Morgunblaðið - 06.08.2014, Side 28

Morgunblaðið - 06.08.2014, Side 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014 Jarðvegsþjöppur, valtarar, malbikunarvélar, gatnasópar, umferðaröryggisbúnaður A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ef þú ætlar að halda áfram á sömu braut verður eitthvað undan að láta. Einhver ný manneskja kemur inn í líf þitt með mik- inn lærdóm. 20. apríl - 20. maí  Naut Gerðar eru til þín kröfur úr ýmsum áttum og eiga sumar þeirra rétt á sér en aðrar ekki. Ef þú sleppir helmingnum næstu viku nærðu miklu betra jafnvægi, líkamlegu og andlegu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Í dag er kjörið tækifæri til að hreinsa til í þínu nánasta umhverfi. Vináttan er tvístefna. Forðastu vandræði og ráðfærðu þig við meyju fyrst. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Dagurinn hentar vel til að huga að breytingum í vinnunni og á stefnu þinni í líf- inu. Heimurinn vill frá þér það sem aðeins þú getur gefið honum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fjölskyldumálin eru ekki einföld í dag. Láttu samt ekki hugfallast en mundu að hver er sinnar gæfu smiður. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er tímabært að þú leggir spilin á borðið gagnvart vini þínum eða maka. Ef þú tekur rétt á málum snúast þau þér í hag, því þú hefur verkvitið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hlustaðu á ráð frá þér eldri og reyndari manneskju í dag. Af hverju að gera eitthvað svo klikkað? Þú færð leyfi til að vera erfiður og lærir að standa með sjálfum þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er eins og þú eigir eitthvað erfitt með að koma skoðunum þínum á framfæri við aðra. Mundu eftir að hlæja með reglulegu millibili (í hljóði) og njóta framvindunnar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hóf er best á hverjum hlut og það á líka við um það sem gert er í eigin þágu. Geymdu að mynda þér skoðun þang- að til þú hefur kynnt þér alla málavöxtu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Notaðu nú tækifærið og jafnaðu ágreining þinn við gamlan vin. Steingeitin kann að meta þá sem fá hana til að brosa eða létta henni lífið og er ástsæl einmitt þess vegna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er engin skömm að því að leita sér aðstoðar þegar byrðarnar verða manni ofviða. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér finnst eitthvað að þér þrengt í vinnunni. En þá er um að gera að gaum- gæfa málin áður en gripið er til einhverra aðgerða. Í gær voru hér í Vísnahorni limr-ur um Storm frá Herríðarhóli og Uppspuna frá Rótum. Páll Ims- land fjallar hér um þau hin dular- fullu hross okkar sem ekki fá inni í veraldarskráningu íslenska hrossa- stofnsins; WorldFeng. Hefur jafnan í loftinu legið að Lygi var sólgin í heyið, sem át hún af þörf eins og dóttirin djörf: Della frá Upphafi greyið. Skírnir Garðarsson fitjar upp á því að til séu fleiri íþróttir en hesta- mennska, – önnur íþrótt er „Cross- fitt“. Þar grét þátttakandi vegna þess að hún óttaðist að hún myndi ekki ganga aftur….. (sjá DV) Krossfittið er kúnstug list, þar kaðla fljóðin slíta, en afturgönguna Anní Mist menn eigi námu að líta. Hún var sprelllifandi… Ég fékk ágætt bréf, þar sem vísa Vatnsenda-Rósu „Augun mín og augun þín“ var rifjuð upp og sagt að þannig væri vísan alla jafna birt í söngbókum. Bréfritari stingur upp á því að e.t.v. hefði Rósa haft vísuna öðru vísi – þannig væri vísan