Morgunblaðið - 12.08.2014, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014
✝ Steinunn BjörgSteinþórsdóttir
fæddist í Neskaup-
stað 15. júní 1957.
Hún lést á heimili
sínu 1. ágúst 2014.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Steinþór Þórð-
arson, bóndi í
Skuggahlíð, Norð-
firði, f. 13.7. 1926, d.
7.4. 1995 og Herdís
Valgerður Guðjónsdóttir, hús-
freyja og bóndi, f. 6.7. 1936.
Systkini Steinunnar eru Sig-
ursteinn, f. 1954, Guðjón, f. 1955,
son, f. 5.12. 1968 og Huldu Valdísi
Önundardóttur, f. 14.9. 1983,
maki Eiríkur Rúnar Elíasson, f.
10.6. 1979. Þeirra börn eru Arnar
Pálmi, f. 16.9. 2011 og Steinunn
Una, f. 6.12. 2012.
Steinunn lauk námi frá Fóstru-
skóla Íslands árið 1978. Hún
starfaði sem leikskólakennari og
leikskólastjóri í Kópavogi fram til
ársins 1983 er hún flutti ásamt
manni sínum heim í Skuggahlíð
þar sem þau byggðu sér heimili
og stunduðu upp frá því búskap
ásamt öðrum störfum. Steinunn
starfaði sem leikskólakennari og
leikskólastjóri í Neskaupstað á
árunum 1984 til 2000. Upp frá því
stundaði hún bókhaldsstörf
ásamt búrekstrinum.
Steinunn verður jarðsungin
frá Norðfjarðarkirkju í dag, 12.
ágúst 2014, og hefst athöfnin kl.
14.
Jón Þorleifur, f.
1958, Valgerður, f.
1961 og Jóna Jó-
hanna, f. 1965.
Eiginmaður
Steinunnar er Ön-
undur Erlingsson, f.
16. júní 1953 í Nes-
kaupstað. Foreldrar
hans voru Erlingur
Önundarson, f. 30.1.
1922, d. 2.3. 1996 og
Guðný Jónsdóttir, f.
16.3. 1925. Árið 1988 tóku Stein-
unn og Önundur að sér dæturnar
Dagmar Vigdísi Viðarsdóttur, f.
19.4. 1981, maki Kristinn Páls-
Í dag kveðjum við Steinunni
systur mína. Af einhverjum
ástæðum heldur maður alltaf að
maður hafi nógan tíma en svo er
hún allt í einu farin. Ekki er
lengur hægt að hringja og
spyrja um eitthvað sem enginn
man eftir nema hún, því hún
mundi bókstaflega allt.
Hún fór ung í Fóstruskólann
eins og hann hét þá og varð
deildarstjóri á leikskóla og líka
leikskólastjóri. Svo fóru þau að
búa í Skuggahlíð, hún og Önni.
Búverkin vöfðust ekki fyrir
henni frekar en bókhald eða að
sitja í stjórnum hinna ýmsu fé-
laga, vera í hreppsnefndinni,
syngja í kirkjukórnum, ala upp
dæturnar, skemmta á þorrablót-
um eða taka börn til dvalar svo
ýmislegt sé nefnt.
Hún var alveg einstaklega
barngóð og krakkar sóttu mikið
í að vera hjá henni. Meðan við
bjuggum öll í Skuggahlíð sóttu
börnin okkar mikið til hennar,
sérstaklega Anna María. Oft var
spurt þegar við vorum að fara í
fjósið að mjólka: „Má ég vera
hjá Steinunni á meðan?“
Eftir að við fluttum fékk
Anna María að vera hjá henni
og Önna meira og minna öll
sumur frá 6 ára aldri til dagsins
í dag. Fyrir það verðum við
ávallt þakklát.
Allt fram á síðasta dag var
stutt í húmorinn, þennan sér-
staka húmor sem við nefndum
stundum „Skuggahlíðarhúmor“,
með tilheyrandi hálfkæringi.
Við komum austur á hverju
sumri og vorum nær alltaf um
verslunarmannahelgina, því ekki
vildi maður missa af sviðalappa-
veislunni hjá henni. Einnig er
margs að minnast úr útilegunum
okkar saman.
Efst í huga er þakklæti fyrir
tímann sem við fengum saman
og fyrir að börnin okkar áttu
alltaf athvarf hjá henni.
