Morgunblaðið - 12.08.2014, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014
Elsku mamma.
Þrátt fyrir styrk
þinn þá kom að því
að kveðja þig. Þú
skilur eftir þig
mikla og góða arðleifð og óhætt
að segja að þú hafir algjörlega
þjónað tilgangi lífsins. Með
nærri 100 afkomendur sem allir
eru á lífi og allt góðir og gildir
borgarar og segir það margt um
þinn karakter. Mamma var stolt
kona, hrein og bein í samskipt-
um og sagði alltaf sína skoðun
og hvað hún var að hugsa. Hún
elskaði lífið og var mikil fé-
lagsvera og vildi alltaf hafa eitt-
hvað fyrir stafni. Skemmta
sjálfum sér og öðrum. Sóttist
mikið eftir að hafa börnin í
kringum sig.
Minningar af mömmu eru
endalausar og þá flestar með
pabba henni við hlið. Í æsku
voru sunnudagarnir mjög eftir-
Gunnþórunn Gyða
Sigurjónsdóttir
✝ GunnþórunnGyða Sig-
urjónsdóttir fædd-
ist 8. júní 1925. Hún
lést 26. júlí 2014.
Útför hennar fór
fram 8. ágúst 2014.
minnilegir þar sem
haldið var fast í
þær hefðir að
klæða sig fínan upp
á sunnudögum og
læra að njóta
augnabliksins. Hún
var mikil aðdáandi
íslenskrar tónlistar
og kenndi manni að
meta íslenska tón-
list sem fylgir
manni enn þann
dag í dag.
Bústaðurinn skipar stórann
sess í lífi fjölskyldunnar þar
sem mamma réð ríkjum. Það
var alltaf notalegt að koma í bú-
staðinn þar sem mamma hugs-
aði um að gefa öllum að borða
og var dugleg að smyrja brauð
og bjóða gestum upp á kaffi.
Bústaðurinn var að mörgu leyti
hennar griðastaður. Við höfum
átt margar gæðastundir saman
og eru ferðir á Vatnleysuströnd
á yngri árum eftirminnilegar.
Heimsókn þín til Danmerkur er
mér ofarlega í huga þar sem við
nutum hverrar stundar, fórum á
ströndina og eins og þú lifðir líf-
inu, nutum lífsins í núinu. Það
verður mjög skrýtið að hafa þig
ekki í kringum mig og mánu-
dagsheimssóknir mínar verða
ekki hluti af daglegu lífi mínu.
Elsku mamma, það er sárt að
kveðja þig en tek með þá góðu
og gildu siði sem þú kenndir
mér út í lífið. Kenndir manni að
lifa í núinu og fara í gegnum líf-
ið með heiðarleika.
Þín dóttir,
Aðalheiður Guðjónsdóttir.
Það voru sorgarfréttir að
heyra að amma Þóra hefði kvatt
okkur. Einhvern veginn hélt
maður að ekkert biti á þessari
hörkukonu sem þó var með risa-
hjarta úr gulli. Hún vissi lengra
en nefið náði og þó að sjónin
væri orðin ósköp döpur á síð-
ustu árum, þá sá hún alltaf
strax í gegnum fólk og las það
eins og opna bók. Alltaf átti hún
hetjusögur úr hversdagslífinu
og reiddi fram dramatískar lýs-
ingar á því þegar hún var með
börnin lítil, fædd með árs milli-
bili, öll í heimasaumuðum föt-
um, einhver sofandi í kommóðu-
skúffum og að sjálfsögðu barn á
hvorum handlegg. „Vó, hvað
varstu að pæla amma, hvernig
fórstu að þessu?“ spurðum við
gapandi yfir þessari ómegð.
„Hvað meinið þið?“ svaraði hún,
„Þetta voru bestu ár lífs míns!“
Hún kenndi okkur að þó að lífið
væri stundum bölvað basl, þá
gæti maður allt eins sett undir
sig hausinn og notið þess að
þrælast í gegnum það. Kæra
amma. Takk fyrir skynsemina,
dirfskuna og eldmóðinn sem þú
innrættir okkur. Við munum
gera okkar besta til að vera þér
til sóma.
Anna Lind, Halldóra,
Hreiðar og Guðjón.
Jæja. Þá er hún Þóra dáin.
Ég hélt satt að segja að hún
myndi lifa okkur öll. Hún hefur
verið hluti af mínu lífi í yfir
fjörutíu ár. Alltaf sterk, alltaf
ákveðin. Yngsta dóttir Þóru,
Gréta, er æskuvinkona mín.
Báðar bjuggum við í Gnoðar-
voginum og eyddi ég ófáum
stundum inni á þeirra heimili.
