Morgunblaðið - 12.08.2014, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014
✝ HaukurMagnússon
fæddist að Görð-
um í Önund-
arfirði hinn 5.
febrúar 1932.
Hann lést á
Landspítala hinn
25. mars 2014.
Haukur var
sonur hjónanna
Guðmundu Sig-
urðardóttur, f.
1902, d. 1993, og Magnúsar
Reinaldssonar, f. 1897, d.
1952. Systkini hans eru
Anika, f. 1926, Ólöf, f. 1927,
d. 2012, Unnur, f. 1928, d.
2006, Brynhildur, f. 1929, d.
1999, og Önundur,
f. 1939. Haukur
kvæntist árið 1954
Erlu Finnsdóttur,
f. 1932, d. 2004.
Þau eignuðust
börnin Jóhönnu, f.
1954, Finn, f.
1955, d. 1986,
Báru, f. 1962, og
Bylgju, f. 1964.
Fyrir hjónaband
eignaðist Haukur
soninn Ólaf Magnús, f. 1952.
Barnabörn Hauks eru fimm.
Haukur starfaði við kennslu
lengst af.
Útför hans fór fram frá Ás-
kirkju 2. apríl 2014.
Er vorið kemur sunnan yfir sund
með söng í hjarta, gneistaflug um
brár,
þá breytast öll hin löngu liðnu ár
í ljósan dag, í heiða morgunstund.
(Davíð Stefánsson)
Á meira en sextíu ára gam-
alli ljósmynd má sjá ungan pilt
halda á nokkurra vikna gömlu
stúlkubarni. Myndin er tekin á
Flateyri við Önundarfjörð í
byrjun sumars á hátíðisdegi
sjómanna. Pilturinn ungi, sem
er spariklæddur, horfir
ábyrgðarfullur á litlu stúlkuna
og karlmannleg hönd hans
heldur tryggilega utan um
hana. Ungi pilturinn, sem svo
fallega hélt á mér kornungri,
hefur nú kvatt okkur langt um
aldur fram að mér finnst þó að
árin hafi verið orðin rúmlega
áttatíu. Haukur Magnússon,
móðurbróðir minn, lést hinn
25. mars síðastliðinn eftir erfið
veikindi og var útför hans gerð
í kyrrþey. Hann fæddist og
ólst upp í Önundarfirði, fimmti
í röðinni af sex börnum móður-
foreldra minna. Haukur ólst
upp við venjuleg sveitastörf og
sótti sjó með föður sínum fram
eftir unglingsárum. Hann fór
til náms við Héraðsskólann á
Núpi í Dýrafirði og stundaði
síðan nám við Kennaraskóla
Íslands. Í Reykjavík kynntist
hann konuefni sínu, Erlu
Finnsdóttur frá Siglufirði og
ennþá, þó að ég hafi verið ung
að árum og áratugir séu liðnir,
minnist ég gleði hans og ham-
ingju eftir að kynni þeirra hóf-
ust. Að loknu kennaraprófi
fluttu hann og Erla til Siglu-
fjarðar, þar sem hann hóf störf
við kennslu og gat hann sér
gott orð sem kennari. Saman
reistu þau Erla sér myndar-
heimili þar sem ríkti mikil
rausn og höfðingsskapur, en
hún var mikilhæf í allri mat-
argerð. Við Haukur vorum
lengst af ævi búsett í hvort í
sínum landsfjórðungnum; sam-
vistir okkar voru því strjálar
og oft langt á milli samfunda.
Þrátt fyrir það fannst mér
hann alltaf vera nálægur mér
og ævinlega urðu fagnaðar-
fundir þegar við hittumst. Í
minningu minni var frændi
minn ávallt góður, glettinn og
glaður. Lífið fór þó ekki um
hann mildum höndum. Hann
veiktist ungur af berklum og
síðar á ævinni, á besta aldri,
fékk hann blæðingu í heila sem
gerði það að verkum að hann
varð að hætta störfum við
kennslu. Þá var sorgin þung
þegar Finn, son hans og Erlu,
ungan, efnilegan mann og föð-
ur tveggja ungra barna, tók út
af fiskiskipi sem var við veiðar
á hafi úti og leit að honum bar
ekki árangur. Ég sá þá í fyrsta
sinn frænda mínum brugðið og
ég held að hann og fjölskyldan
hafi í raun aldrei komist yfir
þennan mikla missi. Einnig
voru erfið veikindi Erlu og síð-
ar andlát hennar frænda mín-
um mikið áfall. En hann æðr-
aðist ekki og hélt áfram að lifa
lífi sínu óbeygður og naut
stuðnings og ríkulegrar um-
hyggju dætra sinna. Eftir að í
ljós kom á síðasta ári að hann
væri haldinn ólæknandi meini
nutum við meiri samvista en
áður. Hann tókst á við veikindi
sín af karlmennsku og mætti
örlögum sínum af sama æðru-
leysi og einkennt hafði allt
hans líf en sárt var að kveðja
hann. Móðir mín Anika, elsta
og eina eftirlifandi systir hans,
kveður ljúfan og góðan bróður
og ég kæran frænda. Við þökk-
um honum fyrir langa sam-
fylgd sem aldrei bar skugga á
og var okkur ávallt uppspretta
gleði.