Jóna og fjölskylda.
Elsku frænka, á þessari
stundu streyma fram góðar
minningar, gamlar og nýjar.
Ég man þegar fuglinn skeit á
nefið á mér þegar ég stakk
hausnum út um bílgluggann til
þess að reyna að reka rollurnar
af heimveginum og þú varðst að
stoppa bílinn vegna þess að þú
hlóst svo mikið.
Ég man öll sumarkvöldin sem
við sátum við eldhúsborðið
heima í Skuggahlíð og ræddum
vinnudaginn minn, þú varst allt-
af með lausnir og svör við öllu.
Ég man þegar við þurftum að
bíða heillengi úti í rigningunni í
smalamennsku og við sungum
saman til að halda á okkur hita.
Ég man hvað þú varst alltaf
handahlý og tilbúin að hlýja
mér. Ég man eftir heimalning-
unum sem þú kallaðir Myglufés
og Brauðfót.
Ég man hvað þú varst þol-
inmóð við mig í reiðiköstunum
mínum þegar ég var hjá þér á
sumrin. Þú sagðist skilja þau því
ég var víst alveg eins og þú á
þínum yngri árum.
Ég man þegar við olíubárum
pallinn hjá ykkur og hvað við
hlógum mikið þegar við máluð-
um okkur út í horn.
Ég man þegar ég pantaði flug
austur og ætlaði að koma ykkur
Önna á óvart, en þegar þú sást
mig varst þú ekkert hissa, þú
sagðist hafa haft þetta á tilfinn-
ingunni.
Ég man þau skipti sem ég
keyrði ein austur, þú sendir mér
alltaf skilaboð til þess að vita
hvernig gengi hjá mér og þá
sagðir þú alltaf staðinn sem þú
hélst ég væri komin á og þú
hafðir alltaf rétt fyrir þér.
Ég man hvað við hlógum mik-
ið þegar við fundum hamar í
holu eftir hornstaur niðri í Litla-
Nesi, sem við komumst seinna
að að hefði sennilega verið þar í
meira en 20 ár.
Ég man þegar þú kallaðir mig
gikk því ég vildi ekki smakka
ýmislegt. Ég man líka þegar þú
píndir mig til þess að smakka
eitthvað sem þú sást eftir seinna
meir því ég át það allt frá þér.
Ég man fyrsta daginn sem þú
kenndir mér bókhald og ég man
líka síðasta daginn sem þú
hjálpaðir mér við bókhaldið.
Ég man þegar við Kristján
bróðir fengum að fara dagsferð
til Akureyrar með ykkur Önna,
við sungum alla leiðina þangað.
Ég man eina skiptið sem ég
hef séð þig reiða en get ekki tal-
ið upp skiptin sem ég man eftir
þér glaðri, því þú varst alltaf
glöð.
Ég man þegar við mættum í
sjógöllum með sjóhatta í
brekkusönginn á Neistaflugi um
verslunarmannahelgi því það
rigndi svo mikið og ég man hvað
við skemmtum okkur vel.
Ég man þegar við bjuggum til
skreytingarnar fyrir Neistaflug
og ég þú og Sigursteinn frændi
settum þær upp saman og ég
man hvað við hugsuðum honum
þegjandi þörfina þegar við tók-
um þær niður því hann batt
slaufurnar utan um gaddavírinn
á girðingunni og við stóðum úti í
rigningunni í sjógöllunum í
marga klukkutíma að plokka
þær af.
Ég mun aldrei gleyma stund-
unum og ég er þakklát fyrir
þann frábæra tíma sem við átt-
um saman og vildi óska þess að
hann hefði getað verið lengri.
Anna María Sigurðardóttir.
Föstudaginn 1. ágúst fékk ég
þær sorgarfréttir að Steinunn
Björg systir mín væri látin. Ég
vissi að það væri að koma að
endalokum hjá henni í þessum
heimi og hafði því reynt að búa
mig undir það. En þegar að því
kom var ég því ekki undirbúinn,
þetta var svo sárt, svo ótíma-
bært, svo ósanngjarnt og sorgin
helltist yfir mig. Það er ekki
hægt að vera undirbúinn undir
það að missa systur sína, aðeins
57 ára gamla, þó að hún hafi
verið búin að berjast við illvígan
sjúkdóm um nokkurn tíma. Já,
ég segi berjast, því það gerði
hún svo sannarlega, hún barðist
hetjulega og ætlaði ekki að gef-
ast upp en að því kom að hún
varð að lúta í lægra haldi.
