Morgunblaðið - 06.08.2014, Síða 33

Morgunblaðið - 06.08.2014, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - EIN ÓVÆNTASTA SPENNUMYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 16 "Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!" -Guardian ÍSL. TAL "Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!" -T.V., Biovefurinn.is L L 12 12 14 14 LUCY Sýnd kl. 6 - 8 - 10 (P) NIKULÁS LITLI Sýnd kl. 3:50 HERCULES Sýnd kl. 8 - 10:10 SEX TAPE Sýnd kl. 8 PLANET OF THE APES 3D Sýnd kl. 10:10 22 JUMP STREET Sýnd kl. 5 AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 5 Þau gerðu myndband sem þau vilja alls ekki að þú sjáir CAMERON DIAZ JASON SEGEL DWAYNE JOHNSON A BRETT RATNER FILM DISCOVER THE TRUTH BEHIND THE LEGEND POWERSÝNINGKL. 10 í 3D -New York Daily News ★ ★ ★ ★ ★ munu hinsegin skáld og aðrir vel- unnarar lesa úr verkum sínum,“ seg- ir Gunnlaugur Bragi, en meðal þeirra sem fram koma eru Jónína Leósdóttir, Sjón, Björk Þorgríms- dóttir og Eva Rún Snorradóttir. Að lestri loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal. Hinseginn kórinn heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 19.30 undir stjórn Helgu Margrétar Mar- zellíusardóttur. Boðið verður upp á hinsegin siglingu frá gömlu höfninni í Reykjavík kl. 22, en að siglingu lok- inni verður slegið upp svonefndu Landleguballi á Kíki á Laugavegi 22. „Hápunktur Hinsegin daga er sem fyrr Gleðigangan sem farin verður laugardaginn 9. ágúst kl. 14 þar sem gengið verður Vatnsmýrar- veg að Arnarhóli þar sem Regnboga- hátíð verður haldin. Þar koma m.a. fram Páll Óskar, Sigga Beinteins, Felix Bergsson, Lay Low og hljóm- sveitin Kimono.“ Á lokadegi hátíðarinnar, sunnu- daginn 10. ágúst, verður Regnboga- hátíð fjölskyldunnar í Viðey milli kl. 11.15-17 og heimildamyndin Stone- wall Uprising sýnd í Bíó Paradís kl. 18 í boði sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi. Lokaviðburður Hinsegin daga í ár er síðan flutningur Tinnu Kristjánsdóttur á þremur örleik- ritum eftir Samuel Beckett í Mars- hall-húsinu við Grandagarð kl. 21. Allar nánari upplýsingar má finna á reykjavikpride.com. Stuðboltinn Páll Óskar. Morgunblaðið/Ómar Tónlistarkonan Lay Low. Gleðigangan „Þó margt hafi áunnist í réttindabaráttu samkynkneigðra á umliðnum árum megum við þó aldrei sofna á verðinum,“ segir Gunnlaugur. „Það er óhætt að lofa flottu sjón- arspili í kvöld,“ segir Georg Erl- ingsson Merritt, skipuleggjandi Draggkeppni Íslands sem haldin verður í 17. sinn í kvöld kl. 21 í Eldborgarsal Hörpu „Alls taka átta keppendur þátt. Fjórir kepp- endur keppa um titilinn Draggd- rottning Íslands og fjórir keppa um titilinn Draggkóngur Íslands,“ segir Georg, sem unnið hefur með keppendum að undanförnu við að gera atriði þeirra eins flott og kostur er. „Enda er eitt mark- miðið með keppninni að búa til góða skemmtidagskrá,“ segir Georg og tekur fram að vel fari um keppnina í Eldborg. „Þetta er heitur og skemmtilegur salur auk þess sem tæknibúnaðurinn er framúrskarandi.“ Kynnir í ár er Þorsteinn Guð- mundsson uppistandari. „Það verður skemmtilegt að sjá sveita- lubba kljást við kónga og drottn- ingar. Þarna munu mætast tveir heimar og viðbúið að skemmti- legur tregleiki muni myndast,“ segir Georg, sem haldið hefur um stjórnartauma keppninnar frá árinu 1999. „Það er alltaf jafn- gaman og spennandi að sjá nýjan hæfileika fæðast. Það fylgir því líka alltaf mikil stemning að byrja vikuna á þennan máta,“ segir Georg og tekur fram að sigurveg- ararnir muni ekki láta sig vanta í Gleðigöngunni á laugardag. Konungsfólk Márky Cántalejo og Chris Mercado sem skipa dúettinn Foxy Ladies voru krýndir draggdrottingar í fyrra meðan Ylfa Lind Gylfadóttir var krýnd draggkóngur ársins, en sviðsnafn hennar er Brjánn Hróðmarsson. Draggkeppni Íslands fer fram í 17. sinn í Hörpu í kvöld Geimhasarmyndin Guardians of the Galaxy er tekjuhæsta kvikmynd liðinnar helgar, en alls lögðu 9.360 manns leið sína í bíó að sjá hana um helgina. Aðsóknarmesta myndin á topp tíu listanum er Vonarstræti, en á þeim tólf vikum sem liðnar eru frá frumsýningu hafa rétt tæplega 44.500 manns séð mynd- ina. Teiknimyndin Að temja dreka sinn 2 (How to Train Your Dragon 2) virðist falla landsmönnum vel í geð, en rúmlega 26 þús- und bíógestir hafa séð hana á síðustu sjö vikum. Franska gamanmyndin Nikulás litli í sumarfríi (Les vacances du petit Nicolas) höfðaði greinilega ekki til landans um verslunarmannahelgina, því aðeins 415 kvikmyndagestir sáu hana. Bíóaðsókn helgarinnar Verndarar vetrarbraut- arinnar vinsælastir Blár Litríkar verur má sjá Guardians of the Galaxy. Bíólistinn 1.-3. ágúst 2014 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Guardians of The Galaxy Sex Tape Hercules How to Train Your Dragon 2 Dawn of the Planet of the Apes Chef Tarzan (Animation) Vonarstræti Les vacances du petit Nicolas (Nikulás litli í Sumarfríi) Tammy Ný 2 1 4 3 5 9 8 Ný 6 1 2 2 7 3 3 4 12 1 4 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.