Áslaug Þórarinsdóttir.
Haukur
Magnússon
✝
Eiginmaður minn,
LÚÐVÍG BJÖRN ALBERTSSON
viðskiptafræðingur,
Geitlandi 2,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn
8. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristjana Halldórsdóttir.
✝
Pabbi minn, sonur okkar, bróðir og
móðurbróðir,
BRYNJÓLFUR GARÐARSSON
matreiðslumeistari,
Flyðrugranda 4,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi laugardaginn 9. ágúst, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 18. ágúst kl. 15.00.
Jón Eldar Brynjólfsson,
Brynhildur Brynjólfsdóttir, Garðar Valdimarsson,
Ingibjörg Garðarsdóttir,
Valdimar Garðarsson,
Arnór Normann Davíðsson,
Garðar Normann Davíðsson,
Elva Björk Normann Davíðsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁLFHEIÐUR BJARNADÓTTIR,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 9. ágúst.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 18. ágúst kl. 13.00.
Sævar Guðmundsson,
Sólveig Birna Sigurðardóttir, Þór Þorgeirsson,
Ari Eyberg Sævarsson, Ásta Ósk Hákonardóttir,
Guðleif Sunna Sævarsdóttir, Baldvin Hrafnsson,
Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir, Rafá Arapinowicz,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
INGÓLFUR KRISTJÁNSSON,
Breiðuvík 10,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 7. ágúst á LHS, Fossvogi.
Gerður Sigurbjörnsdóttir,
börn, tengdabörn, afabörn og langafabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
HELGA GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
Dofraborgum 34,
Grafarvogi,
lést á Droplaugarstöðum laugardaginn
2. ágúst.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn
14. ágúst kl. 13.00.
Magnús Jónasson,
Sigurður Bjarni Magnússon, Geetha Sollie,
Guðbjartur Jónas Magnússon,
Gróa Guðrún Magnúsdóttir,
Magnína Magnúsdóttir,
Bjarni Magnús Sigurðarson.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HAUKUR SIGURJÓNSSON
frá Flatey á Skjálfanda,
lést á Bæjarási, Hveragerði,
laugardaginn 2. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Bæjarási
fyrir einstaka umhyggju.
Fyrir hönd aðstandenda,
synir hins látna.
✝
Eiginkona mín, móðir, amma og langamma,
SESSELJA ÞÓRA LÚÐVÍKSDÓTTIR,
Akurgerði 19,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 13. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Hjörvar Valdimarsson,
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Margrét M. Róbertsdóttir, Hrannar Ólafsson,
Funi og Bjarmi.
✝
Elskuleg móðir mín, amma okkar, langamma,
systir, mágkona og frænka,
INGA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR,
lést í Seattle þriðjudaginn 29. júlí.
Útför hennar hefur farið fram í Seattle.
Minningarathöfn verður í Kópavogskirkju
fimmtudaginn 14. ágúst kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elías Langholt og fjölskylda,
Rós Pétursdóttir,
Bryndís Pétursdóttir.
✝ Jóhannes Ár-skóg fæddist
13. desember 1929.
Hann lést á Dval-
arheimili aldraðra
á Dalvík 19. júlí
2014.
Jóhannes var
sonur hjónanna
Maríu og Gests Ár-
skóg og var þriðji í
röðinni af fimm
systkinum. Hann
fluttist til Dalvíkur 1947 og
giftist Jórunni Erlu Sigurð-
ardóttur 1953. Jór-
unn lést 31. mars
2004. Kjörsonur
þeirra hjóna er
Gestur Jóhannes
Árskóg, f. 2. júlí
1967.
Jóhannes nam
bifvélavirkjun og
rak Bifvélaverk-
stæðið Kamb á Dal-
vík til fjölda ára.
Útför Jóhann-
esar var gerð frá Dalvík-
urkirkju 26. júlí 2014.
Elsku besti afi.
Nú ertu farinn og ég á eftir
að sakna þín svo óendanlega
mikið.
Þú varst svo sannarlega sá
allra besti og mikil fyrirmynd
fyrir þá sem þekktu þig. Þú
varst alltaf hress og léttur í
lund með húmorinn á hreinu,
þú varst duglegur og svo mikill
kraftur í þér, alveg sama hvað
þú tókst þér fyrir hendur þá
var það klárað með stæl, alltaf
varstu eitthvað að brasa og
byggja. Allt frá t.d. að smíða
snjósleða, rúm og stól fyrir
litlu afastelpuna, búa til úr
járni kertastjaka, skartgripi,
skóhorn (þau allra bestu) og
svo út í hestakerrur í fullri
stærð og margt fleira sniðugt.
Þú varst herramaður mikill
sem margir gætu tekið til fyr-
irmyndar.
