Morgunblaðið - 12.08.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.08.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014 Umferðin um Héðinsfjarðargöng hefur verið mun meiri það sem af er ári en á síðasta ári, eða tæpum 7%, að sögn Friðleifs Inga Brynj- arssonar, verkefnastjóra hjá um- ferðardeild Vegagerðarinnar á Ak- ureyri. Frá þessu er greint á vefsíðunni siglfirðingur.is. Umferðin náði hámarki um síð- ustu helgi, nánar tiltekið á laug- ardag, 9. ágúst, en þá fóru 1980 bílar um göngin. Þetta er annar umferðarmesti dagur sem Vega- gerðin hefur mælt um göngin. Mest hafa mælst tæplega 2.100 bílar á sama degi, laugardegi í annarri helgi ágústmánaðar, árið 2011. Meðalumferðin í júlí er sú önnur mesta frá því að mælingar hófust; einungis árið 2011 hefur mælst meiri meðalumferð í júlí. Mikil umferð um Héðinsfjarðargöng Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Fjárlaganefnd Alþingis mun í dag eiga fund með fulltrúum ráðuneyta sem eru í forsvari fyrir ríkisstofnanir sem hafa keyrt fram úr fjárlögum þessa árs. Fram- úrkeyrslan er mismunandi eftir ráðuneytum, en Vigdís Hauks- dóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að tvö ráðu- neyti hefðu að fullu haldið sig innan fjárlaga og þyrftu því ekki að mæta til fundar, það væru utanríkis- og forsætisráðu- neytið. „Fjárlaganefnd hefur það hlutverk að hafa eftirlit með fjárreiðum rík- issjóðs. Við tökum þetta föstum tök- um og tökum á með ríkisstjórninni, sem boðaði mikið aðhald. Við erum al- veg samstiga í því og gefum engan af- slátt. Við hvikum í engu frá þeim ásetningi að fjárlög 2014 verði halla- laus og stefnan er að skila þónokkr- um afgangi á fjárlögum 2015,“ sagði Vigdís. „Við byrjum á því að fá fulltrúa ráðuneytanna til okkar. fyrsti fundur er á morgun kl. 13 (í dag – innsk. blm.) og svo aftur kl. 9 á miðvikudags- morgun. Svo áformum við að ljúka í næstu viku fundum með fulltrúum ráðuneytanna og Alþingis,“ sagði Vigdís. Vigdís bendir á að það séu ýmis mál sem fara þurfi vandlega yfir. Til dæm- is hafi rannsóknarnefndir á vegum Al- þingis fengið 350 milljóna króna fjár- veitingu á fjáraukalögum í fyrra og þá hafi fjárlaganefnd verið sagt að um lokagreiðslu væri að ræða. „Nú er hins vegar komið á daginn að 1.050 milljónir króna hafa farið í þessar rannsóknarnefndir um bankahrunið, Íbúðalánasjóð og sparisjóðina, sem er vitanlega hneyksli,“ sagði Vigdís. Hún segir að það verði svo metið í framhaldi af fundum með fulltrúum ráðuneytanna, hvort nauðsynlegt verði að fá einnig forsvarsmenn ein- stakra ríkisstofnana á fund nefndar- innar. Enn mikið fitulag í kerfinu „Við höfum gert þetta allt síðasta ár, að kalla á fund okkar forsvars- menn ríkisstofnana, til þess að fá skýringar á ákveðnum útgjaldaliðum, sem hafa verið umfram heimildir. Við köllum fulltrúa allra ráðuneyta á okkar fund, nema forsætis- og utan- ríkisráðuneytis,“ segir Vigdís. Hún segir að utanríkis- og forsætisráðu- neytið hafi tekið svo til í rekstri sín- um, að þau haldi sig innan fjárveit- inga. „Það er náttúrlega stórkostlegt og sýnir hvað enn er mikið fitulag í kerfinu.