Alltaf var ég velkomin þar þótt
þröngt væri í búi. Stundum flúði
ég eigið heimili og alltaf fékk ég
að gista, jafnvel þótt svefnher-
bergin væru tvö og börnin tutt-
ugu! Þóra gat verið nokkuð
hryssingsleg en réttlát var hún.
Hún sáði líka réttlæti og góðum
siðum í börnin sín sjö. Öll eru
þau vönduð og er víst að Þóra
gamla lagði grunninn að því. Oft
voru þær systur þreyttar á tuð-
inu í gömlu en enn þann dag í
dag eru þær að vitna í eitthvað
sem mamma þeirra kenndi
þeim. Já, það örlar á afbrýði-
semi enda reyndi ég ítrekað að
fá að vera „yngsta“ systirin, og
var á endanum tekin inn sem
„Litla ljót“. Þóra var með húm-
orinn í lagi og fékk oft hraust-
ustu karlpunga til að roðna. Þá
hló sú gamla. Má segja að hún
hafi daðrað við karlpeninginn
alveg fram í andlátið. Fyrir
tuttugu árum var hún í brúð-
kaupinu mínu og sagði þar hin
fleygu orð að það væru tveir
menn í heiminum sem bæru af í
fegurð; annar var Elvis Presley
og hinn brúðguminn, þ.e. Þor-
móður, maðurinn minn.
Það þarf vart að taka það
fram að hún hefur verið í miklu
uppáhaldi hjá honum síðan.
Ég þakka Þóru fyrir allt, og
votta Grétu minni, Svövu, Dittu,
Indu, Bróa, Magga og Gunna
samúð mína, svo og mökum og
ömmubörnum.
Sigríður Garðarsdóttir
(Sirrý).
Ég kynntist Þóru fyrst fyrir
rúmum 18 árum þegar ég var að
kynnast manni mínum, Guðjóni
Þór Þorsteinssyni. Þegar ég
hugsa um Þóru þá koma orðin
skemmtileg og hlý mér efst upp
í huga. Mér finnst ég einstak-
lega heppin að hafa fengið að
kynnast henni.
Þegar fjölskyldan hittist var
hún alltaf mesta skvísan og mik-
ið líf og fjör í kringum hana. Við
Guðjón bjuggum hjá henni í
smá tíma sem var mjög notaleg
og lærdómsrík dvöl. Lummur í
kaffinu og kvöldstund með Jón-
asi á kvöldin sem var mjög nota-
leg stund. Hún var í uppáhaldi
hjá börnunum vegna þess að
hún var einstök amma með góð-
an húmor og lét ekki slá sig út
af laginu. Hún söng stundum
fyrir krakkana sem var mjög
dýrmætt fyrir þau og ekki síst
sé þökk fyrir nútímatækni því
börnin tóku sönginn upp og eiga
nú í dag upptöku með söng frá
ömmu Þóru.
Hún kíkti til mín eða hringdi
síðari ár á afmælisdaginn minn
enda var það hennar dagur líka
þar sem það var brúðkaupsdag-
ur þeirra hjóna.
Þegar ég var í fæðingarorlofi
allt síðasta ár hringdi Þóra í mig
annan hvern dag og voru það
mjög skemmtileg samtöl um
gamla tíma og daginn og veg-
inn. Hún gaf mér ráð ef ég
þurfti á að halda og þykir mér
mjög vænt um þau samtöl sem
við áttum. Ég er afar þakklát
fyrir að hafa kynnst svona líf-
legri og skemmtilegri mann-
eskju eins og Þóra var. Sam-
tölin okkar eru mér ofarlega í
minni þegar kemur af kveðju-
stund sem þessari.
Hörpu þinnar ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(ÁK)
Hvíl í friði, elsku Þóra.
Saknaðarkveðja
Matthildur.
Það var mikil eft-
irvænting og spenna
í lofti þegar við kom-
um saman í fyrsta
sinn nemendur í 3. E
í Verslunarskólanum haustið 1972.
Flestir höfðu bara verið í sínum
hverfisskóla alla sína tíð, en allt í
einu vorum við komin í hóp af fólki
sem kom af öllum landshornum til
að ganga menntaveginn. Þó flestir
hafi verið feimnir fyrst í stað og
hallað sér að þeim sem þeir þekktu
fyrir, myndaðist fljótt góður vin-
skapur í bekknum. Margir höfðu
Elín Kristín
Gunnarsdóttir
✝ Elín KristínGunnarsdóttir
fæddist 21. júní
1956. Hún lést 23.
júlí 2014. Elín var
jarðsungin 6. ágúst
2014.
gaman af því að
syngja og skemmta
sér og þar var Ella
Stína á heimavelli.