Oft var ég undrandi á æðru-
leysi hennar, máttfarin og mikið
veik, sagði hún yfirleitt þegar
maður spurði um líðan hennar;
„ég er betri í dag en í gær“ og
þegar engin merki voru um
bata, sagði hún; „ég þarf bara að
borða meira og hreyfa mig til að
ná upp meira þreki“ svo ákveðin
var hún í að sigra þennan vægð-
arlausa sjúkdóm.
Alveg var sama hversu mikið
veik hún var, alltaf brosti hún
sínu blíða brosi, þegar maður
hitti hana. Já, hún Steinunn var
einstaklega brosmild mann-
eskja, hreinskiptin, heiðarleg og
yndisleg systir. Þar sem við ól-
umst ekki upp saman, ég á Pat-
reksfirði en hún í Skuggahlíð í
Norðfirði, kynntist ég henni
ekki svo heitið gæti fyrr en við
vorum komin um tvítugt. Við
náðum strax mjög vel saman og
reyndum að halda eins góðu
sambandi og aðstæður leyfðu
eftir það. Steinunn hafði mikið
gaman af því að syngja og var
hún ævinlega hrókur alls fagn-
aðar þar sem komið var saman
til skemmtunar. Hún setti
gjarnan mikinn svip á öll ætt-
armót okkar. Þar var hún oft
með söng og leiki fyrir börnin,
enda fóstran þar á heimavelli,
sem vakti mikla lukku. Hennar
verður sárt saknað á næsta ætt-
armóti svo og annars staðar sem
við ættingjar hennar komum
saman. Já, það er margt sem
maður vildi rifja upp en ekki
hægt að gera hér. Þær stundir
sem ég átti með henni í sauð-
burðinum sl. vor eru mér ómet-
anlegar en ég var svo lánsamur
að geta verið hjá þeim hjónum
nokkra daga og tekið þátt í
verkum sem þeim árstíma til-
heyra. Ekki vantaði áhugann hjá
Steinunni að fylgjast með, þrátt
fyrir að þrekið færi þá þverr-
andi, enda áhugi hennar mikill
og kunnátta á öllu er varðaði bú-
skap.
Einnig er ég svo ánægður að
hafa dvalið, ásamt Þóru konu
minni, í Skuggahlíð í tíu daga í
sumar. Í þessi bæði skipti rædd-
um við mikið saman og reyndum
að njóta samverunnar, þrátt fyr-
ir að af henni væri verulega
dregið. Þær stundir eru okkur
Þóru ómetanlegar en þær náðu
mjög vel saman frá því fyrst
þær kynntust enda áttu þær
sameiginleg áhugamál.
Missir Önundar og dætra
þeirra, Valdísar og Vigdísar og
þeirra maka er mikill. Litlu
ömmubörnin Arnar Pálmi og
Steinunn Una fá ekki lengur að
hlusta á ömmu sína syngja fyrir
þau, þeirra missir er mikill. Dísa
móðir Steinunnar sér á eftir
dóttur sinni, hennar missir er
einnig mikill. Við vottum þeim
öllum innilega samúð okkar og
biðjum góðan Guð að styrkja
þau og blessa.
Sigursteinn og Þóra.
Steinunn Björg
Steinþórsdóttir
✝ Alda HalldóraHallgríms-
dóttir fæddist 10.
maí 1939 á Húsa-
vík. Hún lést 3.
ágúst 2014.
Alda var dóttir
Guðrúnar Sigríðar
Valdimarsdóttur
og Hallgríms Stein-
grímssonar. Bræð-
ur Öldu sammæðra
voru Axel og Jón
Trausti en þeir eru báðir látnir.
Systkini Öldu samfeðra eru
Steingrímur, Þuríður og Helgi.
Steingrímur og Þuríður eru bú-
sett á Húsavík en Helgi var bú-
settur á Akureyri þar til hann
Theódóra Gunnarsdóttir, í sam-
búð með Tryggva Tryggvasyni,
og Ingvar Axel.