Ástin sem blómstraði milli
þín og ömmu hvern einasta dag
var svo einstök og eftirsókn-
arverð að ég bráðna, hún var
svo mikil og sönn að ég fæ tár í
augun við að hugsa um það.
Þó það sé erfitt að þú sért
farin þá ætla ég að reyna að
gera það sem þú mundir vilja
að ég gerði og horfa á björtu
hliðarnar. Þú hefur lifað svo
flottu lífi og búinn að gera svo
miklu meira en allir sem ég
þekki að ég get ekki ímyndað
mér að það hafi verið nein eft-
irsjá í ellinni eins og maður
hefur stundum heyrt talað um.
Þú varst ákveðinn og stóðst
fast á þínu þegar þess þurfti.
Byggðir upp fyrirtæki og góð-
an orðstír með sanngirni,
vinnusemi og dugnaði. Þér
hafa alltaf verið allir vegir fær-
ir og ef þér datt eitthvað í hug
sem þig langaði að gera var
það bara framkvæmt. Þú áttir
yndislegustu konu sem nokkur
maður gæti hugsað sér. Þú hef-
ur ferðast svo mikið, bæði um
Ísland allt og heiminn (næst-
um) allan. Ég minnist þess með
gleði í hjarta og bros á vör
þegar ég hugsa út í öll ferða-
lögin sem litla stelpan ég fór
með ykkur ömmu í húsbílnum,
það var alltaf svo gaman, mikið
að sjá og prófa. Þú hafðir alltaf
svo margar og skemmtilegar
sögur að segja
Það var alltaf gaman að vera
hjá ykkur, alltaf nóg að gera,
róla úti í garði, gróðursetja og
vökva blómin með ömmu og
grilla með þér, slá og raka
grasið (þó það þyrfti að ná í
verkfærin í dimma kjallarann
þá var ég ekkert hrædd því þú
hélst í höndina á mér), stund-
um fékk ég að fikta og dunda
mér í vinnuaðstöðunni þinn
niðri sem var alveg rosalega
spennandi og gaman.
Þó það hafi mjög oft verið
mikið að gera hjá þér þá hafð-
irðu alltaf tíma fyrir mig og
það var alltaf pláss fyrir mig í
afa fangi, sama hvað þú varst
að gera (og öll önnur börn ef út
í það er farið).
Ég verð afskaplega leið þeg-
ar ég hugsa út í það að þú sért
farinn og ég geti ekki komið í
heimsókn til þín oftar og það
hefði verið svo gaman ef Vík-
ingur Aron og Nína Brimdís
hefðu fengið að kynnast þér
betur og þú þeim, en í staðinn
ætla ég vera dugleg að segja
þeim sögur af ykkur ömmu. Á
sama tíma og ég er leið er ég
líka glöð og stolt af hafa haft
þig í lífinu mínu. Þú gerðir
þennan heim svo sannarlega að
betri stað og ég er svo heppn-
ust í heimi að hafa átt þig sem
afa.
Minning þín er ljós í lífi
mínu og ég mun ávallt sakna
þín. Takk fyrir allar stundirnar
og minningarnar og takk fyrir
að vera þú.
Þín afastelpa,
Erla Björk Árskóg.
Elsku Jóhannes, hvíl þú í
friði.
Margs er að minnast og allar
góðar minningar geymi ég
áfram í hjarta mínu.
Í huga minn kemur minn-
ingin, þegar ég fékk að fara
alein í fyrsta sinn og færa þér
köflóttu nestistöskuna með
kaffibrúsanum og brauðboxinu.
Það var ekki löng leiðin frá
Sigtúni og niður stíginn bak
við húsið að verkstæðinu, en
mikið var ég stolt þegar ég
kom með töskuna og gat sýnt
þér fyrstu barnatönnina, sem
ég hafði misst stuttu áður og
hafði klemmda í lófanum. Það
var alltaf stutt í grínið og
glettnina hjá þér.
Þú kenndir mér fyrstu tvö
orðin sem ég lærði á dönsku,
flødeskum og snørrebånd.
Kenndir mér að binda slaufu
og spila „sorte per“ og sagðir
mér frá Danmörku. Við áttum
yndislega daga saman, þegar
þið Nónó komuð hingað til
Danmerkur þegar hún varð
sjötug. Þá fórstu með okkur á
gamlar slóðir, haldin var tísku-
sýning á fínu kjólunum sem
voru keyptir og við borðuðum
fullt af ís.
Já, það eru margar góðar
minningarnar með ykkur og er
ég og fjölskylda mín þakklát
fyrir að hafa fengið að njóta
þess að eiga þig og ykkur að.
Okkar dýpstu ástarþakkir
öll af hjarta færum þér.
Fyrir allt sem okkur varstu,
yndislega samleið hér.
Drottinn launar, drottinn hefur
dauðann sigrað, lífið skín.
Hvar sem okkar liggja leiðir
lifir hjartkær minning þín.
(Höf. ók.)
Takk fyrir allt.
Jóhanna Kristín (Hanna).
Jóhannes
Árskóg