Hún spilaði á gítar
og kunni fjöldann all-
an af lögum og text-
um sem hún miðlaði
til okkar hinna. Hún
varð ómissandi hvar
sem við komum sam-
an, hrókur alls fagn-
aðar. Það var líf og
fjör á Verslóárunum og nóg að
gera í félagslífinu. Þá var kennt á
laugardögum og þar sem margir
foreldrarnir þurftu ekki að fara til
vinnu þá daga fengum við krakk-
arnir stundum lánaða bílana
þeirra. Eftir skóla var troðið í bíl-
ana og haldið í ísbúðina í Vestur-
bænum. Margt kvöldið var farið á
rúntinn og bílunum lagt á Hallær-
isplaninu þar sem við sungum há-
stöfum með uppáhaldshljómsveit-
unum eins og Bread, Three
Degrees eða Abba og létum mikið
fyrir okkur fara. Fyrir böll hitt-
umst við í Sigluvoginum til að gera
okkur fínar, settum plötu á fóninn
og sungum með. Í minningunni var
alltaf gaman, allar í góðu skapi og
mikið grínast, sungið og hlegið.
Ella Stína var alltaf svo vel til höfð.
Hún var með sítt og fallegt hár og
gekk í vönduðum og fallegum föt-
um. Hún var alin upp við mikla
smekkvísi, enda sást það á heim-
ilinu fyrst á Reynimel og svo á
Grenimel þar sem alltaf var tekið
vel á móti okkur vinkonunum.
Eftir fjórða bekk hélt Ella Stína
áfram í Versló en leiðir okkar
hinna lágu annað. Vinskapurinn
hélst þó áfram og það fjölgaði í
vinkvennahópnum. Við minnumst
þessara ára fram á þrítugsaldur-
inn með þakklæti og gleði. Þegar á
leið breyttust aðstæður eins og
verða vill og samverustundir urðu
eftir það allt of fáar. Undanfarin ár
höfum við oft rætt að nú skyldi
taka þráðinn upp aftur en því mið-
ur er tíminn til þess nú runninn út.
Við yljum okkur við góðar minn-
ingar og sendum móður, systur og
frænku og öðrum ástvinum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Ásdís, Valgerður Kristín,
Sigríður, Arndís Erla,
Soffía og Drífa.
Ein af mínum fyrstu minning-
um er frá aðfangadagskvöldi einu
þegar blaðskellandi jólasveinn rak
inn nefið heima hjá okkur í Máva-
hlíðinni og færði mér heilan bílf-
arm af glæsilegum jólapökkum.
Ég hef varla verið meira en fjög-
urra ára, en man þó vel eftir þess-
ari uppákomu og jafnframt efa-
semdum mínum um
trúverðugleika jólasveinsins.
Hann var nefnilega með alveg eins
úr og Ella Stína, uppáhalds frænka
mín, og þar að auki með eins gler-
augu líka.
Þetta dró þó alls ekki úr
skemmtanagildi Ellusveinka.
Svona var nefnilega Ella upp á sitt
besta; fyndin, uppátektarsöm, svo-
lítið klikkuð og algjör höfðingi
heim að sækja. Ég var hænd að
Ellu fram eftir aldri, enda var hún
sérlega barngóð og frjálslegri í
háttum en maður átti að venjast af
fullorðna fólkinu. Hún var líka vel
sigld, snjöll með eindæmum, ráða-
góður beturviti og talaði nokkur
tungumál. Ég er ekki frá því að
Ella hafi átt sinn þátt í að kveikja
hjá mér áhuga á framandi löndum
og ferðalögum sem hefur fylgt mér
æ síðan.
Matargerð var önnur ástríða
Ellu sem við fjölskyldan nutum
ævinlega góðs af. Ella vildi þó aldr-
ei kannast við að vera góður kokk-
ur heldur „færi hún bara eftir upp-
skriftinni“ og kærði sig ekkert um
svona gullhamra. Hún tók jafn-
framt að sér stjórnina í mörgum
þeim málum sem gátu vafist fyrir
hægvirkari heilabúum, og var hún
því oft langt á undan fólkinu í sínu
nánasta umhverfi.
Einn besti lærdómurinn frá
Ellu var þessi gegnheila heilbrigða
skynsemi og eiginleikinn til að
greina vitleysuna frá kjarna máls-
ins.
Á árunum fyrir efnahagshrunið
var t.d. sótt fast að Ellu af alls kon-
ar gáfnaljósum á vegum fjármála-
fyrirtækja að ávaxta fjármuni sína
í hinum og þessum sjóðum og
hlutabréfum. Jafnvel þá læddist sá
grunur að henni að ekki væri allt
með felldu þrátt fyrir gylliboðin.
