Morgunblaðið - 12.08.2014, Page 17
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Barack Obama, forseti Bandaríkj-
anna, hefur lagt áherslu á að vanda-
mál Íraks verði ekki leyst með því að
Bandaríkin beiti hervaldi en hefur nú
neyðst til að fyrirskipa loftárásir á
vígasveitir íslamista í norðanverðu
landinu. Stjórn Obama segir að
markmiðið með lofthernaðinum sé að
vernda jasída og fleiri trúarhópa sem
hafa orðið fyrir árásum íslömsku of-
stækismannanna, en mikil óvissa rík-
ir um markmið hernaðarins til lengri
tíma. Óljóst er hvernig Bandaríkja-
stjórn hyggst koma í veg fyrir að Ríki
íslams, samtök íslamista, geti komið á
fót „kalífadæmi“ á yfirráðasvæðum
sínum í Sýrlandi og Írak.
Stefna Obama í málefnum ríkjanna
tveggja hefur sætt gagnrýni vestra,
ekki aðeins meðal repúblikana, held-
ur einnig demókrata, þeirra á meðal
Hillary Clinton, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra. Obama hefur verið
sakaður um að hafa auðveldað stór-
sókn íslamistanna síðustu vikur með
tvennum hætti; fyrst með því að kalla
allt bandaríska herliðið í Írak heim
árið 2011 og síðan með því að draga
það að vopna hófsamar uppreisnar-
hreyfingar í grannríkinu Sýrlandi.
Stjórn Obama var mjög hikandi og
treg til að senda uppreisnarhreyfing-
unum í Sýrlandi bandarísk vopn af
ótta við að þau kæmust síðar í hendur
íslamskra öfgamanna.
Óttast vaxandi ógn
Þetta hik varð til þess að hófsamari
uppreisnarhreyfingar í Sýrlandi
koðnuðu niður vegna skorts á vopn-
um og peningum. Margir liðsmenn
þeirra ákváðu því að ganga til liðs við
Ríki íslams og fleiri samtök íslamista
í Sýrlandi.
Sú stefna stjórnar Obama að forð-
ast íhlutun í stríðinu varð til þess að
bandaríski sendiherrann í Sýrlandi,
Robert Ford, sagði af sér og kvaðst
ekki geta varið hana lengur. Hann
tók undir varnaðarorð hermála-
sérfræðinga sem telja að þjóðar-
öryggi Bandaríkjanna stafi hætta af
samtökum íslamistanna. Þeir óttast
m.a. að íslamistar, sem bjuggu í Evr-
ópu eða Bandaríkjunum og gengu til
liðs við samtökin, snúi aftur og fremji
hryðjuverk á Vesturlöndum.
Repúblikanar á Bandaríkjaþingi
hafa gagnrýnt stefnu Obama harka-
lega. John McCain og Lindsey Gra-
ham, repúblikanar í öldungadeildinni,
segja stefnu forsetans í baráttunni
við íslamistana hafa einkennst af
„hálfkáki“ og nauðsynlegt sé að beita
meiri hörku til að brjóta samtökin á
bak aftur. „Þeim er útþenslustefna
eðlislæg og það verður að stöðva
þau,“ sögðu þingmennirnir í sam-
eiginlegri yfirlýsingu eftir að Obama
tilkynnti takmarkaðan lofthernað
gegn vígasveitum samtakanna í
Norður-Írak. „Því lengur sem við bíð-
um með að grípa til aðgerða, þeim
mun meiri verður ógnin sem stafar af
þeim.“
Andvíg íhlutun
Tengsl ættbálka súnní-múslíma í
austanverðu Sýrlandi og í hér-
uðunum Anbar og Nineveh í Norður-
Írak hafa verið náin öldum saman og
óttast er að Ríki íslams geti notfært
sér þau til að festa „kalífadæmi“ sitt á
svæðinu í sessi. Samtökin geta nú
þegar fjármagnað starfsemi sína án
utanaðkomandi aðstoðar með skatt-
lagningu, fjárkúgunum og tekjum af
olíuvinnslu á yfirráðasvæðum sínum,
að sögn The New York Times.
Þótt stefna Obama sæti gagnrýni
er hún í samræmi við almennings-
álitið í Bandaríkjunum. Í könnun sem
CNN birti í september sl. sögðust um
sex af hverjum tíu þátttakendanna
vera andvígir því að Bandaríkin
beittu hernaði í Sýrlandi. Samkvæmt
könnun Pew-rannsóknamiðstöðvar-
innar voru aðeins 39% Bandaríkja-
manna hlynnt hernaðaríhlutun í Írak
í júlí eftir að samtök íslamistanna
hófu sókn sína í norðanverðu landinu,
stökktu stjórnarhernum á flótta og
náðu m.a. borginni Mosul á sitt vald.