Óskírð Rafnsdóttir. Vigdís
Lovísa Rafnsdóttir, gift Guð-
mundi Geirssyni. Börn þeirra
eru Geir, Alda Ýr í sambúð með
Sigurði og eiga þau eina dóttur,
Aþenu Vigdísi, og Heiðbjört
Anna. Anna Sigrún Rafnsdóttir í
sambúð með Kristjáni Hreins-
syni. Börn Önnu Sigrúnar eru
Ásta Guðrún Eydal, Ingimar Ey-
dal og Halldór Birgir Eydal.
Alda stundaði nám við
Kvennaskólann á Laugalandi í
Eyjafirði veturinn 1957-1958.
Haustið 1958 settist hún að á
Akureyri með eiginmanni sín-
um.
Alda var heimavinnandi þeg-
ar börnin voru ung en seinni ár-
in vann hún ýmis verslunarstörf.
Útför Öldu fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 12. ágúst
2014, og hefst athöfnin kl. 13.30.
lést árið 2006.
Þann 30. ágúst
1958 giftist Alda
eftirlifandi eig-
inmanni sínum,
Rafni Halldóri
Gíslasyni, f. 2.10.
1938, en hann er
sonur hjónanna
Helgu Guðrúnar
Schiöth og Gísla
Vigfússonar.
Börn þeirra í
aldursröð eru. Gísli Rúnar
Rafnsson, ógiftur. Börn hans
eru Rafn Halldór, Gísli Steinn
og Vildís Hekla. Gunnar Helgi
Rafnsson er giftur Ernu Guð-
jónsdóttur. Börn þeirra eru
Hafðu þökk fyrir öll þín spor,
það besta, sem fellur öðrum í arf,
er endurminning um göfugt starf.
(D. Stef.)
Sólbjartan sumardag kvaddi
ég kæra mágkonu á sjúkrahús-
inu á Akureyri í hinsta sinn.
Ekki hvarflaði að mér á þeirri
stundu að við mundum ekki
sjást aftur. Höfðum við verið
saman á ættarmóti aðeins tíu
dögum áður í roki og rigningu.
Þar voru Alda og Rabbi í felli-
hýsinu sínu og létu veðrið ekki
aftra sér á nokkurn hátt. Glatt
var á hjalla í hópnum eins og
alltaf þegar við komum saman.
Ég var barn að aldri þegar
Rabbi bróðir kom stoltur heim í
Hrísey með Öldu sér við hlið,
bjarta yfirlitum með afar mild-
an svip.
Var hún fljót að aðlagast
tengdafjölskyldunni og margar
gleðistundirnar eignuðumst við
á lífsleið hennar. Ótal góðar
minningar koma upp í hugann
við fráfall Öldu mágkonu, ekki
síst öll þau skipti sem heimili
þeirra stóð mér opið, bæði sem
unglingi og síðar með Halldór
mér við hlið. Eftir að fjölskyld-
an flutti í Kópavoginn var mikið
ævintýri að heimsækja stóra
bróður og mágkonu á Akureyri.
Ekki var plássið alltaf mikið en
það kom aldrei að sök, því við-
mótið skipti öllu máli. Oftar en
einu sinni áður en hringvegur-
inn kom til sögunnar vorum við
hjónin á leið frá Reykjavík til
Hornafjarðar með vinum. Þá
var dvalið næturlangt á Akur-
eyri og gistu allir hjá Öldu og
Rabba.
Okkur tekið opnum og hlýj-
um örmum þó misjafnlega vel
stæði á og gjarnan slegið upp
miklum matarveislum.
Gleðistundir sem fjölskyld-
urnar hafa átt saman og ekki
síst þegar börnin voru yngri eru
margar bæði innanlands og ut-
an. Það sem ekki síður skiptir
máli er styrkurinn og samstað-
an sem ríkt hefur þegar eitt-
hvað bjátaði á.
Stóran hluta ævi sinnar átti
Alda við veikindi að stríða og
sýndi hún ótrúlega þrautseigju
og dugnað alla tíð. Hún var ein-
staklega myndarleg í höndum
og margar flíkurnar útbjó hún
um ævina, hvort sem var að
sauma eða prjóna. Hún naut
þess að gefa frá sér það sem
hún hafði búið til.