með réttu rími í fyrstu hendingu: Augað mitt og augað þitt ó, þá fögru steina mitt er þitt og þitt er mitt þú veist hvað ég meina. Þetta er rétt hjá bréfritara, sem ógjarna vill láta nafns síns getið. Í „Skáldkonum fyrri alda“ hefur Guðrún P. Helgadóttir „augað mitt og augað þitt“. Sömuleiðis Svein- björn Beinteinsson í „Lausavísum frá 1400–1900“. En ég birti sem sagt vísuna eins og hún er í „Söng- bók stúdenta“. Fía á Sandi leggur sitt til mál- anna í „klassískum limrustíl“/ebólu í framhaldi af limru Hjálmars Frey- steinssonar: „Túramaður var Tommi“: Hún Unnur sem einmana býr og aldrei var talin mjög skýr, elskaði Nóna þann alræmda dóna en hann var að sjálfsögðu hýr. Páll Imsland svarar henni og spyr: „Viðsnúningur tímans eða hvað?“ Og hefur nokkuð til síns máls: Það komst í mig kraftur einginn, það könnuðust fáir við dreinginn, er eitt sinn í júlí ég vaknaði’ í júní örugglega’ afturgeinginn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Della frá upphafi og viðsnúningur tímans Í klípu „FLYTJA AÐ HEIMAN? ÞÚ KEMUR AFTUR. ÞÚ VERÐUR KANNSKI ÞRÍTUGUR, FRÁSKILINN, ATVINNULAUS OG MEÐ BÖRN, EN ÞÚ MUNT KOMA AFTUR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HANN HEFUR ÆGILEGA GAMAN AF STIMPLUM, HANN JONNI LITLI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að setja hvort annað í fyrsta sæti. JÓN ER AÐ FLAUTA. NÚ SYNGUR HANN. VILTU KOMA MEÐ MÉR AÐ HLAUPA? NÚ ER HANN MEÐ UPPISTAND. HVAÐ VELDUR ÞVÍ AÐ ÞEIR FLÝJA SEM FÆTUR TOGA, UM LEIÐ OG ÞEIR SJÁ OKKUR? UMFJÖLLUN FJÖLMIÐLA SEM SKILJA OKKUR EKKI. Straumur ferðamanna til Íslandsvirðist vera eitt helsta umræðu- efnið þessa dagana. Hvert sem farið er verði ekki þverfótað fyrir ferða- mönnum. Reykvíkingar tala um að þegar þeir fari í bæinn heyri þeir bara útlensku. Fólk sem býr í mið- bænum vaknar um miðjar nætur við skröltið sem heyrist þegar ferða- menn draga ferðatöskurnar á eftir sér yfir ójafnar gangstéttir. Í íbúðar- húsum eru íbúðir leigðar ferðamönn- um og jafnvel heilu stigagangarnir undirlagðir. Vandasamt getur verið að fá borð á veitingahúsum vegna að- sóknar. x x x Það er þó erfitt fyrir Íslendinga aðamast við túristunum. Þjónusta við ferðamenn er orðin helsta gjaldeyristekjulind þjóðarinnar og hefur ýtt sjávarútveginum í annað sætið. Víkverji átti samtal við ferðalang frá New York um dögunum og sprenginguna í ferðamennsku hér á landi bar á góma. Hann benti Vík- verja á að ástandið væri nákvæmlega eins í New York þótt umfangið væri annað. Á helstu ferðamanna- stöðunum heyrðist vart enska og ekki væri þverfótað fyrir ferðamönn- um. x x x Árið 2002 komu um 30 milljónirferðamanna til New York. Í fyrra komu þangað 54,3 milljónir ferðamanna. Aukningin er næstum því 54%. Hingað komu 277.900 ferða- menn 2002 og 781.016 í fyrra, sem er 117% aukning. x x x Ferðalangurinn sagði að New York-búar létu þetta ekki fara í taug- arnar á sér. Þeir gerðu sér grein fyrir því að ferðamennirnir væru borginni nauðsynlegir og stuðluðu að viðgangi hennar og vexti. Tungumálaglund- roðinn á götum Manhattan væri í raun mælikvarði á þrótt borgarinnar. x x x Í raun má yfirfæra þessa hugsun áReykjavík. Það er merki um upp- gang að heyra öll heimsins tungumál á götum borgarinnar og eykur fjöl- breytni mannlífsins. víkverji@mbl.is Víkverji Lofsöngur Maríu Og María sagði: Önd mín miklar Drottin og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum. (Lúkasarguðspjall 1:46-47)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.