Saka stjórn Obama um hálfkák
Óvissa um markmið Bandaríkjastjórnar með takmörkuðum lofthernaði í Írak Þorri Bandaríkja-
manna andvígur hernaðaríhlutun Óttast er að íslamistarnir fremji hryðjuverk á Vesturlöndum
AFP
Jasídar á flótta Flóttafólk úr röðum jasída fer yfir landamærin að Sýrlandi. Um 20.000 flóttamenn, flestir þeirra ja-
sídar, komust af Sinjar-fjalli í Írak eftir að hafa flúið þangað vegna árása vígasveita íslamista sem líta á jasída sem
djöfladýrkendur og eru sagðar hafa reynt að útrýma þeim. Trú Jasída sameinar ýmsa þætti úr kristni og íslam.
Senda Kúrdum vopn
» Bandaríkjaher hefur hafið
flutninga á vopnum til hersveita
Kúrda í Norður-Írak til að efla
þær í baráttunni gegn ísl-
amistum.
» Bandaríkjamenn eru með
ræðismannsskrifstofu og bæki-
stöð fyrir bandaríska hern-
aðarráðgjafa í Arbil, höfuðstað
sjálfstjórnarsvæða Kúrda.
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014
Forseti Íraks fól í gær varaforseta
þingsins, Haidar al-Abadi, að
mynda nýja ríkisstjórn og taka við
embætti forsætisráðherra af Nuri
al-Maliki sem hafði gefið til kynna
að hann hygðist berjast fyrir því
að hann héldi embættinu. Maliki,
sem er sjíti, hafði verið sakaður
um að kynda undir átökum milli
trúar- og þjóðernishópa í Írak.
Hann missti stuðning Bandaríkja-
stjórnar og nánast allra annarra
bandamanna
sinna, t.a.m.
áhrifamikilla
klerka úr röðum
sjíta, stjórn-
valda í Íran og
jafnvel flokks-
bræðra sinna.
Abadi er
flokksbróðir
Malikis og hefur verið náinn sam-
starfsmaður hans.
Forsetinn sniðgekk Maliki
VARAFORSETA ÞINGSINS FALIÐ AÐ MYNDA RÍKISSTJÓRN
Haidar al-Abadi
Jose Manuel Barroso, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, hringdi í Vladimír Pútín Rúss-
landsforseta í gær og varaði hann við
hvers konar hernaðaríhlutun í Úkra-
ínu.
Stjórnvöld í Kreml sögðu að Pútín
hefði sagt Barroso að Rússar hygð-
ust senda bílalest til að taka þátt í
neyðaraðstoð í austanverðri Úkraínu
í samstarfi við Alþjóðaráð Rauða
krossins. Talsmaður Pútíns sagði að
bílalestin yrði ekki í fylgd hermanna
og hún hefði verið send með sam-
þykki stjórnarinnar í Kænugarði.
Notað sem átylla?
Rússar hafa beitt sér fyrir vopna-
hléi í Austur-Úkraínu og segjast
vilja senda þangað bílalest vegna
neyðarástands í borgum sem
Úkraínuher hefur umkringt í barátt-
unni við aðskilnaðarsinna. Leiðtogar
vestrænna ríkja óttast að Pútín noti
neyðarástandið sem átyllu til að
fyrirskipa hernaðaríhlutun í Úkra-
ínu. Hermt er að Kremlverjar hafi
sent þúsundir hermanna að landa-
mærunum að Úkraínu til að undir-
búa hugsanlega innrás.
Að minnsta kosti 1.500 manns hafa
beðið bana frá því að stjórn Úkraínu
sendi hersveitir til að binda enda á
uppreisn aðskilnaðarsinna sem eru
sagðir hafa fengið vopn frá Rúss-
landi. Hundruð þúsunda manna hafa
flúið heimkynni sín vegna átakanna,
margir þeirra til Rússlands.
Stjórnarherinn hefur meðal ann-
ars umkringt borgina Donetsk, sem
var með milljón íbúa áður en átökin
hófust. Hermt er að borgin sé án raf-
magns og að borgarbúar séu að
verða uppiskroppa með matvæli, að
sögn fréttavefjar breska ríkis-
útvarpsins. bogi@mbl.is
Vara Rússa við
hernaðaríhlutun
Rússar senda
bílalest til hjálpar-
starfa í Úkraínu
AFP
Umsátur Donetsk-búar við inngang
sprengjuhelds byrgis í borginni.
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN
Snjallara heyrnartæki
Beltone First™
Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad
og iPod touch. Komdu og prófaðu, það er engu líkt!
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.