Er mér sérstaklega minnis-
stæð handprjónuð kápa sem
elsta dóttir mín varð aðnjótandi
og prjónuðu dúkarnir sem hún
gaf mér.
Rabbi og Alda hafa alla tíð
verið mjög samrýnd og haldið
vel utan um sína fjölskyldu með
umhyggju og ástríki. Við fráfall
Öldu hefur myndast stórt skarð
og mikill tómleiki.
Við Halldór og dæturnar
kveðjum Öldu með þakklæti og
góðum minningum. Góður Guð
styrki elsku Rabba og fjöl-
skyldu í sárum missi.
Sigurjóna.
Í dag kveðjum við okkar
kæru skólasystur, Öldu Hall-
grímsdóttir. Í huganum förum
við aftur til ársins 1957, í sept-
ember, er við hófum 9 mánaða
skólavist í Húsmæðraskólanum
á Laugalandi, Eyjafirði. Þetta
var yndislegur tími og lærdóms-
ríkur og við skólasysturnar
bundumst sterkum vináttu-
böndum.
Hún Alda var góður félagi,
glaðlynd og skemmtileg og
sýndi herbergisfélögum sínum
og öðrum ávallt mikla þolin-
mæði.
Alda var trúlofuð Rabba sín-
um, Rafni Gíslasyni, sem varð
hennar lífsförunautur. Heimili
þeirra var orðlagt fyrir gest-
risni og stóð okkur skólasystr-
um hennar alltaf opið. Við send-
um Rabba og fjölskyldunni allri
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur með þökk fyrir allt.
Minning hennar lifir.
F.h. skólasystranna,
Aðalheiður Kristjánsdóttir,
Auður Ólafsdóttir og
Sigrún Bjarnadóttir.
Alda Halldóra
Hallgrímsdóttir
Fjölskylduna
langar að minnast
góðrar vinkonu,
Stellu Maríu Jóns-
dóttur.
Það tekur okkur sárt að
kveðja hana en svona er víst
gangur lífsins. Við áttum góðar
stundir saman og Stella María
gaf mér og mínum mikið af
þeirri hjartagæsku sem ein-
kenndi hana svo mjög.
Við Stella María kynntumst
þegar ég flutti á fjórðu hæðina á
Hjarðarhaganum með litla
strákinn minn. Hún bjó þá, eins
og stærstan hluta ævi sinnar, á
annarri hæðinni í stigagangin-
um. Morguninn eftir fyrstu nótt-
ina okkar í húsinu fundum við
lítinn poka hangandi á hurðar-
húninum okkar. Í honum var
sætur bangsi og kort sem bauð
Friðrik litla og mömmu hans
velkomin í húsið. Upp frá þessu
litla góðverki hennar varð vin-
átta okkar til. Við settumst oft
yfir kertaljós í eldhúsinu hjá
henni og áttum dásamlega
Stella María
Jónsdóttir
✝ Stella MaríaJónsdóttir
fæddist 29. ágúst
1922. Hún lést 27.
júlí 2014. Útför
hennar fór fram frá
Neskirkju 8. ágúst
2014.
skemmtilegar
stundir saman. Hún
sagði mér sögur og
sýndi myndir af því
sem hún hafði upp-
lifað á sínum yngri
árum, sögur af
þessari fallegu
Reykjavíkurmær.
Hún var alltaf svo
innileg og góð við
litla strákinn minn
sem hafði þar með
verið svo lánsamur að eignast
eina ömmu til viðbótar.
Þegar ég fékk svo að vita að
áætlaður fæðingardagur stúlk-
unnar minnar væri níræðisaf-
mælisdagurinn hennar fannst
okkur ekkert annað koma til
greina en að skíra hana Stellu í
höfuðið á þessari góðu vinkonu
okkar. Þrátt fyrir að hún hafi þó
að lokum ekki fæðst þann dag
ber hún nafnið sitt jafn vel og
Stella María. Ég vona að Stella
litla muni hafa alla þá mann-
gæsku og hjartahlýju sem hún
hafði og verð henni ávallt þakk-
lát fyrir.
Ég vona að þú hvílir í friði,
elsku Stella María okkar, og við
kveðjum þig með sömu orðum
og þú kvaddir okkur alltaf:
Guð geymi þig og hafðu það
betra en ég gæti nokkurn tím-
ann óskað mér!
Harpa Þórunn Pétursdóttir.