum í Reykja- dal og tóku þau sér ættarnafnið Bjarklind. Sigurður var kaupfélags- stjóri Kaupfélags Þingeyinga á Húsa- vík 1918-35 en eftir það bjuggu þau í Reykjavík. Þau eignuðust þrjú börn. Hulda ólst upp á miklu menningar- heimili, þar sem m.a. var til húsa Bókafélag Þingeyinga, en faðir henn- ar var mikill menningar- og félags- málafrömuður. Hún hlaut góða menntun í foreldrahúsum og stundaði nám í einkatímum í Reykjavík. Þá fór hún tvisvar í utanlandsferðir til að kynna sér menningu annarra þjóða og dvaldi þá m.a. um tíma hjá Ís- landsvininum prófessor William A. Craigie í Oxford. Fyrstu ljóð Huldu birtust á prenti er hún var tvítug og þá undir skáld- nafninu Hulda. Síðan birtust eftir hana kvæði í tímaritum sem áttu eftir að vekja athygli, m.a. stórskálda á borð við Matthías Jochumsson, Þor- stein Erlingsson og Einar Benedikts- son. Hún sendi alls frá sér 18 bækur, ljóðabækur, smásögur, skáldsögu og ævintýri. Ljóð Huldu og önnur verk hennar fengu yfirleitt vinsamlega dóma þótt fæstir litu svo á að hún væri á meðal fremstu skálda þjóðarinnar. Það þóttu því tíðindi þegar ljóð eftir hana var annað tveggja sem fengu fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni vegna stofnunar lýðveldisins á Þingvöllum 1944. Reyndar er ljóðið sem nú er svo oft sungið undir heitinu Hver á sér fegra föðurland, einungis þriðji hluti ljóðaflokks Huldu sem í heild ber heitið Söngvar helgaðir Þjóðhátíðar- degi Íslands 17. júní 1944. Ljóðin voru send inn undir dul- nefni. Emil Thoroddsen gerði verð- launalagið við þennan þriðja hluta af ljóðaflokknum og hefur hvort tveggja elst einkar vel með þjóðinni. Hulda lést 10.4. 1946. Merkir Íslendingar Unnur Benediktsdóttir Bjarklind 101 ára Lára Jónsdóttir 90 ára Bjarnfríður Leósdóttir Margrét Gísladóttir 85 ára Anne Marsden Eggert Ólafur Ásgeirsson Erla Eyjólfsdóttir Sigurhörður Frímannsson 80 ára Arnar Sighvatsson Guðrún Lilja Árnadóttir Stella Finnbogadóttir Svanhvít Sigurlinnadóttir Walter Lúðvík Lentz 75 ára Ásrún H. Kristinsdóttir Elín Þorsteinsdóttir Guðni Gústafsson Magnús Stefánsson 70 ára Gissur Tryggvason Margrét Bjarnadóttir Ólafur R. Sigurjónsson Pétur Vilbergsson Sigurður Hilmarsson Valgerður Jónsdóttir 60 ára Birna Björnsdóttir Bjarni Guðjónsson Einar Guðmundsson Guðmundur S.T. Blöndal Guðrún Valfríður Sigurðardóttir Jens Guðfinnur Hallgrímsson Páll Kristinn Ingvarsson Sigrún Ása Sturludóttir Sigurður Pétur Bragason Svala Ólafsdóttir 50 ára Anna Berglind Arnard. Dungal Arnaldur Sigurðsson Eðvald Eyjólfsson Elísabet Benedikz Ena Dahl Jóhanna Hinriksdóttir Kristinn Jón Bjarnason Lilja Líndal Aðalsteinsdóttir Ryszard Mariusz Krzyzak Steingerður Katla Harðardóttir 40 ára Anna Helga Einarsdóttir Anton Þór Hjartarson Auður Þórhallsdóttir Einar Sigmarsson Eyrún Ósk Guðjónsdóttir Heiðdís Björk Helgadóttir Inga Dóra Halldórsdóttir Marisa Quinonez Corpuz Pétur Heiðar Freysteinsson Svavar Pálsson Þuríður Kristín Sigurðardóttir 30 ára Ásta Særós Haraldsdóttir Daníel Páll Jóhannsson Geir Elí Bjarnason Jayson Paraiso Montemayor Klara Jenný Sigurðardóttir Linda Ingólfsdóttir 30 ára Marteinn ólst upp í Kópavogi og Hafnarfirði, býr í Reykjanesbæ, lauk stúdentsprófi frá Flens- borg og starfar við kvik- myndagerð. Unnusta: Sigrún Birta Sigurðardóttir, f. 1984, grunnskólakennari. Foreldrar: Hellen Sigur- björg Helgadóttir, f. 1956, grunnskólakennari, og Einar Eberhardtsson, f. 1952, starfsmaður hjá Vaka. Marteinn Einarsson 30 ára Inga Dóra ólst upp á Sauðárkróki, býr þar, lauk tveggja ára námi á hestabraut við Háskólann á Hólum og starfar hjá Póstinum. Maki: Ingólfur Jón Geirs- son, f. 1981, sjómaður. Sonur: Ingimar Eyberg, f. 2009. Foreldrar: Halldóra Helgadóttir, f. 1945, hús- freyja, og Ingimar Páls- son, f. 1946, fram- kvæmdastjóri Topphesta. Inga Dóra Ingimarsdóttir 30 ára Jenný ólst upp í Grindavík, býr þar og vinn- ur í saltfiski hjá Vísi hf. Maki: Jón Unnar Viktors- son, f. 1993, sem starfar einnig hjá Vísi hf. Börn: Patrekur Ívar, f. 2003, og Antonía Björk, f. 2007. Foreldrar: Eyrún Björk Eyjólfsdóttir, f. 1967, sjúkraliði við Víðihlíð í Grindavík, og Jens Sigurðsson, f. 1959, vél- stjóri. Jenný Björk Jensdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.