Morgunblaðið - 12.08.2014, Side 18
þar hefi ég varið ótal góðum stundum og
keypt mér margvíslega hluti til gagns og
gamans. Þar var opnuð í jólamánuðinum 1988
verslun sem hét BORIS herravörur og var
sérverslun með kölnarvatn, snyrtivörur og
annað tilfallandi fyrir herramanninn. Búðin
sú var rækilega á undan sinni samtíð og þar
sem ekki voru nógu margir eins og undirrit-
aður þraut hina ágætu búð örendi á tæpum 4
árum. Síðar rak Gunnar vinur minn þar mikla
eftirlætisverslun undir heitinu GK, og þar
fékk ég meðal annars jakkafötin sem ég gifti
mig í fyrir röskum 11 árum. Mér stóð því ekki
á sama um þetta rými, svo ekki sé fastar að
orði kveðið og brá því þegar ég sá húsið nú í
sumar þegar framkvæmdum við það lauk.
Nú er búið að eyðileggja framhlið þessa
fallega verslunarrýmis – að mér finnst, vel að
merkja – með kauðalegri málmklæðningu og mér sýnist
reksturinn í dag snúast um hótelgistingu, nema hvað.
Maður skyldi ætla að mýmörg íslensk dæmi síðustu
áratuga um verðmæti á sviði byggingarlistar sem fóru
forgörðum vegna grátlegrar skammsýni hefðu kennt
mörlandanum að skemma ekki það sem vel væri gert.
En svo virðist ekki vera og næsta mál á dagskrá er því
að vona heitt og innilega að ekki verði byggður hinn
skelfilegi steinkumbaldi við hlið Hörpu sem fyrirhug-
aður er á hafnarbakkanum. Þar er einfaldlega allt of
mikið í húfi til að af megi verða. Mál er að linni og við
verðum að halda borginni okkar í horfinu.
jonagnar@mbl.is
U
ndirritaður á því láni að fagna að
hafa ferðast talsvert um Evrópu
það sem af er ári og heimsótt á
ferðum sínum margar fallegar
og skemmtilegar borgir, stórar
sem smærri, á meginlandinu. Í Lissabon þótti
mér einna mest koma til gamla bæjarhlutans
ofan við höfnina, og um leið þótti mér Vasco
Da Gama-brúin tilkomumikið mannvirki. Í
Rotterdam er að sama skapi að finna glæsi-
lega brú, kennda við þann fróma heiðursmann
Erasmus sem kenndi sig einmitt einatt við
téða heimaborg sína. Í Mainz í Þýskalandi,
rétt vestan við Frankfurt, er að finna ákaflega
fallegan miðbæ þar sem gamlar byggingar
hafa fengið að halda svip sínum og sama er að
segja um austurrísku borgina Innsbrück; þar
er fyrir einstaklega huggulegur kjarni í mið-
bænum sem jafnan er nefndur „gamli bærinn“ og þar eru
hús sem telja aldur sinn í árhundruðum. Óþarfi er að fjöl-
yrða um svipfegurð ítölsku borganna Veróna, Flórens og
Písa, að ógleymdu miðaldaþorpinu Montecatini Alto sem
stendur efst á hæð í Toskana og strandbænum Bellagio
sem stendur við Como-vatn. Allir skarta þessir staðir
sérlega fallegum arkitektúr – og þar með miðbæjaranda
– sem byggir öðru fremur á því að þar hafa hús fengið að
standa óáreitt gegnum tíðina; enginn sá ástæðu til að
mola þau mélinu smærra til að byggja eitthvað nýstár-
legra. Hér á landi kveður við annan tón, illu heilli.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá hvernig kom-
ið var fyrir húsi einu við Laugaveg sem mér er kært því
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Að halda borg í horfinu
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Minnimátt-arkenndinhefur haft
mikil áhrif í ís-
lenskum stjórn-
málum á liðnum ár-
um, eða að minnsta kosti frá
því að vinstristjórninni tókst
með ósannindum að fá Alþingi
til að samþykkja að sækja um
aðild að Evrópusambandinu.