“ Aðspurð til hvaða úrræða fjárlaga- nefnd gæti gripið, þegar ráðuneytin hefðu gefið sínar skýringar á fram- úrkeyrslunni, sagði Vigdís: „Við get- um farið fram á það að það verði spar- að fyrir framúrkeyrslunni. Hefðbundna fjárlagavinnan undan- farna áratugi hefur verið þannig að þegar stofnanir rjúka fram úr fjár- veitingum, þá koma þær fram með fjárbeiðnir við gerð fjáraukalaga og hafa iðulega fengið þar úrlausn sinna mála. Við erum að reyna að girða fyrir að fjáraukalögin séu notuð, nema sem nokkurs konar neyðarlög. Eins og stendur í lögunum á einungis að nota þau þegar ófyrirséðir atburðir hafa gerst,“ sagði Vigdís Hauksdóttir. Við tökum þetta föstum tök- um og gefum engan afslátt  Formaður fjárlaganefndar segir framúrkeyrslu rannsóknarnefnda vera hneyksli Morgunblaðið/Brynjar Gauti Alþingi Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir fjárlaganefnd hafa það hlutverk að hafa eftirlit með fjárreiðum ríkissjóðs. „Það er fullt af fólki búið að skrá sig,“ segir Gunnar Smári Jóhannes- son, upphafsmaður Íslandsmeistaramótsins í spuna, sem verður haldið í fyrsta skipti síðustu helgina í ágúst í Frystiklef- anum á Rifi. „Mig langaði að búa til mót sem væri svipað og Leiktu betur fyrir framhaldsskólanema,“ segir Gunn- ar, en hann fékk nokkra vini með sér í lið og hafa þeir staðið að und- irbúningi mótsins í allt sumar. „Á íslensku heitir þetta leikhús- port og er listform innan leiklistar- innar sem gengur út á það að tvö lið mætast og etja kappi um besta spunann. Liðin spinna 3–4 mínútna leikþátt út frá aðstæðum eða áskor- un sem áhorfendur gefa liðinu. Þrír dómarar sjá svo um að dæma öðru liðinu sigur,“ útskýrir Gunnar. Hann segir ýmsar reglur fylgja keppninni, „Það er til dæmis bann- að að blóta. Sá sem blótar fær fötu á höfuðið og þarf að þegja í hálf- tíma,“ segir hann. Gunnar segist viss um að mikil stemning muni myndast á mótinu, „Við munum gista öll saman í leik- húsinu svo það verður eins konar hippa-kommúnu-leikhússtemning,“ segir hann að lokum. Hægt er að skrá sig til leiks með því að senda Gunnari póst á gunnar- smari460@gmail.com. if@mbl.is Ljósmynd/Gunnar Smári Jóhannesson Frystiklefinn Þátttakendur í Íslandsmeistaramótinu í spuna munu gista í leikhúsinu Frystiklefanum á Rifi, en það er einnig gistiheimili. Halda Íslandsmeist- aramót í spunaleik Tíu umsækj- endur eru um embætti sókn- arprests í Hruna- prestakalli í Ár- nessýslu, sem var laust til umsókn- ar. Þeir sem sækja um eru guðfræðingarnir Dís Gylfadóttir, Elín Salóme Guðmundsdóttir, Elvar Ingimundarson, Fritz Már Bernd- sen Jörgensson, María Gunn- arsdóttir og Viðar Stefánsson. Einnig sækja um prestarnir sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, sr. Guðrún Eggertsdóttir og sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson á Selfossi. Í Hrunaprestakalli eru fjórar sóknir, þær eru: Hrepphóla-, Hruna-, Ólafsvalla- og Stóra-Núpssókn og sálirnar um 1.200. sbs@mbl.is Tíu sækja um Hrunaprestkall Hrunakirkja Jón Magnússon, starfsmaður fjárlaganefndar Alþingis, seg- ir að það sé í sjálfu sér ekki nýmæli að fjárveitinganefnd kalli fulltrúa ráðuneyta og ríkisstofnana á sinn fund til þess að fá skýringar á fram- úrkeyrslu á fjárlögum. „Það er hins vegar nýmæli að þetta sé gert á þessum árstíma, því fjárlaganefndin hefur í vaxandi mæli, ekki bara sú sem nú situr, heldur einnig sú sem sat á síðasta kjörtímabili, fengið til fundar við sig fulltrúa ráðuneyta og stofnana til þess að glöggva sig á eyðslunni. En á þessum árstíma eru menn yfirleitt mjög uppteknir af vænt- anlegu fjárlagafrumvarpi,“ sagði Jón. Hann sagði að það hefði þá verið gert á vorin, þegar milli- uppgjör innan ársins hefði komið fram, eftir þriggja eða fjögurra mánaða uppgjör. Glöggva sig á eyðslunni STARFSMAÐUR FJÁRLAGANEFNDAR Vigdís Hauksdóttir Þegar þú kaupir bökunardropa frá Kötlu, styður þú fjölfötluð börn til náms. Sunnusjóður hefur í meira en 30 ár aukið námsmöguleika fjölfatlaðra barna. Katla er helsti bakhjarl sjóðsins. DROPAR SEM LOFA GÓÐU www.sunnusjodur.is www.katla.is/dropar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.