Morgunblaðið - 12.08.2014, Page 19

Morgunblaðið - 12.08.2014, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014 Þegar komið var fram á níunda áratug síðustu aldar voru fiski- stofnar okkar í hættu vegna ofveiði. Þá voru um 150 skuttogarar á Íslandi sem kepptu hver við annan um að veiða sem mest. Af- koma útgerðar og fisk- vinnslu var slök. Stjórn- völd þurftu oft að grípa til efnahagsúrræða til að bjarga sjáv- arútveginum. Efnahagsráðstafanir voru í formi gengisfellingar krón- unnar með tilheyrandi óðaverðbólgu og kaupmáttarskerðingu almennings. Árið 1983 ákváðu íslensk stjórnvöld að venda sínu kvæði í kross og taka upp nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi sem byggðist á aflareynslu undangeng- inna ára. Í framhaldi af því varð mikil hagræðing í íslenskum sjávarútvegi. Atvinnugreinin sá sjálf um og kostaði hagræðinguna með sameiningu út- gerða og fiskvinnslu og kom rík- isvaldið eða skattgreiðendur þar hvergi nærri, eins og hefur tíðkast í þeim löndum sem við keppum við á mörkuðum um sjávarafurðir. Sam- fara nýju fiskveiðistjórnunarkerfi varð umtalsverð framleiðniaukning í sjávarútvegi sem hefur leitt til meiri hagsældar á Íslandi en annars hefði orðið. Það að geta nýtt auðlindina í hafinu á sem hagkvæmastan hátt er lífsspursmál fyrir þetta byggðarlag og alla Íslendinga. Með nútímatækni, fjar- skiptum og samgöngum verður heimurinn sífellt minni. Ungt og vel menntað fólk helst ekki hér á landi ef við getum ekki haldið hér uppi sómasamlegu samfélagi sem getur veitt því þá velsæld sem býðst í öðr- um löndum og heims- hlutum. Við Íslendingar getum verið stoltir af því að hér er rekinn sjávarútvegur sem stendur á eigin fótum. Víðast hvar í heiminum nýtur sjávarútvegur ýmissa ríkisstyrkja og er af þeim sökum litið á hann sem þurfaling í mörgum löndum. Í stórum dráttum geta Íslendingar verið ánægðir með hvernig til hefur tekist í sjávarútveginum. Nýting hráefnisins sem borið er að landi hefur stóraukist og nú er svo komið að nánast allt hrá- efni er nýtt á einn eða annan hátt til verðmætasköpunar. Og það er ekki síður mikilvægt að íslenskur sjávar- útvegur er markaðsdrifinn og neyt- endur geta treyst því að fá hágæða- vöru á sína diska nokkrum dögum eftir að fiskurinn er veiddur við Ís- landsstrendur. Hugmyndaauðgi og framsýni fólks í íslenskum sjávar- útvegi er slík að fá lönd sem við ber- um okkur saman við standast okkur snúning. Íslenskur fiskur er í hæsta gæðaflokki og engum þjóðum hefur tekist að fá jafn hátt verð fyrir fisk- afurðir og okkur Íslendingum. Ár- angur útgerða, fiskvinnslu og alls þess fólks sem við greinina starfar hefur verið framúrskarandi á heims- vísu og eftir honum hefur verið tekið. Á síðustu árum hefur íslenskur sjávarútvegur oft og tíðum mátt þola mikinn andbyr og að sumu leyti at- vinnuróg af hendi stjórnvalda. Starfs- menn og stjórnendur sjávarútvegs- fyrirtækja hafa verið sakaðir um slæma umgengni við auðlindina í sjónum. Ómakleg orð stjórnvalda gagnvart sjávarútveginum hafa eðli- lega komið við starfsfólk í greininni. Þetta má ekki eiga sér stað og jafn- framt verður þeirri óvissu sem hefur árum saman ríkt í sjávarútvegi að linna. Sjávarútvegssamfélagið Dalvík- urbyggð má vera stolt af því að stór- fyrirtæki eins og Samherji hafi kosið að hasla sér völl með hluta af sinni starfsemi hér í sveitarfélaginu. Mikil aflareynsla sjómanna og útgerða í Dalvíkurbyggð liggur nú hjá þessu vel rekna fyrirtæki sem er lang- stærsti vinnuveitandinn í byggð- arlaginu. Óvissa ríkir enn um veiðileyfagjöld sem ríkisvaldið er og hefur verið að leggja á útgerðir. Sjávarútvegur er fjárfrek starfsemi. Til að ná árangri í veiðum þarf dýr og fullkomin skip sem geta staðist kröfur náttúruafl- anna á Íslandsmiðum. Hátæknivædd- ar fiskvinnslur með öllum þeim bún- aði sem bestur er á heimsvísu kosta sitt. Stjórnvöld verða að hafa að leið- arljósi að stilla gjaldtöku af sjávar- útvegi í hóf svo hún hamli ekki frekari fjárfestingu og nýsköpun í komandi framtíð. Okkar samfélag byggist á sjávar- útvegi og þess vegna höldum við Dal- víkingar Fiskidaginn mikla. Hug- myndafræðin í kringum þennan hátíðisdag er sú að hér þurfi enginn að taka upp veskið til þess að fá að borða. Fiskidagurinn mikli er ein- stakur. Hér fer saman sam- takamáttur íbúanna og fyrirtækja í byggðarlaginu sem af auðmýkt taka á móti tugum þúsunda gesta. Fisk- urinn er okkar aðalsmerki og með þessum degi viljum við sýna þann styrk sem lítið samfélag sem byggir að stórum hluta afkomu sína á gæð- um hafsins býr að. Eftir Bjarna Th. Bjarnason » Fiskurinn er okkar aðalsmerki og með þessum degi viljum við sýna þann styrk sem lít- ið samfélag sem byggir að stórum hluta afkomu sína á gæðum hafsins býr að. Bjarni Th. Bjarnason Höfundur er sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð. Í tilefni Fiskidagsins mikla árið 2014 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mannmergð Frá Fiskideginum mikla á Dalvík í fyrra. Sólarlag Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa undanfarna daga og Snæfellsjökull tók sig vel út í gærkvöldi baðaður í sólarlaginu enda kunnu vegfarendur á Grandanum vel að meta útsýnið. Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.