Rökin fyrir aðild voru marg-
vísleg, meðal annars að með að-
ild myndi fullveldi landsins efl-
ast til muna. Fullveldisafsalið
væri til þess fallið að styrkja
fullveldið í anda slagorðanna
alræmdu úr bókinni 1984.
Meginsjónarmið margra úr
þeim minnihluta landsmanna
sem vildi aðild að Evrópusam-
bandinu var að Ísland væri of
smátt og veikt til að geta verið
fullvalda og sjálfstætt ríki og
þess vegna yrði það að gefa sig
Brussel á vald. Og þau sjón-
armið heyrðust að við hefðum
haft það langbest undir Dönum
og þess vegna væri ástæða til
að treysta öðrum fyrir framtíð
þjóðarinnar.
Þessir baráttumenn fyrir því
að Ísland afsalaði sér sjálfs-
forræði sínu hafa síðan fundið
að enginn áhugi er á því meðal
almennings að selja Ísland
undir erlent vald. Þeir hafa
þess vegna breytt áherslum
sínum og orðið talsmenn þess
að kosið sé um hvort að ljúka
beri viðræðunum við Evrópu-
sambandið, eins og það er kall-
að. Því fylgir að svo verði kosið
um aðildina og spurt hver geti
verið á móti því að bera samn-
ing undir almenning.
Nú er það svo að þessi samn-
ingur yrði aldrei til nema að
undangenginni aðlögun Íslands
að ESB og þá yrði um seinan að
hætta við; landið væri í raun
búið að taka upp allt regluverk
sambandsins og aðeins forms-
atriðið væri eftir.
En krafan um kosningu er
engu að síður ítrekuð hvenær
sem aðildarsinnar – sem nú
vilja heita viðræðusinnar –
hefja upp raust sína, sem er
ekki sjaldan miðað við hve fá-
liðaðir þeir eru. Látið er að því
liggja og jafnvel sagt fullum
fetum að þeir sem vilji ekki
kosningu um þetta fjarstæðu-
kennda mál hafi eitthvað á móti
lýðræðinu og jafnvel að þeir
treysti ekki fólki.
Vitað er að enginn vilji er til
þess hér á landi að ganga í Evr-
ópusambandið, hvort sem litið
er til almennings, þings né rík-
isstjórnar. Aðildarsinnarnir
láta eins og þetta séu sérstök
rök fyrir því að andstæðingar
aðildar ættu að vilja kjósa, en
þá má spyrja hvort ekki væri
ráð að kjósa um fleiri óvinsælar
og fjarstæðukenndar hug-
myndir?
Nú hefur til að mynda verið
sett fram sú hugmynd, og tals-
vert kapp lagt á að kynna hana
og afla henni
fylgis, að Ísland
gerist hérað í Nor-
egi. Líkt og með
hina aðild-
arsinnana er búið
að setja upp vefsíðu þar sem
fólk getur skráð stuðning sinn
og haldið er uppi áróðri sem er
í bland stórfurðulegur og kol-
rangur.
Því er til að mynda haldið
fram, eins og Páll Vilhjálmsson
bendir á í skrifum sínum í gær,
að óstofnaði Fylkisflokkurinn
vinni að „endursameiningu Ís-
lands og Noregs með því að Ís-
land verði 20. fylki Noregs.“
Páll vitnar til orða Jóns Sig-
urðssonar forseta sem sagði:
„Það er öllum kunnugt, sem
nokkuð vita um sögu landsins,
að Íslendíngar gengu í sam-
band við Noreg á seinasta
stjórnarári Hákonar konúngs
Hákonarsonar og fyrsta ári
Magnús lagabætis, sonar hans.