Hún þakkaði æ síðan skarp-
skyggni sinni fyrir að hafa ekki lát-
ið blekkjast og misst ævisparnað
sinn fyrir lítið.
Kannski var það besta í fari Ellu
hvað hún hafði gott auga fyrir því
sem raunverulegu máli skipti og
skapaði ógleymanlegar minningar
fyrir okkur sem nutum samvista
við hana.
Það var hennar hugmynd að ég,
móðir mín og hún komum föður
hennar, afa mínum, á óvart á átt-
ræðisafmæli hans sem til stóð að
halda upp á með rólegasta móti á
Kanaríeyjum í félagsskap ömmu.
Ella hafði fengið hugdettu og það
dugði ekkert hik eða tvístig; við
flugum suður á bóginn með þrem-
ur tengiflugum og dúkkuðum upp í
anddyri hótelsins þar sem afi
gamli hélt að hans biði í hæsta lagi
blómvöndur með kveðju frá
skerinu í tilefni dagsins.
Þarna áttum við dásamlega ferð
sem seint mun gleymast.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að hafa þessa tápmiklu og
dásamlegu konu í lífi mínu öll þau
ár sem ég hef lifað og kveð hana nú
með djúpum trega og söknuði.
Verndi þig englar, elskan mín,
þá augun fögru lykjast þín:
líði þeir yfir hvílu hljótt
á hvítum vængjum um miðja nótt.
Nei, nei, það varla óhætt er,
englum að trúa fyrir þér;
engill ert þú og englum þá
of vel kann þig að lítast á.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Dóra Björk Guðjónsdóttir.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við útför okkar ástkæra
HLYNS EGGERTSSONAR,
Skagabraut 21,
Akranesi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk blóðlækninga-
deildar Landspítalans, 11G, og starfsfólk
göngudeildar.
Einnig fær starfsfólk lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akraness
þakkir fyrir góða umönnun og alúð.
Með kæru þakklæti,
Jóhanna Lýðsdóttir,
Viktoría Hlynsdóttir,
Sylvía Hlynsdóttir,
Unnur Leifsdóttir,
Hrönn Eggertsdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, besta mamma, dóttir,
tengdadóttir, systir, mágkona og frænka,
TRINE TRANVÅG ÖREN,
fædd 7. október 1966,
lést á Stavanger-háskólasjúkrahúsi
þriðjudaginn 29. júlí.
Útför fór fram frá Kampen-kirkju þriðjudaginn 5. ágúst.
Minningarstund verður í Lágafellskirkju í dag, þriðjudaginn
12. ágúst, kl. 18.15.
Lárus Ingi Lárusson,
Lina og Johanna,
Oddbjörg og Olav,
Katrín Sigurðardóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Okkar ástkæri
BIRGIR H. ÞÓRISSON,
Fáfnisnesi 5,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 3. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn
15. ágúst kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Rannsóknastofu
í krabbameinsfræðum, kt. 600169-2039,
reikningsnr. 0137-26-20250.
Anna Laufey Sigurðardóttir,
Agla Birgisdóttir, Egbert van Rappard,
Andri Már Birgisson, Ingveldur Dís Heiðarsdóttir,
Hanna Kristín Birgisdóttir, Árni Geir Úlfarsson,
Sigurður Helgi Birgisson, Sólveig Ásta Einarsdóttir,
Egill Snær Birgisson,
Hanna Björg Felixdóttir,
Þórir Jónsson, Lára Lárusdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HULDA HEIÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR
frá Seyðisfirði,
áður til heimilis á Framnesvegi 62,
Reykjavík,
sem andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund miðvikudaginn 6. ágúst, verður jarðsungin frá Neskirkju
miðvikudaginn 13. ágúst kl. 15.00.
Valgerður Halldórsdóttir, Helgi H. Steingrímsson,
Sigríður Halldórsdóttir, Gylfi Þorkelsson,
Óli Friðgeir Halldórsson, María Björk Daðadóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
samúð og hlýhug vegna andláts elsku
mömmu okkar, tengdamömmu, ömmu og
langömmu,
INGEBORGAR EINARSSON,
Hæðargarði 35,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 24. júlí á Landspítala
við Hringbraut.
Kirsten Friðriksdóttir, Sigurður Ingvarsson,
Halldór Friðriksson, Kristrún Pétursdóttir,
Erlingur Friðriksson, Valgerður Sigurjónsdóttir,
Hildur Friðriksdóttir, Bjarni Halldórsson,
ömmubörn og langömmubörn.