Ísland gekk í samband við Nor-
eg sjálfviljuglega, ekki sem
sérstakt hérað eða ey, sem
heyrði Noregi til, heldur sem
frjálst land, sem hafði stjórnað
sér sjálft um rúm 300 vetra, án
þess að vera Noregi undirgefið
í neinu. Það samtengdist Nor-
egi með þeim kjörum, sem Ís-
lendíngar urðu ásáttir um við
Noregs konúng, og þar á meðal
þeim kosti, að öll stjórn þeirra
og lög skyldi vera innlend …“
En þó að sögufölsun Fylk-
isflokksmanna sé slæm er hún
ekkert endilega verri en margt
það sem hinir aðildarsinnarnir
hafa lagt af mörkum til umræð-
unnar um aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu. Þess vegna
verður hvorki séð að veik rök-
semdafærslan né rýr stuðning-
urinn ætti að verða til að koma
í veg fyrir að kosið yrði um það
hér á landi hvort Ísland skuli
gerast aðili að Noregi ef
ástæða væri til að kjósa um að-
ild að ESB. Og ef út í það er
farið, þá er ekki síður líklegt til
óvinsælda að leggja til að Ís-
land og hin vestnorrænu lönd-
in, Grænland og Færeyjar, slái
sér saman í eitt ríki. Væri það
síst verri hugmynd en hinar og
því einboðið að ganga til kosn-
inga um þann kost ef einhver
leggur á sig að setja upp
heimasíðu, skrifa greinar og
mæta í útvarpsviðtöl.
Eða vill einhver vera á móti
því að fólki verði gefinn kostur
á að kjósa um þessa fráleitu
kosti? Og væri ekki svakalegt
ef næsta ríkisstjórn tæki af
skarið og sliti viðræðum við
Noreg eða Grænland og Fær-
eyjar ef sú stjórn sem nú situr
tæki sig til og hleypti slíkum
viðræðum af stað með klækja-
brögðum og af óheilindum?
Eða mætti ef til vill frekar
líta svo á að næstu stjórn bæri
skylda til að slíta viðræðunum
tafarlaust og án frekari mála-
lenginga?
Er víst að allir aðild-
arkostir hafi verið
skoðaðir til fulls?}
Grænland og Færeyjar?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Byggðastofnun gaf nýveriðút skýrslu um þróunfasteignamats og fast-eignagjalda á árunum
2010 til 2014. Í skýrslunni er not-
ast við viðmið undanfarinna ára,
einbýlishús sem er 161,1 fermetri
að grunnfleti og með 808 fermetra
lóð.
Við lestur skýrslunnar kennir
ýmissa grasa en áberandi er að
fasteignamat og -gjöld hafa hækk-
að töluvert á undanförnum árum.
Þá er ljóst að mikill munur er á
þróuninni eftir einstökum þétt-
býlisstöðum.
Mest hækka fasteignagjöldin á
Siglufirði, en þar nemur hækkunin
82,3 prósentum, úr 130.092 krónum
í 237.165 krónur. Hólmavík fylgir
fast á eftir, þar sem gjöldin hækka
um 79,3%, og í Vestmannaeyjum
hækka gjöldin um 72,6%.
Fasteignagjöldin á þessum
stöðum eru þó langt frá því hæsta
sem þekkist. Hæst eru fasteigna-
gjöldin á Grundarfirði, 318.622
krónur. Til samanburðar eru fast-
eignagjöldin í Suður-Þingholtum
Reykjavíkur 284.722 krónur. Þar
er heildar fasteigna- og lóðamat
hins vegar 62,3 milljónir, en sama
eign á Grundarfirði væri metin á
tæpar 24 milljónir.
Matið hækkar mest í Eyjum
Snorri Björn Sigurðsson, for-
stöðumaður þróunarsviðs Byggða-
stofnunar, segir ljóst að gjöldin
hafi hækkað töluvert. „Fasteigna-
matið hefur þó hækkað sömuleiðis
og skýrist hækkun gjalda að mestu
leyti af því. Sums staðar hækka
gjöldin þó talsvert meira en hækk-
un matsins gefur tilefni til og þar
liggja líkast til aðrar ástæður að
baki.“
Mest hefur hækkun matsins í
prósentum verið í Vestmanna-
eyjum, 70,6%, og næstmest á Höfn
í Hornafirði og á Siglufirði, 64,1%.
Eru þetta einu staðirnir þar sem
hækkunin á þessum fjórum árum
nemur meira en 50 prósentum.
Hólmavík liggur þó nærri, þar sem
matið hækkar um 48,7%, en hvergi
annars staðar hækkar matið um
meira en 40%.
Á fjórum stöðum lækkar fast-
eignamatið á milli áranna 2010 og
2014. Í Borgarnesi var lækkunin
mest, 6,3 prósent, og næstmest í
Keflavík, eða fimm prósent.
Gjöld hækka ekki alls staðar
Á tímabilinu hækka heildar
fasteignagjöld í þéttbýlisstöðunum
almennt meira en fasteignamatið.
Aðeins á þremur stöðum hækka
gjöldin hlutfallslega minna en fast-
eignamatið; á Höfn í Hornafirði, í
Stykkishólmi og á Dalvík.
Ekki hafa þó öll sveitarfélögin
hækkað fasteignagjöld. „Selfoss og
Keflavík hafa gengið þar fram fyrir
skjöldu og þrátt fyrir litla lækkun í
krónutölu munar um minna þegar
tillit er tekið til verðbólgunnar,“
segir Snorri. Þá er athyglisvert að
af þeim átta sveitarfélögum sem
minnst hækka fasteignagjöldin,
eru sjö á höfuðborgarsvæðinu.
Verðmætið er æði misjafnt
Snorri segir að þessi athugun
sé um margt fróðleg. „Í raun er
þetta merkilegt, þú tekur sömu
eignina og setur hana niður á mis-
munandi stöðum, þá kemur í ljós
að verðmæti hennar er æði mis-
jafnt. Þá eru fast-
eignagjöldin í rauninni
ekki í neinu samræmi við
verðmætið. Á
höfuðborgarsvæðinu
finnurðu dýrustu eign-
irnar en þar eru alls
ekki hæstu gjöldin.“
Fasteignagjöld
fara hækkandi víða
Breyting á fasteignagjöldum
frá árinu 2010 til ársins 2014
Sig
lufj
örð
ur
Hól
ma
vík
Ves
tma
nna
eyja
r
Rey
kjav
ík
Aku
rey
ri
Egi
lsst
aðir
Ísaf
jörð
ur
Kóp
avo
gur
Kefl
avík
Heimild: Byggðastofnun
300.000
250.000
200.000
150.000
100.000
50.000
0
2010 2014
*Breyting í %
*82,3%
*79,3%
*72,6%
*38,8%
*29,1%
*19,8% *17,1%
*15,7% *-0,3%
Af þeim stöðum sem teknir
eru fyrir í skýrslunni, er
fasteignamatið hæst í Vest-
mannaeyjum, á eftir Reykjavík
og Akureyri. Elliði Vignisson,
bæjarstjóri í Vestmannaeyjum,
segir það ánægjulegt.
„Þetta ætti þó ekki að koma
neinum á óvart. Það gengur vel
í Eyjum og íbúum fjölgar ár
eftir ár. Ferðaþjónustunni hef-
ur mjög vaxið fiskur um hrygg
eftir tilkomu Landeyjahafnar.
Bætt ástand hefur verið til
sjávar, veiðar og vinnsla geng-
ið vel auk þess sem gott verð
hefur fengist fyrir afla
síðustu ár. Á lands-
vísu finnum við fyrir
aukinni trú á Vest-
mannaeyjum. Sjáv-
arútvegur er loks-
ins að hefja sig
til virðingar
á ný eftir
ákveðna út-
úrdúra á
árunum
fyrir
hrun.“
Ætti ekki að
koma á óvart
STERKUR SJÁVARÚTVEGUR
Elliði
Vignisson